Sýnir færslur með efnisorðinu Styrkir. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Styrkir. Sýna allar færslur

16.5.19

Styrkur til mótorhjólasafnsins


Tían Bifhjolaklúbbur Norðuramst
Í dag 16.maí færði formaður
Bifhjólaklúbbs Norðuramts Tían 
Sigríður Dagný Þrastardóttir.

Mótorhjólasafni Ísland Styrk upp á 70.000 kr sem var afrakstur af kaffisölu Tíunnar eftir
1. maí Hópkeyrsluna um daginn.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna og fyrir góðann dag.



20.2.19

Afsláttur af Bifhjólaprófum hjá Ekill.ehf

Ekill.ehf á Akureyri býður félögum Tíunnar 10% afslátt af bifhjóla og skellinöðruprófum.

Þetta kann kannski að hljóma skringilega þar sem flestir félagar í Tíunni eru með ökupróf nú þegar. En þetta gæti hentað vel ef makinn er próflaus, eða krakkarnir vilja komst í prófið.

Svo eru auðvitað ungir ökumenn velkomnir í klúbbinn.


6.1.19

Vel gert..


Tían mótorhjólaklúbbur hélt aðalfund sinn á dögunum, að því tilefni afhenti stjórn klúbbsins mótorhjólasafninu styrk að upphæð kr. 200 þús. Við viljum þakka kærlega fyrir okkur, og líka fyrir sjónvarpið, örbylguofninn og grillið sem Tían hefur fært okkur það sem af er árinu.
Við viljum minna á að Tían er hollvinaklúbbur safnsins og með því að greiða hið hóflega árgjald þá styrkir þú safnið beint ásamt því að hafa frían aðgang að safninu.
Á myndinni má sjá Sigríði Þrastardóttur formann Tíunnar afhenda Haraldi Vilhjálmssyni formanni stjórnar safnsins styrkinn.

22.11.18

Nýr fatnaður á lager Tíunnar

Stjórn Tíunnar hefur ákveðið að ráðast í fatakaup fyrir klúbbinn.

Og hefur verið að skoða góðar vörur sem við ætlum að bjóða félögum okkar upp á, á næstu misserum.

Hettupeysur munu verða á pöntunarlistanum og einnig þessi hefðbundnu bolir ,langerma og stutterma ,líka í kvennstærðum.
Pantanir eru hafnar á Derhúfum og hafa nokkrir tugir selst nú þegar af henni.

Vorum við að spá í að vera með mátunardag á miðvikudaginn 28 nóvember þar sem allir geta komið þegið kaffisopa spjall og mátað nýja fatnaðinn.
Við getum svo tekið niður pantanir.

Vonandi getiði sem allra flest séð ykkur fært að mæta en við verðum með opið inn á safni miðvikudaginn frá 17-18 og svo 20-21.

Derhúfa með hvítu Tíumerki.

8.8.18

Aflið fékk Súpustyrk frá Tíunni (hjólafólki)



Um síðustu helgi hélt Kalla súpukvöld á heimili sínu í Ránargötunni og heppnaðist það bara með ágætum.




Frjáls Framlög voru til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

31.7.18

Aflsúpa á Laugardaginn Til styrktar Aflinu


Allir eru velkomnir í Aflsúpu til hennar Köllu á Laugardaginn kl 19 Ránargata 17. Akureyri



Frjáls Framlög til styrktar Aflinu en markmið samtakanna er að berjast gegn kynferðis- og heimilisofbeldi ásamt öðru ofbeldi.

Látum sjá okkur og látum gott af okkur leiða ,,, og fyllum magann af dýrindis súpu.


Skyldumæting allir hjólarar ;)

19.6.18

Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins

Enn bætir Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían í safnið en á dögunum gaf klúbburinn Mótorhjólasafninu 65 tommu Samsung hágæða sjónvarpstæki.

En núna var gjafapakkinn stækkaður því að Tían bætti við og gaf safninu Örbylgjuofn og Samlokugril ,sem á eftir að koma sér vel.

26.9.17

Styrktaraðili óskast

Tían ætlar á næsta ári að gefa út félagsskírteini fyrir Tíumeðlimi en óskar eftir styrktaraðila.
Í staðinn mun aðilinn /fyrirtækið prýða bakhlið félagsskírteinisins.

Áhugasöm fyrirtæki eða einkaaðilar hafið samband við okkur í
tian@tian.is

ATH .Fyrstur kemur fyrstur fær.

19.9.17

Rausnarlegur Styrkur til Tíunnar

Húsasmiðjan styrkti Tíuna höfðinglega með því að gefa okkur


3- brennara Gasgrill sem á eftir að koma sér vel í framtíðinni hjá okkur.


Höfðingleg gjöf  sem á eftir að nýtast vel á Haustógleðinni um næstu helgi..

Muna að Skrá sig fyrir fimmtudag í SMS 6693909 eða á viðburðarsíðunni á Facebook

 Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían
Þökkum Húsasmiðjunni kærlega fyrir okkur.

8.5.17

Styrkur Til Safnsins

Kæru félagar
Á ársfundinum tiunnar í dag var styrkur upp á 210.000
Afhentur mótorhjólasafninu þessi styrkur er 1000 krónur af hverjum greiddum félaga
í heildina fyrir árið 2016 styrkir tian safnið um 426.334
...
Langar að minna ykkur líka á að greiddir tíufélaga fá frítt inn á safnið 🤗 þannig ef þú ert Ógreiddur endilega greiddu seðillinn þinn.
Bestu þakkir án ykkar hefði þetta ekki verið hægt.



Þakklætis kveðjur
Sigríður Dagný Þrastardóttir
Gjaldkeri

18.12.09

Styrkur til safnsins

 18. desember, 2009 - 09:50

Bæjarráð styrkir Mótorhjóla- safnið á Akureyri
Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja Mótorhjólasafnið um eina milljón króna á ári í þrjú ár. Mótorhjólasafnið var stofnað í desember 2007, til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson, sem lést í hörmulegu bifhjólaslysi sumarið 2006.  

Mótorhjólasafnið fékk einnig styrk að upphæð 700.000 krónur úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í byrjun nóvember sl., vegna uppbyggingar safnsins. Uppsteypu hússins er lokið og framundan er að loka því. Ekki sér fyrir endann á verkefninu en stefnt er að því að taka hluta hússins í notkun næsta vor. Húsið er tveggja hæða, tæpir 800 fermetrar að stærð og staðsett á Krókeyri.