22.6.15

Á vespum um Ísland

Tví­eykið Motorlie­be ferðast um heim­inn á vesp­um og er nú statt á Íslandi. Hóp­inn skipa þeir Dani Heyne frá Leipzig og Michael Blu­men­stein frá Frankfurt. Ævin­týrið hófst á síðasta ári þegar fé­lag­arn­ir keyrðu frá Los Ang­eles til New York-borg­ar. Á dag­skránni er svo að keyra með sól­inni frá vestri í aust­ur þannig að á næsta ári munu þeir fara til Írlands og Stóra-Bret­lands.


Hug­mynd­in að æv­in­týr­inu kviknaði þegar Heyne rakst á bloggsíðu hjá banda­rískri stúlku sem  keyrði frá San Frans­isco til New York á vespu. Hún var að flytj­ast til New York og vildi ferðast um og kynn­ast land­inu. Þeir fé­lag­ar ákváðu að leggja af stað í svipað ferðalag á rúm­lega þrjá­tíu ára göml­um vesp­um. Þeir leituðu af fal­leg­um og áhuga­verðum stöðum og fólki að mynda og taka viðtöl við. Í lok ferðar gáfu þeir svo út bók­ina Auf der Vespa durch die USA. 


Nú eru þeir að gera hið sama á Íslandi en ferðalagið hófst fyr­ir tíu dög­um á Seyðis­firði. Þeir eru komn­ir til Ísa­fjarðar og er upp­á­haldsstaður­inn hingað til Djúpa­vík en þeir segja að þar sam­ein­ist íbú­ar, nátt­úra og saga í full­kom­inni blöndu. Þá hríf­ast þeir mjög af nátt­úru Íslands en eru enn að venj­ast kuld­an­um og snjón­um. Þeir eru afar ánægðir með að hafa hafið ferðina nú en ekki í maí eins og stóð til upp­haf­lega vegna snjós­ins.


Hingað til hef­ur allt gengið vel en þó eru nokkr­ir hlut­ir sem þeir eiga erfitt með að kom­ast yfir og leita nú. Það er t.d. hestamaður sem vill fara í kapp­reiðar við vespu, ein­hver til að rýja lamb með sér og fyr­ir­tæki sem er til í að breyta fjór­hjóli í fjalla­bíl.


Hér má nálg­ast Face­book-síðu Motorlie­be. 





https://www.facebook.com/photo/?fbid=809728052416278&set=a.601500876572331

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/06/22/a_vespum_um_island_3/