MotoGP mótaröðin 2019 hefst 10. mars í Qatar og hafa keppnisliðin verið að kynna nýju hjólin og keppendur undanfarið.
KTM í Austurríki teflir fram tveimur liðum í ár í MotoGP flokknum og kynntu þeir nýju hjólin og keppendur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KTM í Mattighofen 12. febrúar.Team KTM Red Bull Factory ásamt „Satellite“ Team Tech 3 KTM Red Bull.
Einnig voru nýjir ökumenn kynntir fyrir bæði liðin.
Með Red Bull sem aðal sponsor er Factory liðið í hefðbundnum Red Bull stíl en „Satellite“ keppnislið Tech 3 fá glæsileg blá / silfur og appelsínugul hjól sem svipar til formúlu 1 liðs Toro Rosso í litasamsetningu.
Johann Zarko |
Pol Espargaro |
Ökumenn KTM Tech 3 liðsins eru Hafizh Syahrin og Miguel Oliveira.
Hafizh Syahrin |
KTM verksmiðjurnar hafa undanfarin ár haft Mika Kallio sem „test“ ökumann en KTM hefur einnig ráðið fyrrverandi Honda ökumanninn Dani Pedrosa til þess að sjá um prófanir og þróun hjólanna.
Miguel Olivera |
KTM liðin eru til alls líkleg fyrir keppnistímabilið 2019 og eiga líklega eftir að stríða stóru liðunum í sumar.