Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Fróðleikur. Sýna allar færslur

27.3.20

Hópkeyrsla Snigla 2016

Þar sem ekki er útséð með hópkeyrslur ársins.
 Þá er kanski gott að rifja upp þessa hópkeyrslu frá 1 maí 2016 .  Laugarvegurinn fullur af hjólum í rigningu . Samt fín mæting.

Skúrinn
Hringbraut 2016

9.3.20

Á völtum fótum

Árni Jakobsson
Árni Jakobsson var uppalinn Mývetningur sem gerðist bóndi , en missti fljótt heilsuna. Hann gaf út ævisöguna "Á völtum fótum" þar sem þessi mynd er að finna af honum á vélknúnu þríhjóli.

Úrdráttur úr bókinni. Á Völtum fótum (1963)

 Sumarið 1942 fék ég einn góðann veðurdag óvænta heimsókn þriggja góðkunnra Húsvíkinga. Þessir gestir voru frú Auður Aðalsteinsdóttir, Friðþjófur Pálsson símstjóri, maður hennar, og Helgi Kristjánsson, Kjötmatsmaður. Þessi góðu gestir komu færandi hendi, gáfu mér hjólastól eða handsnúið þríhjól. Allmargir Húsvíkingar höfðu skotið saman peningum til að kaupa hjólið, og vissi ég raunar aldrei nema um fáa þeirra, sem hlut áttu að máli. Ég varð allt í senn ,glaður og þakklátur yfir þessari höfðinlegu gjöf.
This invalid carriage was manufactured 
by R.A. Harding (Bath)
Mikill var sá munur að geta hjólað um göturnar í stað þess að dragast áfram á hækjunni og stafnum. Mér fannst næstum því sem ég hefði eignast töfra-klæði, eins og greinir frá í ævintýrum, þegar ég ók um sléttar göturnar. En fljótt þreyttust handleggir mínir og axlir við að knýja hjólið, þar sem á bratta var að sækja. Þurfti ég jafnan hjálp að halda , færi ég upp brekku. Oft gerðust unglingsdrengir til þess óbeðið að hjálpa mér, þegar svo stóð á. Þetta handsnúna hjól notaði ég til ársins 1955.

7.3.20

Ofurhugar reyna við tvö heimsmet á Íslandi

Yonatan og Reid kynntust ýmsu á 15
þúsund kílómetra ferðalagi sínu. 

Aðsend mynd.

Tveir ofurhugar ætla að reyna við tvö heimsmet á rafmagnseinhjóli á Íslandi í sumar. Slógu nýverið heimsmet á rafmótorhjóli með akstri um 48 fylki Bandaríkjanna. Annar þeirra er leiðsögumaður á Höfn og vill setjast að á Íslandi.rafmagnsmótorfákum.

Bandaríski fjallaleiðsögumaðurinn Mike Reid, sem hefur búið á Íslandi í fjögur ár, setti nýverið heimsmet ásamt félaga sínum, Ísraelanum Yonatan Belik. Þeir keyrðu um öll 48 samfelldu fylki Bandaríkjanna á rafmagnsmótorfákum. Þetta er þriðja heimsmet Reids, sem býr á Höfn í Hornafirði, og hyggjast þeir félagar setja tvö til viðbótar á Íslandi á þessu ári.„Þetta var brjálæði. Þetta voru 15 þúsund kílómetrar,“ segir Reid. „Bandaríkin eru svo stór og svo mörg veðrakerfi. Í köldustu veðrunum vorum við orðnir dofnir á höndum og fótum. Ég datt af hjólinu. Fólk hótaði að skjóta okkur. Svona er Ameríka.“
Eitt sinn lentu þeir í stormi í Nýju-Mexíkó, óttuðust ofkælingu og neyddust til að biðja ókunnuga um húsaskjól. Þarna voru stórir hundar og varúðarskilti. „Ég hélt að við yrðum skotnir þegar Yonatan fór

6.3.20

Stærstu hjólin

Í gær birti ég minnsta mótorhjólið í heimi sem hægt var að aka.


Hér í þessu myndbandi ber að líta allt það stærsta....

Margt skrítið í þessum heimi..


21.6.18

Slys og veikindi urðu kveikjan að rafknúinni samfélagsbyltingu


Skjaldbökurnar, fyrstu rafhjólasamtök landsins, formlega stofnuð í blómabænum Hveragerði 17. júní:
– Ungir sem aldnir, hreyfihamlaðir og heilbrigðir þeysa nú um götur Hveragerðis og hafa gaman af


Í Hveragerði hefur á liðnum misserum verið að myndast skemmtilegt samfélag áhugafólks um rafhjól. Þar er aðalega um að ræða þríhjól sem henta ,jög vel til fjölþættra, nota ekki síst hreyfihömluðum og eldra fólki.  Þá er ungt fólk einnig farið að kaupa slík hjól, enda þykja þau verulega ,,töff". Þannig að þarna er í raun að spretta upp rafknúin samfélagsbylting.
         Svafar Kristinsson hefur leitt þessa vakningu í Hveragerði en hann flutti inn fyrsta rafmagnsþríhjólið frá Kína til eigin nota 2016. Hann segir rafknúin hjól af þessu tagi henta afskaplega vel til ýmissa þarfa og geti líka nýst hestamönnumþar sem enginn hávaði er frá þeim eða mengun sem fælt getir hrossin. Þá gætu þau líka hentað garðyrkjustöðvum, vöruskemmum og sjálfsagt víðar.

Slys og veikindi kveiktu áhugann á rafhjólunum

Svavar segist hafa verið blessunarlega laus við öll líkamleg áföll fram til ársins 2010 en þá tók við fimm ára tímabil þar sem, hann þurfti að takast á við alvarlegan kaláverka á fótum, krabbamein, sem fylgdi skurðaðgerð, geisla- og lyfjameðferð og öllu sem því fylgir, hryggbrot og skömmu fyrir jólin 2015 alvarlegt fótbrot.
      Staðan var þannig að á þessum fimmárum bjó hann við verulega skerta hreyfigetu og var að hluta bundinn við hjólastól. Þetta hafði í sér mikla félagslega einangrun og hann segist hafa verið að öllu leyti háður fjölskyldu og vinum hvað varðar að komast milli staða. Þegar hér var komið var svartsýni og kvíði farið að vera vandamál og margar spurningar vöknuðu um tilgang lífsins og framhald. Hann segist hafa farið að skoða þann möguleika að fá farartæki hjá almannatryggingum, svokallaðar rafskutlur, en um úthlutun þeirra gilda nokkuð strangar reglur bæði hvað varðar úthlutun og hversu hratt þær mega fara. Úr varð að Svavar fór að skoða möguleikann á að flytja inn sjálfur hjól sem hentaði og eftir nokkra leit varð fyrir valinu hjól frá  Tongli Motorcykle í Kína.

Félagsleg einangrun rofin með kaupum á rafknúnu þríhjóli

Í stuttu máli má segja að með tilkomu þessa hjóls hafi hans félagslega einangrun verið að miklu leyti rofin og fór Svavar að geta farið flestar sínar ferðir á eigin forsendum.
Eftir á að hyggja þá sér hann hversumikilvægur þáttur er fyrir fólk sem hefur lent í álíka áföllum í lífinu og þeirra sem vegna aldurs eða glíma við stoðkerfisvandamál að hafa slík farartæki til afnota og í hans huga með ólíkindum að þessi þáttur skuli ekki hafa meira vægi í allri endurhæfingu og þá á hann við hjá því fagfólki sem hann hefur haft samskipti við á þessum árum.
  ,,Það atriði að fólk fari út af heimilinum sínum og njóti þess að fá rigninguna í andlitið eða sólina eftir atvikum er svo mikilvægt þegar verið er að koma fólki af stað út í lífið á nýjan leik eftir áföll og þá skiptir ekki máli endilega hver fyrstu skrefin eru, gangandi eða á hjóli.
Hvernig fólk þróar sína hreyfingu er svo undir hverjum og einum komið en hafa ber í huga að útiveran og það að geta bjargað sér sjálfur er svo mikilv´gt á þessum fyrstu skrefum.
    ,,Mín einangrun var algerlega rofin með þessu," segir Svavar sem fer yfir 90% allra sinna ferða á þessu þríhjóli sínu.  Í þorpum og bæjarfélugu á landsbyggðinni, þar sem yfirleitt er stutt í alla þjónustu, ætti fólk líka í flestum tilfellum að geta látið svona farartæki duga.

Fyrirtæki stofnað um hagkvæm innkaup

Eftir því sem tíminn leið fór áhugi fólks að aukast fyrir þessum ferðamáta. Fólk sá þá möguleika sem Svavar gat nýtt hjólið sitt og út varð að hópur fólks í Hveragerði tók sig saman um innflutning á nokkrum hjólum, sem komu til landsins í lok árs 2016.
    Með þessum hjólum jókst áhuginn enn frekar og í byrjun þessa árs 2018 var ákveðið að stofna félag í kringum innflutning á hjólum sem þessum og fékk Svavar til liðs við sig Sigurjónu Báru Hauksdóttur og eiginmann hennar, Svein Óskar Þorsteinsson, sem eiga og reka fyrirtækið Rafsveinn ehf. í Reykjavík. Sigurjónu kynntist Svavar í endurhæfingu á spítalanum í Stykkilshólmi en þau eru bæði að glíma við stoðkerfisvandamál. Úr varð félagið RHF hjól ehf. Ætlun þeirra var og er að reka félagið með sem allra minnstri yfirbyggingu og sem mest á netinu.  í staðinn vilja þau geta boðið hjól á besta mögulega verði til að gera sem flestum möguleika á að eignast svona farartæki.
   Hjólin flokkast undir léttbifhjól í flokki 1 í Umferðarlögum en þar er aldurstakmark 13 ár og ekki þarf nein sérstök réttindi á hjólin og tryggingar falla undir heimilistrygginguna.

Komast 30 til 40 km á einni hleðslu

,,Það er mín reynsla að það má komast 30 til 40 km á hvessi hleðslu miðað við íslenskar aðstæður.
Hver hleðsla er ein kílówattstund , sem samkvæmt gjaldskrá kostar 15 krónur. í bæjarfélagi eins og Hverarerði getur fólk sparað sér verulegar fjárhæðir með að tileinka sér svona ferðamáta þar se hér er ekki um svo ýkja miklar vegalengdir að ræða en samt  nægilega miklar að oft þar að nota farartæki ef tíminn er knappur eða ferðin í Bónus kallar á burð. Hér getum við auðveldlega farið út í umræðuna um hvernig við getum aukið kaupmáttinn en látum stjórnmálamönnum og verkalýðsleiðtogum eftir þá umræðu,"segir Svavar

Fyrir alla aldurshópa

Hann vill taka fram að hjólin henti öllum aldurshópum.
     ,,Sá yngsti sem hefur fengið hjól hjá okkur er 14 áraog sá elsti er í dag 94 ára og notar hjólið sitt daglega. Ekki má gleyma umhverfisþættinum en eins og öll umræða hefur verið þá er það farið að skipta okkur jarðarbúa verulega miklu máli að draga úr notkun á bensíni og olíu."

Hjólin líka hentug á golfvöllinn

,,Við höfum undanfarið verið að skoða ýmsa aðra möguleika fyrir þessi hjól og létum smíða fyrir okkur festingar fyrir golfpoka eð það í hugaað nota mætti hjólin á golfvelli landsins og sýnist okkur þetta hafi mælst ágætlega fyrir.
      Við sendum myndir af festingunni til framleiðanada hjólanasem sýndi málinum mikinn áhuga en nefndi strax að betra væri að flytja hjólin inn með 1000kW mótor í stað 500kW eins og við höfum ger. Þá hafa hestamenn einnig sýnt hjólunum áhugaþar sem þau eru hljóðlát og fæla ekki hesta með hávaða og ef rétt er farið að þeim. Ég dreg ekki í efa að fleiri hópar sjái sér hag í að nota svona farartæki ég nefni þá t.d. vöruhús, virkjanir og verksmiðjur."

Frumraun líkt og Tomsen-bíllinn

Fyrir ekki svo löngu var umræða um fyrsta bílinn sem kom til landsins í byrjun síðustu aldar, Thomsen-bíllinn. Ekki höfðu þá allir mikla trú á svona farartæki og þótti flestum sinn gráni merkilegri. Ég get h´glega séð okkur og aðra sem eru að flytja inn rafknúin ökutæki í sviðaðri stöðu en þarna mun eins og þá þróunin í framleiðslunni og tíðarandinn hjálpa til. Fólk má ekki vera hrætt við breytingar heldur taka þeimmeð jákvæðu hugarfari og móta með sér afstöðu og þekkingu og reynslu.
    Ég hef oft verið spurður hvers vegna ég ferðast um á svona farartæki og ég hef svarað því til að þessi ferðamáti henti mér afskaplega vel, ég hafi gaman af að hitta fólk, sem ég myndi án efa ekki hitta, a.m.k. jafn oft, ef ég væri á bíl. Fyrir utan það þá sæi ég verulegan fjárhaglegan ávining að nota farartæki sem þessi, ætti meiri pening í buddunni sem gæti farið í aðra skemmtilega hluti en olíu, tryggingar og bifreiðagjöld," segir Svavar Kristinnsson
- Taka tryggingar ekki þátt í kaupum á svona hjólum fyrir hreyfiskerta?
     ,,Sjúkratryggingar hafa verið að kaupa hjól og lána fólki. Á því er þó sá annmarki að gerðar eru kröfur um að hjól fari ekki hraðar en á 10 km hraða á klukustund. Ég er ekki viss um að við förum með okkar hjól inn í þann pakka. Það þyrfti aðbreytaþeim talsvert og ég held að við höldum okkur við hjól sem komast á 25km hraða."

Stofnuðu Skjaldbökurnar, fyrsta rafhjólaklúbb landsins

Þessi vaxandi rafhjólamenning í hveragerði hefur stóraukið samhug fólks sem margt var orðið félagslega einangrað. Nú er þetta fólk farið að hittast reglulega á götum bæjarins.
     Var því svo komið að ákveðið var að stofna rafhjólasamtök Hveragerðis og var það gert með formlegum hætti á þjóðhátiðardegi Íslands , 17. júní. Hlutu þau nafnið Rafhjólaklúbburinn Skjaldbökurnar og er þar í gamansemi verið að höfða til bifhjólasamtakanna Sniglana. Er þetta jafnframt fyrsti rafhjólaklúbburinn á landinu svo vitað sé.  Af þessu tilefni var efnt til hópreiðar rafhjólafólks um Hveragerði á þjóðhátíðardaginn.

Með 500 eða 1.000 watta mótor

Þessi hjól eru samkvæmt lögum ekki skráningarskyld og þurfa því ekki að vera tryggð se, ökutæki. Aldurstakark notenda er einungis 13 ár. Það má því nota þau á gangstéttum, gangstígum og hjólreiðastígum. Þar sem hámarkshraði inn í þorpinu í Hveragerði er yfirleitt ekki nema 30 km, þá eru engin vandkvæði á að nota þessi hjól í umferðinni heldur.
     Mótor þeirra er 500 wött og rafhlaða 4x12volt, eða samtals 48 volt. Hleðslutæki er 10-20 amper og tekur 6-8 klukkustundir að fullhlaða rafhlöðurnar. Hjólið er innsiglað þannig að komast ekki hraðar en á 25km hraða. Á hjólunum eru diska og skála bremsur og mótorbremsa.

Kraftmeiri hjól fyrir golfið og brattari brekkur

Eins og fyrr segir er hægt að fá hjól af þessari tegund með 1000 watta mótor og 60 volta rafhlöðu. Þau henta trúlega betur ef mikið er um brekkur og ef menn ætla að nota þau t.d. í golfið. Þá gætu öflugri hjólin líka hentað betur í mörgum bæjarfélugum úti á landsbyggðinni þar sem byggt er upp í hlíðar.
  Einnig er hægt að fá hjól frá framleiðanda sem komast hraðar en á 25 km hraða, en þá eru þau skráningarskyld og krefjast sértrygginga. Svavar segir það sitt mat að þegar hjólin eru gerð fyrir meiri hraða þá sé sjarminn eiginlega farinn af notkun þeirra og hagkvæmnin ekki eins mikil fyrir þann markhóp sem hann hafi verið að horfa til.

Sveitarfélagið fagnar framtakinu

Eyþór H. Ólafsson verkfræðingur er forseti bæjarstjórnar Hveragerðis. Hann segir þessa innleiðingu rafhjólamenningarinnar í bænum vera mjög gleðilega og skemmtilega.
    ,,Svavar hefur staðið á bak við þetta og fólk tekur þessu mjög vel. Hér eru kjöraðstæður fyrir svona rafhjól, mikið sléttlendi og þægilegt að fara um. Þá er enginn hraðaumferð í gegnum bæinn svo notendur hjólana þurfa ekkert að óttast, enda höfum við markvisst verið að takmarka hér hraðann.
   Það er ekkert hægt að neita því að bærinn er vinsæll hjá fólki sem komið er yfir 55 ára aldur og hlutfall eldri borgara því töluvert hátt. Fyrir þetta fólk eru svona hjól kjörinn ferðamáti og þegar farinn að myndast ákveðin menning í kringum þetta. Það má því segja þetta framtak sé ákveðið samfélagsverkefni og gaman að þetta skuli einmitt gerast hér. Svavar á auðvitað heiðurinn af því . Hér má sjá menn á svona hjólum, eins og Örn Guðmundsson sem hefur verið einn af okkar kjarnamönnum í bæjarfélaginu í gegnum tíðina.
   Svo getur verið að unga fólkið koma meira inn í þetta og rafhjólin verði aðal damgöngumátinn hér innanbæjar," segir Eyþór.  Vísar hann þar m.a. til reynslu íbúa við Miðjarðarhaf og á Kanaríeyjum þar sem skutlur af svipuðu tagi er algengur samgöngumáti.

Rafhjólamenningin gullsígildi 

,,Sveitarstjórinn tekur þessu mjög fagnandi. Þetta er gullsígildi og skapar aukið líf hér við aðalgötu bæjarins og dregur fólk út úr húsunum,"segir Eyþór.Bændablaðið |  21.6.2018

1.6.16

Yfir 2000 mótorhjólamenn við útför Nicky Hayden


Útför fyrrum mótorhjólaheimsmeistarans í MotoGP, Nicky Hayden, var haldin í vikunni og mættu yfir 2.000 mótorhjólamenn í hana til að votta honum virðingu sína. Útförin var haldin í heimabæ Nicky Hayden, Owensboro í Kentucky ríki í Bandaríkjunum.

Margir þeirra komu langt að og að sögn margra þeirra mættu þeir við útförina vegna þess að líf og góður árangur Nicky Hayden hafði mikil áhrif á líf þeirra. Auk þess vildu þeir gleðja aðstandendur þessa besta mótorhjólamanns Bandaríkjanna á síðustu áratugum.

Nicky Hayden dó er hann var í reiðhjólatúr þann 17. maí, rétt fyrir mótorhjólakeppni sem hann ætlaði að taka þátt í. Var Hayden fluttur á sjúkrahús í kjölfarið slyssins en lést af völdum áverka slyssins fimm dögum síðar, 22. maí. Hayden varð fyrir bíl sem ók á hann á reiðhjóli sínu.

Visir
Finnur Thorlacius skrifar 1. júní 2017 

30.4.13

Minnaprófið stækkar

Í sumum tilvikum er Harley Davidson 883
 skráð minna en 47 hestöfl en samkvæmt
hestaflabekksmælingu er það 46,6 hestöfl.
 Taka skal fram að vissara er að skoða
skráningarskírteini í vafatilfellum.

Breytingar á mótorhjólaprófum skv. ESB

Hinn 19. janúar síðastliðinn tók gildi ný reglugerð sem byggist á þriðju ökuréttindalöggjöf Evrópusambandsins. Breytingar þessar eru gerðar til að samræma ökupróf í allri Evrópu til að tryggja frjálsan flutning og akstur milli landa og gerir ökuskírteini úr einu landi ESB eða EES gild í öllum öðrum löndum þess. Breytingarnar eru mestar í flokki mótorhjóla en þar er kominn nýr flokkur sem kallast A2 og tekur hann við af flokki sem hét lítið mótorhjól áður og miðaðist við 34 hestöfl (25 kW).

Hámarksaflið 47 hestöfl 

Hér er rétt að útskýra þennan flokk aðeins betur því að hann veldur talsverðum ruglingi og skoða hvaða hjól falla í þennan nýja flokk, en hann er nú miðaður við 47 hestöfl (35 kW) sem er töluverð breyting. Eins og sjá má af töflunni er hámarksafl mótorhjóla í A2-flokki nú komið í 47 hestöfl en sum mótorhjól má fá með svokölluðu innsigli til að ná niður afli í þetta tiltekna hámark. Þó má ekki samkvæmt löggjöfinni minnka afl hjóls í þessum flokki um meira en helming, þannig að 100 hestafla hjól getur ekki fengið innsigli og farið í 47 hestöfl sem dæmi. Til að átta sig betur á þessu hefur bílablaðið sett saman stuttan lista með hjólum sem falla undir þennan flokk og inniheldur hann einnig hjól sem eru með löglegu innsigli samkvæmt þessum A2-flokki. Aðeins er minnst á þau hjól sem eru annaðhvort seld á Íslandi eða hafa komið hingað á undanförnum árum.

Falla í A2-flokkinn

 Þegar þessar tölur eru skoðaðar er auðvelt að sjá að nokkuð mörg mótorhjól sem áður voru flokkuð sem stór mótorhjól falla í A2-flokkinn. Önnur breyting á réttindaflokkunum er sú að núna má taka réttindi í A2-flokk á hvaða aldri sem er svo lengi sem viðkomandi hefur náð 19 ára aldri. Þetta þýðir að einhver sem telur að hjól eins og ofangreind dugi sér þarf þá ekki að taka full réttindi strax og getur einfaldlega valið að taka þennan flokk fyrst. Mun það eflaust henta mörgum að taka próf í þessum flokki þar sem kennsluhjól í honum geta verið talsvert minni en fyrir full réttindi.
njall@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ
 30.4.2013

23.8.12

Fuglasafn Sigurgeirs og Mótorhjólasafnið á Akureyri

 Mörg athyglisverð söfn á Íslandi:

Fuglasafn Sigurgeirs fær hæstu einkunn

- Safn Ólafs á Þorvaldseyri og fjölskyldu hans fylgir þar fast á eftir


Í sumarfríi mínu settist ég upp á mótorhjól og ók stóran hring í kringum Ísland. Á ferðalaginu heimsótti ég nokkur af fjölmörgum söfnum sem urðu á vegi mínum og vert er að benda fólki á að skoða.

Fyrst ber að nefna safn Ólafs á Þorvaldseyri og fjölskyldu hans, sem nefnist Eyjafjallajökull. Frábært
framtak og vel upplýsandi um hamfarirnar þegar Eyjafjallajökull gaus í apríl fyrir rúmum tveim árum. Þó safnið sé ekki stórt eru bæði aðkoma og snyrtimennska til fyrirmyndar og vel staðið að öllu er við kemur safninu. Á safninu er súynd stuttmynd sem er aðallega samansett úr fréttamyndum. Þegar ég var á ferðinni var verið að sýna útgáfu myndarinnar með þýsku tali, en það kom ekki að sök, þessar myndir sögðu allt sem segja þurfti og mögnuð upplifun að vera á staðnum þar sem þessar
hamfarir dundu yfir í svona fallegu umhverfi svo stuttu eftir gosið. Það var einstaklega fræðandi að bera saman útsýnið að gosstöðinni í sumar og myndina, sem tekin var þar sem safnið stendur, þegar fjölskyldan var að flýja heimilið við upphaf goss. Þetta er safn sem enginn má láta framhjá sér fara.
   Næst var það sérstakt safn í Löngubúð á Djúpavogi, en þar eru í raun þrjú söfn; skáldastofa,  Eysteinsstofa Eysteins Jónssonar ráðherra og yfir öllu loftinu í þessu langa húsi er mikið safn gamalla
muna sem eru aðallega frá síðustu öld og flestir þekkja frá barnæsku. Hins vegar mætti leggja smá vinnu í að merkja gripina betur og segja frá því hvaða ár þessir munir voru almennt í notkun. Þarna var lægsti aðgangseyririnn, en aðeins kostaði 500 krónur inn á öll söfnin þrjú.

Fuglasafn Sigurgeirs fær hæstu einkunn

Fuglasafn Sigurgeirs er í YtriNeslöndum við Mývatn. Ég á erfitt með að lýsa hrifningu minni á þessu
safni með öðrum orðum en að þarna hefur systkinum og vinum Sigurgeirs Stefánssonar frá Ytri-Neslöndum tekist frábærlega að reisa safn utan um þetta mikla fuglasafn sem Sigurgeir hafði komið sér upp áður en hann lést í slysi á Mývatni. 
   Þarna hefði ég getað verið allan daginn. Uppsetningin á safninu er þannig að allir fuglar eru í glerbúrum en fyrir framan hvern fugl er lítill takki. Sé ýtt á takkann kviknar lítið ljós við fætur fuglsins og fyrir ofan mann heyrist hljóð úr viðkomandi fugli. Sé ýtt aftur á takkann sér maður á korti hvert fuglinn fer yfir vetrartímann. Það eru ekki bara fuglar í safninu því þarna má einnig sjá lifandi kúluskít og fullyrði ég að þetta sé eini staðurinn þar sem hægt er að sjá kúluskít lifandi á safni. Í húsi við hlið safnsins er lítið bátaskýli og þar er sögð saga veiði í Mývatni. Ég verð, að öllum öðrum söfnum ólöstuðum, að gefa þessu safni hæstu einkunn og
í mínum huga er það eitt besta safn sem ég hef komið á hingað til.

Mótorhjól og falleg listaverk Mótorhjólasafn Íslands er á Akureyri

og reist í minningu Heiðars Þ Jóhannssonar sem lést í mótorhjólaslysi sumarið 2006. Vissulega mætti
aðkoman að safninu vera betri, en hvorki er búið að malbika planið né klæða húsið að utan. Inni í safninu er búið að opna neðri hæðina, en þar eru um 80 mótorhjól og nokkur mjög sjaldgæf, bæði gömul og „alíslensk nýsmíði“, en það sem sjaldnast er nefnt við þetta safn eru hin fjölmörgu listaverk sem Heiðar smíðaði (sennilega er hans þekktasta listaverk minnismerki um fórnarlömb bifhjólaslysa, sem stendur við Varmahlíð og heitir Fallið). 
   Flest þessi listaverk gaf Heiðar vinum og ættmennum við hátíðleg tækifæri. Þegar safnið var opnað tóku þessir vinir og ættmenni sig saman og gáfu safninu listaverkin sem eru höfð í sérstöku herbergi er nefnist Heiðarsstofa. Þar eru uppáhalds mótorhjól Heiðars ásamt bikarasafni hans úr ýmsum keppnum í mótorsporti. Ýmislegir munir eru þarna á safninu er tengjast mótorhjólum eins og sérstakt leyfisbréf til að keyra mótorhjól, munir sem tengjast Sniglunum o.fl. Það sem mest er að þessu safni er aðkoman, en að bæta hana og klæða húsið að utan væri safninu mikils virði.

Mætti vera meira um veiðisögu og nytjar á Selasafni

 Selasetur Íslands er á Hvammstanga og er ágætlega uppsett safn um hina fallegu ímynd selsins, en fyrir mig, afkomanda manns sem skaut sel í matinn um hávetur og gerði að honum í brunagaddi svo að börn hans fengju eitthvað að borða, fannst mér alveg vanta að lýsa nytjum á sel. 
   Þarna mætti alveg segja frá veiðiaðferðum og verkunaraðferðum á árum áður (myndir af verkun á sel hefði dugað mér). Hins vegar fannst mér sniðugt hvernig litlu kassarnir eru settir upp með spurningunum utan á. Þegar maður opnar dyrnar er svarið inni í skápnum. Þetta var vel gert og sérstaklega hvernig hæðin á kössunum er hugsuð til að henta bæði börnum og fullorðnum.


Gaman að koma á Hákarlasafnið

Mér fannst gaman að koma í Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þó það sé svolítið  sundurlaust.  Þarna er samansafn af  ýmsum áhöldum, veiðarfærum, verkfærum o.fl. sem aðallega var notað snemma á síðustu öld, en einnig eru þarna uppstoppuð dýr s.s. fuglar, refir, minkar o.fl.
Á safnið vantar sárlega meiri lesningu til að útskýra safnhlutina (hversu gamlir þeir voru og til hvers þeir voru notaðir á sínum tíma).
    Margir athyglisverðir gripir eru á safninu og góðar myndir sem sýna verkunarferli á hákarli, næstum allt frá bryggju að þorrablóti. Á þetta safn var gaman að koma, aðkoman góð og móttökurnar voru góðar og alúðlegar. 

Ef ég væri beðinn að raða þessum söfnum í 1. til 6. sæti mundi ég setja Fuglasafn Sigurgeirs í fyrsta sæti, í annað sæti Eyjafjallajökulssetur Ólafs á Þorvaldseyri og síðan get ég ekki gert upp á milli næstu þriggja safna sem eru mislangt komin í  uppbyggingu og eiga eflaust eftir að batna mikið á komandi árum. 
HLJ 
Bændablaðið | 
 23.8 2012

15.9.11

Létt mótorhjól í smalamennsku


  Í Bændablaðinu þann 18. ágúst sl. var auglýst mótorhjól sem „nýjung í smalamennsku“. Létt klifurhjól, tætir ekki upp gróður, umhverfisvænt. Með þessari auglýsingu opnaðist heit umræða um smalamennsku á vélknúnum tækjum og utanvegaakstur.Flest mótorhjól eiga ekkert erindi í smalamennsku

Ég er á þeirri skoðun að motocrossmótorhjól eigi ekkert erindi í smalamennsku þar sem gróður er. Þau eru sérsmíðuð keppnistæki til aksturs á motocross-brautum, en öðru gegnir með svo kölluð enduro-hjól, sem eru aðeins mýkri, en samt í flestum tilfellum óhentug til smalamennsku. Það er því vissulega fagnaðarefni ef þessi klifurhjól geta verið notendavæn í smölun og alltaf ber að fagna
nýjungum. Af hverju mættu bændur ekki nýta sér nýjustu tækni eins og aðrir? Mér fannst ég knúinn til að kanna málið. Ég hafði samband við umboðið og bað Kristján eiganda þess að lána mér hjólið til prufuaksturs við smalamennsku. Hann varð við bón minni og lánaði mér hjólið, fór ég með það í
Húnavatnssýsluna á kerru og smalaði í tvo daga

Sætislaus Sherco
Mótorhjólið heitir Sherco, er með 272cc tvígengismótor og kemur með götuskráningu, þannig að það
má keyra í almennri umferð. Fyrri daginn fór ég á því keyrandi (standandi alla leiðina) 20 km fram
á Grímstunguheiði í Öldumóðuskála þar sem bændur voru að leggja upp í smalamennsku. Ég kynnti mig fyrir gangnaforingjanum og spurði hvort hann hefði einhver not fyrir mig. Hann svaraði: Það fer einn á sexhjóli niður slóðann hjá Refkelsvatni, fylgdu honum og hann segir þér hvað þú átt að gera. Ég fór vegslóðann á eftir sexhjólinu, rétt eins og hundur sem fylgir húsbónda sínum. Ég reyndi að gera eins og mér var sagt, en mér var ætlað að smala blautasta svæðið á leiðinni niður heiðina á milli tveggja vatna þar sem illfært er gangandi, ríðandi eða á sexhjóli.

Markaði ekki í jarðveginn
Sennilega kom það mér mest á óvart hvað hjólið hafði lítið fyrir þessu og rann þarna ofan á jarðveginum án þess að marka neitt í jörðina, nema hvað grasið lagðist á hliðina rétt á meðan ekið var yfir það, ekki eitt spól og engin drulla. Þegar ég var kominn yfir labbaði ég til baka til að færa sönnur á þetta með mynd. Í þeim göngutúr held ég að hafi markað meira eftir mig og mína hörðu skó en klifurhjólið á fínmunstruðum, mjúkum dekkjunum.

Erfitt að geta ekki setið
Eftir um 70 km akstur fyrri daginn hafði ég eytt rétt innan við fimm lítrum af bensíni. Seinni daginn
smalaði ég fjallshlíð hjá bónda sem ég þekki í Vatnsdalnum og hlíðin er brött, enda heitir fjallið Brattafjall. Hjólið skilaði mér upp og niður hlíðina með lítilli fyrirhöfn, á aðeins einum stað sá ég u.þ.b. meters kafla þar sem ég hafði beygt harkalega og rifið upp mosa, en stærstu mistökin hjá mér í þessum prufuakstri voru að ég æfði mig ekkert á hjólinu fyrir þessa smalamennsku og vitandi það
að geta ekki sest niður á hjólinu var ég ekki í neinu líkamlegu formi til að gera það sem ég gerði þessa helgi á Sherco-klifurhjólinu. Sherco-hjólið gat einfaldlega gert miklu meira heldur en ég gat.

Sporar minna en hross
Tvímælalaust mæli ég með þessu hjóli til smalamennsku og er það mitt mat að hjólið skemmi minna en maður með þrjá hesta. Sama hver fer um landið, það verða alltaf eftir spor og er þá ekki eðlilegt að nota þann fararmáta sem sporar minnst út?
Lokaorð mitt er að auglýsingin stenst;  þetta er umhverfisvænasta hjól sem ég hef keyrt. Mér tókst með mikilli lagni að tæta upp einn meter af mosa með því að gera það á ferð í beygju, hjólið er svo létt að það markar varla í jörð. Sherco-hjólið sem ég prófaði kostar 1.100.000 krónur en nánari
upplýsingar um hjólið má finna á vefsíðunni www.mxsport.is.


Kostir:
Létt (69 kg), kraftmikið, lágvært, götuskráning, mjúk dekk, gott í gang, eyðir litlu (í vinnu einum lítra á klukkutíma), hátt undir lægsta punkt, æðislegt leiktæki (finnst mér allavega).

Ókostir:
Tel að flestir byrjendur vildu hafa sæti (tiltölulega lítið mál að útbúa festingu fyrir reiðhjólahnakk á hjólið en þetta hjól sem ég prófaði er meira keppnistæki í klifuríþróttum, en til eru svipuð hjól með sætum), það þarf að æfa sig á hjólinu fyrir smalamennsku (ég er að drepast úr strengjum), mæli ekki
með hjólinu fyrir þyngri menn en 90 kg (persónulegt mat).


Bændablaðið 
 15. september 2011

7.7.11

Hetja sem ríður um héruð 2011


Njáll ökukennari við nýju Triumph hjólin sem mótorhjólaleigan
hans Biking Viking var að fá.

Njáll Gunnlaugsson skrifar bækur og kennir á vélhjól

Upphaflega fór ég í ökukennsluna til að kenna á mótorhjól en í dag kenni ég líka á fólksbíla,“ segir Njáll Gunnlaugsson, ökukennari og bifhjólamaður. Árið 1998 byrjaði Njáll að kenna á mótorhjól og hefur sinnt því í þrettán ár. Áhugi hans á mótorhjólum hófst snemma á unglingsárunum. „Mótorhjólaáhuginn byrjaði með skellinöðru og svo kaupi ég fyrsta götuhjólið mitt tvítugur og þá var ekki aftur snúið. Fyrst var ég að leika mér á Honda MB og MT sem ég fékk hjá vinum mínum á unglingsárunum og síðan þróaðist þetta út í götuhjólin.“ Njáll segir að frá því hann fékk sér sitt fyrsta
hjól hafi hann alltaf átt mótorhjól. „Ég keypti mér í vetur fyrsta hjólið sem ég átti og ætla að gera það upp á næstu mánuðum en það er kawasaki GPz 550 Þá fjárfesti ég líka í Honda MB svona til gamans og til að rifja upp gamla og góða tíma. Það hjól er nú komið til systursonar míns sem er að taka sínu fyrstu skref á mótorhjóli“

BMW í uppáhaldi

„Ætli það séu ekki að verða 30 til 40 hjól sem ég hef átt yfir ævina. Við hjónin eigum í dag 12 hjól og síðan rek ég mótorhjólaleigu og er með kennsluhjól þar að auki,“ segir Njáll og bætir við að BMW-hjól séu í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég er búinn að eiga og á nokkur BMW-hjól og hef gaman af þeim. Þeir kunna að smíða skemmtileg og flott mótorhjól og þau eru oft hátæknivædd með  skemmtilegum nýjungum.“ Gífurleg aukning á sölu mótorhjóla var um miðjan síðasta áratug í uppsveiflunni en eftir hrun hefur sala á hjólum dregist verulega saman. „Þegar mest var í  uppsveiflunni voru flutt inn nærri 1.500 hjól á ári en í fyrra voru flutt inn 150 hjól. Nýliðun er því minni í dag,“ segir Njáll sem bætir við að mikil sprenging hafi verið í sölu á rafmagnsvespum og augljóst að fólk sé að leita að ódýru farartæki til að komast á milli staða. „Rafmagnsvespurnar eru flokkaðar í sama flokk og reiðhjól ef þær komast ekki yfir 25 km á klukkustund. Menn hafa ekki gert ráð fyrir þessu og það vantar reglur um þetta og jafnvel stíga og annað, bæði fyrir hjól og vespur. Þetta er viðvarandi vandamál á Íslandi í dag. Sá fjöldi sem nú er kominn á rafmagnsvespu getur þó
seinna meir skilað sér á götuhjólin og þannig stækkað flóruna og aukið nýliðun í mótorhjólaheiminum.“


Með mótorhjólið í forgangi

Þó Njáll kenni hvoru tveggja á mótorhjól og fólksbíl er ekki hægt að segja annað en að hann hafi mótorhjólið í forgangi. Þau eiga hug hans allan. „Ég hef lengi safnað gömlum myndum af
mótorhjólum og svo vatt þetta upp á sig og endaði á því að ég gaf út bók um 100 ára sögu mótorhjólsins á Íslandi,“ segir Njáll sem seldi Mótorhjólasafni Íslands upplag af bókinni vel
undir kostnaðarverði til að styrkja byggingu safnsins á Akureyri. „Ég þekkti vel til Heidda, sem safnið er meðal annars reist til minningar um og Jóa, sem rekur safnið. Mér fannst því rétt að styrkja safnið með þessum hætti.“ Bókin, sem heitir Þá riðu hetjur um héruð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi, er til sölu hjá Mótorhjólasafni Íslands og er skemmtilegt ágrip um sögu mótorhjólsins á Íslandi.

Ímyndin um hörkutólið 

Það loðir oft við mótorhjólin ímyndin af uppreisnarseggjum í leðurjökkum að þeysast um götur borgarinnar á ógnarhraða. „Það er svo mikil gróska í mótorhjólamenningunni í dag. Það eru allir á mótorhjóli, hvort sem það er ráðherra eða ruslakall. Þegar það eru svona margir á mótorhjólum þá eru alltaf til einhverjir sem vilja greina sig frá fjöldanum, hvort sem fólk gerir það með hjólunum eða klúbbnum sem það er í. Þannig er nú bara mannlífið,“ segir Njáll sem telur að hluti af  ýmyndarvandanum sé ekki síst umfjöllun í fjölmiðlum sem einblíni oftar á slæmu hlutina. Njáll segir vélhjólamenn almennt vera meðvitaða um umferðaröryggi, hvort sem það snýr að þeim sjálfum eða öðrum. „Við í Sniglunum förum á hverju vori út á göturnar til að minna fólk á mótorhjólin á vegunum
og auðvitað líka til að bæta ímyndina.Við keyrum umferðarátak á hverju ári og erum til að mynda í góðu samstarfi við vegagerðina um betra vegumhverfi fyrir mótorhjólafólk, en árangur þessa samstarfs má sjá með tilraunavegriðum á Hafnarfjarðarveginum og mun sjást enn frekar í framtíðinni.“
vilhjalmur@mbl.is
Morgunblaðið
7.7.2011

19.9.08

Sjálfbærar samgöngur í sjónmáli 2008

ORKUGJAFAR framtíðar í umferðinni og farartæki knúin þeim eru efst á baugi samgönguráðstefnunnar Driving Sustainability ’08 sem sett var á Hilton Reykjavík Nordicahótelinu í gær.
Ráðstefnan er helsti viðburður Samgönguviku Reykjavíkurborgar og skipulögð af Framtíðarorku ehf. Gestgjafar eru Reykjavíkurborg, Landsbankinn og Icelandair. Fyrirlesarar eru margir af fremstu sérfræðingum á sviði nýrrar tækni á samgöngusviðinu og frumkvöðlar í sjálfbærri orkunýtingu. Þá eru sýnd vistvæn ökutæki af ýmsu tagi á ráðstefnunni.

Tilraunastofan Ísland 

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt opnunarræðu ráðstefnunnar í gærmorgun. Hann sagði að ekki væri langur tími til stefnu að leggja nýjan grundvöll að samgöngum því hefðbundnir orkugjafar, gas og olía, væru að ganga til þurrðar. Ólafur kvaðst vera þeirrar skoðunar að Ísland gæti bæði gegnt hlutverki tilraunastofu og samkomustaðar um orkugjafa framtíðar. Hér mætti stefna saman fólki hvaðanæva úr heiminum til að miðla af og deila með öðrum þekkingu á nýrri tækni. Hann hvatti erlenda gesti ráðstefnunnar til að nýta sér Ísland því mikilvægt væri að sýna í verki að hin nýja samgöngutækni sé nothæf.

Ótæmd orka undir iljunum 

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbanka Íslands, benti á að olía, kol og gas væru enn ráðandi orkugjafar þrátt fyrir tækniframfarir. Þekktar lindir jarðefnaeldsneytis tryggja aðeins 40-50 ára notkun eins og hún er í dag. Efnahagslegar ástæður eru ekki síður mikilvægar og hátt olíuverð mun eitt og sér knýja leitina að nýjum orkugjöfum, að mati Sigurjóns. Kjarnorkan er skammtímalausn en framtíðin er í endurnýjanlegum orkugjöfum. Sigurjón vakti athygli á þeirri gríðarlegu orku sem er við fætur manna. Ekki þarf nema örlítið brot af hitaorku jarðskorpunnar til að fullnægja orkuþörf mannkyns.

Sannkallað sólarflug

 Dr. Bertrand Piccard hélt innblásið erindi um að finna nýjar leiðir að lausnum á aðsteðjandi vanda. Piccard öðlaðist heimsfrægð þegar hann flaug fyrstur manna í kringum jörðina í loftbelg. Hann sagðist hafa lofað sér því þá að vera ekki háður eldsneyti í næstu hnattferð. Nú stjórnar hann verkefni um hnattflug á flugvél knúinni sólarorku sem getur verið á lofti jafnt nótt sem dag (www.solarimpulse.com). Stefnt er að tilraunaflugi á frumgerð flugvélarinnar á næsta ári og flugi kringum jörðina einu eða tveimur árum síðar.
Piccard sagði að mannkynið mundi ekki komast af á 21. öld nema það tæki upp nýja endurnýjanlega orkugjafa. Það yrði hvorki einfalt né auðvelt og því fylgi bæði áhætta og áskorun.

Örar framfarir

 Piet Steel, aðstoðarforstjóri evrópskra málefna hjá Toyota-bílaframleiðandanum í Evrópu, gerði m.a. grein fyrir því markmiði Toyota að smíða hinn „fullkomna umhverfisbíl“ og ýmsum leiðum að því marki. Blendings- eða tvinnbíllinn Toyota Prius hefur notið mikillar velgengni og eins blendingsbílar frá Lexus. Steel taldi að blendingstæknin væri besta tæknin í umferðinni nú. Sala Prius hefur vaxið jafnt og þétt og stefnir Toyota að því að selja milljón slíkra bíla á ári snemma á næsta áratug þessarar aldar. Á næsta ári er væntanleg ný kynslóð Prius og tengiltvinnútgáfa, sem hægt verður að hlaða með því að stinga bílnum í samband við rafmagn, er væntanleg. Þá er einnig í undirbúningi að búa bílana fullkomnari rafhlöðum en nú eru í þeim.
 Í gær var einnig fjallað um framfarir í smíði rafgeyma í rafbíla og tvinnbíla, rafvæðingu bílaflotans í Danmörku og lífeldsneyti þar í landi, hönnun afkastamikilla rafknúinna ökutækja, notkun tengiltvinnbíla í norrænum löndum, þróun í átt að farartækjum sem ekki losa kolefni og dagskránni lauk með pallborðsumræðum um hreina tækni, rafmagn og kerfisbreytingu í samgöngukerfinu.
 Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, mun slíta orkuráðstefnunni síðdegis í dag
Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is
Morgunblaðið
19.9.2008

4.3.08

Ofur-rafmótorhjól til Íslands

 Heimsins kraftmesta rafmagnsmótorhjól, Killacycle frá Colorado í Bandaríkjunum, verður til sýnis á ráðstefnunni Driving Sustainability ´08 sem fram fer á Hótel Nordica í dag og á morgun. 


Hönnuður Killacycle-hjólsins og eigandi, Bill Dubé verður með kynningu á tækninni að baki þessu einstaka farartæki, sem sett hefur hvert hraða- og spyrnumetið á fætur öðru á síðustu árum. Í desember síðastliðnum fór það kvartmíluna í fyrsta sinn á undir átta sekúndum, en það er langbesti spyrnutími sem rafdrifið farartæki hefur nokkru sinni náð. Auk þessa ofurmótorhjóls verða öllu hversdagslegri en þó nýstárleg farartæki til sýnis og til umfjöllunar á ráðstefnunni, svo sem rafmagnsvespur og rafreiðhjól. Sú þróun sem orðið hefur í rafhlöðutækni á síðustu árum hefur nú gert rafdrif í svo léttum farartækjum að mjög hagnýtum og hagkvæmum kosti til að komast mengunar- en þó áreynslulaust milli staða innanbæjar. Þetta er í annað sinn sem alþjóðlega ráðstefnan Driving Sustainability er haldin, en rafvæðing ökutækja, stórra sem smárra, er í brennidepli dagskrár hennar í ár. Meðal annarra dagskrárliða má nefna kynningu á „i MiEV“-rafbílnum frá Mitsubishi og á tilraun til að fljúga umhverfis hnöttinn á sólarrafdrifinni flugvél. - aa
Fréttablaðið 
18.08.2008

4.7.07

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þór­ar­inn Karls­son var á leiðinni í grill­veislu ásamt tveim­ur vin­um sín­um þegar líf hans um­turnaðist á nokkr­um sek­únd­um. Þeir voru all­ir á mótor­hjól­um og í full­um rétti þegar bíl úr gagn­stæðri átt var ekið í veg fyr­ir þá. Þór­ar­inn lenti á bíln­um og kastaðist eft­ir göt­unni, lenti á kant­steini og flaug af hon­um eina 3 metra þar sem hann kút­velt­ist og endaði á höfðinu.
Slysið varð vorið 2007 á gatna­mót­um við Reykja­nes­braut og var dæmi­gert að mörgu leyti, þar sem ökumaður ger­ir ekki ráð fyr­ir mótor­hjóli og ekur fyr­ir það. Al­geng­asta teg­und mótor­hjóla­slysa eru árekstr­ar á gatna­mót­um, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rann­sókn­ar­nefnd um­ferðarslysa, og í lang­flest­um til­fell­um lend­ir þar sam­an hjóli og bíl. Vand­inn ligg­ur því ekki síður hjá öku­mönn­um bíla, þegar þeir gleyma að taka til­lit til mótor­hjóla í um­ferðinni. 
Til­gangs­laust að vera reiður
Þór­ar­inn tví­kjálka­brotnaði, viðbeins­brotnaði og hand­leggs­brotnaði báðum meg­in. Mjaðmakúl­an vinstra meg­in fór í gegn­um mjaðmagrind­ina og vinstri ökkl­inn fór í sund­ur. Rif­bein sem brotnuðu stung­ust í gegn­um lung­un á hon­um og slagæð fór í sund­ur. Þór­arni var haldið sof­andi í önd­un­ar­vél í rúm­ar þrjár vik­ur og út­skrifaðist 6 mánuðum eft­ir slysið eft­ir þrot­lausa end­ur­hæf­ingu á Grens­ás­deild, en rætt var við sjúkraþjálf­ara þar sem unnu með Þór­arni á Mbl.is í gær.
Áverk­arn­ir sem Þór­ar­inn hlaut voru svo al­var­leg­ir að ótrú­legt má heita að hann lifi, enda seg­ist Þór­ar­inn þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi og ekki tjái að velta sér upp úr því sem hann hafi misst. „Það er enda­laust hægt að vera sár og reiður út í lífið, en maður tap­ar sjálf­um sér og öðrum á því að gera það. Slys­in ger­ast og aum­ingja maður­inn sem lenti í því að fara fyr­ir hjól og gera mann örkumla, það er á sam­visk­unni hans allt hans líf."
Breytt­ur maður vegna heilaskaða
Þór­ar­inn hef­ur náð markverðum bata eft­ir slysið, en mun hins­veg­ar aldrei ná sér að fullu. Hann er með lamaða hægri hönd og með stöðuga verki, en þeir áverk­ar sem erfiðast hef­ur reynst að læra að lifa með sjást þó ekki utan á hon­um, því þeir urðu inni í höfðinu á hon­um. Þór­ar­inn seg­ist hafa grín­ast með heilaskaðann fyrst og ekki gert sér grein fyr­ir hvað hann háir hon­um mikið.
Hann á erfitt með að skipu­leggja, muna hluti, finna orð og tala í sam­hengi. Hann seg­ist í fyrsta skipti hafa kynnst því að til sé nokkuð sem heiti and­leg þreyta. „Að gera ekk­ert er leiðin­legt, en svo ef maður fer að reyna að rembast og segja „ég get þetta al­veg" þá kemst maður að því að það er ekki svo­leiðis. Raun­veru­leik­inn er ekki að geta, held­ur að tak­ast á við lífið eins og það er. En það var svo­lítið erfitt fyr­ir mig fyrst að biðja um hjálp." Skaði á fram­heila olli per­sónu­leika­breyt­ing­um, sem hann skynj­ar að vísu ekki sjálf­ur, en hans nán­ustu hafa sagt hon­um það. Hann hef­ur í kjöl­farið m.a. starfað með Hug­ar­fari, fé­lagi fólks með áunn­inn heilaskaða.
Mun fleiri mótor­hjól í um­ferðinni
Marg­falt fleiri mótor­hjól eru í um­ferðinni í dag en fyr­ir ára­tug. Þannig voru 2.279 mótor­hjól skráð árið 2000, en árið 2011 voru þau 9.922 tals­ins. Það er 440% aukn­ing. Á sama tíma fjölgaði mótor­hjóla­slys­um um 230%, sam­kvæmt töl­um frá Um­ferðar­stofu. 32 slösuðust eða lét­ust á mótor­hjóli árið 2000, en 107 árið 2008 sem var metár að þessu leyti. Sem bet­ur fer hef­ur þó dregið úr al­var­leg­ustu slys­un­um, og í fyrra voru þau 74 tals­ins. Hér má sjá kort yfir öll bana­slys í um­ferðinni á Íslandi und­an­far­in 5 ár.
Árið 2007, þegar Þór­ar­inn varð fyr­ir slys­inu, urðu marg­ir mótor­hjóla­menn fyr­ir sams­kon­ar slys­um. Tveir þeirra létu lífið. Þetta varð til þess að Um­ferðar­stofa réðst í aug­lýs­inga­her­ferðina „Fyr­ir­gefðu, ég sá þig ekki", til að hvetja til meiri aðgát­ar gagn­vart mótor­hjól­um. Síðan hef­ur dregið úr al­var­leg­ustu slys­un­um. Ein­ar Magnús Magnús­son, upp­lýs­inga­full­trúi Um­ferðar­stofu, seg­ir að reynsla og viðhorf hafi áhrif og ár­ang­ur­inn megi m.a. þakka því að veg­far­end­ur séu nú orðnir van­ari mótor­hjól­um í um­ferðinni.
Dýr­keypt að gleyma sér eitt augna­blik
Þór­ar­inn tel­ur þó að fólk mætti vera enn meðvitaðra. „Þegar þetta er komið í praks­is og maður er í um­ferðinni, þó að viðhorfið sé að líta tvisvar og allt það þá koma þessi til­felli, að fólki vilji drífa sig til að ná rauða ljós­inu. Það eru alltaf svona smá augna­blik í um­ferðinni þar sem fólk gleym­ir sér eða er bara í sín­um eig­in heimi."
Þórarinn var á mótorhjóli á leið í grillveislu þegar ekið …
Þór­ar­inn var á mótor­hjóli á leið í grill­veislu þegar ekið var í
veg fyr­ir hann.
 Ljós­mynd/Þ​ór­ar­inn Karls­son
Þessi litlu augna­blik geti verið dýr, eins og Þór­ar­inn fékk sjálf­ur að reyna. „Ég skildi ekki hvað slys og áhætta er fyrr en ég var sjálf­ur bú­inn að lenda í þessu. Það er í sjálfu sér ekki slysið sjálft, það tek­ur bara ein­hverj­ar sek­únd­ur, en það eru af­leiðing­arn­ar sem fólk er að berj­ast við í mörg, mörg ár. Og það er ekki bara mann­eskj­an sem slasast sem lend­ir í þessu, held­ur allt fólkið í kring sem upp­lif­ir þetta með manni."
Þór­ar­inn bend­ir á að um­ferðarslys séu eins og öf­ugt lottó. Nokkuð sem eng­inn vilji lenda í, en eng­inn reikni held­ur með því. Hann tel­ur að besti hugs­un­ar­hátt­ur­inn í um­ferðinni sé eins og ann­ars staðar, að koma fram við ná­ung­ann eins og sjálf­an sig.  Eng­inn breytt hegðun fólks nema það sjálft. „Ég breyti þér ekki, þú breyt­ir þér."
Margfalt fleiri mótorhjól eru í umferðinni í dag en fyrir …Þór­ar­inn var á mótor­hjóli á leið í grill­veislu þegar ekið var í veg fyr­ir hann. Ljós­mynd/Þ​ór­ar­inn Karls­son
Marg­falt fleiri mótor­hjól eru í um­ferðinni í dag en fyr­ir ára­tug og árið 2007 urðu mörg sams­kon­ar slys og Þór­ar­inn varð fyr­ir.

Mbl.is/​Elín Esther
4.7.2012

3.4.07

Kerr­ur fyr­ir mótor­hjól

Svona lít­ur þessi magnaða kerra út. mbl.is

Já það er allt til meira segja kerr­ur fyr­ir mótor­hjól. 

Wipi er franskt fyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í smíðum á mótor­hjóla­kerr­um. Smíðin er stór­merki­leg og mikið er lagt í það að hafa kerr­urn­ar flott­ar í út­liti. Þegar skoðuð er hönn­un­in sjálf sést strax að mikið hef­ur verið hugsað út í létt­leika kerr­un­ar. Kerr­an er svipuð á breidd og hjól yfir höfuð og ekk­ert ósvipuð hjóli yfir höfuð. Kerr­an er fest með sér­stöku festi­setti sem sett er á Sw­ing­arm hjóls­ins sem ger­ir kerr­unni kleift að hall­ast um leið og hjólið, bremsu­ljós er tengt frá hjól­inu yfir í kerr­una.

Fyr­ir­tækið hann­ar kerr­ur fyr­ir hvert hjól og pass­ar ekki kerra yfir á aðra hjóla­teg­und. Þeir sem vilja fræðast nán­ar um kerr­urn­ar geta skoðað vefsíðuna www.remorque-wipi.com.

https://www.mbl.is
3.4.2007

2.7.03

Ducati er Ferrari hjólanna

Það hefur bæst við í flóruna hjá mótorhjólaunnendum hér á landi því nú er í fyrsta sinn komið umboð fyrir hin margfrægu Ducati-vélhjól. Það er fyrirtækið Dælur ehf. sem valdist sem umboðsaðili. Guðjón Guðmundsson ræddi við Hjalta Þorsteinsson, innkaupastjóra hjá Dælum, sem hafði veg og vanda af því að ná umboðinu hingað til lands.
DÆLUR ehf. er þekkt fyrirtæki á sínu sviði og var upprunalega stofnað 1899 af Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum og bar þá nafn stofnandans. Fyrirtækið skipti síðan um eigendur árið 1960. 1986 var fyrirtækinu skipt upp og sérstakt fyrirtæki stofnað um dæludeildina sem fékk heitið Dælur. Faðir Hjalta, Þorsteinn Hjaltason, starfaði hjá Dælum sem óx og dafnaði og eignaðist fjölskylda hans síðan fyrirtækið.

"Við byggjum fyrirtækið á þessum gamla grunni, þ.e.a.s. góðri þjónustu, vera aðgengilegir og þjóna vel okkar viðskiptavinum," segir Hjalti.

Í mars á þessu ári breyttist eignaraðild fyrirtækisins aftur. Þorsteinn Hjaltason og Jónína Arndal drógu sig út úr því og inn komu þrír nýir eigendur ásamt Hjalta, þeir Gunnar Björnsson, Kristófer Þorgrímsson og Eiríkur Hans Sigurðsson. Fyrirtækið var á Fiskislóð vestur á Granda en flutti nú nýverið í Bæjarlind 1-3.

Eins og nafnið bendir til sérhæfir fyrirtækið sig í sölu og þjónustu á dælum til sjávarútvegs, sumarbústaða og til fleiri nota. En nú hefur bæst við ný deild sem er Ducati-hjólin.

Stútfullur af súrefni"

Þetta kom þannig til að Eiríkur Hans Sigurðsson, nýi framkvæmdastjórinn okkar, er vélhjólaáhugamaður til margra ára. Hann kemur alltaf til vinnu sinnar á góðviðrisdögum á mótorhjóli og ég sá bara hvað maðurinn var lifandi. Hvað hann var stútfullur af súrefni, gleði og áhuga fyrir því að takast á við daginn. Ég sá að þetta var eitthvað sem ég yrði að skoða betur. En ég vissi að þótt það ætti að verða mér til lífs þá kunni ég ekki á mótorhjól. Ég dreif mig í bóklegt nám og síðan verklegt og svo fór ég að velta fyrir mér hvers konar mótorhjól ég ætti að fá mér. Ég fór að skoða tímarit og sá þá alltaf sama merkið - ofsalega falleg hjól, frábæra hönnun - hjól sem stóðu út úr í þessum blöðum. Þetta var Ducati. Ég komst að því að Ducati er ekki með umboðsmenn á Íslandi. Ég skrifaði þeim bréf og sagði þeim að við værum að leita eftir nýju umboði til að breikka okkar vörulínur. Þeir svöruðu til baka og kváðust lítast vel á þetta. Þeir báðu okkur um markaðsáætlun til þriggja ára og frekari upplýsingar um markaðinn og Ísland," segir Hjalti.

Hann fór umsvifalaust í gagnaöflun af ýmiss konar tagi. Hann skoðaði innflutning á mótorhjólum til Íslands sem er töluverður og síðan bjó hann til söluáætlun fyrir Ducati.

"Þeim leist vel á þetta og síðan lá leið okkar til Bologna í höfuðstöðvar Ducati. Við skoðuðum verksmiðjuna og sáum vörulínuna og safnið. Sonur Eiríks, Hrólfur, er mótorhjólamaður og þegar hann gekk inn á safnið sáum við geðshræringuna sem hann komst í. Ég uppgötvaði að það var svipað fyrir Hrólf að koma inn á þetta safn og fyrir mig þegar ég, Elvis-aðdáandinn, kom í Graceland í Memphis á sínum tíma."

Ducati er lífsstíll


Á hverju ári er haldin Ducati-helgi á Ítalíu þar sem koma saman um 10.000 hjól. "Ducati framleiðir mögnuðustu keppnishjól í heimi og á þeim hefur Superbike- keppnin unnist oftar en á nokkru öðru hjóli. Það er mál manna Ducati sé Ferrari mótorhjólanna. Fyrirtækið er með mest vaxandi markaðshlutdeild í heiminum. Þeim nægir að selja tíu hjól á Íslandi bara til þess að bæta Íslandi inn á kortið. Þeir segja að tilvalið sé að selja ferðahjól og meðfærileg götuhjól á Íslandi. Nú eru þeir líka komnir með nýtt hjól sem heitir Multistrada, sem er eiginlega hjól fyrir allar aðstæður. Við sáum strax að þetta væri gullegg og við viljum gera okkar til að kynna hjólin fyrir Íslendingum," segir Hjalti.

Hann bendir á að mörg ljón séu á veginum fyrir innflutningi á mótorhjólum til Íslands. Greiða þurfi há flutningsgjöld og 30% vörugjöld auk 25% virðisaukaskatts af hjólunum.

"Hjólin eru dýr þegar þau eru loksins komin til Íslands. Við fórum yfir þetta með Ítölunum og þeir vilja hjálpa okkur til að geta boðið upp á gott verð í byrjun. Besta auglýsingin fyrir okkur er sú að einhver kaupi Ducati-hjól og sjáist á því í Reykjavík eða úti á landi."

Hjalti er stórhuga og hefur ýmislegt á prjónunum. "Við ætlum að stofna eigendaklúbb Ducati á Íslandi og hjóla einu sinni í viku. Á næsta ári ætlum við að flytja hjólin til Ítalíu og taka þátt í Ducati-helginni. Auk þess ætlum við í ökuskóla hjá Ducati, bæði fyrir götuhjól og keppnishjól, til að gera okkur að betri ökumönnum. Við gerum þetta af áhuga og ástríðu, eins og kjörorðið er hjá Ducati."

Morgunblaðið
2. júlí 2003

7.6.03

Á tvö öflugustu mótorhjól landsins


 Þau eru ekki mörg, mótorhjólin, sem eru yfir 200 hestöfl og ná meira en 300 kílómetra hraða, en það er ekkert mál fyrir Suzuki 1300 Hayabusa-mótorhjól Viðars Finnssonar.


 Hjólið hefur Viðar átt í tvö ár og hefur breytt því fyrir keppni í kvartmílu. Til þess er búið að eiga við mótor og er hann nú rúmlega 210 hestöfl út í afturhjól, að sögn Viðars. Einnig er búið að setja loftskipti í hjólið til að gera skiptingar hraðari á mílunni. „Undir hlífinni, þar sem farþegasætið er venjulega, er ég búinn að koma fyrir búnaðinum. Við gírskiptinn er fest loftpumpa og allt er þetta síðan tengt við flaututakkann þannig að í staðinn fyrir að flauta þá skipti ég," sagði Viðar.

Þrátt fyrir að hjólið sé stórt og langt rls það
upp á afturdekkið eins og að drekka vatn.

Á annað öflugra í smíðum 

Viðar er enginn nýgræðingur í kvartmílunni og hefur tvisvar unnið íslandsmeistaratitil í tveimur flokkum í fyrra, þá einmitt á þessu hjóli. Hann er með titil í ofurflokki, þar sem allar breytingar eru leyfðar, og flokki stórra götuhjóla og var besti tími hans f fyrra 9,78 sekúndur. „Þessu tekur maður upp á svona á gamals aldri en ég er að verða 43 ára," sagði Viðar og brosti. Þá keppti hann líka á sérsmíðaðri kvartmílugrind í nokkur skipti í fyrra og hefur pantað í það nýjan mótor sem er á leiðinni til landsins. „Það er alveg svakaleg græja," sagði Viðar. „Vélin er um 300 hestöfl og hjólið er allt sérsmíðað fyrir míluna, ólíkt Hayabusa-hjólinu sem er löglegt á götuna."

Viðar segir að umferðarmenning íslendinga
mætti alveg vera betri og telur að bæta
megi hana með því að gera brautarakstri
 hærra undir höfði.

Hraðakstur af götunum 

   Viðar lætur ekki þar við sitja í áhugamálinu en hann er virkur félagi í Kvartmíluklúbbnum og hefur ákveðnar skoðanir á umferðarmenningu íslendinga. „Hér á íslandi eigum við þrjár lítið nýttar akstursbrautir en þær mættí bæta og setja í þær meira fjármagn til að fá hraðakstur af götunum. Því miður er bara alltof lítill vilji og skilningur fyrir þessu hjá hagsmunaaðilum sem virðast varla vita hvað Kvartmílubrautin er. Samt hefur nú lögreglan notað brautina í mörg ár til æfinga," sagði Viðar að lokum.
 njall@dv.is
DV
7.6.2003
https://timarit.is