18.12.19

Skiptu á Ökutækjum

Heimsmeistarinn í Formúlu 1 Luis Hamilton er mikill áhugamaður um mótorhjól og á dögunum skipti hann og Valentino Rossi á ökutækjum.
Reyndar virðist sem myndavélakallinn og hljóðmaður hafi líka skipt á verkum því hljóðið er mjög götótt í myndbandinu ...
En það er víst vegna þess að þetta myndbrot var tekið frá Sky Sports og tónlistin klippt út vegna rétthafamála.

Lewis Hamilton rides Valentino Rossi's 2019 Yamaha, while the nine-time motorcycle champion tests Hamilton's 2017 title-winning Mercedes in a high-octane Valencia track day

17.12.19

Með mótorhjóladellu á miðjum aldri


 Ásdís Rósa Baldursdóttir, fyrrverandi stærðfræðikennari í Verslunarskóla Íslands og eiginmaður hennar Kristján Gíslason, f.v. framkvæmdastjóri Radiomiðunar, eru komin á miðjan aldur og hafa ferðast um allan heim á mótorhjóli. Það er óneitanlega óvenjulegt en saga þeirra er ekki ólík annarra þangað til miðjum aldri var náð. Þá tóku Ásdís og Kristján U beygju í lífinu.Lítið fjölskyldufyrirtæki stækkaði……

Faðir Ásdísar, ásamt fleirum, stofnaði fyrirtækið sem Kristján tók síðan við stjórnartaumunum í. Það var alla tíð fjölskyldufyrirtæki þar sem faðir hennar var rafeindavirki, bróðir hans var á skrifstofunni og seinna fengu þeir skrifstofudömu til liðs við sig. Í 30 ár var fyrirtækið því lítið þriggja manna fyrirtæki. “Kristján, sem hafði starfað áður í tölvugeiranum, var ungur og ferskur með nýjar hugmyndir og fullur metnaðar,” segir Ásdís. “Hann tók við góðu búi og gat byrjað á að stækka og breyta og færa fyrirtækið nær nútímanum og á nokkrum árum hafði starfsmönnum fjölgaði úr þremur í nokkra tugi. Því fylgdi auðvitað aukin ábyrgð en líka áhyggjur og svefnlausar nætur. Á þessum tíma var mikið vinnuálag á Kristjáni en nú er hann að uppskera,” segir Ásdís.

Ákváðu að lifa lífinu lifandi

Þau Ásdís og Kristján hafa stýrt lífi sínu mjög markvisst allt frá því að þau gerðu sér grein fyrir því að þriðja aldursskeiðið væri hafið og tóku ákvörðun um að lifa því eins lifandi og kostur væri. Þau hafa verið heppin með heilsuna og hafa, eftir langa vinnuævi, borið gæfu til að vera fjárhagslega vel sett.

Þau eiga þrjú börn og vörðu fríum sínum eins og gengur og gerist á meðan börnin voru ung. Ferðuðust innanlands, fóru í skíðaferðir og

16.12.19

Sannur Mótorhjólamaður

Heiddi og Steini Tótu að keppa í snigli 2006

Menn spyrja sig oft hvað það eiginlega er sem skilgreinir hinn sanna mótorhjólamann. 

Margar skýringar eru til á því hugtaki en sunnudaginn 2. júlí, 2006 á leið heim af landsmóti Snigla, kvaddi þó þessa jarðvist sá maður sem helst hefði getað staðið undir því nafni. Eilífðartöffarinn Heiðar Þórarinn Jóhannsson, betur þekktur sem Heiddi #10 , var einfaldlega mótorhjólamaður Íslands númer eitt. Segja má að þú hafir ekki getað talið þig mótorhjólamann fyrr en þú vissir deili á honum.
Listinn yfir það sem undirstrikar þetta er endalaus eins og margir geta vitnað um og skal hér aðeins minnst á fáein dæmi.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem fer á hverja þá samkomu mótorhjólamanna sem haldin er, sama hvar á landinu hún er haldin og þá oftast en ekki hjólandi.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem keppir í akstri torfærumótorhjóla kominn á sextugsaldur, ánægjunnar vegna.


 Sannur mótorhjólamaður er sá sem safnar mótorhjólum og munum þeim tengdum eins og aðrirsafna listaverkum, og skreytir íverustaðs sinn með þeim.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem býður þér lyklana að húsi sínu þótt hann sé ekki á staðnum, af því einu að þú ert á mótorhjóli og vantar stað til að gista á.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem staldrar við til að aðstoða ókunnugan mann við bilað mótorhjól og fer ekki fyrr en búið er að koma því í gang.


Sannur mótorhjólamaður er sá sem fær meira segja hundinn sinn til að hafa áhuga á mótorhjólum og akstri þeirra.

Sannur mótorhjólamaður er sá sem áratugum saman eldar svo góða súpu ofan

Samhent hjón í Borgarnesi með mótorhjóladellu á hæsta stigi


Þau segjast alltaf hafa haft bíladellu, en nú hafa mótorhjólin fengið mun stærri sess.

 Hjónin Kristín Anna Stefánsdóttir og Guðjón Bachmann eru með mótorhjóladellu og áhuginn bara vex. Anna Stína er uppalin í Kópavogi en Guðjón í Borgarnesi. Hún flutti í Borgarnes 1982 og ári síðar fóru þau að byggja. ,,Það má segja að við höfum farið öfugt í þetta miðað við aðra, við vorum hvorugt búin að ljúka námi þegar við fórum að byggja. Elsta dóttir okkar Bessý er fædd '85, og svo eigum við tvíburana Bjarna og Hjördísi sem eru fædd '93. Þrátt fyrir húsbygginguna luku þau bæði námi, Anna Stína er leikskólakennari en Guðjón rafvélavirki. "

Fyrsta skellinaðran keypt fyrir fermingarpeningana

Þau kynntust á sveitaballi á Lyngbrekku á Mýrum en Anna Stína var þá nemandi í Húsmæðraskólanum á Varmalandi. ,,Þetta hlýtur að hafa verið ást við fyrstu sýn," segja þau hlæjandi, en Anna Stína bætir við að hún hafi orðið yfir sig hrifin af jeppanum hans Guðjóns. ,,Mér fannst hann

15.12.19

Á BIFHJÓLI UM LANDIÐ

Frelsi og adrenalín

SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR FÉKK MÓTORHJÓLABAKTERÍUNA 
OG FINNUR SIG VEL Í HEIMI TESTÓSTERÓNS.

Ég er að uppgötva risastóran nýjan heim sem mér finnst afar heillandi,“ segir Soffía Jóhannesdóttir.
Heimurinn sem Soffía vísar til er ferðamótorhjólamennska en í sumar hefur hún skoðað landið á mótorhjóli.
„Maður er einhvern veginn frjálsari og nær landinu, finnur lyktina og vindinn og þetta er smá adrenalínkikk líka. Maður upplifir landið á nýjan hátt.“
Tilvera Soffíu hefur tekið miklum breytingum síðasta árið og hennar daglegu félagar eru nær eingöngu karlmenn með mótorhjóladellu. „Ég er innan um svo mikið testósterón að ég hugsaði á tímabili að það hlytu að fara að vaxa á mig eistu,“ segir Soffía og hlær. Bifhjól komu fyrst inn í líf
Soffíu þegar hún stofnaði vespuleigu við Reykjavíkurhöfn og tók þá mótorhjólapróf. Fyrr á árinu sameinuðust svo Lundavespur, Harley-Davidson búðin og mótorhjólaleigan Biking Viking undir nafninu Reykjavík Motor Center. „Þetta er búið að vera mikil upplifun. Ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara. Stökk svellköld út í djúpu laugina.“
 Soffía hefur nýtt hvert tækifæri í sumar til að ferðast um landið á mótorfák. Þar á meðal til Vestmannaeyja, norður í land og farið í dagsferðir hingað og þangað út frá Reykjavík. „Ég fór líka í stórkostlega 10 daga leiðsöguferð þar sem hringurinn og Vestfirðir voru teknir með útúrdúrum frá aðalvegunum. Þar keyrði ég reyndar trúss-bílinn en það er mjög gaman að ferðast með útlendingum og fá þannig tækifæri til að sjá landið sitt með augum utanaðkomandi.“ Sumarið hefur verið mjög annasamt en ferðahjól sem Reykjavík Motor Center er með hafa notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna en þá hefur verið hægt að fá leiðsögumenn með í ferðir og jafnvel farangursbíl. „Þó svo að haustið sé skollið á og vertíðin svo til búin eru enn þónokkrar haustferðir í kortunum. Það eru þá aðallega seinnipartsferðir, en þær bjóðum við upp á síð- og snemmsumars. Það fer skiljanlega eftir veðri hversu langt fólk hjólar inn í veturinn. Ég er allavega sjálf komin með bakteríuna.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

11.12.19

Barry Sheene Memorial Trophy

Stórskemmtilegur viðburður sem haldinn var 2016 til minningar um Barry Sheene sem var kappaksturhetja mikil á mótorhjólum á árunum 1970-1984

Meira um Barry Sheene hér

Þarns má sjá ansi mörg fræg mótorhjólanöfn keppa á eldömlum mótorhjólum í bleytu og er þetta hin mesta skemmtun á að horfa.

There was plenty of drama in the part one of the Barry Sheene Memorial Trophy race at Revival this year. The two wheeled spectacle featured classic bikes from Norton and Triumph cutting through the downpour with legendary riders like John McGuinness and Michael Dunlop in control.

6.12.19

Britten ! Merkilegt hjól í bifhjólasögunni  1. Handsmíðað 1992 í Bakgarði á Nýjasjálandi af einum manni John Britten.
  2. Grindin er úr carbon fiber.
  3. 160 hestafla V tvin
  4. Fjöðrunin er afar framúrstefnuleg
  5. Aðeins 10 stk til í heiminum 
og svo margt fleira flott,
Hjólin eru allavega 10 árum á undan sinni samtíð, og hafði örugglega áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.
Stríddi öllum stóru mótorhjólaframleiðendunum í stórum keppnum út um allan heim.
Því miður lést John Britten úr krabba 45 ára gamall og það er á heinu að hann hefði gert einhverja meiri snilld ef hann hefði lifað lengur,


Slysatryggingar á fjórhjólum og vélsleðum eru frumskógur

3.12.19

Royal Enfield stefnir að rafvæðingu

Royal Enfield vakti athygli á EICMA
-sýningunni  meðKX tilraunahjólinu og
 vona margir að það fari í framleiðslu.
Royal Enfield mótorhjólamerkið er elsti starfandi mótorhjólaframleiðandi heimsins, en Royal Enfield hefur framleitt mótorhjól óslitið síðan 1901. Merkið hefur átt áveðnum vinsældum að fagna undanfarin ár þrátt fyrir gamaldags útlkit en það hefur einmitt verið mikið í tísku innan mótorhjólaheimsins undanfarin misseri.

Nú tefnir hins vegar í að merkið færi sig í 21. öldina því að byrjað er að þróa rafmótorhjól hjá indverska framleiðandanum. Þegar er búið að smíða frumgerð fyrsta hjólsins segir Vinod Dasari, forstjóri Royoal Enfield. „Tækniusetur okkar í Bretlandi hefur þegar sett rafmótor í eitt af framleiðsluhjólum okkar og það er frábært. Ég hef keyrt það sjálfur“ sagði Vinod Dasari. Hann vildi þó ekki láta hafa eftir sér hvaða gerð Royal Enfield mótorhjóls væri að ræða en sagði að enn væru 2-3 ár að slíkt hjól færi í framleiðslu. Enfield er ekki fyrst indverski framleiðandinn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í austurlöndum fjær. Þar eru mótorhjól í milljónatali á götunum og menga í samræmi við það og þess vegna þarf þessi áhugi ekki að koma á óvart.

1.12.19

Jólaball Sober Riders á Akureyri

Vetrarsport fyrir hjólafólk.Kappaksturmótorhjól útbúið til ísaksturs

Á veturna er lítið sem ekkert hægt að hjóla vegna veðurfars sem hrellir okkar frábæra land.
Skítakuldi og saltaustur á götum gerir það að verkum að okkur langar ekkert til að fórna hjólunum okkar í þennan viðbjóð. 

En eitt sem við getum gert til að halda okkur í hjólaformi er að keyra á ís.
Ísakstur á mótorhjólum hefur verið þekktur hér á landi síðan upp úr 1990, en til þess að geta keyrt á ís þarf að setja undir dekk sem eru með tilheyrandi nöglum eða skrúfum.
Einfaldast er að vera með torfæruhjól því á þau er hægt að kaupa tilbúin dekk og eru þau til á lager hér á Íslandi.
Vinsælust voru dekk frá Trelleborg en nú eru fleiri farnir að selja nagladekk eins og Michelin , Mitas og fleiri. Einnig er orðið hægt að kaupa nagla sjálfur og skrúfa þau sjálfur í dekkin sín og eru þeir naglar þannig útbúnir að þú getur tekið þá úr aftur og sett í annað dekk ef maður vill.
Neyðarádrepari er nauðsynlegur.
Neyðarádrepari er eitt af því sem ísaksturmenn ættu hiklaust að vera með á hjólunum sínum.
Ádreparinn er í er í raun bara kubbur sem tengdur er við ádrepara hjólsins sem sem tengist svo ökumanni með snúru , þannig að ef ökumaður verður viðskila við hjólið þá slökknar á mótornum.
( það vill enginn fá nagladekk á 10000 snúningum  í búkinn á sér eftir að hafa dottið af hjólinu).
Þessa ádrepara er hægt að fá á verði frá í kringum 5000 kr


 Auðvitað er líka hægt að útbúa götuhjólið sitt á nagldekk líka en það er talsvert mikið meira vesen og fjárútlát fyrir utan að renna á hausinn á götuhjóli á ís getur verið talsvert kostnaðarsamara en að detta á torfæruhjóli.

Ódýr Neyðarádrepari 
Undirritaður hefur talsvert keyrt á ís í gegnum tíðina og er þetta með því skemmtilega sem til er og kjörin leið til að halda sér í hjólaformi.

Sunnanmenn hafa undanfarin ár verið miklu duglegri en við norðanmenn að því virðist að keyra á ís en þeir byrjuðu nú í vetur um leið og fært var á tjörnunum fyrir sunnan.

Hér að neðan er gamalt myndband af sunnanmönnum að leika sér á Hafravatni.

Frábær skemmun og svo sannarlega eitthvað til að lækna mann af skammdeginu...
Víðir #527