23.5.13

Skoðunardagur Tíunnar og Frumherja

Við vildum bara minna á skoðunardaginn okkar hjá Frumherja sem er núna laugardaginn 25. maí (næstkomandi laugardag) frá kl 10-14. Greiddir félagar fá 60% afslátt af skoðunargjaldi þennan dag, og einnig verða grillaðar pylsur á boðstólnum fyrir gesti :-)

Vonumst til að sjá sem flesta félaga!

Með bestu kveðju
Tían - Bifhjólaklúbbur Norðuramts

22.5.13

Með kaffi í blóðinu


Það er í góðum fé­lags­skap á sveita­hót­el­inu Hrauns­nefi í Borg­ar­f­irði sem maður fer að velta fyr­ir sér hvers­kon­ar snilld­ar­grip­ur Moto Guzzi V7 hjólið er. Fyr­ir fram­an und­ir­ritaðan er góm­sæt­ur ham­borg­ari á diski og góðir fé­lag­ar. En í koll­in­um er akst­ur­inn frá Reykja­vík á þess­um létta ít­alska kaffireiser sem sjálf­ur er ein­mitt góður fé­lagi.

Reynsluakst­ur­inn hófst í Reykja­vík deg­in­um áður og strax bauð mótor­hjólið af sér góðan þokka. Það er sam­dóma álit þeirra sem hafa séð hjólið að Moto Guzzi V7 sé ekta og dæmi­gert mótor­hjól, svona hjól eins og ung­ling­ur myndi teikna ef hann væri beðinn um að teikna mótor­hjól. Moto Guzzi V7 er lágt og lip­urt að sjá, V-vél­in er skemmti­leg á að líta og kaffireiser sætið stíl­hreint. Tankur­inn mátu­lega vold­ug­ur og mæla­borðið og fram­ljósið lát­laust. Útlits­lega er Moto Guzzi V7 því skóla­bók­ar­dæmi um mótor­hjól.
Strokkasin­fón­ía í hæsta gæðaflokki
En það leyn­ir þrátt fyr­ir það á sér í mörgu til­liti. Vél­in er ekki sér­lega stór eða öfl­ug, 744 cc og 48 hest­öfl. En það hve þýð vél­in er skipt­ir veru­legu máli og hún skil­ar sínu mjög skemmti­lega. Hún er snögg upp á snún­ing og í raun ger­ir þessi hóg­væra en þýða vél manni kleift að nýta allt aflið sem mótor­hjólið hef­ur án þess að brjóta hraðaregl­ur. Það þýðir að akst­ur á þessu hjóli inn­an­bæjar er gríðarlega skemmti­leg­ur vegna þess að það er svo mikið að ger­ast.

jólið purr­ar á rauðu ljósi og á grænu er smellt í fyrsta og gjöf­inni snúið, ann­ar fylg­ir rétt á eft­ir og svo þriðji og jafn­vel fjórði – allt inn­an marka skyn­sem­inn­ar og með adrenalín­flæði í öf­ugu hlut­falli. All­an tím­ann má heyra strokkasin­fón­íu í hæsta gæðaflokki úr tvö­földu púst­kerf­inu – með skemmti­leg­um bak­spreng­ing­um og smell­um þegar slegið er af gjöf­inni.

Lip­ur­leiki hjóls­ins er framúrsk­ar­andi. Stýrið er mátu­lega breitt og akst­ursstaðan er góð en það verður þó að segj­ast eins og er að hjólið er ef­laust í minnsta lagi fyr­ir þá sem eru yfir 185 á hæð. Á móti kem­ur að hjólið er ákaf­lega skemmti­legt í hönd­un­um á fær­um öku­manni og hrekk­laust byrj­and­an­um. Það er til að mynda hægt að losa aft­ur­dekkið í akstri án þess að auka púls hjart­ans – svo góð stjórn er á hjól­inu sem sker sig í gegn­um beygj­ur fyr­ir­hafn­ar­laust.

Skyn­sam­leg­ur pakki

En Ísland er ekki bara inn­an­bæjar og í þjóðvega­akstri býður hjólið af sér góðan þokka. Það þolir ekki mik­inn mótvind hins­veg­ar, til þess er það of létt og vél­in þarf þá að rembast ör­lítið. Fjöðrun­in er hins­veg­ar þokka­leg á þjóðvega­hraða á mis­góðum veg­um lands­ins og lítið mál var að fara í mátu­lega lang­ferð úr borg­inni og að Bif­röst í Borg­ar­nesi. Þó væri skyn­sam­legt að hafa í huga að fjöðrun­in er frem­ur slagstutt og mjúk sem þýðir að hún get­ur slegið sam­an á mestu ójöfn­un­um. Kaffireiser­inn er samt vel til þess að þeysa á milli kaffistaða, jafn­vel þótt sér­stak­lega vel sé lagt í vega­lengd­ina.

Moto Guzzi V7 er í raun nokkuð skyn­sam­leg­ur pakki. Hjólið er loft­kælt eins og svo mörg önn­ur mótor­hjól, vel smíðað og sam­sett, ræður yfir góðum brems­um og af­skap­lega þýðum gír­kassa. Þá er það ótví­ræður kost­ur að hjólið er með drifskafti og því þarf ekki að hafa nein­ar áhyggj­ur af sliti í keðju eða hvim­leiðu viðhaldi. Það er ágætt pláss fyr­ir farþega, alla­vega fyr­ir styttri ferðir og óvænt­ur plús var sá að bæði virt­ist eldsneytis­eyðsla hjóls­ins vera mjög lít­il og eins er tankur­inn stór. Það má því bú­ast við því að hægt sé að aka tölu­vert langt á milli fyll­inga, kannski jafn­vel 400 kíló­metra. Senni­lega hjálp­ar þyngd hjóls­ins því á flest­um sviðum því það er ekki nema um 180 kíló.

Á rétt­um for­send­um

Í stuttu má segja að þessi lipri kaffireiser fangi full­kom­lega feg­urð sjö­unda ára­tug­ar­ins í mótor­hjól­um með allri tækni og þæg­ind­um nú­tím­ans.

Hin ít­ölsku Moto Guzzi mótor­hjól eru sjald­gæf á Íslandi og það er kom­inn tími til að land­inn skoði eitt­hvað annað en hið dæmi­gerða og aug­ljósa þegar kem­ur að mótor­hjól­um. Mótor­hjól snú­ast auðvitað um stíl og skemmt­un – þau ættu allra síst að velj­ast á sömu for­send­um og vísi­tölu­bíll­inn. Fyr­ir þá sem líta á mótor­hjól sem fulln­ustu lífs­stíls­ins ætti þessi lipri kaffireiser að passa full­kom­lega.

ingvar.orn.ingvars­son@gmail.com

Kost­ir

Spar­neytið, lip­urt, rekstr­ar-hag­kvæmni drifskafts­ins og sí­gilt út-lit

Gall­ar

Helst til slagstutt fjöðrun, hjólið get­ur virkað lítið und­ir há-vöxnu fólki
Morg­un­blaðið | 22.5.2013 

19.5.13

SPESSI LJÓSMYNDAÐI MÓTORHJÓLAMENNINGU Í MIÐRÍKJUM BANDARÍKJANNA

„Þetta er svo mikil Ameríka“ 

ÉG KOMST INN Í ÞENNAN HÓP OG KYNNTIST MENNINGUNNI INNAN FRÁ,“ SEGIR LJÓSMYNDARINN SPESSI. SÝNING Á LJÓSMYNDUM HANS AF BANDARÍSKUM MÓTORHJÓLAKÖRLUM VERÐUR OPNUÐ Í LJÓSMYNDASAFNI REYKJAVÍKUR OG ER Á DAGSKRÁ LISTAHÁTÍÐAR.


Þegar maður vinnur svona verkefni verður maður að sýna ákveðið hlutleysi og ekki setja sig í neitt dómarasæti. Manni er treyst. Fólkið fann að ég hef áhuga á þessari mótorhjólamenningu, og ég varð á vissan hátt hluti af henni,“ segir Spessi ljósmyndari, Sigurþór Hallbjörnsson, um sýninguna Nafnlaus hestur sem hann opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag klukkan 13. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Á sýningunni eru ljósmyndir á mótorhjólaköppum sem Spessi myndaði á árunum 2011 og 2012 en þá var hann búsettur í Kansas í Bandaríkjunum og myndaði þar í kring – á einhverju fátækasta svæði Bandaríkjanna. Hann segir markmiðið hafa verið í senn að skrá og veita innsýn í þennan sérstaka menningarkima, sem hann hefur sökkt sér í. Ásamt Bergsteini Björgúlfssyni kvikmyndagerðarmanni vinnur hann nú einnig að heimildakvikmynd um mótorhjólameninguna,  „bækerana“ eins og þeir eru kallaðir þessir karlar sem bruna um þjóðvegina og mörgum stendur ógn af, enda sumir þeirra bendlaðir við sitthvað misjafnt.
Spessi er einn kunnasti ljósmyndari landsins, þekktur fyrir afgerandi hlutlægan stíl hvort sem hann sýnir fólk eða staði; margir þekkja bækur hans Bensín og Location. Hann segir þetta verkefni hafa legið í loftinu í mörg ár, allar götur síðan hann sá kvikmyndina Easy Rider í London árið 1979 í London. „Fyrsta mótorhjólið eignaðist ég árið 1986, svo tók ég mér hlé en upp úr aldamótunum fékk ég mér Harley Davidson-hjól og öðlaðist mikinn áhuga á þessum kúltúr. Mér fannst hann spennandi og langaði að kynna mér betur hvaðan hann kemur,“ segir hann.

 „Þeir hafa lifað lífinu“ 

Áhuginn gat ekki annað en leitt Spessa til Bandaríkjanna – „í upphafi er þetta amerísk menning,“ segir hann. Í byrjun árs 2008 lét Spessi sérsmíða fyrir sig  mótorhjól í Las Vegas og þegar það var tilbúið um vorið flaug hann út og ók á því á mótorhjólahátíð í SuðurDakóta, og svo áfram suður til Memphis í Tennessee. „Á þessum tíma ákvað ég að gera  portrettbók um mótorhjólamenn,“ segir hann. Kunningi hans stakk upp á því að hann gerði samtímis heimildamyndina um þessa menningu. Síðan hefur verkefnið þróast og Spessi ákvað að hann þyrfti að dvelja um tíma vestanhafs, í nábýli við eigendur mótorhjólanna stóru. „Ég endaði í Kansas þar sem konan mín fór í skóla sem skiptinemi – og það var hárrétti staðurinn! Þetta er svo mikil Ameríka
„Þessi mynd er tekin þegar sonurinn var að
snúa  heim eftir átta ár  í fangelsi.
Fjölskylda og vinir biðu hans á mótorhjólaverkstæðinu.
Það var hjartnæm stund. Daginn eftir fékk hann nýtt
Harley-mótorhjól,“ segir Spessi.
og menning mótorhjólamannanna þar svo rótgróin og óspillt. Ég kynntist „bækerafjölskyldu“; pabbinn er sjötugur og hefur hjólað í hálfa öld, synir hans eru allir á mótorhjólum og vinirnir líka, þessir flottu gömlu kallar.
Þeir hafa lifað lífinu,“ segir Spessi og hlær, enda hefur hann heyrt hjá þeim margar sögur. „Ég komst inn í þennan hóp og kynntist menningunni innan frá, kjarnanum, á meðan ég hef venjulega horft utan frá í öðrum verkefnum sem ég hef unnið með myndavélinni.“

„Eins og þjóðflokkur“

 Í þessum nýjum myndum Spessa segir hann ákveðinn samruna þeirrar hlutlægu nálgunar sem hann er þekktastur fyrir og hefðbundinnar heimildaljósmyndunar, ljósmyndafrásagna eins og þekktar eru úr eldri tímaritum.
„Þetta verkefni sver sig í ætt við mín fyrri en nálgunin er líka klassísk; þetta krafðist annarrar nálgunar en ég er vanur. Þetta er mjög sjónræn menning.  mótorhjólamennirnir eru eins og þjóðflokkur. Tilfinningin er að allir „bækerar“ séu vinir. Gömlu karlarnir segja mér að hvort sem menn voru í klúbb eða ekki þá héldu þeir saman. Þótt þessir menn eigi fjölskyldur snýst allt um mótorhjólamenninguna; ef einhver deyr þá er farið á mótorhjólunum í útförina. Það þykir virðingarvottur.“
Rætur þessarar mótorhjólamenningar eru raktar aftur Kaliforníu árið 1947 og þetta voru gjarnan uppgjafahermenn sem áttu bágt með að aðlagast hinu daglega lífi að nýju. Spessi segir þá hafa stofnað klúbba sem séu að vissu leyti byggðir upp eins og herdeildir og þeir flökkuðu um eins og kúrekar í villta vestrinu, nema hjólin komu í stað hesta. Þessa sögu mun Spessi segja í heimildakvikmyndinni. Og auk þess að hafa mikinn áhuga á þessari menningu, menningu sem sumir fyrirlíta og aðrir óttast, þá segist Spessi hafa samúð með henni. Og hann gerir ekki mikið úr því að hún spretti víða upp úr fátækt, eymd og fáfræði. „
Vissulega er nokkur fátækt en margir þessara karla stunda sína vinnu og þeir eru alls ekki allir í einhverjum klúbbum. Þetta er heillandi heimur,“ segir Spessi.

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
 http://timarit.is
19.05.2013

14.5.13

Með fjandann í fingrunum


   Ökuþórinn Friðjón Veigar Gunnarsson Friðjón Veigar Gunnarsson eða Fíi eins og hann er kallaður af vinum sínum er listamaður af nýju kynslóðinni. Hans pensill er lítil sprautubyssa sem í daglegu tali kallast airbrush út af því að það er ekki til gott íslenskt orð yfir þetta fyrirbæri. Pappírinn er hins vegar frekar óvenjulegur hverju sinni,
en það eru bílar og mótorhjól og þá venjulega ekki af verri endanum. Friðjón hefur verið að sprauta fyrir þónokkra hérna heima en ekki síður erlendis og hefur farið þónokkrum sinnum á síðustu tveimur árum til Skandinavíu að sprauta. Hann er á leiðinni út aftur næsta föstudag og bílablaðið heyrði aðeins í honum vegna þess.


Vinsæll í verkefni á Vestur-Jótlandi 


„Ég er að fara til Varde sem er á VesturJótlandi að mála flotta bíla og mótorhjól. Þetta hafa mest verið mótorhjólaverkefni en síðast þegar ég var þarna málaði ég górillu aftan á bíl sem tilheyrði vinsælli vefsíðu. Í framhaldinu fer ég á NorðurJótland þar sem ég á að mála bíl og tvö mótorhjól en það er hjá aðila sem ég vann hjá þegar ég bjó þarna úti. Ég er búinn að fara nokkrum sinnum þarna út, fór tvisvar í fyrra og málaði sjö hjól í fyrra skiptið. Í seinna skiptið tók ég þátt í Mosten Raceday en þar vorum við þrír málarar með tjald og vorum að sprauta allan tímann. Ég
tók þátt í keppni í hittifyrra í Kaupmannahöfn sem endaði einmitt með því að ég fékk hringingu frá þeim í Varde um að koma og vinna nokkur verkefni fyrir þá.“ Friðjón Veigar hefur mest lært af sjálfum sér þegar kemur að sprautuninni en hann tók þó eitt námskeið hjá Craig Fraiser þegar hann kom hingað fyrst. Fraiser hefur haldið fjögur námskeið hérlendis, en hann kom hingað fyrst 2008.
„Ég hef haft nóg af krefjandi verkefnum sem hafa neytt mann til að gera prófanir og að kafa ofan í hlutina. Það eru margir sem eru að sprauta bara út af því að þeir hafa gaman af því. Það eru samt ekki
margir sem gefa sig út í þetta hérlendis en þetta er að verða vinsælt eins og tattúið. Þetta er reyndar ekki eins endanlegt og tattúið en ég hef verið að fikta aðeins við það líka. Menn eru að mála allt frá einföldum hauskúpum upp í myndir sem eru eins og ljósmyndir með réttu tækninni. Þú þarft bara að kunna að teikna og skyggja og restin er að læra handbragðið og trikkin.“

Langar í snargeðveikt mótorhjól 

Þegar Friðjón var spurður út í draumaverkefnið var svarið fljótt að koma. „Það væri eitthvert snargeðveikt og risastórt, sérsmíðað mótorhjól sem ég fengi að mála nákvæmlega eins og ég myndi vilja það. Mér finnst mest gaman að vinna með mótorhjólin þótt það væri auðvitað gaman að fá að gera einn Pick-up eða trukk. Mótorhjólin bjóða upp á miklu fínni myndir því maður sér ekki heilu bílana sem eru málaðir eins og hjólin eru máluð. Maður getur opnað flóðgáttir illskunnar á þau ef svo
má segja. Sumir nota litla myndvarpa til að kasta mynd á hjólið til að mála eftir en ég vil heldur gera sem mest fríhendis, það er mikið skemmtilegra,“ segir Friðjón. Hann hefur úr mörgum verkefnum að velja á næstunni hérlendis og er meðal annars að fara að mála vélarhlíf á flottum TransAm. „Ég er að vinna í geðveikum Kaffireiser og einnig skilrúm í kaffihús og var að klára einn mótorhjólahjálm þannig að verkefnin eru fjölbreytt. Annars er ég búinn að vera í fæðingarorlofi í vetur og hef ekki náð að sinna máluninni sem slíkri í nokkra mánuði,“ segir Friðjón sem er með Fésbókarsíðu sem heitir  Fjandinn, airbrush og tattoo.

14.05.2013
njall@mbl.is

13.5.13

Xavier á siglóÞegar ég keyrði niður aðalgötuna á þriðjudaginn síðasta(semsagt 7. maí) sá ég mótorhjól fyrir utan gistiheimilið Hvanneyri. Það var svolítið sérstakt að sjá mótorhjól á þessum tíma(hjól sem ég vissi að var alveg pottþétt túristahjól).


Sá sem á hjólið heitir Xavier De Somer. Hann er á hringferð um Ísland. Og á mótorhjóli!! Þetta er æðislegt. Mig langar í svona hjól.

Daginn áður en ég hitti hann, semsagt á mánudaginn, sama dag og hann kom til Siglufjarðar var alveg hin sæmilegasta hríð og hin albezta snjóblinda. Þetta er sko alvöru sagði hann. Að vera að djöflast á mótorhjóli svona yfir háveturinn og það á Siglufirði.

Xavier er frá Belgíu og er búin að keyra um fleiri lönd á mótorhjólinu. Hjólið er KTM og er hann alveg í skýjunum með það. Hann sagði að það væri mjög gott í snjó(reyndar hló hann á eftir).

Ég fékk að taka nokkrar myndir hjá honum og svo fékk ég líka leyfi til að setja myndbönd sem hann hefur sett á youtube inn á vefinn hjá okkur. Góða skemmtun.
Myndband.
Reykjavík - Akureyri
http://www.youtube.com/watch?v=V42JI299XWw

Myndband
Ferð sem hann fór í til Marakkó.
http://www.youtube.com/watch?v=9aOoNTrlNDY


http://www.siglo.is/ 2013

11.5.13

Lúta eigin lögmálum

FÁKURINN PRJÓNAR
Hank, vinur Spessa og velgjörðarmaður.
Mótorhjólakappar í Kansas eru viðfangsefni ljósmyndarans Spessa á sýningunni Nafnlaus hestur. Spessi bjó í tæpt ár í Manhattan í Kansas og upplifði af eigin raun þá sérstæðu menningu sem mótorhjólunum fylgir.

Það er mikið um að vera í Frystihúsinu við Hafnarbraut þessa dagana. Þar býr og starfar ljósmyndarinn Spessi, sem á Listahátíð mun sýna í Ljósmyndasafninu myndir sem hann tók af mótorhjólaköppum í Kansas í Bandaríkjunum. Heiðurssess í vinnustofunni skipar veglegt mótorhjól sérsmíðað fyrir Spessa en auk þess eru þar annað mótorhjól, nokkur reiðhjól, staflar af myndum og hundurinn Fidel sem Saga, dóttirin á heimilinu, tilkynnir mér að sé orðinn þrettán ára.
EITT SINN BÆKER–
ÁVALLT BÆKER
Jesse James, mótorhjólasmiður í Salina.
En hvernig vildi það til að fjölskyldan flutti til Kansas í heilt ár? „Við Bergsteinn Björgúlfsson erum að vinna heimildarmynd um mótorhjólamenningu í Bandaríkjunum og þótt ég hafi verið þar töluvert fannst mér einhvern veginn að ég þyrfti að búa þar um tíma til að komast almennilega inn í þetta. Ég lét smíða fyrir mig mótor hjól í Las Vegas 2008 og geymdi það í Memphis, þannig að ég hef verið að fara þangað yfir veturinn og viðra mig aðeins en gat aldrei stoppað nógu lengi. Til þess að fá landvistarleyfi lengur en þrjá mánuði ákváðum við að Áróra konan mín, sem var í listfræði í háskólanum hérna, færi í skiptinám einhvers staðar í BNA. Hún gat ekkert valið hvert hún myndi fara og við urðum dálítið hissa þegar við fengum staðfestingu á að við værum að fara til Kansas. Okkur fannst það samt dálítið spennandi og ákváðum að láta slag standa og drífa okkur. Sem betur fer, því þetta var akkúrat staðurinn sem mig vantaði. Þetta er það sem maður sér fyrir sér þegar maður hugsar um Ameríku.“

Kúrekar á vélfákum


NAFNLAUSI HESTURINN HVÍLDUR
Spessi lét sérsmíða hjólið í Las Vegas
og tók með sér til Kansas. MYND/HENRY
 Ekki hafði fjölskyldan verið lengi á staðnum þegar Spessi fór á stjá og leitaði að mótorhjólaköppum. „Af því að hjólið mitt er sérsmíðað var smá vesen að fá það skráð, það vantar á það stefnuljós og hraðamæli og svona. Þá var mér bent á strák sem byggi í næsta bæ, 40 mílur í burtu. Ég mæti á staðinn, fer inn á kaffihúsið, hitti þar konu og spyr hana um mótorhjólaverkstæði Hanks. Þá kemur í ljós að hann er maðurinn hennar og verkstæðið er bara beint á móti kaffihúsinu. Við náðum strax vel saman, töluðum sama tungumálið, mótorhjólatungumálið, og hann bara tók mig upp á sína arma. Kynnti mig fyrir hinum mótorhjólagæjunum, enda ekki langt fyrir hann að fara til þess. Pabbi hans, sem er að verða sjötugur, er bæker og sömuleiðis allir vinir hans og þeir bara tóku mig inn í grúppuna eins og ekkert væri eðlilegra.“ Hvað er svona sérstakt við þessa menningu? „Þetta er svolítið eins og þjóðflokkur þannig að þetta var eiginlega etnógrafísk rannsókn líka. Það er talið að þetta hafi byrjað upp úr stríðinu þegar hermennirnir sem höfðu barist í seinni heimsstyrjöldinni komu heim og áttu erfitt með að aðlagast venjubundnu lífi. Það eru her hjól úti um allt sem hægt er að fá fyrir lítinn pening og hermennirnir fara að mynda klíkur sem fara um á mótorhjólum dálítið eins og kúrekarnir gerðu í villta vestrinu. Þetta er alveg sama stemningin.“

Snýst um frelsi


KOMINN HEIM Jackie er reyndar
 hermaður, en byssur eru
almenningseign í Kansas
.
 Hvað með lífstílinn sem goðsögnin segir að fylgi mótorhjólaköppunum, er þetta villt líf? „Alls ekki. Í Kansas er þetta bara eðlilegur hluti af tilverunni, ómengað af einhverju hipsterdóti. Þetta eru bara venjulegir menn sem fara um á mótorhjólum. Það er samt auðvitað hluti af menningunni að setja sínar eigin reglur og vera á móti yfirvaldi. Það er arfleifðin frá fyrstu mótorhjólaklíkunum. Þetta snýst um frelsi, það er ekki til meiri frelsistilfinning en að vera á fleygiferð á mótorhjóli eftir veginum, algjörlega sinn eigin herra. Það jafnast ekkert á við það.“ Þótt Spessi sé fluttur heim hefur hann engan veginn sagt skilið við Ameríku. Planið er að hefja tökur á heimildarmyndinni í febrúar á næsta ári og þá ætlar hann að hjóla frá New York til Hollister og rekja sögu mótorhjólamenningarinnar aftur á bak. Áætluð frumsýning er svo 2015. Þangað til er hægt að ylja sér við myndirnar á Ljósmyndasafninu, en sýningin verður opin fram í ágúst
Fréttablaðið 
11.5.2013

2.5.13

Aðalfundur Tíunnar / Dansiball / Hjólamessa /

Góðan daginn


Við viljum bara minna á að aðalfundur Tíunnar verður haldinn laugardaginn 11. maí næstkomandi á Sportvitanum og hefst fundurinn klukkan 14. Eftir fundinn förum við svo í hópakstur um bæinn og minnum fólk á að hjólin eru komin á götuna.
Í ár er kosið um fjögur sæti í stjórn Tíunnar. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn Tíunnar er bent á að senda inn framboð sitt á tian@tian.is eða hringja í síma 869-3332 (Óli Pálmi). Einungis greiddir meðlimir geta kosið í stjórnarkjörinu, en greiðsluseðlar fyrir félagsgjaldinu hafa verið sendir út og í heimabanka (ætti að koma undir valgreiðslur í heimabankanum).

Á laugardagskvöldinu ætlum við síðan að starta hjólasumrinu með því að skemmta okkur saman á Sportvitanum. Á dagskránni er meðal annars uppistand þar sem Sigurvin Fíllinn Jónsson mun skemmta, og trúbador leikur nokkur vel valin lög. Húsið opnar klukkan 22 og reiknum við með að hefja skemmtunina um hálftíma síðar, eða klukkan 22:30. Miðaverð er kr 1500 sem greiðist við innganginn (við tökum ekki kort).

Hjólamessa verður síðan haldin í Akureyrarkirkju sunnudaginn 26. maí klukkan 11. Mætum á hjólunum (amk þeir sem hafa ekki tekið of hraustlega á því kvöldið áður) og hlustum á skemmtilega tónlist :-)

Góðar stundir