25.8.21

Vel heppnað tímaat hjá mótorhjólahópi KKÞað var góð mæt­ing á tíma­at mótor­hjóla­hóps Kvart­mílu­klúbbs­ins, en tíu hjól tóku þátt á hringakst­urs­braut­inni við Kvart­mílu­braut­ina í gær.
Keppendur í tímaati stilla sér upp fyrir myndatöku.
Ljósmynd/B&B Kristinsson
Tíma­atið fer þannig fram að braut­in er opin fyr­ir akst­ur í ákveðinn tíma og er kepp­end­um frjálst að taka eins marga hringi og þeir vilja inn­an þeirra tíma­marka, en tím­inn sem farið var eft­ir var ein klukku­stund.

Tölu­verðar breyt­ing­ar hafa verið gerðar á braut­inni frá því í fyrra, beygj­um bætt við og mal­bikaður nýr veg­hluti, og var því tölu­verð eft­ir­vænt­ing eft­ir niður­stöðunni um besta tíma í braut­inni við nú­ver­andi aðstæður.

Ármann Guðmunds­son kem­ur út úr beygju. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son
Íslands­meist­ar­inn fljót­ast­ur


Það var reynslu­bolt­inn Ármann Guðmunds­son sem átti besta ár­ang­ur kvölds­ins á tím­an­um 1:26,195 en Ármann átti einnig braut­ar­metið á braut­inni fyr­ir breyt­ing­ar er hann tryggði sér Íslands­meist­ara­titil­inn í fyrra.
Mikið líf á braut­inni í sum­ar

Það hef­ur verið tölu­vert líf í hringakstri Kvart­mílu­klúbbs­ins í sum­ar, bæði hjá bíla­hóp og mótor­hóla­hóp.

Fé­lag­arn­ir Jó­hann Sig­ur­jóns­son og Árni Þór Jónas­son í braut­inni í gær.
Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son
Ein­hver nýliðun er alltaf ár frá ári, en kjarn­inn hef­ur hald­ist nokkuð stöðugur og margt um skemmti­leg tæki á braut­inni, bæði sér­út­bú­in mótor­hjól og bíla, ásamt götu­skráðum öku­tækj­um. Braut­in er liðlega 2,5 km löng.

mbl | 25.8.2021

https://www.mbl.is/sport/akstur/2021/08/25/vel_heppnad_timaat_hja_motorhjolahopi_kk/