23.5.13

Skoðunardagur Tíunnar og Frumherja

Við vildum bara minna á skoðunardaginn okkar hjá Frumherja sem er núna laugardaginn 25. maí (næstkomandi laugardag) frá kl 10-14. Greiddir félagar fá 60% afslátt af skoðunargjaldi þennan dag, og einnig verða grillaðar pylsur á boðstólnum fyrir gesti :-)

Vonumst til að sjá sem flesta félaga!

Með bestu kveðju
Tían - Bifhjólaklúbbur Norðuramts

22.5.13

Með kaffi í blóðinu


Það er í góðum fé­lags­skap á sveita­hót­el­inu Hrauns­nefi í Borg­ar­f­irði sem maður fer að velta fyr­ir sér hvers­kon­ar snilld­ar­grip­ur Moto Guzzi V7 hjólið er. Fyr­ir fram­an und­ir­ritaðan er góm­sæt­ur ham­borg­ari á diski og góðir fé­lag­ar. En í koll­in­um er akst­ur­inn frá Reykja­vík á þess­um létta ít­alska kaffireiser sem sjálf­ur er ein­mitt góður fé­lagi.

Reynsluakst­ur­inn hófst í Reykja­vík deg­in­um áður og strax bauð mótor­hjólið af sér góðan þokka. Það er sam­dóma álit þeirra sem hafa séð hjólið að Moto Guzzi V7 sé ekta og dæmi­gert mótor­hjól, svona hjól eins og ung­ling­ur myndi teikna ef hann væri beðinn um að teikna mótor­hjól. Moto Guzzi V7 er lágt og lip­urt að sjá, V-vél­in er skemmti­leg á að líta og kaffireiser sætið stíl­hreint. Tankur­inn mátu­lega vold­ug­ur og mæla­borðið og fram­ljósið lát­laust. Útlits­lega er Moto Guzzi V7 því skóla­bók­ar­dæmi um mótor­hjól.
Strokkasin­fón­ía í hæsta gæðaflokki
En það leyn­ir þrátt fyr­ir það á sér í mörgu til­liti. Vél­in er ekki sér­lega stór eða öfl­ug, 744 cc og 48 hest­öfl. En það hve þýð vél­in er skipt­ir veru­legu máli og hún skil­ar sínu mjög skemmti­lega. Hún er snögg upp á snún­ing og í raun ger­ir þessi hóg­væra en þýða vél manni kleift að nýta allt aflið sem mótor­hjólið hef­ur án þess að brjóta hraðaregl­ur. Það þýðir að akst­ur á þessu hjóli inn­an­bæjar er gríðarlega skemmti­leg­ur vegna þess að það er svo mikið að ger­ast.

jólið purr­ar á rauðu ljósi og á grænu er smellt í fyrsta og gjöf­inni snúið, ann­ar fylg­ir rétt á eft­ir og svo þriðji og jafn­vel fjórði – allt inn­an marka skyn­sem­inn­ar og með adrenalín­flæði í öf­ugu hlut­falli. All­an tím­ann má heyra strokkasin­fón­íu í hæsta gæðaflokki úr tvö­földu púst­kerf­inu – með skemmti­leg­um bak­spreng­ing­um og smell­um þegar slegið er af gjöf­inni.

Lip­ur­leiki hjóls­ins er framúrsk­ar­andi. Stýrið er mátu­lega breitt og akst­ursstaðan er góð en það verður þó að segj­ast eins og er að hjólið er ef­laust í minnsta lagi fyr­ir þá sem eru yfir 185 á hæð. Á móti kem­ur að hjólið er ákaf­lega skemmti­legt í hönd­un­um á fær­um öku­manni og hrekk­laust byrj­and­an­um. Það er til að mynda hægt að losa aft­ur­dekkið í akstri án þess að auka púls hjart­ans – svo góð stjórn er á hjól­inu sem sker sig í gegn­um beygj­ur fyr­ir­hafn­ar­laust.

Skyn­sam­leg­ur pakki

En Ísland er ekki bara inn­an­bæjar og í þjóðvega­akstri býður hjólið af sér góðan þokka. Það þolir ekki mik­inn mótvind hins­veg­ar, til þess er það of létt og vél­in þarf þá að rembast ör­lítið. Fjöðrun­in er hins­veg­ar þokka­leg á þjóðvega­hraða á mis­góðum veg­um lands­ins og lítið mál var að fara í mátu­lega lang­ferð úr borg­inni og að Bif­röst í Borg­ar­nesi. Þó væri skyn­sam­legt að hafa í huga að fjöðrun­in er frem­ur slagstutt og mjúk sem þýðir að hún get­ur slegið sam­an á mestu ójöfn­un­um. Kaffireiser­inn er samt vel til þess að þeysa á milli kaffistaða, jafn­vel þótt sér­stak­lega vel sé lagt í vega­lengd­ina.

Moto Guzzi V7 er í raun nokkuð skyn­sam­leg­ur pakki. Hjólið er loft­kælt eins og svo mörg önn­ur mótor­hjól, vel smíðað og sam­sett, ræður yfir góðum brems­um og af­skap­lega þýðum gír­kassa. Þá er það ótví­ræður kost­ur að hjólið er með drifskafti og því þarf ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur af sliti í keðju eða hvim­leiðu viðhaldi. Það er ágætt pláss fyr­ir farþega, alla­vega fyr­ir styttri ferðir og óvænt­ur plús var sá að bæði virt­ist eldsneytis­eyðsla hjóls­ins vera mjög lít­il og eins er tankur­inn stór. Það má því bú­ast við því að hægt sé að aka tölu­vert langt á milli fyll­inga, kannski jafn­vel 400 kíló­metra. Senni­lega hjálp­ar þyngd hjóls­ins því á flest­um sviðum því það er ekki nema um 180 kíló.

Á rétt­um for­send­um

Í stuttu má segja að þessi lipri kaffireiser fangi full­kom­lega feg­urð sjö­unda ára­tug­ar­ins í mótor­hjól­um með allri tækni og þæg­ind­um nú­tím­ans.

Hin ít­ölsku Moto Guzzi mótor­hjól eru sjald­gæf á Íslandi og það er kom­inn tími til að land­inn skoði eitt­hvað annað en hið dæmi­gerða og aug­ljósa þegar kem­ur að mótor­hjól­um. Mótor­hjól snú­ast auðvitað um stíl og skemmt­un – þau ættu allra síst að velj­ast á sömu for­send­um og vísi­tölu­bíll­inn. Fyr­ir þá sem líta á mótor­hjól sem fulln­ustu lífs­stíls­ins ætti þessi lipri kaffireiser að passa full­kom­lega.

ingvar.orn.ingvars­son@gmail.com

Kost­ir

Spar­neytið, lip­urt, rekstr­ar-hag­kvæmni drifskafts­ins og sí­gilt út-lit

Gall­ar

Helst til slagstutt fjöðrun, hjólið get­ur virkað lítið und­ir há-vöxnu fólki
Morg­un­blaðið | 22.5.2013 

2.5.13

Aðalfundur Tíunnar / Dansiball / Hjólamessa /

Góðan daginn


Við viljum bara minna á að aðalfundur Tíunnar verður haldinn laugardaginn 11. maí næstkomandi á Sportvitanum og hefst fundurinn klukkan 14. Eftir fundinn förum við svo í hópakstur um bæinn og minnum fólk á að hjólin eru komin á götuna.
Í ár er kosið um fjögur sæti í stjórn Tíunnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn Tíunnar er bent á að senda inn framboð sitt á tian@tian.is eða hringja í síma 869-3332 (Óli Pálmi). Einungis greiddir meðlimir geta kosið í stjórnarkjörinu, en greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu hafa verið sendir út og í heimabanka (ætti að koma undir valgreiðslur í heimabankanum).

Á laugardagskvöldinu ætlum við síðan að starta hjólasumrinu með því að skemmta okkur saman á Sportvitanum. Á dagskránni er meðal annars uppistand þar sem Sigurvin Fíllinn Jónsson mun skemmta, og trúbador leikur nokkur vel valin lög. Húsið opnar klukkan 22 og reiknum við með að hefja skemmtunina um hálftíma síðar, eða klukkan 22:30. Miðaverð er kr 1500 sem greiðist við innganginn (við tökum ekki kort).

Hjólamessa verður síðan haldin í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. maí klukkan 11. Mætum á hjólunum (amk þeir sem hafa ekki tekið of hraustlega á því kvöldið áður) og hlustum á skemmtilega tónlist :-)

Góðar stundir