18.12.09

Styrkur til safnsins



18. desember, 2009 - 09:50
Þröstur Ernir Viðarsson - throstur@vikubladid.is


Bæjarráð Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að styrkja Mótorhjólasafnið um eina milljón króna á ári í þrjú ár. Mótorhjólasafnið var stofnað í desember 2007, til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson, sem lést í hörmulegu bifhjólaslysi sumarið 2006.

Mótorhjólasafnið fékk einnig styrk að upphæð 700.000 krónur úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA í byrjun nóvember sl., vegna uppbyggingar safnsins. Uppsteypu hússins er lokið og framundan er að loka því. Ekki sér fyrir endann á verkefninu en stefnt er að því að taka hluta hússins í notkun næsta vor. Húsið er tveggja hæða, tæpir 800 fermetrar að stærð og staðsett á Krókeyri.