25.8.21

Vel heppnað tímaat hjá mótorhjólahópi KK



Það var góð mæt­ing á tíma­at mótor­hjóla­hóps Kvart­mílu­klúbbs­ins, en tíu hjól tóku þátt á hringakst­urs­braut­inni við Kvart­mílu­braut­ina í gær.




Keppendur í tímaati stilla sér upp fyrir myndatöku.
Ljósmynd/B&B Kristinsson




Tíma­atið fer þannig fram að braut­in er opin fyr­ir akst­ur í ákveðinn tíma og er kepp­end­um frjálst að taka eins marga hringi og þeir vilja inn­an þeirra tíma­marka, en tím­inn sem farið var eft­ir var ein klukku­stund.

Tölu­verðar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á braut­inni frá því í fyrra, beygj­um bætt við og mal­bikaður nýr veg­hluti, og var því tölu­verð eft­ir­vænt­ing eft­ir niður­stöðunni um besta tíma í braut­inni við nú­ver­andi aðstæður.

Ármann Guðmunds­son kem­ur út úr beygju. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son




Íslands­meist­ar­inn fljót­ast­ur


Það var reynslu­bolt­inn Ármann Guðmunds­son sem átti besta ár­ang­ur kvölds­ins á tím­an­um 1:26,195 en Ármann átti einnig braut­ar­metið á braut­inni fyr­ir breyt­ing­ar er hann tryggði sér Íslands­meist­ara­titil­inn í fyrra.
Mikið líf á braut­inni í sum­ar

Það hef­ur verið tölu­vert líf í hringakstri Kvart­mílu­klúbbs­ins í sum­ar, bæði hjá bíla­hóp og mótor­hóla­hóp.

Fé­lag­arn­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son og Árni Þór Jónas­son í braut­inni í gær.
Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son








Ein­hver nýliðun er alltaf ár frá ári, en kjarn­inn hef­ur hald­ist nokkuð stöðugur og margt um skemmti­leg tæki á braut­inni, bæði sér­út­bú­in mótor­hjól og bíla, ásamt götu­skráðum öku­tækj­um. Braut­in er liðlega 2,5 km löng.

mbl | 25.8.2021

https://www.mbl.is/sport/akstur/2021/08/25/vel_heppnad_timaat_hja_motorhjolahopi_kk/

18.8.21

Íslandsmeistarar í kvartmílu 2021


Guðmundur Alfreð Hjartarson
 sigraði í mótorhjólaflokki G+.
 Ljósmynd/B&B Kristinsson


   Íslands­mót­inu í kvart­mílu lauk á laug­ar­dag­inn en hér má sjá helstu úr­slit í öll­um flokk­um.



   Fjórða og síðasta um­ferð Íslands­móts­ins í kvart­mílu var hald­in á Kvart­mílu­braut­inni á laug­ar­dag. Enn sem áður var margt um mann­inn á braut­inni; fjöl­marg­ir þátt­tak­end­ur og glæsi­leg tilþrif.

   Fyr­ir keppn­ina var staðan opin í nokkr­um flokk­um og réðust úr­slit því ekki fyrr en í síðustu spyrn­um dags­ins í all­nokkr­um til­fell­um.
Hilm­ar með stöðugan ár­ang­ur í allt sum­ar


   Það var spenn­andi að fylgj­ast með bar­átt­unni í TS-flokkn­um í sum­ar á milli þeirra Hilm­ars Jac­ob­sen, Harry Her­luf­sen og Haf­steins Val­g­arðsson­ar, en kepp­end­ur mega ekki fara niður fyr­ir 9,99 sek­únd­ur og kepp­ast við að vera sem næst þeim tíma. ft­ir fjór­ar um­ferðir Íslands­móts­ins þá stóð Hilm­ar uppi sem sig­ur­veg­ari í öll­um um­ferðum og lauk keppni með 441 stig. Harry Her­luf­sen kom næst­ur með 360 stig og Haf­steinn var skammt und­an með 354 stig.
Hilm­ar Jac­ob­sen og
Harry Her­lufs­sen tak­ast á
í TS flokkn­um.
Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son













Flott tilþrif í flokki G+ mótor­hjóla

Það var Guðmund­ur Al­freð Hjart­ar­son sem kláraði Íslands­mótið með glæsi­brag á laug­ar­dag­inn og tryggði sér þannig Íslands­meist­ara­titil­inn með 338 stig.

Þeir fé­lag­ar, Guðmund­ur og Davíð Þór Ein­ars­son, hafa háð harða bar­áttu í sum­ar og því var það ekki fyrr en í fjórðu um­ferðinni sem úr­slit­in réðust, en Davíð endaði Íslanda­mótið með 289 stig.

Loka­úr­slit tíma­bils­ins:

DS flokk­ur:

1. sæti Stefán Kristjáns­son

2. sæti Rud­olf Johanns­son

3. sæti Guðmund­ur Þór Jó­hanns­son

HS flokk­ur:

1. Friðrik Daní­els­son

2. Guðmund­ur Þór Jó­hanns­son

3. Elm­ar Þór Hauks­son

OF flokk­ur:

1. Ingólf­ur Örn Arn­ar­son

2. Leif­ur Rós­in­bergs­son

3. Stefán Hjalti Helga­son

SS flokk­ur:

1. Bjarki Hlyns­son

2. Hall­dór Helgi Ing­ólfs­son

3. Sir­in Kongs­an­an

TS flokk­ur:

1. Hilm­ar Jac­ob­sen

2. Harry Samú­el Her­lufs­sen

3. Haf­steinn Val­g­arðsson

ST flokk­ur:

1. Árni Már Kjart­ans­son

2. Kjart­an Guðvarðar­son

Mótor­hjól G+ :

1. Guðmund­ur Al­freð Hjart­ar­son

2. Davíð Þór Ein­ars­son

3. Há­kon Heiðar Ragn­ars­son

Mótor­hjól G- :

1. Ingi Björn Sig­urðsson

2. Erla Sig­ríður Sig­urðardótt­ir

Mótor­hjól B:

1. Björn Sig­ur­björns­son

2. Jón H. Eyþórs­son

3. Ingi Björn Sig­urðsson

mbl | 18.8.2021

26.1.21

Ný vefsíða Tíunnar www.tian.is



 Þá er það að gerast að nýja vefsíða Tíunnar fer að fara í loftið.    Hingað til hefur vefurinn verið framvísað hingað á þessa bloggspot síðu en nú mun nýja síðan vera vistuð á Íslandi og vera með lénið www.tian.is 
Vefverslun verður á nýju síðunni,og fréttir áfram.


Blogsport síðan
Þessi gamla síða verður áfram uppi á þessari slóð enda geymir hún um 1100 greinar um mótorhjól og tengda viðburði. https://tianbifhjolaklubbur.blogspot.com/

24.1.21

Fyrsti kvenn keppandinn lurkum laminn (Íslenskt Mótokross 1979)




 Þó svo að motó-cross keppnir sumarsins hafi ekki dregið eins marga áhorfendur og til stóð, þá má geta þess að almennt mótorsport á Íslandi hefur verið í algjöru lágmarki og miðað við ekki minni greinar en kvartmílu og Rallý-cross þá geta móto-cross menn vel við unað.
   Þá er einnig mikil gróska hjá strákunum í hjólamálum, og eru flestir að færast yfir í stærri hjólin.  Það stærsta í flotanum er Maico 490 í eigu Heimis Barðasonar, en heyrst hefur að KTM og fleiri frábær hjól séu á leiðinni.
   Og ekki má gleyma að minnast á brautarmálin.  Endanlegt svæði hefur fengist, alveg frábært að sögn kunnugra og er það í nágrenni Njarðvíkur.
Hér á eftir verður sagt frá tveimur keppnum sem haldnar voru í sumar, sú fyrri var lokuð en hin opin.

Motocross (Lokuð)

Laugardaginn  13.júní hélt Vélhólaíþróttaklúbburinn sína fyrstu mótocrosskeppni á þessu sumri, Keppnin var lokuð og var haldin að Sandfelli kl 15:00.

 Í beljandi rigningu og slagviðri mættu þrettán eitilharðir motocrossara upp á Sandfell um hádegisbilið á laugardaginn, staðráðnir í því að láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Þarna voru mættir bæði reyndir og kunnir crossar eins og Heimir, Varði, Keli, og Einar, ásamt nokkrum nýgræðingum í íþróttinni, t.d. þeim Kristjáni, Helga, Októ, og Ragnari.
    Stundvíslega kl 15:00 voru keppendur ræstir af stað , strax í byrjun var ljóst að þeir Keli, Varði og Heimir myndu verða í algerum sérflokki. 
Heimir náði besta startinu en Keli og Varði fylgdu fast á eftir. Rétt á eftir þeim var

22.1.21

Ísland í augum ferðamanna á mótorhjólum.

Það var gríðalega sérstök tilfinning að standa á brún Dettifoss
 og finna kraftinn. Og reyndar átti það við um alla
fossana sem við skoðuðum

Á ári hverju í júlímánuði fer ég og vinir mínir í mótorhjólaferð, bara svona út í buskann.  Góður og sterkur vinahópur sem hjólar mikið saman og höfum heimsótt m.a. Indland, Nýja Sjáland, Ástralíu, Ameríku, Írland, og England.


Síðustu fimm árin höfum við passað upp á hvern annan og keyrt í gegnum Víetnam, Chile, Argentína, Perú og Tyrkland og Ladakh hérað.  Frelsið á vegum úti og gleðin og ánægjan við þessi ferðalög í gegnum ókunn lönd er ólýsanleg lífsreynsla og hvetur okkur til að halda áfram þessum ferðamáta ár eftir ár og skilja hversdagleikann og okkar heittelskuðu eftir heima.

Að þessu sinni eftir miklar umræður ákvað hópurinn að fara í norðurátt alla leið að heimskautsbaug, til Íslands!


Þessi strjálbýla og fallega eldfjallaeyja er á miðjum Atlantshafshryggnum milli Evrópu og Ameríku og er landslagið þar einstakt og hrikalelega fjölbreytt með hraunbreiðum snævi þöktum fjöllum, heitum laugum, jöklum og ströndum með svörtum sandi.

18.1.21

Stórbruni í mótorhjólasafni í Austurríki.


Stór hluti af Top Mountain Motorcycle Museum í Austurríki brann í nótt og er restin af húsinu mikið skemmt.
Eldurinn var mikill í timbrinu.


Á safninu sem er í 2200 metra hæð yfir sjávarmáli voru mikið af gömlum og sérstökum mótorhjólum og tókst aðeins að bjarga nokkrum þeirra svo tjónið er mikið.
 
Í mótorhjólasafninu voru um 230 söguleg mótorhjól og nokkrir bílar sýndir á rúmlega  3.000 fermetra svæði. 


Í 15 ár höfðu bræðurnir tveir, Alban og Attila Scheiber, safnað hlutum frá öllum heimshornum. Sem eru nú glataðir.

Þegar eldurinn kom upp voru tveir verðir í byggingunni en þeir vöknuðu við brunaboða, að sögn Klotz, og tókst að flýja. Orsök eldsins er enn óljós og brunarannsókn er hafin..


Þarna í rauða hringum er munir sem tókst að
bjarga úr brunanum



Nokkrum hjólum tókst að bjarga.


Sorglegar fréttir án vafa fyrir hjólafólk. :(

Fréttin....


17.1.21

Rosalegt 500 hestafla mótorhjól

Insane Eisenberg V8 Bike Delivers 500 HP – It’s Road Legal

Britain’s Eisenberg Racing fitted a V8 engine on a custom motorcycle. The engine displacement is 3000cc while the total output is staggering – 500 hp (if it runs on racing fuel) and 480 hp (on standard gas). The man behind this project is Zef Eisenberg and as hard to believe as it is, the motorcycle is still running some tests in order to become road legal.

Hjólið heitir Eisenberg EV8 og var hann að af manni með sama nafni.
Í hjólinu er V8 3000cc mótor sem var hannaður af nokkrum af bestu vélsmiðum Englands,

Takmarkið var að búa til V8 mótor með rétta hæð ,þyngd og lengd þannig að það myndi ekki hafa mikil áhrif á ökuhæfni hjólsins.  Smíðin tók 4 ár og má með sanni segja að þetta sé með þeim flottari V8 hjólum sem sést hafa.  500 hestöfl við 10500 snúninga. Vélin er lygilega létt miðað við V8 því hun vegur aðeins 80 kg og að ná þessum hestöflum út án þess að nota nitró eða turbó er magnað.

Hámarkshraðinn:  með öllu þessu afli! hvað kemst það hratt?
Í vélaprófunum fór hjólið í 333km hraða en þeir segja að það fari auðveldlega í 362 km og eins og áður segir án Turbó, blower, Nos og án þess að vera með hlífar á sér.  
Með vindhlífum telja þeir að hjólið fari yfir 400 km/klst.
 
The Engine

Besides the power figures, this V8 engine is different from what you see fit on an American muscle car for example. In other words, a crossplane crankshaft design giving the engine that typical ‘chevy v8’ burble sound thanks to the uneven exhaust pulses. As a result, the American muscle car V8 engines are heavier and bulkier due to the heavy balance shaft which makes them quite a challenge when they are used on motorcycles. The Eisenberg V8 engine, on the other hand, features a flatplane crankshaft which delivers even exhaust pulses. Also, the V8 engine can rev much higher and easier compared to a V8 with a crossplane crankshaft. As an end result, it delivers more hp, it’s revvier, it uses a smaller displacement and it weighs less thanks to the compact design features.

The Eisenberg V8 features eight independent fly by wire, Jenvy throttle bodies with tuned trumpet lengths to provide better airflow and throttle response. The throttle bodies are controlled by a bespoke ECU which offers full ride by wire. As a result, the rider can manage the maximum power delivery of the motorcycle without the need to use various menu controlled power maps. Furthermore, the experienced riders will receive a special red key that, when activated allows full control of the Eisenberg EV8 without electronic intervention.

It took over two years to design the special 6-speed gearbox and as Eisenberg claims, the gearbox was dyno tested and patented. To sustain such a high power delivery, the gearbox features some special elements such a swappable primary gears as we see fitted on GP race bikes.

The Eisenberg EV8 was equipped with a reverse spinning clutch which counteracts gyroscopic inertia. It’s a technical solution used to counteract the considerable inertial response when the rider twists the throttle.

Moreover, the motorcycle features a concentric swingarm design with anti-squat geometry to reduce chain tension issues. By using a smaller 530 chain (rather than a heavier 630) the friction level is reduced and the engine doesn’t lose any horsepower. All in all, it’s a technical solution we don’t get to see on most of the bikes out there. The swingarm alone is made using CNC and billet aluminium that shreds off some kilos to keep the bike’s weight down. The whole bike, especially around the engine, was designed to handle the full stress put through the frame and powertrain.

The Eisenberg EV8 is still in the prototype phase of development and it’s put through its paces going under continuous engine dyno and road testing to make sure that the production bike provides a smooth clutch feel, handling, gearbox, rideability, engine cooling and so on.

The production version of the is underway, but it will have to comply with a bunch of legislation rules in order to actually see it run on the streets. Of course, there’s a price to pay for all this performance and in the UK the price tag will be set around £100,000 (close to US$130,000) which might increase until the production version is completed.

15.1.21

Ný vefsíða í smíðum fyrir Tíuna og félagsgjöld

Í lok janúar mun ný og glæsileg Tíusíða líta dagsins ljós. 


Á síðunni verða áfram fréttir og viðburðir eins og verið hefur en til viðbótar hefur bæst við glæsileg vefverslun þar sem hægt er að versla fatnað klúbbsins.  

Einnig langar Tíunni að benda félagsmönnum á að á næstu dögum kemur greiðsluseðill fyrir félagsgjaldinu í heimabankann.

 Breytingin í ár er sú að eindagi er 1.mars 2021. Með félagsgjaldinu í ár er lukkunúmer í happadrætti þ.e. ef gjaldið er greitt fyrir eindaga.
(Happadrættið verður nánar kynnt síðar, en þar verða fjöldi vinninga),
Nýtt félagskyrteini 2021

Félagskirteinin eru tilbúin til framleiðslu og þau munu berast hratt og vel.

Ef þú óskar eftir að gerast félagi í Tíunni Bifhjólaklúbb Norðuramts 
Smelltu á þessa slóð


Ef þú hinsvegar óskar eftir hætta í félagskapnum, endilega sendu okkur uppsögn þína skriflega til okkar í tian@tian.is og þá munt þú ekki fá sendann gíróseðil.

Með bestu kveðju Stjórn Tíunnar.
www.tian.is

Ættfræði gamalla mótorhjóla

 

Harley-Davidson á Íslandi í rúm 100 ár:

– Njáll Gunnlaugsson blaðamaður kallar eftir aðstoð lesenda vegna bókarskrifa

Njáll Gunnlaugsson, blaðamaður og ökukennari, er um þessar mundir að skrifa um sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. Hann hefur áður skrifað bókina „Þá riðu hetjur um héröð – 100 ára saga mótorhjólsins á Íslandi“ sem kom út árið 2005 og er þessi bók annað bindi í þeirri ritröð.

Saga Harley-Davidson á Íslandi hófst snemma en fyrstu hjólin sem hingað komu voru af 1917 árgerð. „Mér líður dálítið eins og ættfræðingi í þessu verkefni því að oft þarf að finna út úr því hver átti hjólið á hvaða tíma og bera saman við myndir sem til eru af hjólunum,“ segir Njáll um bókarsmíðina

ókarsmíðina. „Tökum til dæmis myndina með greininni, sem sýnir fjóra menn á Harley-Davidson 1929- 31 árgerð. Elsta mótorhjólið má þekkja af tvöföldu framljósunum en myndina tók Gissur Erasmusson rafvirki sem átti tvö HarleyDavidson mótorhjól fyrir stríð. Gissur lést 1941 og átti R-93 hjólið þegar það var með númerið RE-93. Það hjól seldi hann í ágúst 1937. RE-472 er einnig á myndinni en það númer var á hjólinu meðan Guðni Sigurbjarnason járnsmiður átti það, en hann seldi það 1938,“ segir Njáll um eigendur hjólanna á myndinni.

Nánast ekkert eftir

„Ég ákvað að setjast niður og skoða hversu mikið efni ég ætti til um Harley-Davidson þegar COVID-19 skall á okkur og ég neyddist til að fara í kennsluhlé frá ökukennslunni. Ég byrjaði á að taka saman hvað ég ætti til um hjól frá því fyrir seinni heimsstyrjöldina og þá kom í ljós að ég var með skráningar um flest þeirra og myndir af meira en helmingi þeirra.“

Leitin að heimildum um hjólin hefur leitt Njál víða og í sumar kom í ljós að skráning á fyrsta Harley-Davidson lögregluhjóli Íslands leyndist í Danmörku. Hjólið fannst að lokum en reyndist þá svo mikið breytt að nánast ekkert var eftir af upprunalega hjólinu. „Við komumst þó að því að mótorinn var í hjólinu fyrir um það bil þremur árum síðan og höfum ekki gefið upp alla von um að hann muni finnast. Eins er verið að rekja slóð annars Harley-Davidson lögregluhjóls sem var af 1955 árgerð, en það var selt til Danmerkur kringum 1970. Það hjól er af 1955 árgerð og er upprunalegt en það var nýlega selt til Þýskalands.“

Óskar eftir upplýsingum

Það er nú einu sinni þannig með söguna að alltaf er að bætast við hana og til þess að bókin verði betri vill Njáll auglýsa eftir öllu því sem tengst getur sögu Harley-Davidson mótorhjóla á Íslandi. 

„Það er alveg sama hvað það er, myndir, sögur, þess vegna hlutir úr gömlum Harley-Davidson mótorhjólum. Eflaust hafa mörg þeirra verið seld úr landi og þá mörg hver til Danmerkur. Um 40 hjól komu hér fyrir stríð svo vitað sé og ég hef aðeins náð að finna leifar af fimm þeirra. Sum þeirra voru á skrá þar til á sjötta eða sjöunda áratugnum og gætu leynst hér enn þá.“ 

Þeir sem vilja hafa samband við Njál með upplýsingar um sögu Harley-Davidson er bent á að skrifa honum tölvupóst á njall@adalbraut. is eða að hringja í síma 898-3223. Áætlað er að bókin komi út haustið 2021 ef allt gengur eftir. /VH 

Bændablaðið  jan 2020

13.1.21

Hurð komin í Tíuherbergið á Safninu

 Mótorhjólasafn Íslands er glæsilegt hús án því er enginn vafi.  En húsið er langt því frá að vera fullklárað. Einn fjórði af húsnæðinu hefur ekki verið fullkárað enda er ekki ókeypis að byggja.


Safnið fékk notaða hurð að gjöf frá Háskólanum á Akureyri með hurðakarmi og gluggum og fékk hurðin því nýjan tilgang.
Hurðin leysir af hólmi ljótri bráðabirgða harmonikku
 hurð sem sést einnig á myndunum.     (Sigurður Smiður.)
 
Hurðin passaði auðvitað ekki nákvæmlega í hurðagatið á Tíuherberginu, en með talsvert miklum breytingum þar sem áður var efri gluggi var efnið nýtt til að breikka hliðarglugga og láta hurðarstykkið passa í gatið.

Verkið var gert af  Sigurður Halmann Egilsson smið og Tómasi Jóhannsyni  og er ekki hægt að segja annað en að vel hafi tekist til.
En nú þarf bara að setja snyrtileg gler í nýju hurðina. 

Stefnt er á að setja parkett á gólfið og ætlar Tían og safnið í sameiningu að leggja það og eftir það verður Tíuherbergið orðið glæsilegur fundarsalur. 

Frábært verk strákar..



Ævintýraferð til Ekvador (3.Kafli)

Ferðasaga á mótorhjóli
Þriðji kafli.
Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson 

Silfureyja

9. júní

Þegar ég leit út um gluggann á herberginu um morguninn sá ég bát í flæðarmálinu og fullt af fuglum í kring, stórum kvikindum, og fólk að bjástra við eitthvað. Það var sem sagt löndun í gangi. Þetta var svolítið öðruvísi en maður á að venjast, því báturinn var opinn, þó með mótor, og fisknum var mokað upp í kassa sem þeir báru svo á öxlunum inn í flutningabíl sem var á ströndinni. Tveir héldu bátnum og tveir báru sjó í bala upp í bílinn. Svo var þarna lítil ísframleiðsla í gám við hliðina á hostelinu. Gaman að sjá þetta svona í aksjón.


En ég skellti mér svo í skoðunarferð á silfureyju (Isla de la plata). Á leiðinni út í eyjuna, sem er 42 km frá landi og því góð klukkutíma bátsferð, rákumst við á höfrunga sem voru svo vinsamegir að stilla sér upp fyrir myndatöku 😁🐬. Á þessari eyju er hægt að komast í návígi við sérstaka bláfætta fugla og eyjan er líklega frægust fyrir þá. Þeir kölluðu þá "Blue footed boobies"😆👣. Við fórum í tveggja og hálfs tíma göngutúr um eyjuna með leiðsögn og fengum ýmsan fróðleik, eins og þann að ávextirnir af kaktus um inniheldur metamfetamín í litlu magni, en

Agndofa yfir Íslendingum



 „ Geggjað að sjá hversu margir hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki“

Þýskur ferðamaður eyddi drjúgum hluta af sumarfríi sínu á síðasta ári að ferðast um Ísland á eigin mótorhjóli sem hann flutti til landsins. Hann varð þó fyrir því óláni undir lok ferðarinnar að hjólinu var stolið úr bílakjallara hótels sem hann dvaldi á og voru þó góð ráð dýr.

Þjófnaðurinn barst þá til eyrna Hjólhestahvíslarans, Bjartmars Leóssonar, sem hefur vakið þjóðarathygli fyrir baráttu sína við að endurheimta stolinn hjól. Bjartmar auglýsti stuldinn þegar í stað á Facebook og setti af stað átak til þess að finna hjól þýska ferðamannsins.

Viðtökurnar voru miklar. Alls var auglýsingu Bjartmars eftir hjólinu deilt 1.700 sinnum á nokkrum dögum og hvíslaranum fóru að berast ábendingar um stuldinn. Að lokum fannst hjólið, degi áður en hans átti bókað far af landi brott, og urðu fagnaðarfundir þegar Bjartmar og Þjóðverjinn hittust loks á lögreglustöðinni.

Flaug sá þýski síðan af landi brott daginn áður en þá hafði Bjartmar boðist til þess að skila hjólinu til Samskipa sama dag þar sem Þjóðverjinn hafði bókað flutning á hjólinu til heimalandsins.

Allur þessi rússíbani átti sér stað í ágúst síðastliðnum. Greinilegt er að hjálpsemi Bjartmars og Íslendinga er Þjóðverjanum enn hugleikinn. Hann birti færslu á þýsku á Facebook, undir notendanafninu Haus Nummernschild, á-síðunni „Hjóladót Tapað, fundið eða stolið“ þar sem hann þakkaði Bjartmari sérstaklega fyrir hjálpina og birti mynd af þeim félögum með hjólið forláta. Þá þakkaði hann einnig öllum þeim sem að lögðu það á sig að deila færslunni um hjólið og stuðla þannig að fundi þess.

„Það var geggjað að sjá hversu margir hjálpa einhverjum sem þeir þekkja ekki einu sinni,“ skrifaði Þjóðverinn hrærður. Hjólhestahvíslarinn tók undir kveðjuna og sagðist ennfá gæsahúð við að hugsa til þessara daga.

12.01.2021

12.1.21

BMW mótorhjól ekki ábyrgt fyrir 20 mánaða standpínu

BMW mótorhjólaframleiðandinn hefur aftur unnið í máli sem áfrýjað var vegna mótorhjóls sem átti að hafa valdið því að eigandi þess fékk standpínu sem entist í næstum tvö ár. 

Henry Wolf hélt því fram að BMW K 100 RS hjól hans sem útbúið var með Corbin sæti, hafi valdið þessari sannkölluðu standpínu eftir fjögurra klukkustunda mótorhjólaferð í september árið 2010.

Málið var fyrst höfðað fyrir hæstarétti Kaliforníufylkis í apríl árið 2012 og í málshöfðuninni var því haldið fram að hrukkótt sætið hefði valdið langtíma holdrisi. Wolf vildi bætur vegna vinnumissis, lækniskostnaðar og andlegs álags sem ástandið skapaði.

Málinu var vísað frá í fyrra af dómaranum James J. McBride vegna ónógra sönnunargagna en Wolf áfrýjaði eins og áður sagði. Núna voru það hins vegar þrír dómarar sem að höfnuðu málinu eftir nánari skoðun á sönnunargögnum, meðal annars Doppler gegnumlýsingarskoðun.

Rétturinn samþykkti vitnisburð þvagfæralæknisins Jack McAninch um að Wolf þjáðist af krónískri standpínu en hafnaði vitnisburði taugalæknisins Jonathan Rutchik að titringur í mótorhjólinu hefði getað orðið þess valdandi. Wolf þarf að greiða allan áfrýjunarkostnað sem hleypur á tugum þúsunda dollara.

Þessi skemmtilega frétt var fengin af vefnum bifhjol.is






Ævintýraferð til Ekvador (2 Kafli)

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Annar kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

2. júní

Fruithaven og nágrenni

Fruithaven er félagsskapur fólks sem er hrávegan eða aðhyllist skylt mataræði. Matti er t.d. frutarian og borðar nánast eingöngu ávexti. Félagsskapurinn skipuleggur uppkaup á landi sem hefur verið rutt til akruyrkju og ræktar upp ávaxtaskóga. Landinu er skipt upp í svæði sem fá númer, t.d. erum við staddir á Fruithaven I en verið fleiri samsvarandi svæði eru í uppbyggingu. Hverju svæði er svo skipt upp í skika þar sem er samfélagssvæði og skikar fyrir einstaklinga. Á samfélagssvæðinu er aðstaða er fyrir ræktun græðlinga og þessháttar auk svæðis til ræktunar í þágu samfélagsins. Þar er einnig samfélagshús þar sem sjálfboðaliðar geta fengið herbergi til að búa í.


Ég hóf daginn á göngutúr um svæðið á meðan Matti fór í gegn um morgunrútínuna sína og hér koma nokkrar myndir af svæðinu. Samfélagshúsið er á myndinni fyrir neðan.

Í dag var stefnan tekin á ávaxtamarkaðina í Gualaquiza og El Pangui. Fyrsta mál á dagskrá var að koma hjólinu aftur yfir hengibrúnna. Það er ekki heiglum hent að keyra svona tryllitæki á þessum blautu og hálu moldarstígum og svo var að koma græjunni upp á brúna. Ég hélt að það yrði ekkert mál, en bleytan var til vandræða.

11.1.21

Ævintýraferð til Ekvador

 Ferðasaga á mótorhjóli.

Fyrsti kafli

Eftir Ragnar Hólm Gunnarsson

Ég ákvað á vormánuðum 2019 að heimsækja frumburðinn sem býr í Ekvador og nota tækifærið og skoða þessar framandi slóðir í leiðinni. Þegar sú ákvörðun hafði verið tekin hófst undirbúningur. Margt var skoðað og pælt en á endanum varð sá ferðamáti ofan á, sem ég hef alltaf verið spenntur fyrir, að vera á mótorhjóli.

______________________________________________________________

Undirbúningurinn

Mars, apríl og maí.

Það er að mörgu að huga þegar ferðast er til framandi landa. Það þarf að verja sig fyrir landlægum sjúkdómum og slíku og ég fór því í viðeigandi sprautur. Svo er að skipuleggja ferðalagið og ákveða ferðamáta. Ég skoðaði ótal youtube myndbönd um ferðalög í landinu og mér varð fljótlega ljóst hvaða ferðamáti höfðaði mest til mín. Það var bara himinn og haf á milli þess að horfa á þessar ferðalýsingar í rútum og bílum annarsvegar og á mótorhjólum hins vegar. Ég ákvað því að setja mig í samband við mótorhjólaleigur sem sjá um að skipuleggja mótorhjólaferðir í landinu. Ég endaði á að velja aðra af tveimur sem voru geinilega með mikla reynslu af svona ferðum og bjóða upp á bæði ferðir með leiðsögumanni og einnig ferðir þar sem ökumenn fá fyrirfram ákveðna leiðarlýsingu í GPS og öll gisting pöntuð fyrirfram. Hjólinu fylgdi sérstakur neyðarsími þar sem hægt var að hafa samband við einhvern hjá leigunni allan sólarhringinn ef á þyrfti að halda. Ég vildi þó ekki binda mig við fast ferðaplan allan tímann þannig að ég samdi við þá að þeir skipulegðu ferðina fyrstu þrjá dagana og ég sæi svo um restina sjálfur.


Ég hafði sem ákveðið að ferðamátinn í Ekvador yrði mótorhjól, en það var aðeins einn galli á þeirri ákvörðun. Ég var ekki með mótorhjólapróf. Ég setti mig því í samband við kennara í mars og fékk þær upplýsingar að verkleg kennsla á mótorhjól hæfist ekki fyrr en í maí. Ég gæti hins vegar tekið bóklega námið og námskeið væru aðgengileg á netinu. Þegar ég sagði kennaranum frá áformum mínum sagði hann að við yrðum þá að drífa þetta af sem fyrst eftir að kennsla hæfist því það tæki allt að þrjár vikur að fá ökuskírteini!


Ökunámið gekk hratt og vel. Strax eftir prófið dreif ég mig og sótti um skírteini til að þurfa nú ekki að vera með bráðabirgðaskírteini á ferðalaginu. Ég var eitthvað að spyrjast fyrir um afgreiðslutímann þegar sú sem afgreiddi mig upplýsti mig um að

8.1.21

Vetrargeymslan

 Hvað veldur því að fólk taki þá Ákvörðun að geyma hjólin sín úti á veturna? Er það virkilega svo að ekki sé möguleiki að finna 4-5 fermetra til að stinga greyjunum inn í c.a. 6 mánuði?  Er Harleyinn ekki lengur þetta sérstaka verðmæta mótorhjól  sem þarf að varðveita?

Maður hefur jú í gegnum árin séð ýmis faratæki og þar á meðal mótorhjól liggja hingað og þangað um bæina grotnandi niður í öllum veðrum og vindum. Kannski er maður svona samasaumaður að manni finnst að það þurfi að varðveita hvert og eitt mótorhjól á landinu, allt sé gull og ekkert megi leggjast til hvílu. Ófá hjólin eru því miður að fara í partamat eftir að þau hafa lent í miklu tjóni svo manni finnst það vera nógu mikil afföll. Það er nú bara einhvernveginn þannig að með árunum hefur áhuginn hjá manni á mótorhjólum sem betur fer vaxið og ekki ósjaldan að maður ræði gamla tíma við hjólafólk og það hvernig hjólamennskan var hér áður fyrr og hvernig hún verði í framtíðinni. Tala ég nú ekki um þegar það á að fara opna jafnvel tvö mótorhjólasöfn hér á landi, eitt fyrir norðan í minningu Heidda heitins og annað í þykkvabæ þar sem Dagrún #1 ræður ríkjum. Fyrir næstum 2 árum var 100 ára afmæli mótorhjólsins fagnað á íslandi, og nú oftar í tengslum við söfnin talar fólk um að varðveita þurfi hvert mótorhjól til að geyma söguna.

Fyrir nokkrum árum var ég dálkahöfundur á Sniglavefnum og skrifaði þá grein um geymslu á mótorhjóla á veturna. Þá hafði ég séð tvö hjól standa úti í snjónum í höfuðborginni (gamlann Yamaha Virago og gamla Hondu CMX að mig minnir). Var ég temmilega pirraður yfir að þessir eigendur skyldu gera þetta.

Og svo í þessu öllu saman hélt maður einhvernveginn að Harley Davidson væru bæði svo sérstök og verðmæt hjól, og að eigendur þessara hjóla væru orðnir það meðvitaðir mótorhjólaaðdáendur að maður myndi aldrei þurfa að horfa uppá eitt slíkt liggja undir skemmdum. 

Svo varð hinsvegar raunin þegar einn meðlimur H-Dc Ice hringdi í mig og sagði mér frá því að hann hefði séð eitt Harley úti í snjó við götu eina utan höfuðborgarinnar og væri allt að ryðga.  Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og hélt kannski að hann væri að grínast í mér eða hefði kannski ruglast á Harley og einhverju  Jap....:o). Þetta varð ég bara að sjá. jú viti menn þarna stóð það, orðið mjög ílla farið og ofan á allt saman stóð það fyrir utan bílskúr!! Fjandinn hafi það, það má vera mjög vermætt það sem tekur  allt plássið í þessum skúr. Ég gat ekki setið á mér og smellti nokkrum myndum af því.

Já lesendur góðir, ég þekki eigandann af þessu hjóli en hann ætti klárlega að hugsa sig um hvort hann ætti yfir höfuð að eiga mótorhjól, hvað þá Haræey Davidson, það er allavega mín skoðun.

Varðveitum íslensku hjólin og söguna.
Sævar Bjarki Einarsson #2
Úr fréttabréfinu Hallinn 2007

5.1.21

Bíl­skúr sem er á mörk­um þess að vera höll





Á flest­um heim­il­um er bíl­skúr­inn rými sem geng­ur illa að halda í röð og reglu, og sá staður sem helst er reynt að koma í veg fyr­ir að gest­ir fái að sjá. En þegar vin­ir og ætt­ingj­ar kíkja í heim­sókn til Guðmund­ar Árna Páls­son­ar og Maríu Höbbý setja þeir yf­ir­leitt stefn­una beint á bíl­skúr­inn, enda ein­stök upp­lif­un að koma þangað inn. Þau hjón­in hafa það m.a. fyr­ir sið að halda mikla veislu í bíl­skúrn­um á milli jóla og ný­árs og seg­ir Guðmund­ur að ef hann dragi það of lengi að bjóða fólki í gleðskap­inn fari marg­ir að ókyrr­ast og hafi sam­band að fyrra bragði ef ske kynni að gleymst hefði að bjóða þeim.

Ef les­end­ur skyldu eiga erfitt með að ímynda sér hvernig rúma má fjöl­menn­an gleðskap í ein­um bíl­skúr, þá hjálp­ar til að bíl­skúr Guðmund­ar og Maríu er senni­lega með þeim stærri sem finna má hér á landi: „Uppi er tvö­fald­ur bíl­skúr, um 60 fer­metr­ar að stærð, og hægt að færa öku­tæki með bíla­lyftu niður í kjall­ar­ann sem er um 150 fer­metr­ar,“ seg­ir Guðmund­ur. „
Kjall­ara­rýmið er brotið upp af burðar­veggj­um svo ég get ekki nýtt það allt und­ir bíla, en samt rúm­ast með góðu móti tveir bíl­ar niðri og tveir uppi, auk þess að ég er með rými fyr­ir mótor­hjól, pool-borð, pílu­spjald og stórt sjón­varp. Strák­arn­ir okk­ar og vin­ir þeirra eru dug­leg­ir að nota pool- og sjón­varpsaðstöðuna.“

Bíl­skúr­inn er slík undra­ver­öld að blaðamaður veit ekki hvar á að byrja. Guðmund­ur starfar sem múr­ari og hef­ur vandað sig við að skapa fal­lega um­gjörð utan um öku­tæk­in. Þannig eru all­ir vegg­ir flísa­lagðir og á gólf­um eru vandaðar am­er­ísk­ar bíl­skúrs-gólf­flís­ar. Þá eru vegg­irn­ir skreytt­ir með vara­hlut­um, ljós­mynd­um og vegg­spjöld­um og hef­ur Guðmund­ur það fyr­ir reglu þegar fjöl­skyld­an ferðast út í heim að kaupa eitt­hvað skemmti­legt fyr­ir skúr­inn.

Lyft­an í bíl­skúrn­um er síðan al­veg ein­stök, sér­smíðuð af fé­laga Guðmund­ar sem er stálsmiður. „Ég fékk skipa­smíðastofu til að teikna hana upp fyr­ir mig og síðan var hún sett sam­an úr laser-skorn­um pört­um,“ seg­ir Guðmund­ur og bend­ir á að hönn­un­in sé út­hugsuð og m.a. hægt að nota lyft­una sem nokk­urs kon­ar gryfju ef vinna þurfi í und­ir­vagni bíls. „Til viðbót­ar við lyft­una er lok sem leggst yfir opið í gólf­inu svo að nota megi stæðið hvort sem lyft­an er í efstu stöðu eða lægstu stöðu, og glu­ssa­tjakk­ar notaðir til að hreyfa bæði lok og lyftu.“ Tek­ur rétt rúm­lega tvær mín­út­ur að flytja öku­tæki úr kjall­ar­an­um upp í sjálf­an bíl­skúr­inn og er búnaður­inn ein­fald­ur í um­gengni, að sögn Guðmund­ar.

Kem­ur alltaf að bíl­skúrn­um eins og skilið var við hann


Guðmund­ur og María eru sam­rýnd hjón og kallaði það ekki á nein­ar samn­ingaviðræður að fá að hafa bíl­skúr­inn eins og hann er. Bæði eru hjú­in með bíla- og mótor­hjóla­dellu og áður en börn­in komu til sög­unn­ar mátti oft sjá þau Guðmund og Maríu á spani á mótor­hjóli um landið, hann við stýrið og hana aft­an á. Í dag eru þau lík­legri, þegar veðrið er gott á sumr­in, að halda af stað með hjól­hýsi í eft­ir­dragi eða ein­fald­lega taka rúnt um bæ­inn á ein­um af kögg­un­um sem þau hafa fjár­fest í. Á heim­il­inu eru tveir for­láta Ford Mu­stang, Chevr­olet Camaro og Porsche auk svo margra mótor­hjóla að Guðmund­ur þarf að hugsa sig um á meðan hann tel­ur þau fyr­ir blaðamann.


„Camar­oinn átti ég fyr­ir löngu og ók hon­um í sjö eða átta ár og seldi svo frá mér. Hann kom síðan aft­ur á markaðinn fyr­ir nokkru svo ég keypti hann til baka,“ seg­ir Guðmund­ur og upp­lýs­ir að til standi að taka gamla Chevr­olet­inn í gegn og end­ur­nýja með inn­vols­inu úr 2017 Camaro sem pantaður var frá Banda­ríkj­un­um. Áður hef­ur Guðmund­ur gert upp frá grunni for­láta 1969 Ford Mu­stang, og sam­hliða því að dytta að bíl­un­um hef­ur hann það fyr­ir áhuga­mál að gera við göm­ul mótor­hjól.


Spurður hvernig það fari sam­an við starf múr­ar­ans að verja löng­um stund­um í bíl­skúrn­um seg­ir Guðmund­ur að á þeim tím­um árs sem ró­legra sé í vinn­unni sé ágætt að geta komið að bíl­skúrn­um ná­kvæm­lega eins og var skilið við hann og haldið verk­efn­um þar áfram þar sem frá var horfið, enda eng­in hætta á að bíl­skúr­inn og vinnusvæðið fyll­ist af drasli. „Þegar ég lýk vinnu við eitt mótor­hjólið byrja ég á öðru, og svo hef­ur gamli Mu­stang­inn haldið mér við efnið, en hann fékk ég í hend­urn­ar í pört­um fyr­ir þrem­ur árum.“


Gam­an er að segja frá því að áhug­inn á bíl­um og mótor­hjól­um virðist ætla að smit­ast til drengj­anna þriggja sem Guðmund­ur og María eiga, þótt hann komi fram með öðrum hætti en hjá for­eldr­un­um. Elsti son­ur­inn er átján ára en hinir enn á grunn­skóla­aldri. „Þegar vin­ir þeirra koma í heim­sókn finnst strák­un­um gam­an að sýna þeim bíl­skúr­inn, en samt líta þeir meira á bíla sem sam­göngu­tæki en nokkuð annað. Haf­andi al­ist upp í þessu um­hverfi er ekki laust við að þeim þykir flott­ir bíl­ar sjálf­sagður hlut­ur og kannski ekki eins rosa­lega spenn­andi fyr­ir vikið. Ég fékk aft­ur á móti áhuga á bíl­um og mótor­hjól­um ung­ur að árum þegar ég ólst upp í Vest­manna­eyj­um og hef­ur áhug­inn bara auk­ist með aldr­in­um.“


Morgunblaðið 18.2.2020

Ásgeir Ingvars­son

as­geiri@mbl.is