Kraftakarlinn Torfi Ólafsson er mikill áhugamaður um mótorhjól, enda einn af stofnendum Sniglanna og með félagsnúmer 54. Hann fjárfesti nýlega í mótorhjóli frá Bandaríkjunum en um er að ræða 40 ára afmælisútgáfu af Hondu Goldwing 1500, árgerð 1989. Hjólið er með hliðarvagni og vegur alls um 630 kg fyrir utan ökumann „en er mun þyngra með ökumanni,“ eins og Torfi orðaði það sjálfur. Hann sagði að mun erfiðara væri að aka þessu hjóli, þar sem hliðarvagninn tæki hraustlega í en hann hefur þó verið að bjóða öðrum fjölskyldumeðlimum á rúntinn. Hann stefnir svo í lengri ferðir þegar hann hefur náð betri tökum á ökutækinu. Torfi ætlaði upphaflega að kaupa stakan hliðarvagn, þar sem hann á annað mótorhjól, Hondu Goldwing 1200, sem einnig er afmælisútgáfa frá fyrirtækinu. Vagninn einn og sér var hins vegar það dýr að Torfa þótti hagkvæmara að kaupa hjól með vagni.
10.6.05
Hliðarvagninn tekur í
Kraftakarlinn Torfi Ólafsson er mikill áhugamaður um mótorhjól, enda einn af stofnendum Sniglanna og með félagsnúmer 54. Hann fjárfesti nýlega í mótorhjóli frá Bandaríkjunum en um er að ræða 40 ára afmælisútgáfu af Hondu Goldwing 1500, árgerð 1989. Hjólið er með hliðarvagni og vegur alls um 630 kg fyrir utan ökumann „en er mun þyngra með ökumanni,“ eins og Torfi orðaði það sjálfur. Hann sagði að mun erfiðara væri að aka þessu hjóli, þar sem hliðarvagninn tæki hraustlega í en hann hefur þó verið að bjóða öðrum fjölskyldumeðlimum á rúntinn. Hann stefnir svo í lengri ferðir þegar hann hefur náð betri tökum á ökutækinu. Torfi ætlaði upphaflega að kaupa stakan hliðarvagn, þar sem hann á annað mótorhjól, Hondu Goldwing 1200, sem einnig er afmælisútgáfa frá fyrirtækinu. Vagninn einn og sér var hins vegar það dýr að Torfa þótti hagkvæmara að kaupa hjól með vagni.
8.6.05
Íþrótt allra tómstundahópa
Jón Hafsteinn Magnússon, eigandi og forstjóri JHM sport, segir geysilega aukningu hafa verið í hópi þeirra er stunda torfæruakstur á bifhjólum á íslandi. „Ég hugsa að á síðustu þremur árum hafi hópurinn þre- eða fjór-faldast," segir Jón, en hann telur fjöldann vera á bilinu 1500-2.000 manns.
„Þessi íþrótt höfðar til allra; forstjóra, lögfræðinga og verkamanna, í öllum aldurshópum og af báðum kynjum." JHM sport selur torfæruhjól fyrir börn og fullorðna. Þar fæst t.d. lítið hjól fyrir krakka á aldrinum 4-5 ára sem eru byrjaðir að geta hjólað án hjálpardekkja. Hjólið er eins gíra og getur að hámarki verið ekið á 25 km á klukkustund. Einnig fást mótorkross eða enduro- hjól fyrir krakka sem eru ögn stærri. Jón telur þó skynsamlegast að byrja í sportinu á klifurhjólum. Þeim er hægt að aka yfir nánast hvaða hindrun sem er en slíkur hindrunarakstur verður sífellt vinsælli keppnisíþrótt á meginlandi Evrópu og víða annars staðar.
Torfæruskellinöðrurnar fyrir yngri aldurshópinn eru mjög vel útbúnar. Þær hafa sama útlit og stóru hjólin, eins bretti, tankhlífar, hliðarhlífar, sæti og aukabúnað. Þannig lítur 50 kúbika hjól nánast eins út og 300 kúbika. Öll enduro-hjólin eru skráð götuhjól svo þeim má aka hvar sem er.
„Þetta leysir allan bílastæðavanda í Reykjavík," segir Jón, hreykinn yfir lítilli innanbæjarskellinöðru. „Segjum að fólk fái sér svona græju og aki niður í bæ til vinnu. Þá sparast gríðar legt bílastæðapláss. Fimm svona hjól komast hæglega í hvert bílastæði. Hjólið kostar 238.000, er 50 kúbik og eyðir um þremur lítrum á hundraðið. Það er blátt númer á þessu þannig að hver sem er, sem er með bílpróf, má aka því án sérstaks mótorhjólaprófs. Fólk upplifir hlutina svolítið á annan hátt með þessum ferðamáta.
3.6.05
Eins og sex malandi kettlingar
Sumir halda því fram að til séu tvær tegundir bifhjólamanna, þeir sem hafa unun af því að þenja tæki sín til hins ýtrasta og svo hinir sem leggja meira upp úr útlitinuog finnst mest um vert að vita af því að horft sé á þá öfundaraugum. Skúli Gautason hefur velt þessu fyrir sér en ætlar ekki að leggja dóm á það hér hvor greinin er æðri. Víst er um það að hjólið sem hér er fjallað um sameinar báðar fylkingarnar.
Gullfallegt hjól sem varð fyrsta fjöldaframleidda hjólið til að fara kvartmíluna undir 12 sekúndum.
Honda var í tilvistarkreppu á seinni hluta áttunda áratugarins. Keppinautarnir voru komnir með ný og
kraftmeiri hjól. Honda CB750 hjólin höfðu verið framleidd nær óbreytt í heilan áratug og þó að þau
séu sjálfsagt einhver best heppnuðu hjól allra tíma þurfti Honda að koma með eitthvað nýtt og byltingarkennt. En – hvað og hvernig átti það að vera? Markaðsfræðingar fyrirtækisins beittu aðferð sem ekki hefur oft verið notuð í seinni tíð; að spyrja blaðamenn tímaritanna sem fjölluðu um mótorhjól. Blaðamennirnir voru sammála um það að glampinn í augum kyndilberans væri að slokkna.
Honda yrði að koma með mótorhjól sem væri yfirlýsing. Yfirlýsing um stórhug, glæsileika og
tæknilega getu. Sex strokka línuvél í mótorhjóli hafði reyndar sést áður. Ítalski bifhjólaframleiðandinn Benelli hafði framleitt slík hjól og Honda-verksmiðjurnar sjálfar höfðu framleitt kappaksturshjól á árunum upp úr 1960 sem voru með 6 strokka í línu. 250 rúmsentimetra hjól sem hétu RC-166 og unnu fjölda heimsmeistaratitla á árunum 1961-1967 m.a. með „Bike-Mike“, Mike Hailwood, við stýrið. Það var einmitt á þeirri hönnun sem Honda CBX var byggt. Það er þó mun meira að vöxtum: Vélin er 1047 rúmsentimetra, 24 ventla og skartar sex púströrum og hljómar eins og sex malandi kettlingar. Ýmsar útfærslur eru síðan til í hljóðkútum, flækjur, 6 í einn, hefðbundinn 6 í 2 og loks 6 í 6 þar sem hver strokkur hefur sinn hljóðkút. Eitt slíkt kerfi mun vera væntanlegt til landsins og verður gaman að heyra í því hjóli.
Það munu vera 15 CBX hjól á landinu og 11 til 12 af þeim gang fær. Þar af eru 8 á yjafjarðarsvæðinu.
CBX var aðeins framleitt í fjögur ár, frá 1979-82. Þau voru kraftmestu hjólin þegar þau komu fram
en voru milduð ögn strax árið eftir því stimpilstangirnar áttu til að slitna á mesta snúningi og bókstaflega saga mótorinn í sundur. 1981 árgerðin var töluvert breytt. Þá voru CBX orðin ferðahjól með vindhlífum, töskum og mýkri fjöðrun. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mörg CBX-hjól voru framleidd en að líkindum hafa þau verið á bilinu 40-60.000. Langmest var framleitt af 1979 árgerðinni, vel á þriðja tug þúsunda. Framleiðslunni var hætt 1982, enda hjólin dýr í framleiðslu og önnur 4 strokka hjól orðin öflugri.
TENGLAR ..............................................
www.cbxclub.com
www.cbxworld-.com
www.timscbx.com
www.cbx6.co.uk www.cbx.dk
_____________________________________________________Morgunblaðið 3.6.2005___________
Eins og Buick meðal hjóla
Akureyringarnir Baldvin Ringsted og Stefán Finnbogason hafa verið þungt haldnir af mótorhjóladellu frá unga aldri. Þeir aka báðir á CBX og hafa að auki nýlega flutt inn nokkur slík hjól til viðbótar.
Stefán: Þetta eru hvorki sneggstu hjólin né þau kraftmestu. Miðað við hjól sem eru framleidd í dag eru þau þung og svifasein en þau líða áfram stabíl og fín. Það er ekki hægt að henda þeim til – þú
ert ekki sneggstur fyrir horn en þau fara best með þig. Eins og Buick meðal hjóla.
Baldvin: Í fyrsta skipti sem ég sá mynd af CBX ákvað ég að ég yrði að eignast svona hjól. Það kom ekkert annað til greina. Það sem ég er ánægðastur með er að það er engin grind fyrir framan vélina, ekkert sem skemmir útsýnið á mótorinn.
Stefán: Þetta voru rándýr hjól á sínum tíma. Ég var heppinn, hjólið mitt er eitt af svokölluðum skólahjólum. Honda-verksmiðjurnar létu framhaldsskólum í Bandaríkjunum í té nokkur hundruð svona hjól til notkunar í vélvirkja- og tækninámi. Í skólunum voru þau ýmist skrúfuð í frumeindir eða hreinlega gleymdust einhvers staðar úti í horni og ég var svo heppinn að rekast á eitt slíkt á spjallrásum CBX-manna. Það var ekki keyrt nema tæpar tvær mílur þegar ég fékk það.
Hvaða athugasemdir heyrast helst um þessi hjól?
Baldvin: „Er þetta virkilega sex strokka?“ eða „Nei, nei, sex strokka línuvél!“
Stefán: „Er þetta framleitt svona?“ Stefán er vélstjóri og þekktur fyrir að fara ekki alltaf troðnar slóðir. Hann segir að nokkrir hafi skriðið undir hjólið, alveg vissir um að hann hefði búið þetta til úr tveimur vélum.
Baldvin: Hér áður fyrr voru flestir mótorhjólamenn áhugamenn um mótorhjól og vissu sitthvað um sögu þeirra og þekktu helstu hjólin, þar með CBX. Nú hin síðari ár vilja margir helst keyra á krómi slegnum loftpressum og spá ekki í neitt annað en það hvernig þeir taki sig út á hjólunum sínum.
Þýðgengi þessara véla er engu líkt.
Ef þú kemur að Harley-Davidson í hægagangi hendist stýrið til um tommu eða tvær en leggirðu tebollann þinn á tankinn á CBX rétt gárast yfirborðið. Stefán: Í hægagangi hljómar vélin eins og sex malandi kettlingar. Þegar þú gefur í heyrast engir skellir og læti heldur hvinur eða þytur. Mér heyrist menn vera ansi heittrúaðir.Stefán: Það eru nú margir H/D menn ansi skemmdir.
Baldvin: Ég vil nú fremur kalla þetta ást en trú. Það er erfitt að skilgreina þessa ást. Það er kannski alltaf erfitt að skilgreina ást?
Stefán: Þetta eru sjaldgæf hjól og menn sem eignast þau láta þau ógjarnan af hendi.
Baldvin: Það eru starfandi eigendaklúbbar í Evrópu, Ameríku, Japan og víðar. Það má greina töluverðan mun á afstöðu til hjólanna á þessum þremur stöðum; í Evrópu er mikið um sérsmíðuð
hjól, nýjustu gerðir af fjöðrun og oft er ekkert upprunalegt nema vélin. Í Bandaríkjunum er mikið
lagt upp úr því að hafa allt upprunalegt, helst eins og hjólið kom af færibandinu. Í Japan eru menn
mikið að mixa saman hlutum úr nýrri Hondum.
Má tala um íslensk sérkenni?
Stefán: Ætli það sé ekki helst króm? Baldvin: Ég verð að viðurkenna að íhaldssemin minnkar ekki með árunum. Mér verður illt af því að sjá myndir af CBX-chopperum. Mér finnst þar illa farið með fallega mótora en mildar útlits-, fjöðrunar- og aflbreytingar eru í lagi.
Er starfandi íslenskur CBXklúbbur?
Baldvin: Á sínum tíma var „Sexý-félagið“ félagsskapur allra sex strokka hjóla á landinu. Nú hefur CBX-hjólunum fjölgað það mikið að vert er að fara að stofna félag og verður það gert á Akureyri 17. júní. Ég hef tekið saman myndir og sögu allra CBX hjólanna á landinu. Ég ætla að taka samantektina með mér á næsta Evrópumót CBX-manna sem verður haldið á Falstri í Danmörku 19.–21. ágúst næstkomandi.
27.5.05
Alþjóðleg þolakstursveisla á Klaustri
Stærsta mótorsportkeppni sem nokkurn tímann hefur verið haldin á Íslandi fer fram um helgina. Um er að ræða alþjóðlegt mót í þolakstri á torfæruhjólum sem haldið er í landi Efri-Víkur við Kirkjubæjarklaustur. Bjarni Bærings fylgdist með undirbúningi
tæplega 400 þátttakenda frá 4 löndum sem stefna á Kirkjubæjarklaustur, þar sem vel á annað þúsund manns mun
eyða helginni í mótorblandaðri sveitasælu.
KJARTAN Kjartansson, kennari á Kirkjubæjarklaustri, átti það frumkvæði fyrir 3 árum að halda 6
klukkutíma þolaksturskeppni í landi Efri-Víkur. Keppnin heppnaðist vel og allir höfðu gaman af. Erlendir keppendur sýndu mótinu mikinn áhuga og mótið fékk umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Síðan þá hefur mótið vaxið með eindæmum og er orðin allra stærsta mótorsportkeppni sem haldin er á Íslandi. Ekki spillir fyrir vexti mótsins að undantekningarlaust leikur veðrið viðkeppendur og áhorfendur. Kjartan hefur staðið í ströngu síðustu vikur við skipulagningu og undirbúning mótsins. Brautin er lögð í gígóttu graslendi í bland við gljúpan sand og hvasst hraun. Allt gistirými á stóru
svæði í kringum keppnina er uppselt en tjaldsvæði staðarins tekur lengi
við. Tvennir tónleikar hafa verið skipulagðir um helgina ásamt hinni árlegu grillveislu staðarhaldara.
Sjöfaldur heimsmeistari meðal keppenda
Svíinn og Husqvarna ökumaðurinn Anders Eriksson er svo sannarlega þungaviktarmaður í sportinu. Þessi sænski jaxl á að baki 7 heimsmeistaratitla í þolakstri síðastliðin 10 ár. Hann hefur einnig orðið Þýskalandsmeistari og sigurvegari í hinni erfiðu argentínsku keppni Enduro del Verano – þrjú ár í röð. Í Svíþjóð hefur hann unnið stærsta þolakstursmót Svíþjóðar sem kallast Novemberkåsan og árið 1999 fékk hann sænsku nafnbótina „Bifhjólamaður ársins“ í öllum flokkum. Anders er í dag á fullu að keppa í heimsmeistaramótinu í þolakstri, lenti í 4.sæti í síðustu keppni sem fram fór á Ítalíu 8. maí og er í þriðja sæti í mótaröðinni. Anders er mættur til Íslands til að keppa og ætlar sér umfram allt að hafa gaman af keppninni en á einnig óneitanlega mikla möguleika á sigri. Það er gífurleg lyftistöng fyrir sportið á Íslandi og heiður fyrir keppnishaldara að fá Anders til að keppa og verður gaman að sjá Íslendingana berjast við kappann íþessari 6 klukkustunda glímu.
_______________________________________
Risastór landkynning
SEAN Lawless, ritstjóri hins virta breska tímarits Dirt Bike Rider, kom til landsins sl. þriðjudag og
byrjaði heimsóknina að sjálfsögðu á því að skola af sér ferðarykið í Bláa lóninu. Ástæða Íslandsheimsóknarinnar er sú að verið er að vinna blaðagrein um land og þjóð fyrir Dirt Bike Rider blaðið.
Klausturskeppnin, sem fram fer laugardaginn 28. maí, og fólkið sem hana sækir, eru miðpunktur greinarinnar og segir hann brautina og stemninguna sem þar myndast einstaka. Sean keppir í boði Yamaha á YZ 250 með íslenskum liðsfélaga sínum, Þóri Kristinssyni, en aðspurður segir Sean dagskipunina vera þá eina að ná að klára keppnina í
heilu lagi en kappaksturinn stendur yfir í heilar 6 klukkustundir samfleytt og flestir orðnir örmagna í lok dags eftir allan þann barning sem fylgir akstri torfæruhjóla. Sean hefur notað tímann sem hann hefur haft aflögu fyrir keppnina til að hitta íslenska vini sína sem hann á orðið nokkuð marga frá fyrri heimsóknum sínum til Íslands. Einnig hefur hann verið að skoða landið og fór m.a. í hjólatúr á klifurhjólum (trialshjólum) en grein um slík hjól birtist einmitt á síðum Bíla í síðustu viku. Sean ók nýju GasGas 250cc í boði JHM sport og var farið yfir grjót og klettagil. Sean, sem hefur áratuga reynslu á klifurhjólum, segir aðstæður á Íslandi vera á heimsmælikvarða og hann telur að hún eigi eftir að ná góðri fótfestu hér á komandi árum. Það eru fleiri útlendingar væntanlegir til landsins vegna keppninnar á Klaustri. Ron Lawson, ritstjóri bandaríska tímaritsins Dirt Rider, er væntanlegur og keppir í boði KTM. Spaugilegt hversu nöfn ritstjóranna tveggja eru lík, annars vegar Lawless og hins vegar Lawson, sérstaklega ef maður reynir svo að íslenska eftirnöfn þeirra tveggja. Eitt stærsta nafnið á Klaustri er þó án efa margfaldur meistari, hinn sænski Anders Eriksson og liðsfélagi hans, Bretinn Tony Marshall. Ferð þeirra til landsins er styrkt af Flugleiðum og aka þeir félagar á Husqvarna TC 450. Það er því ljóst að frá því fyrir fjórum árum er 6 tíma þolaksturinn á Klaustri var haldinn í fyrsta skipti hefur keppninni vaxið fiskur um hrygg, keppendum fjölgað, innlendum sem erlendum og ljóst að uppákoma af þessu tagi er mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn á svæðinu.
25.5.05
Íslandsmet í hópakstri á mótorhjólum verður sett í júní
Allt að 700 mótorhjól keyra saman
MILLI 500 og 700 mótorhjól hvaðanæva af landinu munu aka saman síðasta spölinn frá Varmahlíð til Sauðárkróks 16. júní en þá helgi verður þess minnst að 100 ár eru frá því að fyrsta mótorhjólið var flutt til landsins. Ökumennirnir munu leggja af stað frá sinni heimabyggð um morguninn og mætast klukkan 22 um kvöldið í Varmahlíð. Ekið verður í hóp frá Suðurnesjum, í gegnum höfuðborgarsvæðið og norður í land annars vegar og hins vegar munu ökumenn af Austurlandi og Akureyri hafa samflot til Varmahlíðar.Hjörtur L. Jónsson, skipuleggjandi hátíðarinnar, býst við því að um 2.000 gestir komi á hátíðina. Hann segist hafa fengið þessa geðveikislegu hugmynd í kollinn og ákveðið að framkvæma hana. Hann setti sig í samband við mótorhjólaklúbba um land allt og hafa viðtökurnar verið góðar.
„Ég var að vonast eftir því að um 500 hjól kæmu en er hræddur um að þau verði nær 700,“ segir hann. Ljóst er þó að Íslandmet mun falla þegar hjólin koma saman og keyra síðasta spölinn og skiptir þá litlu máli hvort þau verða fimm eða sjö hundruð, þar sem gamla metið er 234 hjól, en það settu Sniglarnir á 1. maí hópkeyrslu sinni hér innanbæjar.“ Hjörtur segir mikla áherslu lagða á að hafa stjórn á umferðarálaginu sem muni myndast vegna þessa, sérstaklega í ljósi þess að Bíladagar eru haldnir á Akureyri þessa sömu helgi. Þannig verður mikið samstarf við lögregluyfirvöld á svæðinu auk þess sem Esso hefur samþykkt að gefa hjólamönnum frímiða í Hvalfjarðargöngin 16. júní.
Minnisvarði um látna bifhjólamenn afhjúpaður
Ýmsilegt er í boði á dagskrá hátíðarinnar og má meðal annars nefna að á sunnudeginum verður afhjúpaður í Varmahlíð minnisvarði um alla þá sem hafa látist í mótorhjólaslysum hér á landi en minnisvarðinn er gefinn af Sniglunum.Að öðru leyti segir Hjörtur áherslu lagða á að hátíðin verði fjölskylduvæn. „Hugmyndin var að sameina alla mótorhjólamenn, torfæru- og götuhjólamenn í eina fjölskylduhátíð. Mótorhjólasport hefur alltaf áhrif á fjölskylduna, hvernig sem á það er litið og hugsunin var sú að fjölskyldan gæti öll skemmt sér með mótorhjólamönnunum og heimamenn líka.“
20.5.05
Vélknúnir Léttfetar
Hvað veist þú um klifurhjól eða trialshjól eins og þau eru gjarnan kölluð? Lítið? Ekkert? Það er þá bara allt í lagi. Ekki við heldur. Við tölum þá a.m.k. sama tungumálið í þessum fyrsta reynsluakstri sinnar tegundar sem farið hefur fram á Íslandi.
Lýsa má klifurhjólaíþróttinni sem hljóðlátum vélhjólaballett þar sem jafnvægi og útsjónarsemi eru lykilatriðin en menn stoppa um leið og þeir ætla að fara þrautirnar á fruntaskapnum og kraftinum einum saman. Við smöluðum saman GasGas-hjólum frá JHM-sport í öllum helstu stærðarflokkunum, 250cc, 280cc og 300cc, í reynsluakstur fyrir Dagbók drullumallarans sem var bæði lærdómsríkur og æði skrautlegur á köflum. Eftir nokkra pústra og byltur er þetta það sem við lærðum eftir daginn.Spænsk listasmíð
GasGas-verksmiðjurnar eru á Spáni og eiga þær að baki langa og sigursæla sögu í klifurhjólaíþróttinni. Minnsta klifurhjólið frá GasGas sem fáanlegt er á Íslandi er 50cc og er ætlað fyrir krakka á aldrinum 6–8 ára. Einnig eru framleidd 125 og 200cc hjól en þau hafa ekki verið í boði hérlendis enn sem komið er. Við ókum hins vegar næstu stærð fyrir ofan sem er 250cc hjólið og eru nokkur slík þegar komin í umferð. Að uppbyggingu er 250cc hjólið líkt stærri hjólinu, stellið, stærð, útlit og þyngd, allt er þetta svipað. Auðveldast er að greina milli hjólanna eftir litnum en 250cc hjólið er rautt, 280cc hjólið er blátt og 300 hjólið er í sérlega fallegum gráum og krómuðum tónum og hefur heimsmeistarinn Adam Raga haft hönd í bagga með þróun þess hjóls. Hjólin eru með vatnskældar tvígengisvélar og hafa lítinn og nettan bensíntank falinn inni í stellinu og tekur hann einungis þrjá lítra af eldsneyti. Hins vegar eru vélarnar mjög eyðslugrannar og þótt ekki séu fyrir hendi nákvæmar eyðslutölur má segja að tankurinn dugi vel á þriðju klukkustund í akstri. Bremsurnar eru til fyrirmyndar, léttar en skila mikilli virkni. Sama má segja um eldsneytisgjöfina, hún er afar létt og þarf aðeins litla hreyfingu til að fá hjólið til að vinna. Munið að nákvæmni er hér lykilatriðið. Glussakúplingin var sömuleiðis fín og skiptir það ekki litlu máli þar sem maður notar kúplinguna rosalega mikið í tæknilega erfiðum þrautum t.d. þegar maður stoppar uppi á kletti og heldur jafnvæginu á meðan maður finnur næstu aksturslínu og skýtur sér svo fram af með því að nota nákvæma samhæfingu milli jafnvægis, bensíngjafar og kúplingar. Reyndar voru einhver vandræði með eitt hjólið, kúplingin fór að slíta illa á tímabili, en ekki er gott að segja nákvæmlega hvað olli þeirri truflun. Eftir að hafa spurst fyrir hjá GasGas-keppnisliðinu í Bretlandi var okkur bent á að mögulega þyrfti að skipta út vökvanum. Lítið mál en rétt að geta þess.
Gírarnir eru sex
Það kemur á óvart að klifurhjól
hafi sex gíra, ekki satt? En þeim er
raðað þannig upp að lítill munur er á
fyrsta upp í fjórða gír þar sem hraðasviðið sem ekið er á í erfiðum þrautum er frekar lítið. Hins vegar er svo
stórt stökk frá fjórða og upp í fimmta
og sjötta gír en þeir bjóða upp á mun
meiri hraða, u.þ.b. 80 km, og eru tilvaldir til að ferja hjólið milli staða,
frá einu fjallagilinu í annað.
Hjólið er nokkuð stíft í gegnum
gírana en maður þarf bara að kúpla
vel og skipta ákveðið.
Nýju hjólin koma með ýmsum
flottum búnaði. Má þar nefna aldeilis
frábært stýri, ágætis ljósabúnað og
hraðamæli sem sýnir ýmsar upplýsingar, s.s. vegalengd og tíma sem ekið er. En hvar er sætið á hjólinu?
Hvergi. Klifurhjólamenn standa allan daginn, enginn tími né aðstæður
til að setjast niður. Góð æfing fyrir
fætur og bakvöðva. Dekkin eru með
breiðum gripfleti og úr einstaklega
mjúku gúmmíi og er loftþrýstingur
einungis um 6 pund. Silkimjúkt
vinnslusvið vélarinnar þýðir að dekkin spóla ekki, heldur líma sig föst við
jarðveginn og gerir það hjólinu kleift
að klifra upp aldeilis ótúlegan bratta
og ófærur. Og það besta? Öll þessi
mýkt og léttleiki þýðir að hjólið skilur vart eftir sig nein ummerki, jafnvel í mjúkum farvegi. Ótrúlegt en
satt. Við ókum hjólunum til skiptis
yfir hinar ýmsu þrautir, allt að sjálfsögðu fjarri grónu landi. Menn voru
misjafnlega fljótir að ná tökum á
gripunum og tóku sumir stórar byltur í grjótinu áður en þeir fóru að gera
sér grein fyrir virkni hjólanna. Við
skulum ekki nefna nein nöfn í því
samhengi en segjum bara sem svo að
þótt menn séu margfaldir Íslandsmeistarar í motocrossi sé ekki sjálfgefið að þeir geti klifið snarbrattan
klett úr kyrrstöðu.
Mismunandi aksturseiginleikar
Þótt hjólin séu að stærstum hluta eins uppbyggð hegða þau sér æði ólíkt í akstri. 300cc hjólið er t.a.m. mjög ólíkt 250cc hjólinu. Í bleytu þar sem grip skortir ber stóra hjólið af. Það hefur gríðarlega mikið tog og vinnur best í 3. og 4. gír. 300cc hjólið er jafnþungt 250cc hjólinu í kg talið en þar sem vélin í 300cc hjólinu er stærri finnst manni það hjól virka örlítið stærra. 250cc hjólið hefur mikla vinnslu neðst í aflkúrfunni. Blautir klettar, brattar brekkur, árfarvegir og drulla eru kjörlendi 300cc hjólsins. Þegar nóg er af gripi, aksturslínur eru mjög þröngar og menn eru að hoppa eldsnöggt upp á grjót er 250cc hjólið mest viðeigandi. Segja má að 280cc hjólið sé þarna mitt á milli, hvergi best en gerir allt vel, mjög vel.Að lokum
Þetta er einfalt, sama hvert þessara hjóla þú kaupir – þú verður ekki
fyrir vonbrigðum. 250cc hjólið er fyrir alla og hentar byrjendum vel. Svo
mjúkt en kemst samt ótrúlega mikið.
Það fyrirgefur ökumanninum einnig
mest fyrir mistök í akstri. 280cc og
300cc hjólin eru að flestu leyti eins,
ljúf og létt, en toga þó hraustlegar og
henta betur þeim sem eru komnir aðeins lengra, vita hvað þeir eru að
gera og vilja meira en 250cc hjólið
getur.
Hjólin fást í JHM sport og vegna
hagstæðrar gengisþróunar hafa þau
verið boðin á fínu verði. 250cc hjólið
kostar 580 þúsund (staðgreiðsluverð
og skráning innifalin í verðinu), og
280cc og 300cc hjólin kosta 595 þúsund.