4.1.21

Bif­hjóla­fólk þarf að hugsa fyr­ir tvo

Verk­leg mótor­hjóla­kennsla fer yf­ir­leitt ekki af stað fyrr en í byrj­un sum­ars enda þarf að vera til­tölu­lega hlýtt úti ef nem­end­um á ekki að verða kalt við kennsl­una. Þetta seg­ir Grét­ar Viðars­son, öku­kenn­ari hjá Ekli.


„Hinn dæmi­gerði nem­andi sem kem­ur til mín til að læra á mótor­hjól er karl­kyns og í kring­um þrítugt en hóp­ur­inn er samt mjög fjöl­breytt­ur, nem­end­ur á öll­um aldri og tölu­vert af kon­um en elsti mótor­hjóla­nem­andi minn var orðinn hálf­sjö­tug­ur.“

Bók­lega og verk­lega námið er ekki svo dýrt og áætl­ar Grét­ar að hjá þeim öku­skól­um sem bjóða upp á bif­hjóla­kennslu sé heild­ar­kostnaður nem­enda í kring­um 150.000 kr. Námið er mis­langt eft­ir því hvers kon­ar öku­rétt­indi nem­end­ur hafa þegar öðlast og geta t.d. þeir sem hafa bíl­próf sleppt hluta af bók­lega nám­inu.

Bif­hjóla­rétt­ind­um er skipt í nokkra flokka: „Til að aka létt­um bif­hjól­um í flokki 1 þarf ekki að ljúka sér­stöku öku­námi og aðeins gerð krafa um að ökumaður sé orðinn 13 ára,“ seg­ir Grét­ar en í flokk 1 falla vél­knú­in öku­tæki á tveim­ur eða þrem­ur hjól­um sem ná að há­marki 25 km/​klst. hraða.

Næst kem­ur flokk­ur AM sem leyf­ir akst­ur mótor­hjóla með allt að 50 cc vél og há­marks­hraða allt að 45 km/​klst. „Til að fá AM-rétt­indi þarf fólk að hafa náð 15 ára aldri, taka 12 kennslu­stund­ir af bók­legu námi, 8 verk­leg­ar kennslu­stund­ir og þreyta próf,“ út­skýr­ir Grét­ar en þeir sem ljúka venju­legu bíl­prófi fá einnig AM-rétt­indi án frek­ari þjálf­un­ar eða prófa.

Rétt­indi til að aka stærri bif­hjól­um skipt­ast í þrjá flokka: A1, A2 og A. Hverj­um flokki fylgja viss ald­urs­skil­yrði og tak­mark­an­ir á því hversu afl­miklu mótor­hjóli má aka. Bók­lega námið fyr­ir flokka A2 og A er 24 stund­ir en nem­end­ur með B-öku­rétt­indi fá 12 stund­ir metn­ar. Fyr­ir A1-rétt­indi þarf að ljúka 5 klst. af verk­legri kennslu en 11 stund­um fyr­ir A2- og A-rétt­indi en hægt er að fá 5 stund­ir metn­ar ef nem­andi hef­ur þegar fengið A1-rétt­indi.

Lág­marks­ald­ur fyr­ir A1-rétt­indi er 17 ár og fyr­ir A2-skír­teinið er miðað við 19 ára ald­urslág­mark. Loks þurfa nem­end­ur að vera orðnir 24 ára til að fá A-skír­teini. „Und­an­tekn­ing frá þessu er að ökumaður sem hef­ur verið með A2-skír­teini í tvö ár get­ur tekið próf til að fá A-skír­teini þó hann hafi ekki náð 24 ára aldri,“ út­skýr­ir Grét­ar.

A1-flokk­ur nær yfir mótor­hjól með slag­rými allt að 125 cc, A2-flokk­ur miðar við afl allt að 35 kw og allt að 0,2 kw/​kg en hand­höf­um A-skír­tein­is er frjálst að aka eins kröft­ugu hjóli og þeim sýn­ist.

Sýni mikla aðgát


Það er ekki að ástæðulausu að mótor­hjóla­rétt­indi skipt­ast í ólíka flokka og að öku­menn verði að ná viss­um aldri til að fá að aka afl­mestu mótor­hjól­un­um. Kraft­mikið mótor­hjól kall­ar jú á vissa fimi og líka ákveðinn þroska enda get­ur glanni og gúmmítöffari á mótor­hjóli bæði slasað sjálf­an sig og aðra. Að því sögðu þá þykir Grét­ari það leiðin­leg mýta að mótor­hjól þyki hættu­leg far­ar­tæki. „Bif­hjól verður ekki hættu­legt fyrr en því er ekið óvar­lega og ekki í sam­ræmi við aðstæður. Það er und­ir öku­mann­in­um sjálf­um komið hversu hættu­lega eða ör­ugg­lega hann ekur.“

Bif­hjóla­menn þurfa að temja sér sér­staka aðgát og seg­ir Grét­ar oft sagt að öku­menn mótor­hjóla verði að hugsa fyr­ir tvo: bæði fyr­ir sig og fyr­ir aðra veg­far­end­ur. „Mun­ur­inn á því að aka mótor­hjóli og bíl er að ökumaður mótor­hjóls er óvar­inn í árekstri. Því miður vill það ger­ast að aðrir öku­menn sjá ekki aðvíf­andi mótor­hól eða van­meta fjar­lægð og hraða hjóls­ins og t.d. aka í veg fyr­ir mótor­hjólið á gatna­mót­um. „Á mótor­hjóli þarf fólk að temja sér að vera stöðugt á varðbergi og meðvitað um hvar vara­sam­ar aðstæður gætu skap­ast.“

Að því sögðu þá er ekki neitt sér­stak­lega erfitt að læra að aka mótor­hjóli og seg­ir Grét­ar að nem­end­ur þurfi yf­ir­leitt ekki fleiri verk­lega tíma en lög kveða á um. „Það sem helst er verið að þjálfa í verk­legu tím­un­um er að stjórn­un hjóls­ins verði ósjálfráð svo ökumaður þurfi ekki að hafa hug­ann sér­stak­lega við það að skipta um gír með fæt­in­um eða gefa inn og bremsa með hönd­un­um.“

Kennsla og próf­taka fara fram á mótor­hjóli öku­skól­ans og hægt að fá lánaðan hlífðarbúnað. „Það er samt æski­legt að nem­end­ur hafi a.m.k. fjár­fest í eig­in hjálmi og við hefj­um ekki æf­inga­tíma öðru­vísi en að nem­andinn sé klædd­ur í al­menni­leg­an hlífðarfatnað frá toppi til táar,“ seg­ir Grét­ar.


Mbl.is
1.7.2020