MotoGP mótaröðin 2019 hefst 10. mars í Qatar og hafa keppnisliðin verið að kynna nýju hjólin og keppendur undanfarið.
KTM í Austurríki teflir fram tveimur liðum í ár í MotoGP flokknum og kynntu þeir nýju hjólin og keppendur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KTM í Mattighofen 12. febrúar.Team KTM Red Bull Factory ásamt „Satellite“ Team Tech 3 KTM Red Bull.
Einnig voru nýjir ökumenn kynntir fyrir bæði liðin.
Með Red Bull sem aðal sponsor er Factory liðið í hefðbundnum Red Bull stíl en „Satellite“ keppnislið Tech 3 fá glæsileg blá / silfur og appelsínugul hjól sem svipar til formúlu 1 liðs Toro Rosso í litasamsetningu.
![]() |
Johann Zarko |
![]() |
Pol Espargaro |
Ökumenn KTM Tech 3 liðsins eru Hafizh Syahrin og Miguel Oliveira.
![]() |
Hafizh Syahrin |
KTM verksmiðjurnar hafa undanfarin ár haft Mika Kallio sem „test“ ökumann en KTM hefur einnig ráðið fyrrverandi Honda ökumanninn Dani Pedrosa til þess að sjá um prófanir og þróun hjólanna.
![]() |
Miguel Olivera |
KTM liðin eru til alls líkleg fyrir keppnistímabilið 2019 og eiga líklega eftir að stríða stóru liðunum í sumar.