15.2.19

Suzuki MotoGp Liðið 2019


  Tveir ungir og efnilegir ökumenn prýða Suzuki liðið í MotoGp í ár.


Báðir eru þeir Spánverjar og heita Alex Rins og Joan Mir og hjólin Suzuki GSX-RR

Þeir hafa verið í prufum í allan vetur með hjólin og verið að berjast við að bæta aflið án þess að missa grip, auk þess að bæta hegðun hjólsins inn og út úr beyjum.

  Alex hefur nú klárað tvö keppnistímabil fyrir Suzuki í MotoGp mun því vera reynsluboltinn í liðinu
en hann komst fimm sinnum á verðlaunapall 2018 og ætlar sér ofar á þessu tímabili.


Joan Mir hefur sannað að hann er góður ökumaður hann varð heimsmeistari í Moto3. 2017 á Honda.
Keppti svo 2018 í Moto2.  og varð sjötti er hann keppti á Kalex.
Suzuki sá hæfileikana í stráknum og tóku hann yfir til sín 2019.

Spennandi verður að sjá hvernig Suzuki liðið kemur undan vetri.