Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur

18.1.21

Stórbruni í mótorhjólasafni í Austurríki.


Stór hluti af Top Mountain Motorcycle Museum í Austurríki brann í nótt og er restin af húsinu mikið skemmt.
Eldurinn var mikill í timbrinu.


Á safninu sem er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli voru mikið af gömlum og sérstökum mótorhjólum og tókst aðeins að bjarga nokkrum þeirra svo tjónið er mikið.
 
Í mótorhjólasafninu voru um 230 söguleg mótorhjól og nokkrir bílar sýndir á rúmlega  3.000 fermetra svæði. 


Í 15 ár höfðu bræðurnir tveir, Alban og Attila Scheiber, safnað hlutum frá öllum heimshornum. Sem eru nú glataðir.

Þegar eldurinn kom upp voru tveir verðir í byggingunni en þeir vöknuðu við brunaboða, að sögn Klotz, og tókst að flýja. Orsök eldsins er enn óljós og brunarannsókn er hafin..


Þarna í rauða hringum er munir sem tókst að
bjarga úr brunanum



Nokkrum hjólum tókst að bjarga.


Sorglegar fréttir án vafa fyrir hjólafólk. :(

Fréttin....


17.1.21

Rosalegt 500 hestafla mótorhjól

Insane Eisenberg V8 Bike Delivers 500 HP – It’s Road Legal

Britain’s Eisenberg Racing fitted a V8 engine on a custom motorcycle. The engine displacement is 3000cc while the total output is staggering – 500 hp (if it runs on racing fuel) and 480 hp (on standard gas). The man behind this project is Zef Eisenberg and as hard to believe as it is, the motorcycle is still running some tests in order to become road legal.

Hjólið heitir Eisenberg EV8 og var hann að af manni með sama nafni.
Í hjólinu er V8 3000cc mótor sem var hannaður af nokkrum af bestu vélsmiðum Englands,

Takmarkið var að búa til V8 mótor með rétta hæð ,þyngd og lengd þannig að það myndi ekki hafa mikil áhrif á ökuhæfni hjólsins.  Smíðin tók 4 ár og má með sanni segja að þetta sé með þeim flottari V8 hjólum sem sést hafa.  500 hestöfl við 10500 snúninga. Vélin er lygilega létt miðað við V8 því hun vegur aðeins 80 kg og að ná þessum hestöflum út án þess að nota nitró eða turbó er magnað.

Hámarkshraðinn:  með öllu þessu afli! hvað kemst það hratt?
Í vélaprófunum fór hjólið í 333km hraða en þeir segja að það fari auðveldlega í 362 km og eins og áður segir án Turbó, blower, Nos og án þess að vera með hlífar á sér.  
Með vindhlífum telja þeir að hjólið fari yfir 400 km/klst.
 
The Engine

Besides the power figures, this V8 engine is different from what you see fit on an American muscle car for example. In other words, a crossplane crankshaft design giving the engine that typical ‘chevy v8’ burble sound thanks to the uneven exhaust pulses. As a result, the American muscle car V8 engines are heavier and bulkier due to the heavy balance shaft which makes them quite a challenge when they are used on motorcycles. The Eisenberg V8 engine, on the other hand, features a flatplane crankshaft which delivers even exhaust pulses. Also, the V8 engine can rev much higher and easier compared to a V8 with a crossplane crankshaft. As an end result, it delivers more hp, it’s revvier, it uses a smaller displacement and it weighs less thanks to the compact design features.

The Eisenberg V8 features eight independent fly by wire, Jenvy throttle bodies with tuned trumpet lengths to provide better airflow and throttle response. The throttle bodies are controlled by a bespoke ECU which offers full ride by wire. As a result, the rider can manage the maximum power delivery of the motorcycle without the need to use various menu controlled power maps. Furthermore, the experienced riders will receive a special red key that, when activated allows full control of the Eisenberg EV8 without electronic intervention.

It took over two years to design the special 6-speed gearbox and as Eisenberg claims, the gearbox was dyno tested and patented. To sustain such a high power delivery, the gearbox features some special elements such a swappable primary gears as we see fitted on GP race bikes.

The Eisenberg EV8 was equipped with a reverse spinning clutch which counteracts gyroscopic inertia. It’s a technical solution used to counteract the considerable inertial response when the rider twists the throttle.

Moreover, the motorcycle features a concentric swingarm design with anti-squat geometry to reduce chain tension issues. By using a smaller 530 chain (rather than a heavier 630) the friction level is reduced and the engine doesn’t lose any horsepower. All in all, it’s a technical solution we don’t get to see on most of the bikes out there. The swingarm alone is made using CNC and billet aluminium that shreds off some kilos to keep the bike’s weight down. The whole bike, especially around the engine, was designed to handle the full stress put through the frame and powertrain.

The Eisenberg EV8 is still in the prototype phase of development and it’s put through its paces going under continuous engine dyno and road testing to make sure that the production bike provides a smooth clutch feel, handling, gearbox, rideability, engine cooling and so on.

The production version of the is underway, but it will have to comply with a bunch of legislation rules in order to actually see it run on the streets. Of course, there’s a price to pay for all this performance and in the UK the price tag will be set around £100,000 (close to US$130,000) which might increase until the production version is completed.

15.1.21

Ættfræði gamalla mótorhjóla

 

Harley-Davidson á Íslandi í rúm 100 ár:

– Njáll Gunnlaugsson blaðamaður kallar eftir aðstoð lesenda vegna bókarskrifa

Njáll Gunnlaugsson, blaðamaður og ökukennari, er um þessar mundir að skrifa um sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. Hann hefur áður skrifað bókina „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ sem kom út árið 2005 og er þessi bók annað bindi í þeirri ritröð.

Saga Harley-Davidson á Íslandi hófst snemma en fyrstu hjólin sem hingað komu voru af 1917 árgerð. „Mér líður dálítið eins og ættfræðingi í þessu verkefni því að oft þarf að finna út úr því hver átti hjólið á hvaða tíma og bera saman við myndir sem til eru af hjólunum,“ segir Njáll um bókarsmíðina

ókarsmíðina. „Tökum til dæmis myndina með greininni, sem sýnir fjóra menn á Harley-Davidson 1929- 31 árgerð. Elsta mótorhjólið má þekkja af tvöföldu framljósunum en myndina tók Gissur Erasmusson rafvirki sem átti tvö HarleyDavidson mótorhjól fyrir stríð. Gissur lést 1941 og átti R-93 hjólið þegar það var með númerið RE-93. Það hjól seldi hann í ágúst 1937. RE-472 er einnig á myndinni en það númer var á hjólinu meðan Guðni Sigurbjarnason járnsmiður átti það, en hann seldi það 1938,“ segir Njáll um eigendur hjólanna á myndinni.

Nánast ekkert eftir

„Ég ákvað að setjast niður og skoða hversu mikið efni ég ætti til um Harley-Davidson þegar COVID-19 skall á okkur og ég neyddist til að fara í kennsluhlé frá ökukennslunni. Ég byrjaði á að taka saman hvað ég ætti til um hjól frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina og þá kom í ljós að ég var með skráningar um flest þeirra og myndir af meira en helmingi þeirra.“

Leitin að heimildum um hjólin hefur leitt Njál víða og í sumar kom í ljós að skráning á fyrsta Harley-Davidson lögregluhjóli Íslands leyndist í Danmörku. Hjólið fannst að lokum en reyndist þá svo mikið breytt að nánast ekkert var eftir af upprunalega hjólinu. „Við komumst þó að því að mótorinn var í hjólinu fyrir um það bil þremur árum síðan og höfum ekki gefið upp alla von um að hann muni finnast. Eins er verið að rekja slóð annars Harley-Davidson lögregluhjóls sem var af 1955 árgerð, en það var selt til Danmerkur kringum 1970. Það hjól er af 1955 árgerð og er upprunalegt en það var nýlega selt til Þýskalands.“

Óskar eftir upplýsingum

Það er nú einu sinni þannig með söguna að alltaf er að bætast við hana og til þess að bókin verði betri vill Njáll auglýsa eftir öllu því sem tengst getur sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. 

„Það er alveg sama hvað það er, myndir, sögur, þess vegna hlutir úr gömlum Harley-Davidson mótorhjólum. Eflaust hafa mörg þeirra verið seld úr landi og þá mörg hver til Danmerkur. Um 40 hjól komu hér fyrir stríð svo vitað sé og ég hef aðeins náð að finna leifar af fimm þeirra. Sum þeirra voru á skrá þar til á sjötta eða sjöunda áratugnum og gætu leynst hér enn þá.“ 

Þeir sem vilja hafa samband við Njál með upplýsingar um sögu Harley-Davidson er bent á að skrifa honum tölvupóst á njall@adalbraut. is eða að hringja í síma 898-3223. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021 ef allt gengur eftir. /VH 

Bændablaðið  jan 2020

8.1.21

Vetrargeymslan

 Hvað veldur því að fólk taki þá Ákvörðun að geyma hjólin sín úti á veturna? Er það virkilega svo að ekki sé möguleiki að finna 4-5 fermetra til að stinga greyjunum inn í c.a. 6 mánuði?  Er Harleyinn ekki lengur þetta sérstaka verðmæta mótorhjól  sem þarf að varðveita?

Maður hefur jú í gegnum árin séð ýmis faratæki og þar á meðal mótorhjól liggja hingað og þangað um bæina grotnandi niður í öllum veðrum og vindum. Kannski er maður svona samasaumaður að manni finnst að það þurfi að varðveita hvert og eitt mótorhjól á landinu, allt sé gull og ekkert megi leggjast til hvílu. Ófá hjólin eru því miður að fara í partamat eftir að þau hafa lent í miklu tjóni svo manni finnst það vera nógu mikil afföll. Það er nú bara einhvernveginn þannig að með árunum hefur áhuginn hjá manni á mótorhjólum sem betur fer vaxið og ekki ósjaldan að maður ræði gamla tíma við hjólafólk og það hvernig hjólamennskan var hér áður fyrr og hvernig hún verði í framtíðinni. Tala ég nú ekki um þegar það á að fara opna jafnvel tvö mótorhjólasöfn hér á landi, eitt fyrir norðan í minningu Heidda heitins og annað í þykkvabæ þar sem Dagrún #1 ræður ríkjum. Fyrir næstum 2 árum var 100 ára afmæli mótorhjólsins fagnað á íslandi, og nú oftar í tengslum við söfnin talar fólk um að varðveita þurfi hvert mótorhjól til að geyma söguna.

Fyrir nokkrum árum var ég dálkahöfundur á Sniglavefnum og skrifaði þá grein um geymslu á mótorhjóla á veturna. Þá hafði ég séð tvö hjól standa úti í snjónum í höfuðborginni (gamlann Yamaha Virago og gamla Hondu CMX að mig minnir). Var ég temmilega pirraður yfir að þessir eigendur skyldu gera þetta.

Og svo í þessu öllu saman hélt maður einhvernveginn að Harley Davidson væru bæði svo sérstök og verðmæt hjól, og að eigendur þessara hjóla væru orðnir það meðvitaðir mótorhjólaaðdáendur að maður myndi aldrei þurfa að horfa uppá eitt slíkt liggja undir skemmdum. 

Svo varð hinsvegar raunin þegar einn meðlimur H-Dc Ice hringdi í mig og sagði mér frá því að hann hefði séð eitt Harley úti í snjó við götu eina utan höfuðborgarinnar og væri allt að ryðga.  Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hélt kannski að hann væri að grínast í mér eða hefði kannski ruglast á Harley og einhverju  Jap....:o). Þetta varð ég bara að sjá. jú viti menn þarna stóð það, orðið mjög ílla farið og ofan á allt saman stóð það fyrir utan bílskúr!! Fjandinn hafi það, það má vera mjög vermætt það sem tekur  allt plássið í þessum skúr. Ég gat ekki setið á mér og smellti nokkrum myndum af því.

Já lesendur góðir, ég þekki eigandann af þessu hjóli en hann ætti klárlega að hugsa sig um hvort hann ætti yfir höfuð að eiga mótorhjól, hvað þá Haræey Davidson, það er allavega mín skoðun.

Varðveitum íslensku hjólin og söguna.
Sævar Bjarki Einarsson #2
Úr fréttabréfinu Hallinn 2007

5.1.21

Bíl­skúr sem er á mörk­um þess að vera höll





Á flest­um heim­il­um er bíl­skúr­inn rými sem geng­ur illa að halda í röð og reglu, og sá staður sem helst er reynt að koma í veg fyr­ir að gest­ir fái að sjá. En þegar vin­ir og ætt­ingj­ar kíkja í heim­sókn til Guðmund­ar Árna Páls­son­ar og Maríu Höbbý setja þeir yf­ir­leitt stefn­una beint á bíl­skúr­inn, enda ein­stök upp­lif­un að koma þangað inn. Þau hjón­in hafa það m.a. fyr­ir sið að halda mikla veislu í bíl­skúrn­um á milli jóla og ný­árs og seg­ir Guðmund­ur að ef hann dragi það of lengi að bjóða fólki í gleðskap­inn fari marg­ir að ókyrr­ast og hafi sam­band að fyrra bragði ef ske kynni að gleymst hefði að bjóða þeim.

Ef les­end­ur skyldu eiga erfitt með að ímynda sér hvernig rúma má fjöl­menn­an gleðskap í ein­um bíl­skúr, þá hjálp­ar til að bíl­skúr Guðmund­ar og Maríu er senni­lega með þeim stærri sem finna má hér á landi: „Uppi er tvö­fald­ur bíl­skúr, um 60 fer­metr­ar að stærð, og hægt að færa öku­tæki með bíla­lyftu niður í kjall­ar­ann sem er um 150 fer­metr­ar,“ seg­ir Guðmund­ur. „
Kjall­ara­rýmið er brotið upp af burðar­veggj­um svo ég get ekki nýtt það allt und­ir bíla, en samt rúm­ast með góðu móti tveir bíl­ar niðri og tveir uppi, auk þess að ég er með rými fyr­ir mótor­hjól, pool-borð, pílu­spjald og stórt sjón­varp. Strák­arn­ir okk­ar og vin­ir þeirra eru dug­leg­ir að nota pool- og sjón­varpsaðstöðuna.“

Bíl­skúr­inn er slík undra­ver­öld að blaðamaður veit ekki hvar á að byrja. Guðmund­ur starfar sem múr­ari og hef­ur vandað sig við að skapa fal­lega um­gjörð utan um öku­tæk­in. Þannig eru all­ir vegg­ir flísa­lagðir og á gólf­um eru vandaðar am­er­ísk­ar bíl­skúrs-gólf­flís­ar. Þá eru vegg­irn­ir skreytt­ir með vara­hlut­um, ljós­mynd­um og vegg­spjöld­um og hef­ur Guðmund­ur það fyr­ir reglu þegar fjöl­skyld­an ferðast út í heim að kaupa eitt­hvað skemmti­legt fyr­ir skúr­inn.

Lyft­an í bíl­skúrn­um er síðan al­veg ein­stök, sér­smíðuð af fé­laga Guðmund­ar sem er stálsmiður. „Ég fékk skipa­smíðastofu til að teikna hana upp fyr­ir mig og síðan var hún sett sam­an úr laser-skorn­um pört­um,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að hönn­un­in sé út­hugsuð og m.a. hægt að nota lyft­una sem nokk­urs kon­ar gryfju ef vinna þurfi í und­ir­vagni bíls. „Til viðbót­ar við lyft­una er lok sem leggst yfir opið í gólf­inu svo að nota megi stæðið hvort sem lyft­an er í efstu stöðu eða lægstu stöðu, og glu­ssa­tjakk­ar notaðir til að hreyfa bæði lok og lyftu.“ Tek­ur rétt rúm­lega tvær mín­út­ur að flytja öku­tæki úr kjall­ar­an­um upp í sjálf­an bíl­skúr­inn og er búnaður­inn ein­fald­ur í um­gengni, að sögn Guðmund­ar.

Kem­ur alltaf að bíl­skúrn­um eins og skilið var við hann


Guðmund­ur og María eru sam­rýnd hjón og kallaði það ekki á nein­ar samn­ingaviðræður að fá að hafa bíl­skúr­inn eins og hann er. Bæði eru hjú­in með bíla- og mótor­hjóla­dellu og áður en börn­in komu til sög­unn­ar mátti oft sjá þau Guðmund og Maríu á spani á mótor­hjóli um landið, hann við stýrið og hana aft­an á. Í dag eru þau lík­legri, þegar veðrið er gott á sumr­in, að halda af stað með hjól­hýsi í eft­ir­dragi eða ein­fald­lega taka rúnt um bæ­inn á ein­um af kögg­un­um sem þau hafa fjár­fest í. Á heim­il­inu eru tveir for­láta Ford Mu­stang, Chevr­olet Camaro og Porsche auk svo margra mótor­hjóla að Guðmund­ur þarf að hugsa sig um á meðan hann tel­ur þau fyr­ir blaðamann.


„Camar­oinn átti ég fyr­ir löngu og ók hon­um í sjö eða átta ár og seldi svo frá mér. Hann kom síðan aft­ur á markaðinn fyr­ir nokkru svo ég keypti hann til baka,“ seg­ir Guðmund­ur og upp­lýs­ir að til standi að taka gamla Chevr­olet­inn í gegn og end­ur­nýja með inn­vols­inu úr 2017 Camaro sem pantaður var frá Banda­ríkj­un­um. Áður hef­ur Guðmund­ur gert upp frá grunni for­láta 1969 Ford Mu­stang, og sam­hliða því að dytta að bíl­un­um hef­ur hann það fyr­ir áhuga­mál að gera við göm­ul mótor­hjól.


Spurður hvernig það fari sam­an við starf múr­ar­ans að verja löng­um stund­um í bíl­skúrn­um seg­ir Guðmund­ur að á þeim tím­um árs sem ró­legra sé í vinn­unni sé ágætt að geta komið að bíl­skúrn­um ná­kvæm­lega eins og var skilið við hann og haldið verk­efn­um þar áfram þar sem frá var horfið, enda eng­in hætta á að bíl­skúr­inn og vinnusvæðið fyll­ist af drasli. „Þegar ég lýk vinnu við eitt mótor­hjólið byrja ég á öðru, og svo hef­ur gamli Mu­stang­inn haldið mér við efnið, en hann fékk ég í hend­urn­ar í pört­um fyr­ir þrem­ur árum.“


Gam­an er að segja frá því að áhug­inn á bíl­um og mótor­hjól­um virðist ætla að smit­ast til drengj­anna þriggja sem Guðmund­ur og María eiga, þótt hann komi fram með öðrum hætti en hjá for­eldr­un­um. Elsti son­ur­inn er átján ára en hinir enn á grunn­skóla­aldri. „Þegar vin­ir þeirra koma í heim­sókn finnst strák­un­um gam­an að sýna þeim bíl­skúr­inn, en samt líta þeir meira á bíla sem sam­göngu­tæki en nokkuð annað. Haf­andi al­ist upp í þessu um­hverfi er ekki laust við að þeim þykir flott­ir bíl­ar sjálf­sagður hlut­ur og kannski ekki eins rosa­lega spenn­andi fyr­ir vikið. Ég fékk aft­ur á móti áhuga á bíl­um og mótor­hjól­um ung­ur að árum þegar ég ólst upp í Vest­manna­eyj­um og hef­ur áhug­inn bara auk­ist með aldr­in­um.“


Morgunblaðið 18.2.2020

Ásgeir Ingvars­son

as­geiri@mbl.is


4.1.21

Bif­hjóla­fólk þarf að hugsa fyr­ir tvo

Verk­leg mótor­hjóla­kennsla fer yf­ir­leitt ekki af stað fyrr en í byrj­un sum­ars enda þarf að vera til­tölu­lega hlýtt úti ef nem­end­um á ekki að verða kalt við kennsl­una. Þetta seg­ir Grét­ar Viðars­son, öku­kenn­ari hjá Ekli.


„Hinn dæmi­gerði nem­andi sem kem­ur til mín til að læra á mótor­hjól er karl­kyns og í kring­um þrítugt en hóp­ur­inn er samt mjög fjöl­breytt­ur, nem­end­ur á öll­um aldri og tölu­vert af kon­um en elsti mótor­hjóla­nem­andi minn var orðinn hálf­sjö­tug­ur.“

Bók­lega og verk­lega námið er ekki svo dýrt og áætl­ar Grét­ar að hjá þeim öku­skól­um sem bjóða upp á bif­hjóla­kennslu sé heild­ar­kostnaður nem­enda í kring­um 150.000 kr. Námið er mis­langt eft­ir því hvers kon­ar öku­rétt­indi nem­end­ur hafa þegar öðlast og geta t.d. þeir sem hafa bíl­próf sleppt hluta af bók­lega nám­inu.

Bif­hjóla­rétt­ind­um er skipt í nokkra flokka: „Til að aka létt­um bif­hjól­um í flokki 1 þarf ekki að ljúka sér­stöku öku­námi og aðeins gerð krafa um að ökumaður sé orðinn 13 ára,“ seg­ir Grét­ar en í flokk 1 falla vél­knú­in öku­tæki á tveim­ur eða þrem­ur hjól­um sem ná að há­marki 25 km/​klst. hraða.

Næst kem­ur flokk­ur AM sem leyf­ir akst­ur mótor­hjóla með allt að 50 cc vél og há­marks­hraða allt að 45 km/​klst. „Til að fá AM-rétt­indi þarf fólk að hafa náð 15 ára aldri, taka 12 kennslu­stund­ir af bók­legu námi, 8 verk­leg­ar kennslu­stund­ir og þreyta próf,“ út­skýr­ir Grét­ar en þeir sem ljúka venju­legu bíl­prófi fá einnig AM-rétt­indi án frek­ari þjálf­un­ar eða prófa.

Rétt­indi til að aka stærri bif­hjól­um skipt­ast í þrjá flokka: A1, A2 og A. Hverj­um flokki fylgja viss ald­urs­skil­yrði og tak­mark­an­ir á því hversu afl­miklu mótor­hjóli má aka. Bók­lega námið fyr­ir flokka A2 og A er 24 stund­ir en nem­end­ur með B-öku­rétt­indi fá 12 stund­ir metn­ar. Fyr­ir A1-rétt­indi þarf að ljúka 5 klst. af verk­legri kennslu en 11 stund­um fyr­ir A2- og A-rétt­indi en hægt er að fá 5 stund­ir metn­ar ef nem­andi hef­ur þegar fengið A1-rétt­indi.

Lág­marks­ald­ur fyr­ir A1-rétt­indi er 17 ár og fyr­ir A2-skír­teinið er miðað við 19 ára ald­urslág­mark. Loks þurfa nem­end­ur að vera orðnir 24 ára til að fá A-skír­teini. „Und­an­tekn­ing frá þessu er að ökumaður sem hef­ur verið með A2-skír­teini í tvö ár get­ur tekið próf til að fá A-skír­teini þó hann hafi ekki náð 24 ára aldri,“ út­skýr­ir Grét­ar.

A1-flokk­ur nær yfir mótor­hjól með slag­rými allt að 125 cc, A2-flokk­ur miðar við afl allt að 35 kw og allt að 0,2 kw/​kg en hand­höf­um A-skír­tein­is er frjálst að aka eins kröft­ugu hjóli og þeim sýn­ist.

Sýni mikla aðgát


Það er ekki að ástæðulausu að mótor­hjóla­rétt­indi skipt­ast í ólíka flokka og að öku­menn verði að ná viss­um aldri til að fá að aka afl­mestu mótor­hjól­un­um. Kraft­mikið mótor­hjól kall­ar jú á vissa fimi og líka ákveðinn þroska enda get­ur glanni og gúmmítöffari á mótor­hjóli bæði slasað sjálf­an sig og aðra. Að því sögðu þá þykir Grét­ari það leiðin­leg mýta að mótor­hjól þyki hættu­leg far­ar­tæki. „Bif­hjól verður ekki hættu­legt fyrr en því er ekið óvar­lega og ekki í sam­ræmi við aðstæður. Það er und­ir öku­mann­in­um sjálf­um komið hversu hættu­lega eða ör­ugg­lega hann ekur.“

Bif­hjóla­menn þurfa að temja sér sér­staka aðgát og seg­ir Grét­ar oft sagt að öku­menn mótor­hjóla verði að hugsa fyr­ir tvo: bæði fyr­ir sig og fyr­ir aðra veg­far­end­ur. „Mun­ur­inn á því að aka mótor­hjóli og bíl er að ökumaður mótor­hjóls er óvar­inn í árekstri. Því miður vill það ger­ast að aðrir öku­menn sjá ekki aðvíf­andi mótor­hól eða van­meta fjar­lægð og hraða hjóls­ins og t.d. aka í veg fyr­ir mótor­hjólið á gatna­mót­um. „Á mótor­hjóli þarf fólk að temja sér að vera stöðugt á varðbergi og meðvitað um hvar vara­sam­ar aðstæður gætu skap­ast.“

Að því sögðu þá er ekki neitt sér­stak­lega erfitt að læra að aka mótor­hjóli og seg­ir Grét­ar að nem­end­ur þurfi yf­ir­leitt ekki fleiri verk­lega tíma en lög kveða á um. „Það sem helst er verið að þjálfa í verk­legu tím­un­um er að stjórn­un hjóls­ins verði ósjálfráð svo ökumaður þurfi ekki að hafa hug­ann sér­stak­lega við það að skipta um gír með fæt­in­um eða gefa inn og bremsa með hönd­un­um.“

Kennsla og próf­taka fara fram á mótor­hjóli öku­skól­ans og hægt að fá lánaðan hlífðarbúnað. „Það er samt æski­legt að nem­end­ur hafi a.m.k. fjár­fest í eig­in hjálmi og við hefj­um ekki æf­inga­tíma öðru­vísi en að nem­andinn sé klædd­ur í al­menni­leg­an hlífðarfatnað frá toppi til táar,“ seg­ir Grét­ar.


Mbl.is
1.7.2020

31.12.20

Þríhjólin sem Bandaríkin bönnuðu.

Honda ATC in the air
Hver man ekki eftir Honda og Kawasaki þríhjólunum sem streymdu til landsins áður en fjórhjólabyltingin kom.

Já skemmtileg tæki en þau voru nú frekar í valtari kantinum.... og margir fóru ekki heilir frá þeim.

Tvö stk. af Hondu gerð eru inn á Mótorhjólasafni tilbúin til uppgerðar spurningin er bara hefur einhver áhuga á að gera svona upp? 


30.12.20

Ísland of lítið fyrir mótorhjólið (2014)


 HÚN ER NÝKOMIN ÚR ÞJÁLFUNARBÚÐUM ALÞJÓÐAMÓTORHJÓLASAMBANDSINS, SÉRSTÖKUM STAÐ TIL ÞESS AÐ EFLA KONUR TIL AÐ KEPPA Í ALÞJÓÐLEGUM MÓTORHJÓLAKEPPNUM. HÚN STEFNIR Á AÐ MÓTORHJÓLAKEPPNI Á SPÁNI Í SUMAR. KARLAR OG KONUR KEPPA SAMAN Á JAFNRÆÐISGRUNDVELLI.

Ég var um fimm ára gömul þegar ég byrjaði að hjóla, á reiðhjóli,“ segir Nína K. Björnsdóttir og brosir. „Ég fór strax að stökkva í gryfjum og þau voru ófá skiptin sem pabbi þurfti að sjóða saman hjólið mitt. Síðar fékk ég BMX-hjól og hjólaði aðallega með strákunum, það voru ekkert voðalega margar stelpur sem voru á þeirri tegund af hjólum en ég var bara orðin sjúk í allt sem tengdist hjólum sem krakki.“ Nína var svo 15 ára þegar hún komst í tæri við skellinöðru. „Fyrst hjólaði ég bara á nöðrunni sem þáverandi kærastinn minn átti, en fljótlega keypti ég mér mína eigin. Stuttu seinna var kominn tími á bifhjólaprófið og þá fékk maður strax réttindi á stórt hjól, hvaða mótorhjól sem er, en það er ekki svo núna.“
   Hún segir aðspurð að það hafi ekki verið svo margar stelpur í þessu. „Ég þekktir engar. Ég er ekki þessi félagslynda týpa og sótti ekki í hinn dæmigerða mótorhjólafélagsskap eins og Sniglana, ég var bara í þessu á mínum forsendum með vinum mínum í Garðabæ.“

Æfir sig til að verða betri ökumaður

Nína segir erfitt að lýsa því hvað sé svona heillandi við mótorhjólasportið. „Það er að sumu leyti hraðinn, en hér heima er hámarkshraðinn svo lágur að það er afar lítill hluti af sportinu. En það er gott að vera einn með sjálfum sér og útiveran skorar hátt. Það er til dæmis frábært þegar illa liggur á manni að setja hjálminn á hausinn og fara út að hjóla.“
   Mótorhjólakonan segir aðstöðuleysið gera það að verkum að mjög erfitt sé að stunda sportið hérlendis. „Hér eru til dæmis engar lokaðar brautir sambærilegar við þessar erlendis, þar sem hægt er að æfa sig og ná betri árangri sem ökumaður og jafnvel æfa sig undir erlendar alþjóðlegar keppnir.“ Í kjölfar stofnunar götuhjóladeildar Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar árið 2007 varð skammvinn breyting þar á. „Tvær helgar það sumar fékkst leyfi til að loka Rauðhelluhverfinu, sem þá var bara malbikaður vegur og nokkrir ljósastaurar, og búa til akstursbraut. Það var frábært veður og fullt af fólki sem mætti og æðisleg stemning. En því miður dugði sælan aðeins þær tvær helgar því í framhaldinu hélt uppbygging iðnaðarhverfisins áfram.
   Ég var í stjórn deildarinnar í nokkur ár þrátt fyrir að þekkja engan í upphafi, en kynntist fullt af góðu fólki sem hefur þennan sama áhuga á akstursíþróttum á mótorhjólum. Í dag er notað akstursíþróttasvæði félagsins (gamla rallýkrossbrautin) sem er lítill hringur sem hægt er að æfa sig á. Því má eiginlega líkja við tækniæfingar. Þar hittist hópur mótorhjólafólks tvisvar í viku yfir sumarið. Æfingarnar hjálpa manni, eins og ég hef áður sagt, að verða betri og öruggari ökumaður, einmitt vegna þess að þarna getur maður lent í óvæntum aðstæðum eins og úti í umferðinni en við miklu öruggari aðstæður. Við erum ekki stór þrýstihópur, en þessi svæði eru alveg nauðsynleg, þ.e. að það þarf að vera til gott æfingasvæði til að bæta færni. Þetta svæði mætti nýta í svo margt, t.d. í kennslu í akstri bíla, mótorhjóla og fleiri ökutækja. Þar sem fólk getur bætt kunnáttu sína í öruggu umhverfi, með eða án leiðsagnar, án þess að leggja annað fólk eða umhverfi sitt í hættu.

Hjólar á kappaksturbraut á Spáni

Það kom að því að Ísland yrði of lítið fyrir Nínu og mótorhjólið. „Ég eyði öllum mínum peningum og tíma í mótorhjól,“ segir þessi 37 ára gamla móðir. „Ég keypti mér fyrir nokkrum árum í félagi við annan mótorhjól sem er geymt á Almeria á Spáni og þangað fer ég a.m.k. tvisvar á ári og keyri á lokuðum brautum.“ Nína er einmitt nýkomin frá Almeria en nú tók hún þátt í þjálfunarbúðum Alþjóðamótorhjólaráðsins, á hennar heimavelli. „Ég fékk þar BMW S1000RR-hjól, þriggja milljóna króna hjól,“ segir hún og brosir og gefur í skyn að það hafi ekki verið neitt slor. „Þetta var 4 km braut. Við mættum klukkan níu á morgnana og hjóluðum til fjögur með kennara en bæði á undan og eftir var líkamsrækt.“ Það hefur nú ekki verið neitt mál fyrir Nínu en hún er margfaldur Íslandsmeistari í handknattleik. „Ég sá það í þessum þjálfunarbúðum að ég var alveg á pari við þær sem voru hálfatvinnumenn.

    Mig langar því mikið að reyna mig í keppnum erlendis en það kostar fé og ég verð því að leita eftir styrkjum. Þetta eru yfirleitt ekki kynjaskiptar keppnir, það keppa konur og karlar saman á jafnræðisgrundvelli, þetta er bara spurning um hversu góður ökumaður þú ert. Ég er núna um páskana að fara til Almeria á Spáni og keppa í fyrsta sinn, þar eru aðallega Bretar og Hollendingar í keppninni, og hlakka til að sjá hvar ég stend. Ég stefni ekki á atvinnumennsku, en ég veit ég get bætt mig helling og stefni á að keppa oftar en einu sinni áður en ég verð of gömul. Ég veit að ég á talsvert inni og vona að ég geti sagt barnabörnunum mínum frá ferlinum þegar þar að kemur,“ segir hún og brosir.
   Hún viðurkennir að kappakstursumhverfið sé almennt ekkert sérlega kvenvænt. „Það eru tiltölulega fáar konur að hjóla á svona keppnisbrautum, þar er alltaf talað um allt í karlkyni og karlmenn eiga það til ýmist að verða mjög fúlir eða hissa þegar þeir sjá að stelpa stakk þá af.“ Hún segir samt að almennt hafi konum sem keyra mótorhjól fjölgað mjög. „Þær eru farnar að stunda þetta sport, oft með makanum. Hjón njóta þess að fara út að hjóla saman.“
   Ertu áhættufíkill? „Nei, þetta er allt undir góðri stjórn,“ segir hún Nína, sem þeysist hratt um á mótorfák. 


Morgunblaðið 16.3.2014
Unnur H. Jóhannsdóttir
uhj@simnet.is

29.12.20

Æili sé gaman að vera lögga ? (1990)

 


Tæplega tvö þúsund manns heimsóttu lögregluna á Akureyri á lögregludeginum sem haldinn var á sunnudag. 

Þrjátíu starfandi lögreglumenn tóku á móti forvitnum gestum og fræddu þá um starfsemina, en tækjabúnaður lögreglunnar var til sýnis í sérstöku tjaldi við stöðina. Þeir lögreglumenn sem ekki voru á vakt gáfu vinnu sína. Öll börn sem þess óskuðu fengu að bregða sér á bak mótorhjóli lögreglunnar þar sem tekin var af þeim mynd, en lögreglumaðurinn sem annaðist myndatökuna stóð í ströngu; tók alls um fjögur hundruð myndir. Þá fengu börnin einnig lögreglumerki sem þau nældu í barminn.

Morgunblaðið 16 okt 1990

22.12.20

Nýtt fyrirtæki í bænum (Akureyri)

 Oft verða hugmyndir af veruleika og það sýndu félagarnir Trausti og Valur í haust er þeir stofuðu fyrirtækið www.sorptunna.is


Báðir eru þeir áhugasamir mótorhjólamenn  (Tíufélagar) og var viðtal við Val í föstudagsþættinum á N4 á dögunum.

Flott gert strákar.


19.12.20

Á Hondu C90 yfir Kanada um hávetur í 20-30 stiga frosti.

Að fara á mótorhjóli yfir Kanada þykir kannski ekki tiltökumál, en að gera það um miðjan vetur í miklu frosti búa í tjaldi og undir miklu áreiti frá Lögreglunni það er annað mál :) 

Þetta gerðu Ed og Rachel á C90 Hondunum sínum og lentu þau meðal annars í því að þau máttu ekki keyra í gegnum Quebec af því að þau voru á nagladekkjum ...

Fyrri Hluti 

Seinni hluti

4.12.20

Norðlensk Hjólamenning.

Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts
(Jæja Sniglafréttir á pappír eru komnar út og þá hlýt ég að geta birt greinina sem ég skrifaði í málgangnið).


Hvar hittast hjólamenn á Akureyri:
 Olís og Ráðhústorg. Eru yfirleitt söfnunarstaðirnir.

Á Akureyri voru mótorhjólin komin af stað um leið og fystu snjóa leysti.
Vorið var reyndar í svalari kantinum eftir snjóþungan vetur, en hjólarar margir hverjir létu sig samt hafa það og óku á þurru malbiki milli snjóruðninga lengi fram á vorið.
Covid setti einnig svip sinn á vorið en það virtist ekki há hjólamönnum mikið þeir héldu bara tveggja metrareglunni að mestu og hjóluðu milli kaffihúsa og sveitarfélaga í góðviðrisdögum í sumar.


1. mai hópkeyrsla 

Var plönuð á Akureyri af Tíunni eins og alltaf en út af Covid varð að fella hana niður. Í staðinn var bara farið út að hjóla helgina eftir og fór góður hópur í frábæra dagsferð austur fyrir heiði til Húsavíkur og um innsveitir Aðaldals.

Svo þegar róaðist um í Covid-ástandinumí sumar þá auglýsti Tían hópkeyrslu og fór hún fram 13 júní.
Hún var vel heppnuð, frábært veður og mikið af hjólum allstaðar af landinu.
Okkur fannst reyndar frekar dræm mæting heimamanna að þessu sinni. En túrinn var þrælskemmtilegur.
Tekinn var útsýnistúr um Akureyri og vakti það talsverða athygli bæjarbúa að sjá glæsta fylkingu mótorhjóla fara um bæinn.
Síðan var lengri leiðin í Lundskóg í Fnjóskadal tekin um Víkurskarð og svolgrað í sig veitingum þar, og þaðan var farið í gegnum Vaðlaheiðargöng og á Mótorhjólasafnið þar sem flestir löbbuðu hring þar inni.
Einhver hluti hópsins ætlaði svo að næra sig á Greifanum um kvöldið en daginn eftir var fjölskyldugrillhittingur hjólamanna og fjölskyldna þeirra í Kjarnaskógi í boði Tíunnar, og þar gátu aðkomuhjólarar kýlt í belginn áður en þeir keyrðu heim á leið eftir skemmtilega helgi.



Samstöðufundur við vegagerðina í lok júní.

Eftir hryllilegt mótorhjólaslys á Kjalarnesi skammt frá Hvalfjarðargöngunum þar sem tveir mótorhjólmenn létust og þótti sannað að að ástæðan væri sleipur nýlagður vegkafli, þá tóku mótorhjólamenn hér norðanlands að sjálfsögðu þátt í samstöðufundi með Sniglunum og heimsóttum höfuðstöðvar Vegagerðarinnar á Akureyri á sama tíma og mótorhjólamenn fyrir sunnan heimsóttu vegagerðina fyrir sunnan. Um 30 hjól mættu þar og mótmæltu með reyndar frekar stuttum fyrirvara.

Landsmót 

Spennan varðandi landsmót var gríðarleg þar sem ekki var vitað hvort við ættum halda mótið.

En það kom svo í ljós að það mátti og var landsmótið haldið að Laugarbakka í Miðfirði (rétt hjá Hvammstanga) og var þetta hin besta skemmtun.



Að segja frá landsmóti í stuttu máli er ekki hægt ,,,,
Nema bara segja Þetta var geðveikt gott mót og það er vitað að norðanmenn halda líka næsta mót í Húnaveri.


Hjóladagar Tíunnar eru stærsti viðburður hjólmanna á Akureyri


Það var sannarlega glaumur og gleði þessa helgina hjá okkur á Hjóladögum Tíunnar.

Dagskráin riðlaðist aðeins hjá okkur vegna veðurfarsins, en við slepptum spyrnunni upp á braut út af því, en við héldum Bjórkvöld um kvöldið á Mótorhjólasafninu með lifandi tónlist þar sem Trausti og Baldur héldu uppi fjörinu. Stóð gleðin fram á nótt og var mjög gaman.

Upp úr hádeginu á laugardeginum hafði stytt upp rigningunni og safnaðist í hópkeyrslu á Ráðhústogi. Ekinn var skemmtilegur hringur um bæinn og inn fjörðinn sem endaði svo á Mótorhjólasafninu, þar sem snæddir voru hamborgarar öllum að kostnaðarlausu og var þar einnig hoppukastali fyrir börnin.

Um kvöldið var svo slegið upp þvílíkri veislu í Sal Náttúrulæknigafélagsins þar sem hjólafólk víða að, þó mest heimamenn, skemmtu sér með mat og drykk fram á nótt.

Sérstakar þakkir til Sigríður Dagnýar, Formanns Tíunnar. Gunna , Þau svo sannarlega láta hlutina gerast.

Svo auðvitað Trausti og Baldur sem sáu um spilamensku bæði kvöldin þið stóðuð ykkur frábærlega.
Rúnar Eff tók nokkur lög, og Villi Vandræðaskáldi kom með sitt skemmtiatriði og ætlaði þakið að rifna af húsinu þvílík var skemmtunin hjá honum.

Pokerrun


Síðastliðin 3 ár hefur Tían haldið Pokerrun í ágúst.

Í ár var Pokerrun 3ja árið í röð hjá Tíunni og var það nokkuð vel heppnað.
Fyrstu tvö árin var þetta alvöru hjólatúr, 300km eða svo en í ár var ákveðið að stytta túrinn aðeins og var hann aðeins 160km rúntur.

Þátttakendur drógu spil í hverju stoppi til að mynda pókerhönd í lok ferðarinnar, og átti Sigurður Traustason á Suzuki GXSR 750 bestu spilin þegar uppi var staðið, en hann fékk röð frá ási og niður.
Hann sjálfur kunni ekkert í póker svo þetta kom honum virkilega á óvart þegar niðurstaðan kom í ljós. (Pókerkunnátta er ekki nauðsynleg í Pókerrun).
Fékk hann glæsilegan bikar og í honum var þáttökugjöld allra sem tóku þátt í pókerruninu en þeir sem lentu í öðru og þriðja sæti fengu líka verðlaun í sárabætur frá Bike Cave í Reykjavík.


Lokaorð:

Við lifum á undarlegum tímum, Covidfaraldur heldur heimsbyggðinni í hálfgerði gíslingu, en samt náðum við að halda viðburði sumarsins.
Við vorum heppinn að geta haldið Landsmót og ekki var það verra að það heppnaðist svona gríðalega vel. Reyndar heppnaðist það svo vel að við munum halda næsta landsmót líka 2021 og það í mekku okkar hjólamanna "Húnaveri" . Svo neglið niður fyrstu helgina í júlí, því þið þurfið að mæta á Landmót Bifhjólamanna á næsta ári. en eins og þið vitið þá byrjaði landsmót sem Landsmót Snigla og eiga þeir alltaf Landsmót í okkar hjörtum.

Viðburðir Tíunnar Bifhjólaklúbbs Norðuramts eru allir auglýstir á heimssíðu klúbbsins www.tian.is og erum við einnig á Facebook, Instagram og Twitter.

Kv. Víðir #527

29.11.20

Captain America Mótorhjólið

 

Captain America Chopperinn úr Easy Rider

Þetta er líklega frægasta hjól heimsins.

 Og fyrst núna eftir nærri hálfa öld er verið að viðurkenna hugmyndasmiði og smiði hjólsins. Við erum auðvitað að tala um hjólið sem Peter Fonda hjólaði á í myndinni Easy Rider árið 1969. En myndin sýndi ágætlega hvernig rugli Amerísk ungmenni voru í á þessum árum. Hjólið kom  á viðurkennt uppboð nýlega, þá komu fram ýmsar upplýsingar um það sem ekki voru kunnar fyrir, og opnaði líka augu fólks fyrir því hversu áhugaverðar hugmyndir um breytingar og smíði hjóla frá þessum tíma.

Úr Kvkmyndinni Easy Rider
 Peter Fonda og Dennis Hopper

Hjól sem staðfest er, að er Captain America hjólið kom til uppboðshaldara í október síðstliðinn í Hollywood. Fljótlega var tilkynnt að hjólið hefði selst á 1.35 milljón dollara (c.a 180 milljónir íslenskra króna) sem með öllum gjöldum hefðu verið 1.6 miljón dollarar eða (212.5 miljónir ísl.) en það virðist sem salan hafi gegnið til baka.    
(svo það er kannski enn til sölu ef þið hafið enn áhuga )(innslag frá þýðanda).

Í þessari grein ætlum við ekki að upplýsa um allt það sem hægt er að Googla heldur nýju upplýsingarnar sem komu upp við þetta tækifæri.

Við ætlum ekki heldur að eyða plássi í allar vangavelturnar sem hafa komið fram á síðustu 50 árum, en stutta sagan er sem sagt að það voru smíðuð tvö Captain America hjól sem Peter Fonda var á og  tvö Billy bike sem leikarinn og leikstjórinn Dennis Hopper var á.

Sagan segir að einhverntímann eftir að búið var að taka myndina upp '68, en áður enn hún var sýnd '69 hafi einhver brotist inn hjá umsjónarmanni hjólanna sem var stunt leikari Peters og stolið þremur þeirra, en annað af Captain America hjólinu var krassað í lok myndarinnar svo það var skilið eftir. Slátrið af því var gefið einum af leikurum myndarinnar Dan Haggerty. Sagan segir að hann hafi endurbyggt hjólið ( meira að segja er talað um að hann hafi gert annað eins, en við látum aðra um að tala um það).

Það sem er aðdáunarvert, sérstaklega fyrir þá sem elska gömul hjól og sögu þeirra og virðingu fyrir þeim sem smíðuðu þau, er að Fonda skrifaði bréf til uppboðshaldaranna í nóvember eftir að hjólið fékk alla þessa athygli eina ferðina enn. Í bréfinu hrósaði Fonda hugmyndasmiðnum í hástert og uppljóstraði 46 árum eftir  að hjólið ver smíðað hver það var.

Þessi uppljóstrun kom ekki alveg öllum á óvart því auðvitað hafa alvöru grúskarar komist að þessu fyrir löngu, einn þeirra Paul d'Orleans, hann komst að því að Cliff Vaughs og Ben Hardy hefðu verið hugmyndasmiðir hjólanna. En þetta var sem sagt ekki gert opinbert fyrr en með bréfi Fonda.

Það hefur allt verið opinvert að hjólin voru keypt fyrir lítinn pening af lögregluembætti í Los Angeles á uppboði, en hvernig þau urðu að frægustu hjólum heims var alltaf á huldu.  Ýmsar getspár voru við hafðar, eina var sú að Fonda hefði sjálfur gert þau, önnur að Haggerty hefði gert þau, en í bréfinu uppljóstrar Fonda að Cliff hafi algjörlega séð um málið. Hann segir í bréfinu ,, við Dennis erum honum svo þakklátir, við vissum ekki einu sinni að hægt væri að kaupa ódýr hjól á uppboði af löggunni". ,,Með undraverðum hætti ( að okkar Dennis mati) keypti hann 4 hjól á 500$ stykkið og hannaði og smíðaði þau svo fyrir 1250$ stykkið, við vorum hæstánægðir með þá Ben. Og svo gerðu þeir bara tvö af hverju eins og ekkert væri".

Fonda víkur líka að í bréfi sínu að Cliff hafi verið rekinn úr verkefninu og þar með aldrei fengið ,,kredit" fyrir hönnunina og smíðinni. ,,En það er ekki of seint að uppljóstra um þátt þeirr Cliffs og Bens fyrir þessi einstöku hjól sem áttu stórann þátt í frægð myndarinnar''.

Billy bike

En hverjir voru Cliff og Ben?  

Ben rak mótorhjólaumboð í LA en Cliff átti sér áhugamál að smiða Choppera. ,,Gallinn við þá var að þeir voru báðir African-Americans, það gerði meira segja rebelum eins og Fonda og Dennis erfitt um vik að opinbera þá, því rasismi var enn mikið við líði á sjötta áratugnum. (vegna þessa hættu þeir meðal annars við að láta mótorhjólagegni með svörtum bikerum koma við í myndinni eins og til stóð.)

Ben var mjög þekktur meðal mótorhjólamanna, Sérstaklega svartra, en líf Cliffs var enn áhugaverðara, hann var framarlega í réttindabaráttu svartra og gerði heimildarmyndir um öryggi mótorhjólafólks í umferðinni.

Ben dó 1994 án þess að hljóta nokkurn tíma viðurkenningu fyrir hans þátt í smíði hjólanna. en Cliff lifir enn og d'Orleans fékk hann í liðs við sig þegar hann skrifaði bókina ,,The Chopper, The Real story'' Þar er öll sagan sögð.

Stolið og staðfært úr blaði AMCA af Dagrúnu #1
Úr Blaðinu Hallinn 2015

Skráðu þig á póstlistann hjá Tíunni og fáðu mótorhjólafréttir

28.11.20

Buell / Cannondale = Budale



 Buell götuhjól og Cannondale torfæruhjól sameinuð í eitt.

Einar "Malboro" Ragnarson er þekktur í mótorhjólaheiminum á Íslandi sem frumlegur mótorhjólasmiður og hefur hann smíðað nokkur afar áhugaverð hjól.

Eitt af þeim er Budale sem er einhverskona samtíningur tveggja ólíkra hjóla í eitt.

Hjólið sem um ræðir er upphaflega af gerðinni Buel Firebolt XB9 árg 2005 sem Einar fékk í pörtum og þar sem vantaði annann framdemparann fór hann að finna út hvað hann gæti notað í staðinn, og datt þá í hug að breyta hjólinu í off road ferðahjól.

Einar tók sem sagt framenda af Cannondale krossara og setti á hjólið tók svo afturgaffalinn og lengdi hann, það var eftir prufuaktstur sem það var ákveðið því hjólið var ókeyrandi með orginal afturgaffalinn eftir að krossgaffalinn var kominn að framan.

Drifbúnaði þufti líka að breyta og varð reimdrifbúnaðinn að fara og var sett keðja í staðinn og afturfelga af Buell Raceing 1125R racehjóli.
 Einnig var skipt út barkakúplingu og sett vökvakúpling.
Ljósfering og mælaborð voru færð upp um uþb. 7,5 sentimetra og petalabrakket færð niður fyrir þægilegri ásetu.

Einnig var unnið eitthvað í innspítingunni til að auka aflið á lægri snúning. 

Útkoman 
Að sögn Einars þá heppnaðist faratækið bara mjög vel.  "Er bara alger draumur.    Akstureigineikarnir er ágætir og virkar vel á slóðum en það er engin torfærugræja enda of þungt til þess".

"Ég stefni á að setja betri bremsur og breiðara framdekk á það til að gera það enn betra sagði Einar að lokum "

Myndir og efni   
Hallinn 2015

Skráðu þig á Póstlista Tíunnar og ekki missa af neinu í hjólunum.

25.11.20

Fyrsta mótorhjólið hans Heidda endurheimt úr steypufangelsi eftir 50 ár

Tommi og Jón Dan ásamt fleirum . Endurheimtu í dag gamalt mótorhjól sem af einhverjum ókunnum ástæðum var steypt inn í stiga á gömlu húsi á eyrinni á Akureyri í dag. 
Tommi mölvar vegginn sem hjólið var á bakvið

Hjólið er líklega af gerðinni
Göricke Bielefeld Domino (ILO-FP-50 1955 

Hjólið er víst fyrsta mótorhjólið sem Heiðar Þ Jóhannsson (Heiddi #10) átti og er af gerðinni Göricke Bielefeld. 

  Hann gaf það vini sínum Þórarinn Sigurbjörnsyni hjólið árið 1967 en þá var Heiddi 14 ára en Þórarinn 11 ára. En þá bjó Þórarinn í húsinu sem hjólið var steypt inn í.  Svo flutti hann úr bænum, og svo þegar hann kom að vitja hjólsins þá var búið að steypa hjólið inni með öllu sem því fylgdi.

Göricke Bielefeld
50cc
Ekki er vitað hvers vegna hjólið var steypt inni.

Húsið sem brann í fyrra er ónýtt , og nýttu safnmenn sér tækifærið og fengu að hirða hjólið sem slapp við brunan í steinkistunni sinni.

Hjólið komið inn á safn.

Heimildir og myndir af frétt Ruv í kvöld.