14.2.19

Norðanmenn eru mótorhausar

Þegar veturinn er sem harðastur hér norðanlands og allt á kafi í snjó þá dettur manni síst í hug að fara út á mótorhjólinu sínu.
Þetta hafa samt sem nokkrir gallharðir mótorhausar leyst með því að breyta mótorhjólinu í Vélsleða á einu skíði.

Milligirkassi til að koma aflinu
út í beltabúnaðinn


Upphaflega hugmyndin er erlend og er þekkt undir nafninu Timbersled, en í því felst er taka hjólin undan mótorhjólinu og setja undir beltabúnað í
stað afturdekks og skíði í stað framdekks.
Fyrst var þetta gert á torfærumótorhjólum en nú hafa nokkrir galvaskir
einstaklingar á Akureyri / Dalvík þróað búnaðinn og komið honum undir stór og öflug götuhjól.

Viðar Gunn er einn af þessum mótorhausum enda ekki langt að sækja það menntaður vélfræðingur og með endalausann áhuga á fjallaferðum á vélsleðum og mótorhjólum.
Frambúnaðurinn fyrir Skíðið
Með  honum í smíðinni var Gunnar Hansen en hann er svipað þekkjandi Vélvirki og þegar svona kallar leggja í púkk þá gerast oft undrin.

Við prufuðum að sérsmíða búnaðinn undir Suzuki GSXR 1000 R eftir að við vorum búnir að prófa þetta á torfæruhjólunum.  Hellings munur á afli er þarna á milli en Suzuki hjólið er 190 hestöfl og 180 kg en til samanburðar er öflugt Torfæruhjól 50 hestöfl og 120kg.

Eftir fyrstu prufu komumst við að því að við þyrftum að styrkja strekkjarbúnaðinn meira því hann bognaði eftir allt  þetta afl í prufuhringnum.  Einnig skiptum við um framgafflana á hjólinu því slaglengd framfjöðrunar í götuhjólum er ekki mjög löng og settum við framgaffla undan KTM 525 undir hjólið.

Endurhanna þurfti bremsurnar að því leyti að afturbremsudælan og diskur voru notuð áfram á öxli en tengingarnar voru færðar fram í stýri þannig að það sem áður var frambremsa mótorhjólsins er nú bremsan. Þetta er til þess að þegar allt er komið á kaf í snjó þá væri fótpetlabremsa til trafala og gæti fest á í fönninni.

Það styttist í að önnur prufa verði gerð á þessu tryllitæki og það verður gaman að fylgjast með þessum köllum í vetur.

Grein : www.tian.is
myndir af facebooksíðu
Viðars Gunn

Víðir #527
KTM á Flugi
Á fjöllum Með
Timbersled búnaði