24.1.21

Fyrsti kvenn keppandinn lurkum laminn (Íslenskt Mótokross 1979)




 Þó svo að motó-cross keppnir sumarsins hafi ekki dregið eins marga áhorfendur og til stóð, þá má geta þess að almennt mótorsport á Íslandi hefur verið í algjöru lágmarki og miðað við ekki minni greinar en kvartmílu og Rallý-cross þá geta móto-cross menn vel við unað.
   Þá er einnig mikil gróska hjá strákunum í hjólamálum, og eru flestir að færast yfir í stærri hjólin.  Það stærsta í flotanum er Maico 490 í eigu Heimis Barðasonar, en heyrst hefur að KTM og fleiri frábær hjól séu á leiðinni.
   Og ekki má gleyma að minnast á brautarmálin.  Endanlegt svæði hefur fengist, alveg frábært að sögn kunnugra og er það í nágrenni Njarðvíkur.
Hér á eftir verður sagt frá tveimur keppnum sem haldnar voru í sumar, sú fyrri var lokuð en hin opin.

Motocross (Lokuð)

Laugardaginn  13.júní hélt Vélhólaíþróttaklúbburinn sína fyrstu mótocrosskeppni á þessu sumri, Keppnin var lokuð og var haldin að Sandfelli kl 15:00.

 Í beljandi rigningu og slagviðri mættu þrettán eitilharðir motocrossara upp á Sandfell um hádegisbilið á laugardaginn, staðráðnir í því að láta veðrið ekki hafa áhrif á sig. Þarna voru mættir bæði reyndir og kunnir crossar eins og Heimir, Varði, Keli, og Einar, ásamt nokkrum nýgræðingum í íþróttinni, t.d. þeim Kristjáni, Helga, Októ, og Ragnari.
    Stundvíslega kl 15:00 voru keppendur ræstir af stað , strax í byrjun var ljóst að þeir Keli, Varði og Heimir myndu verða í algerum sérflokki. 
Heimir náði besta startinu en Keli og Varði fylgdu fast á eftir. Rétt á eftir þeim var Hörður á 465 Yammanum, en í brekkunni eftir startkaflann varð hann fyrir því óhappi að detta og fá yfir sig hjólið og flesta sem á eftir komu, þó sem betur fer án þess að meiða sig hið minnsta. Strax í fyrsta hring fóru Keli og Varði framúr Heimi en eftir það var um að ræða algert einvígi milli Kela og Varða, og varð það ekki fyrr en í fjórða hring sem Varða tókst að skjótast fram úr Kela og hélst sú staða á fyrstu þremur mönnum út motoið.


Eftir að keppendur voru búnir að þrífa mestu drulluna úr andlitinu og fá sér kók, var drifið í því að hefja seinna mótoið því að nú hafði rigningunni slotað í bili.
    Strax í byrjun seinna mótosins tók varði afgerandi forystu. Keli var annar en Heimir, sem hafði verið fyrstur af stað í fyrra mótoinu, var um miðjan hópinn, en hann ætlaði sér augsýnilega ekki að staldra leingi þar við því hann geystist framúr hverjum keppandanumá fætur öðrum eða allt þar til hann var kominn  í þriðja sæti á eftir Kela. Í fimmta hring tók Heimir fram úr Kela. Skömmu síðar var varði að taka eina erfiðustu beyjuna í brautinni og er hann kominn út úr henni sá hann ekki fyrr en of seint Ragnar á 125 hondunni, sem var þar að reisa hjólið upp eftir byltu. Skipti þar engum togum að Varði keyrði á fullri ferð beint á mitt hjólið hjá Ragnari með þeim afleiðingum að hann þeittist öðru sinni í jörðina á skömmum tíma og braut stýrið í þokkabót. Varði tættist á fætur því Heimir var að koma á öskrandi siglingu í beygjuna og tókst honum að trylla af stað rétt áður en Heimir geystist framúr honum. 
Eftir þetta var aðalspennan hjá keppendum sem skipuðu 4-7 sætið.  Þar í farabroddi keyrði Garðar úr Njarðvík á 400 Súkkunni. Keyrði hann geysivel og mátti ekki  miklu muna að hann næði í verðlaunasæti.  Í fimmta sæti var Jón á Vatnskældu 250 Hondunni, vafalaust einu mesta tryllitækinu í keppninni og keyrði hann mjög rólega, miðað við getu hans, því hann var augsýnilega ekki búinn að venjast hjólinu. Í sjötta til sjöunda sæti voru þeir Hörður á 465 Yammanum og Októ á 250 Yammanum. Kepptu þeir um sjötta sætið í seinna mótoinu eða allt þar til Októ sá ástæðu til að yfirgefa hjólið í einu af stökkbrettunum á hinn furðulegasta hátt og sækja á náðir fósturjarðarinnar svo lítið sást nema iljar kappans við samruna hans og fósturjarðarinnar. Eftir þessa byltu var hvorki hjól né ökumaður í ökuhæfu ástandi.

   Svo virtist sem 125 hjólunum gengi erfiðlega að komast áfram í þessari þungu braut og er sennilega hinum blauta sandi um að kenna og sést það best á því að frá fyrsta sæti til þess sjöunda eru eingöngu stór hjól.    

Ekki var Heimir allskostar ánægður með Maico 490 hjólið sitt því
 í kúplinguna vantaði fleiri gorma svo að hún snuðaði. En þetta var góð byrjun.

Lauk þessu móti með sigri Varða.  Heimir varð í öðru sæti og Keli í því þriðja. Að keppninni lokinni var verðlaunaafhending og þar var látinn geysa gammur.
   Önnur úrslit voru samkvæmt meðfylgjandi töflu. Að henni lokinni fóru menn að halda heim á leið, eilítið blautir en það gerir ekkert til því enginn er verri þó hann vökni, nema...     
OE


Motocrosskeppni  (opin)

Fyrsta opna Moto-cross keppni sumarsins fór fram 28 júní sl. í Mosfellssveit kl 3. Verður að segjast eins og er þó hún hafi varið vel fram og verið hörku spennandi eins og venjan er hjá keppnum hjá VÍK, þá voru forráðamenn klúbbsins mjög óánægðir með fjárhagslega útkomu hennar þar sem hún einungis rétt stóð undir sér. Sjóðir klúbbsins gildnuðu lítið við hana, mestmegnis vegna hins háa tryggingagjalds  sem þarf að greiða. Einnig var áhorfendafjöldinn alveg í lágmarki, en það er öruggt mál að þeir 300 áhorfendur sem komu skemmtu sér vel og fóru ánægðir heim. Verður að telja það mjög vafasamt að leggja allan þann tíma og kostnað sem fer í að undorbúa slíka keppni, ef útkoman verður ekki betri.

 


 Keppendur í opna flokknum voru 12 talsins. Veður var gott og mikill hugur í mönnum. Brautin var svipuð og í fyrra, en stórvirkar vinnuvélar höfðu lagfært startkaflann svo að stór munur var á.  Var hann nú mun breiðari og bauð upp á meiri möguleika þó svo að hann væri ekki lengri en áður.  Geysilegur spenningur var þegar startið nálgðist. Þorvarður Björgúlfson var efstur að stigum og af mörgum talinn sigurstranglegur.  Næstu menn í stigatöflunni voru Heimir Barðason og Þorkell Ágústsson sem voru jafnir með 23 stig hvor. Tveir næstu menn Garðar Garðarsson og Jón Gunnlaugsson gátu því miður hvorugur verið með , þannig að allra augu beindust að þremur fyrstu mönnunum.
    Þorvarður vann startið efir að flaggið féll. Heimir og Þorkell fylgdu fast á eftir og síðan allir í hnapp. Var mikill hraði og sviftingar í fystu hringnum, en efstu sætin breyttust ekkert. Síðan fór Þorkell á KX hjólinu að pressa á Heimi á Maico 490 og tók fram úr honum í einni beygjunni og færðist við það upp í annað sætið en ógnaðir þó aldrei fyrsta manni.  Tölverður munur var síðan milli þessara þriggja og næsta manni, Kjartani Kjartansyni sem hélt 4 sætinu alveg til loka þrátt fyrir tilraunir Októs Einarsonar og Einars Björnssonar til framúraksturs.  Í næst síðasta hring féll Okstó kylliflatur svo einar krækti sér því í 5 sætið, en Októ tókst að gangsetja hjólið og ljúka umferðinni í 6 sæti. Heimir náði svo aftur öðru sætinu þegar Þorkell stóð sjálfan sig að þv að neita að bremsa fyrir beygju og féll kylliflatur í forina.  Áfram var þó haldið og Þorkell hélt 3ja sætinu. Heimir ógnaði aldrei Þorvarði í fyrsta sætinu og þannig endaði umferðin. Engin óhöpp urðu og allir foru flaggaðir út.

Á meðan keppendur hvíldu sig fyrir síðari umferðina var keppt í 50cc skellinöðruflokk er vart hægt að hafa um hann þar sem aðeins einn keppandi lauk keppni. Aron P. Gunnarsson á Hondu 50 Öll hin hjólin bræddu úr sér.

Í motocrossi er ekki stoppað upp á blindhæð til þess að athuga hvort einhver
 sé hinumegin. Það er látið vaða og treyst á Guð og lukkuna sem greinilega
hefur yfirgefið þá Heimi og Ólaf í smástund.

Eftir að aðstandendur keppandanna voru búnir að yfirfara og laga það sem aflaga hafði farið í hina hörðu keppni, var raðað upp á startlínu í annað skiptið.  Þorvarður lék sama leikinn og í fyrri umferðinni og skildi hina eftir í þykku rykskýi. Er með ólíkindum hvað hann nær alltaf góðum störtum, en það getur skipt höfuðmáli að ná góðri stöðu í byrjun,því það að taka framúr er eitt það erfiðasta í þessari mjög krefjandi íþrótt. Heimir var brátt búinn að vinna sig upp í 3. sætið efir heldur slæmt start. Einnig náðu Kjartan og Októ báðir á Yamaha 250 heldur slæmri byrjun þegar þeir flæktust saman og urðu að slá af. Kjartan náði sér aldrei verulega á strik, datt tvisvar í drulluflaginu og kom 6. í mark, en nú náði Októ 5 sætinu. Alvarlegra var þó þegar Martin Barðason á Husqvarna 250 lenti utan í eina kvennkeppandanum Kristínu B. Garðarsdóttur, í brekkunni efir drullupyttinn. Hann komst ekki í gang aftur og endaði þar með keppnina. Hann var í 5. sæti þegar þetta skeði og hafði náð mjög góðu starti. Kristín hlaut smávægileg meiðsli og þurfti einni að hætta.   Var geysileg barátta um öll sætin og harkan gífurleg. Keyrðu menn nú hraðar en í fyrri umferðinni. Þorvarður var í fyrsta sæti og má segja að enginn hafi nokkru sinni ógnað honum þó svo að afturdekkið hafi sprungið, þvílík var harkan. Var hann vel að sigrinum kominn, og ef hann verður í svona formi það sem eftir er, er ekki mikil spurning um hvar Íslandsmeistaratitillinn lendir. Það sem hann skortir í mykt og lipurð bætir hann upp með ódrepandikeppnishörku! Heimir hélt öðru sætinu á undan Þorkeli og Einar Björnsyni á Hondu 125, sem kom öllum á óvart með góðri frammistöðu sinni. Staðan breyttist hinsvegar þegar Heimir lennti í því óhappi að keyra aftan á Ólaf Garðarsson á Hondu 250. Við það féll hann og komst ekki af stað aftur fyrr en hann hafði misst úr heilann hring úr, en samt hafði einungis Þorkell tekið framúr honum, slíkir voru yfirburðir efstu manna! Ekki minnkaði bilið milli efstu mannanna og kom því Þorkell í mark öruggur með annað sætið þrátt fyrir heldur óheflaðan ökustíl.
Úrslit

Það var aldrei spurninghver væri bestur í þessari keppni. Þorvarður bókstaflega átti daginn. Jafnir í 2.-3. sæti urðu Heimir og Þorkell með 23 stig hvor. Eftir þessa keppni hefur Þorvarður því nokkuð gott forskot og verður að segjast eins og er, að ef hann verður í þessum ham það sem eftir er., þá finnst manni líklegt að hann endurheimti Íslandsmeistartitilinn. 
M.B.