21.5.15

Setti flugvélamótor í mótorhjól


Af hverju ekki að setja 9 strokka stjörnu­mótor úr flug­vél í mótor­hjól?
Þjóðverj­inn Frank Ohle gat greini­lega ekki svarað þeirri spurn­ingu, því það er ná­kvæm­lega það sem hann gerði.

 Mótor­inn sem varð fyr­ir val­inu heit­ir Rotec R3600, er 3,6 lítra og skil­ar 150 hest­öfl­um. Það ætti að duga hvaða mótor­hjóli sem er, í það minnsta fyrst það dug­ar í flug­vél.

Hjólið hans Ohle er sér­smíðað og heit­ir „M ... von Richt­hofen“ og verður að telj­ast lík­legt að hann sé að vísa í Man­fred von Richt­hofen, bet­ur þekkt­an sem Rauði barón­inn.

Í frétt Jal­opnik kem­ur fram að Ohle hafi verið eitt og hálft ár að klára hjólið, sem er með lít­illi flug­véla­skrúfu fremst á hreyfl­in­um, til skrauts.
Þrátt fyr­ir að mótor­inn sé ætlaður til hálofta­ferða er helsta áhyggju­efni Ohle lík­lega að reka hann hvergi niður, því veg­hæð er ekki bein­lín­is sterka hlið þessa hjóls.
https://www.mbl.is//
2013/05/15/