Stærsta mótorsportkeppni sem nokkurn tímann hefur verið haldin á Íslandi fer fram um helgina. Um er að ræða alþjóðlegt mót í þolakstri á torfæruhjólum sem haldið er í landi Efri-Víkur við Kirkjubæjarklaustur. Bjarni Bærings fylgdist með undirbúningi
tæplega 400 þátttakenda frá 4 löndum sem stefna á Kirkjubæjarklaustur, þar sem vel á annað þúsund manns mun
eyða helginni í mótorblandaðri sveitasælu.
KJARTAN Kjartansson, kennari á Kirkjubæjarklaustri, átti það frumkvæði fyrir 3 árum að halda 6
klukkutíma þolaksturskeppni í landi Efri-Víkur. Keppnin heppnaðist vel og allir höfðu gaman af. Erlendir keppendur sýndu mótinu mikinn áhuga og mótið fékk umfjöllun í erlendum fjölmiðlum. Síðan þá hefur mótið vaxið með eindæmum og er orðin allra stærsta mótorsportkeppni sem haldin er á Íslandi. Ekki spillir fyrir vexti mótsins að undantekningarlaust leikur veðrið viðkeppendur og áhorfendur. Kjartan hefur staðið í ströngu síðustu vikur við skipulagningu og undirbúning mótsins. Brautin er lögð í gígóttu graslendi í bland við gljúpan sand og hvasst hraun. Allt gistirými á stóru
svæði í kringum keppnina er uppselt en tjaldsvæði staðarins tekur lengi
Sjöfaldur heimsmeistari meðal keppenda
þessari 6 klukkustunda glímu.
_______________________________________
Risastór landkynning
SEAN Lawless, ritstjóri hins virta breska tímarits Dirt Bike Rider, kom til landsins sl. þriðjudag og
Klausturskeppnin, sem fram fer laugardaginn 28. maí, og fólkið sem hana sækir, eru miðpunktur greinarinnar og segir hann brautina og stemninguna sem þar myndast einstaka. Sean keppir í boði Yamaha á YZ 250 með íslenskum liðsfélaga sínum, Þóri Kristinssyni, en aðspurður segir Sean dagskipunina vera þá eina að ná að klára keppnina í
heilu lagi en kappaksturinn stendur yfir í heilar 6 klukkustundir samfleytt og flestir orðnir örmagna í lok dags eftir allan þann barning sem fylgir akstri torfæruhjóla. Sean hefur notað tímann sem hann hefur haft aflögu fyrir keppnina til að hitta íslenska vini sína sem hann á orðið nokkuð marga frá fyrri heimsóknum sínum til Íslands. Einnig hefur hann verið að skoða landið og fór m.a. í hjólatúr á klifurhjólum (trialshjólum) en grein um slík hjól birtist einmitt á síðum Bíla í síðustu viku. Sean ók nýju GasGas 250cc í boði JHM sport og var farið yfir grjót og klettagil. Sean, sem hefur áratuga reynslu á klifurhjólum, segir aðstæður á Íslandi vera á heimsmælikvarða og hann telur að hún eigi eftir að ná góðri fótfestu hér á komandi árum. Það eru fleiri útlendingar væntanlegir til landsins vegna keppninnar á Klaustri. Ron Lawson, ritstjóri bandaríska tímaritsins Dirt Rider, er væntanlegur og keppir í boði KTM. Spaugilegt hversu nöfn ritstjóranna tveggja eru lík, annars vegar Lawless og hins vegar Lawson, sérstaklega ef maður reynir svo að íslenska eftirnöfn þeirra tveggja. Eitt stærsta nafnið á Klaustri er þó án efa margfaldur meistari, hinn sænski Anders Eriksson og liðsfélagi hans, Bretinn Tony Marshall. Ferð þeirra til landsins er styrkt af Flugleiðum og aka þeir félagar á Husqvarna TC 450. Það er því ljóst að frá því fyrir fjórum árum er 6 tíma þolaksturinn á Klaustri var haldinn í fyrsta skipti hefur keppninni vaxið fiskur um hrygg, keppendum fjölgað, innlendum sem erlendum og ljóst að uppákoma af þessu tagi er mikil lyftistöng fyrir ferðamannaiðnaðinn á svæðinu.
Morgunblaðið 27.5.2005