27.2.19

Vinnukvöld á Safninu á miðvikudögum.

  Mæting á vinnukvöld inn a mótorhjólasafn var ekki mjög góð 3 úr stjórn Tíunnar og þar af ein úr stjórn Safnsins og var málað aðeins,,,,, þetta er aðeins fra kl 20 - 22.

Nóg er eftir að gera... Mætum betur næst i málingargalla.. það þarf að mála meira... tengja þarf salernin og vaska og ganga fra rafmagni.

24.2.19

Er ekki betra að vita hvað maður er að gera áður en maður prófar mótorhjól

Hér á Akureyri bar það við, fyrir rúmum 90 árum, að maður einn fór að rjála við mótorhjól, sem skilið hafði verið eftir fyrir utan hús í Brekkugötu og var vélin í gangi. Maðurinn var óvanur þessu farartæki, en vanur hjólreiðamaður. Settist hann nú á bak að gamni sínu, en varð þess valdandi í sama vetfangi, að reiðskjótinn skellti á skeið mikið. Maðurinn gat setið og stýrt, en kunni ekki að stöðva hjólið.

Hófst nú ægileg reið um Akureyrargötur, svo að allt hrökk undan. Maðurinn stefndi inn í bæinn og fram Eyjafjarðarveg sem fugl flygi. Sá maðurinn, að hann átti líf sitt undir þvi, að hann gæti stýrt svo, að ekki yrði slys. - Segir ekki af för hans fyrr  en hann er kominn fram hjá Saurbæ, 30 km frá Akureyri. Þá stöðvaðist hjólið af sjálfu sér. Vildi svo heppilega til, að  bensínið var þrotið.

Lofaði maðurinn Guð fyrir lífgjöfina, og þóttist sleppa vel úr þeysireið þessari.

ps.... ætli hann hafi verið á Henderson ;)

21.2.19

Faðir og sonur: með hraðann í blóðinu (1973)

Campbell-feðgarnir voru eins og ævintýrahetjur. Þá þyrsti sífellt í meiri hraða á láði og legi, og þeir voru tignaðir sem guðir af tveimur kynslóðum.

VATNIÐ var kyrrt þennan morgun og aðstæður allar hinar ákjósanlegustu til þess að reyna að slá hraðametið. En Donald Campbell var ekki ánægður. Hann hafði verið að spila kvöldið áður og dregið spaðadrottningu og ás. Hann sagði tæknimönnum sinum og meðhjálpurum, sem spiluðu með honum, að Maria drottning hin skozka hefði dregið þessi sömu spil kvöldið áður en hiln missti höfuðið. Hann - bætti þvi við, að hann fyndi á sér, að eitthvað miður gott kæmi fyrir hann. Hann hefði getað látið það eiga sig að reyna við hraðametið í þetta sinn, en hann gerði það ekki. Góðir veðurdagar, gott lag á bátnum og allar aðstæður góðar, var

20.2.19

Afsláttur af Bifhjólaprófum hjá Ekill.ehf

Ekill.ehf á Akureyri býður félögum Tíunnar 10% afslátt af bifhjóla og skellinöðruprófum.

Þetta kann kannski að hljóma skringilega þar sem flestir félagar í Tíunni eru með ökupróf nú þegar. En þetta gæti hentað vel ef makinn er próflaus, eða krakkarnir vilja komst í prófið.

Svo eru auðvitað ungir ökumenn velkomnir í klúbbinn.


18.2.19

Landsmótsleikur !!!!

Ein æfingin er sýnd
 á þessari mynd.

Hér fann ég ævafornann leik sem væri hægt að taka upp á Landsmóti Bifhjólamanna annað slagið. 

Greinina fann ég í tímaritinu Fálkanum frá árinu 1931 og segir frá því að Lögreglan í London efnir til iþróttamóts á ári hverju og er sá siður ævagamall.
Vitanlega taka engir þátt í mótinu nema lögregluþjónarnir en þeim gefst

16.2.19

Ducati MotoGp


Ducati Desmosedici bikes

 Ducati  teflir fram öflugu liði árið 2019

Ökumennirnir Andrea Dovizioso og Danilo Petrucci (sem kemur frá Pramac Ducati liðinu)

Nýr sponsor er hjá Ducati í ár en Mission Winnow er aðal sponsor liðsins í ár eins og hjá aðalliði Ferrari í F1. En það er undirfyrirtæki tóbaksframleiðandans PMI  Philip Morris International

Andrea Dovizioso er Sikileyingur og er enginn nýliði því hann er búinn að vera í MotoGp síðan 2008 og var þar áður í minni

15.2.19

Suzuki MotoGp Liðið 2019


  Tveir ungir og efnilegir ökumenn prýða Suzuki liðið í MotoGp í ár.


Báðir eru þeir Spánverjar og heita Alex Rins og Joan Mir og hjólin Suzuki GSX-RR

Þeir hafa verið í prufum í allan vetur með hjólin og verið að berjast við að bæta aflið án þess að missa grip, auk þess að bæta hegðun hjólsins inn og út úr beyjum.

  Alex hefur nú klárað tvö keppnistímabil fyrir Suzuki í MotoGp mun því vera reynsluboltinn í liðinu

14.2.19

Norðanmenn eru mótorhausar

Þegar veturinn er sem harðastur hér norðanlands og allt á kafi í snjó þá dettur manni síst í hug að fara út á mótorhjólinu sínu.
Þetta hafa samt sem nokkrir gallharðir mótorhausar leyst með því að breyta mótorhjólinu í Vélsleða á einu skíði.

Milligirkassi til að koma aflinu
út í beltabúnaðinn


Upphaflega hugmyndin er erlend og er þekkt undir nafninu Timbersled, en í því felst er taka hjólin undan mótorhjólinu og setja undir beltabúnað í

13.2.19

KTM MotoGp liðið 2019

MotoGP mótaröðin 2019 hefst 10. mars í Qatar og hafa keppnisliðin verið að kynna nýju hjólin og keppendur undanfarið.

KTM í Austurríki teflir fram tveimur liðum í ár í MotoGP flokknum og kynntu þeir nýju hjólin og keppendur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KTM í Mattighofen 12. febrúar.
 Team KTM Red Bull Factory ásamt „Satellite“ Team Tech 3 KTM Red Bull.
Einnig voru nýjir ökumenn kynntir fyrir bæði liðin.

12.2.19

25 ára samstarf milli Honda og Repsol í MotoGp

Marc Marquez og Jorge Lorenso  

 Á dögunum tilkynnti Repsol Honda MotoGp keppnisliðið á fréttamannafundi í Madrid á Spáni hverjir myndu keppa fyrir þá á keppnistímabilinu 2019.

Og munu það vera Marc Marquez og Jorge Lorenso sem keyra fyrir þá á Honda RC213V

Lorenso sem ók fyrir Ducati liðið í fyrra og sigraði 3 keppnir er mjög sáttur við skiptin.

Marc Marquez er búin að vera nokkur ár hjá Honda og er núverandi