26.5.03

Sú stærsta til þessa (Klausturskeppnin 2003)

-Rúmlegar tvö hundruð manns mættu til keppnarinnar sem var haldin í blíðskaparveðri.

Alþjóðlega Offroad Challenge-keppnin í þolakstri var haldin á Klaustri á laugardaginnn

Veðrið var eins gott og það gat orðið á laugardaginn þegar Offroad Challenge-keppnin fór fram við Efri Vík. 

Það voru rúmlega 200 keppendur mættir til að keppa í þessari stærstu mótorhjólakeppni íslandssögunnar.


Eftir skoðun og skráningu var byrjað að keppa í unglingaflokki þar sem 16 kepptu í 40 mínútna keppni. Sú keppni var haldin í sérstakri braut við hliðina á aðalbrautinni. Það var Gunnlaugur Karlsson sem tók forystuna strax í fyrsta hring og hélt henni allt til loka. Hann sigraði, ók tíu hringi á tímanum 44:05.
Annar varð Aron Ómarsson á timanum 45:49, en eftir hörkubaráttu um þriðja sætið á milli Freys Torfasonar, Helga Más Gíslasonar og Svavars Friðriks Smára sem þá  varð Freyr Torfason þriðji á tímanum 48:13

Sex tíma akstur

í 6 tíma keppninni hófu 180 keppendur keppnina á slaginu 12.00 og fram undan var 6 tíma þolaksturskeppni. Af þessum 180 keppendum voru 16 sem hugöust aka einir alla 6 klukkutímana. Brautin var 15,6 kílómetrar og skiptist í hóla, sand, grjót og brattar brekkur. Ekki er ólíklegt að jarðskjálftamælar á Suðurlandi hafi merkt titriting þegar keppendurnir 98 ruku allir af stað í einu með þrumugný. Strax í fyrsta hring tók Micke Friskk sem ók með Valdimai Þórðarsyni á Suzuki, forystuna og hélt henni fyrsta hringinn. I öðrum hring tóku forystuna Ragnar Ingi Stefánsson og Tony Marshall á Hondu og héldu henni næstu þrjá hringi þar á eftir, en í sjötta hring náðu Mike og Valdimar forystunni aftur einn hring en i áttunda hring náðu Viggó Viggósson og James Mahrs á TM forystunni og héldu henni allt til loka. Hraðasti hringur þeirra var einnig hraðasti hringur keppninnar, 21:24, og var það í tíunda hring.
En þetta voru einu keppendurnir sem luku 16 hringjum. Aðrir keppendur luku færri hringjum.

Bragi bakaði aðra


Í einstaklingskeppnoinni höfðu keppendur enga til að leysa sig af þegar þeir voru orðnir þreyttir. Í fimmtugasta og sjötta sæti í heildina var Bragi Óskarsson fyrstur af þeim 16 einstaklingum sem óku einir.
Fréttaritari icemoto á staðnum ákvað að taka þátt í keppninni til að sjá sem mest af henni. Það sem vakti athygli hans var hversu brautin var vel og augljóslega merkt, hættumerki þar sem hætta var fram undan, grjót og annað. Það var sérstök upplifun að vera akandi inni í brautinni þegar fljótustu ökumennirnir hringuðu fréttaritarann og var svolítið sérstakt að sjá mismunandi aktursstíl ökumanna. Sérstaklega vakti aðdáun aktursstíll PG Lundberg, en hann ók á ótrúlegum hraða á grýttustu köflunum og sandinum sem flestum þótti erfiðasti kafli brautarinnar. -HJ  

 https://timarit.is/page/3047169?iabr=on#page/n15/mode/2up

7.5.03

Fær blóðið til að renna

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í
handbolta, finnur sér tíma fyrir torfæruhjólið

Það vita ekki margir að eitt helsta áhugamál Guðmundar Þ. Guðmundssonar, þjálfara landsliðsins í handbolta, er að aka Suzuki DRZ 400 torfærumótorhjóli upp um fjöll og firnindi.

„ÞEGAR ég bjó úti í Þýskalandi fyrir einu og hálfu ári fór ég í fyrsta skipti á mótorhjól, það var torfærumótorhjól Suzuki, DRZ 400 sem er „enduro“ hjól. Þetta hjól er meira notað alhliða, þá meðal annars til ferðalaga. Þá var ég að láta 25 ára gamlan draum rætast,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður um aðdraganda þess að hann byrjaði að stunda akstur á torfærumótorhjóli.
   Hann keypti sér svo svona hjól í Þýskalandi þar sem hann starfaði og kom með það heim til Íslands. Guðmundur notar hjólið einkum til lengri og skemmri ferðalaga. „Ég fer á fjöll með kunningjum mínum. Við höfum meðal annars farið upp á Arnarvatnsheiði. Guðmundur segir þá aka með hjólin út fyrir bæinn og keyra þaðan á ákveðna áfangastaði. „Við ökum eftir erfiðum jeppaslóðum og leggjum mikla áherslu á að aka ekki utan slóða.“ Hann segir það mjög krefjandi að aka torfæruhjóli við erfiðar aðstæður og það reyni jafnframt á hugann, því einbeitingin verði að vera góð svo menn detti ekki á hjólunum. „Í þessum ferðum þarf maður því að vera vel útbúinn. Fyrst ber að nefna hjálm og gleraugu. Við verðum að vera sérstaklega vel varðir um liðamót eins og um olnboga og hné vegna þess að í miklum torfærum kemur fyrir að maður dettur. Flestir eru því klæddir í eins konar brynju sem er úr sérstöku plastefni. 
   Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa hjólreiðamennsku er að hún krefst ákveðinnar hæfni og líkamsstyrks. Þetta eru auk þess mjög kraftmiklar græjur sem fá blóðið til að renna. Maður kemst til dæmis erfiða slóða hraðar en á jeppa og það er ákveðið frelsi sem felst í því að vera á svona hjóli.
    En ég er tiltölulega nýbyrjaður og á ýmislegt eftir ólært. Hluti af ánægjunni af þessum akstri er að njóta náttúrunnar og þá stöðvum við hjólin og virðum fyrir okkur fagurt landslagið.“ En hvað gera þeir ef hjólin bila eða dekk springur upp á háheiði, er þá einhver í hópnum til að gera við?
  „Slíkur vandi hefur ekki komið upp ennþá svo það hefur ekki reynt á þetta. En ef ég tala bara fyrir mig þá kann ég ekki að gera við hjólið né skipta um dekk. Það stendur til hjá mér að læra að geta bjargað mér, þá sérstaklega ef springur á dekkinu.“ Aðspurður segir hann að þetta geti verið hættuleg íþrótt ef menn fari of greitt og gæti ekki að sér. En hefur hann áhuga á að keppa á torfæruhjóli? 
  „Nei, ég er í þessu bara til að keppa við sjálfan mig. Auk þess sem mér finnst gaman að reyna á þessa líkamlegu og andlegu þætti.“ En hann segir marga iðka þetta sport og þá ekki síst menn á miðjum aldri. „Það er meira um það en marga grunar.“
Morgunblaðið 
7.5.2003

5.5.03

Spenna á Frosinni jörð

 Fyrsta endurokeppni ársins fór fram um helgina við Úlfarsfell:

 Það var kuldalegt á laugardagsmorguninn þegar keppendur mættu í fyrstu endurokeppni sumarsins - frosnir pollar og frosin jörð og hiti við frostmark undir Úlfarsfelli. Þetta var það sem blasti við
keppendunum 45 sem voru mættir á ráslínu, tilbúnir að takast á við íslandsmeistaratitilinn í meistara-
deild.
Það var Siv Friðleifsdóttir, heilladís Vélhjólaíþróttaklúbbsins, sem ræsti keppendurna í fyrri umferð dagsins.
Það var eins og orrustuþota sem stingur sér niður undir jörð til orrustu, slíkur var hávaðinn þegar allir 45 keppendurnir ruku af stað út 1 vandlega merkta 9,3 km braut sem lá aö mestu í
væntanlegu vegastæði undir Úlfarsfelli.
Eftir fyrsta hring var Viggó Viggósson fyrstur á TM-hjóli, annar var Ragnar Ingi Stefánsson á Honda og þriðji var núverandi íslandsmeistari, Einar Sigurðsson, á KTM- hjóli. Eftir 55,8 km akstur á tíman um 96,56 mín.
Var það svo Einar Sigurðsson sem sigraði, annar var Ragnar Ingi Stefánsson aðeins 14 sek. á eftir Einari. Þriðji var svo Haukur Þorsteinsson á Yamaha og var hann 1,12 mín. á eftir Ragnari. Viggó varð 4. og Gunnar Þór Gunnarsson fimmti. í 6. sæti lenti svo Valdimar Þórðarson, en hann var kominn á hæla Ragnars þegar hann var fyrir því óláni að verða bensínlaus þegar hann átti um 400 metra eftir í mark. Með aðstoð sinna aðstoðarmanna ýtti hann hjólinu í mark og missti við það 3 keppendur fram úr sér. Sennilegast er þetta sú
keppni sem haft hefur lægstan meðalhraða sigurvegara í enduro frá því byrjað var að keppa í enduro til íslandsmeistara 1998.

Baldursdeild er keppni fyrir byrjendur og er kennd við elsta félagann í Vélhjólaíþróttaklúbbnum, en í hana voru mættir 22 keppendur. Þeir yngstu voru 13 ára með uppáskrifað leyfi frá foreldrum sínum
um að þeir mættu taka þátt í akstursíþróttakeppni. Þeir elstu voru hins vegar tæplega fertugir og ein stelpa, Aðalheiður Birgisdóttir, betur þekkt úr snjóbrettaíþróttum. í Baldursdeild voru eknir 3 hringir í
sömu braut og í meistaradeild. Eftir fyrsta hring var Guðni Friðgeirsson fyrstur, annar var Hrafnkell Sigtryggsson og þriðji Gunnlaugur Karlsson, en hann er sonur Karls Gunnlaugssonar sem lengi hefur verið viðloðandi mótorhjólasportið og sér um sjónvarpsþættina Mótor á Skjá 1 og mótorhjólasport hjá Ríkissjónvarpinu. Að loknum þrem hringjum var staðan sú sama og eftir 1. hring, þó svo að Gunnlaugur hefði á tímabili komist upp í annað sæti, en hann tapaði því aftur er hann drap á hjólinu í drullupytti skömmu áður en hann kom í mark.
1.  Guðni Friðgeirsson, Kawasaki, 57,03 mín.
2. Hrafnkell Sigtryggsson, Suzuki, 57,16.
3.   Gunnlaugur Karlsson, KTM, 57,31.

Þá var komið að seinni umferðinni í meistaradeildinni, en keppt er tvisvar sama daginn í 90 mín. í
meistaradeild. Brautin var orðin ansi grafin og erfið yflr að fara og sífellt bættust við nýir drullupyttir í brautina með tilheyrandi vandræðum.
Það var Viggó Viggósson sem kom fyrstur eftir fyrsta hring, annar var Einar Sigurðsson og þriðji
var Ragnar Ingi. í öðrum hring missti Viggó forustuna til Einars og Ragnar tók einnig fram úr honum. í fimmta hring komst Ragnar fram úr Einari en Viggó var enn þriðji og þegar 1 hringur var eftir var Ragnar með 17 sek. í forskot á Einar og sprungið afturdekk og héldu margir að Einar næði fram úr Ragnari vegna afturdekkjavandræða. Það var eins og Ragnar hefði fundið aukaorku við þetta afturdekkjaloftleysi og sigraði með 20 sek. mun. Ragnar, sem með þessu vann sinn fyrsta sigur á íslandsmóti í enduro, var að vonum ánægður og var hann spurður um það hvernig honum fyndist brautin. Hann svaraði þvi til að á sinn standard væri brautin algjört ógeð, hún er lúmsk, það eru
mismunandi holur í henni sem eru erfiðar og svolítið af grjóti sem maður sér ekki, en þetta er erfltt og á að vera það.
1.  Ragnar Ingi Stefánsson Honda 96,20.
2.  Einar Siguröarson          KTM 96,40.
3. Viggó Viggósson                TM 98,33.
Ef samanlagður árangur í keppnunum tveim væri tekinn saman væri Ragnar með 5 sek. betri árangur en Einar. Mætti því að sönnu kalla Ragnar Inga sigurvegara dagsins.

HJ
Dagblaðið Vísir 5.5.2003

3.5.03

Fyrsta keppnin innan borgarmarkanna

Íslandsmótið í Enduro

Fyrsta keppnin til íslandsmeistara í Enduro verður ekin í dag (laugardaginn 3. maí) undir Úlfarsfelli, í nágrenni við æfingasvæði Slökkviliðs Reykjavíkur. Borgaryfirvöld í Reykjavík leyfðu Vélhjólaíþróttaklúbbnum að halda þarna keppni vegna þess að þar sem brautin liggur á að koma vegur í náinni framtíð og er búið að skipuleggja þetta svæði fyrir byggð og fleira. Allt frá því að byrjað var aftur að keppa í Enduro eftir nokkurt hlé árið 1996 hefur þessi akstursíþrótt verið að stækka og er svo komið að engin akstursíþrótt hér á landi á eins marga iðkendur og Enduro. Er þetta eflaust eina akstursíþróttin sem skipt er eins og fótboltanum í deildir, en keppt er í tveim deildum í Enduro.

Margir við æfingar erlendis 

 Það er nokkuð ljóst að mikil spenna er í loftinu hvað varðar toppbaráttuna. Einar Sigurðsson, núverandi íslandsmeistari, er nýkominn heim frá frá Svíþjóð eftir 20 daga æfinga- og keppnisferð ásamt sjö félögum í KTM-liðunum. Viggó Viggóson á TM, sem varð annar í fyrra, hefur flesta sigra í Enduro og er til alls líklegur. Hann eignaðist reyndar dóttir um daginn og spurning hvort að það hafi einhver áhrif á kappann en hann mun leggja aðaláherslu á að verja sinn titil í motocross. Reynir Jónsson, öflugasti enduromaður Honda, varð þriðji í fyrra, en hann lenti í því óláni að slasa sig við æfingar um páskana og er óvíst hvort hann verður með. Haukur Þorsteinsson, sem varð fjórði til íslandsmeistara í fyrra, hefur æft stíft og er kominn á nýtt Yamaha 450. Valdimar Þórðarson, hinn 18 ára Mosfellsbæjarskelfir, hefur gengið til liðs við Suzuki, en hann var fimmti í fyrra. Valdi, eins og hann er oftast kallaður, hefur verið í þrjá mánuði við æfingar og keppni í Texas í Bandaríkjunum og verður fróðlegt að sjá hvernig hann kemur undan vetri.

-HJ    
DV 3.5.2003

Öldungar keppa á Klaustri 2003í „OffRoad Challenge" keppninni á Klaustri 24. maí næstkomandi taka þátt ekki bara menn sem eru ungir aö árum eins og fjallað hefur verið um á síðum DV-bila heldur líka lið sem er með samanlagðan aldur upp á 82 ár. Liðið ber númerið 1 og í því eru þeir Haraldur Ólafsson, yfirflugumferðarstjóri á Keflavíkurhugvelli, ásamt Októ Einarssyni, aðstoðarframkvæmdastjóra í Danól. Haraldur sér einnig um vefinn enduro.is en þeir aka báðir á KTM hjólum.  

Stóðu sig vel í fyrra

 Þeir félagar enduðu í 12. sæti í fyrra með 14 hringi ekna á þessum sex klukkutímum sem keppnin var og komust á tímabili upp í 10. sæti. Haraldur hefur verið að keppa í íslandsmeistaramótinu í Enduro undanfarin ár en á að eigin sögn lítinn möguleika í þessa ungu stráka sem þar eru að keppa um efstu sætin. En hann skorar grimmt á menn í sínum flokki sem er 40 ára og eldri. Októ hafði ekki keppt á mótorhjóli í tæp 20 ár og var að sjá að hann hefði ekki gleymt neinu á þessum 20 keppnislausu árum sínum.

   DV-bílar spurði þá félaga hvað væri svona spennandi við þessa keppni, væntingar þeirra í keppninni og allmennt viðhorf vinnufélaga og fjölskyldu.

   „Það sem gerir þessa keppni spennandi er þetta stórkostlega landsvæði þar sem keppnissvæðið liggur og svo hvort maður hreinlega hefur þessa sex klukkutíma af," sagði Októ. „í fyrra komum við sjálfum okkur á óvart og reyndar mörgum yngri ökumanninum er við náöum 12. sæti af um 50 liðum. Nú serjum við stefnuna á topp 10 en það ætti að vera raunhæft ef Halli bætir við einni tönn! Fjölskyldan er mjög jákvæð og hefur gaman af rembingnum í okkur og ekki skemmir að elsti strákurinn minn er einnig skráður í keppnina."

   Að sögn Haralds er jákvætt viðhorf bæði hjá fjölskyldu og vinnufélögum. Væntingar til keppninnar er að standa sig jafnvel eða betur en í fyrra.  

DV-bílar hafa fregnir af mun eldri liðum en þeim félögum og eru a.m.k. þrjú með samanlagðan aldur 90 ár eða meíra. Það eru hins vegar keppendur sem bera númerið 102 sem virðast vera elstir samkvæmt heimildum DV-bila. Þeir eru 102 ára samanlagt. Þorgeir Kristófersson verður 42 ára á árinu en Jón Gunnar Hannesson verður 60 ára á árinu, Jón baðst undan því að koma í viðtal hjá DV-bílum. „Fyrst þarf maður að mæta í keppni áður en tekið er viðtal við mann" sagði hann.  

HJ

Með fjölmennustu aksturskeppnum


Ekki er úr vegi að rifja aðeins upp stutta sögu Enduro-keppni hér á íslandi en 1996 var haldin æfingarkeppni af Sniglunum í samvinnu við Litlu Kaffistofuna í Svínahrauni.

Leiðin sem ekin var í þeirri keppni var 34 km og voru keppendur ræstir með 1 mínútu millibili eins og í bílaralli. Það voru 26 keppendur sem hófu keppnina en 21 keppandi lauk henni. Sigurvegari var Viggó Viggóson á meðalhraða upp á 60 km á klukkustund. 1998 var svo byrjað að keppa til íslandsmeistara í Enduro og voru allar keppnirnar þrjár hringakeppnir. Fyrsti íslandsmeistarinn í Enduro var Viggó Viggósson á Yamaha WR400 hjóli, en hann hefur orðið tvisvar íslandsmeistari í Enduro. Einar Sigurðsson hefur hins vegar orðið þrisvar íslandsmeistari í Enduro.

Viggó með flesta sigra

Frá 1998 hafa keppnirnar til íslandsmeistara í Enduro verið 20 að tölu og hafa aðeins fjórir keppendur unnið keppni í Enduro. Flesta sigra hefur Viggó Viggósson, eða tíu alls, en næstflesta hefur núverandi íslandsmeistari, Einar Sigurðarson, eða átta talsins. Með eina keppni unna eru Þorvarður Björgúlfsson og Reynir Jónsson. Einar Sigurðarson er hins vegar eini keppandinn sem hefur lokið öllum 23 keppnum í Enduro sem hann hefur tekið þátt í síðan 1996. Einar hefur aldrei lent neðar en í þriðja sæti í þessum keppnum en hann og Viggó Viggósson eru þeir einu sem hafa tekið þátt í hverri Endurokeppni síðan 1996, en tvisvar hefur Viggó þurft að hætta keppni vegna vélarbilunar. Þrjár keppnir hafa verið fyrir utan íslandsmeistaramótið og voru það keppnir 1996 og 1997 sem voru æfingar- og undirbúningskeppnir fyrir íslandsmeistaramótaröðina sem hófst, eins og áður sagði, 1998. Sex klukkutíma keppnin á Klaustri er ekki í íslandsmeistaramótaröðinni þó hún sé fjölmennasta aksturskeppni á landinu enn sem komið er með skráða keppendur yfir 140.

Skipt í tvær deildir

Fjölmennasta Endurokeppni til Íslandsmeistara var árið 2001 í Þorlákshöfn og voru keppendur alls 91. í flestum Endurokeppnum eru keppendur á milli 80 og 90 og þar sem fjöldinn er svona mikill hefur keppnisstjórn Vélhjólaíþróttaklúbbsins orðið að skipta keppninni í meistaradeild, þar sem keppt er í tvisvar sinnum 90 minútur með klukkutíma hléi, en á meðan tekið er hlé á milli keppna er ekin B-deild sem heitir Baldursdeild eftir elsta meðlimi Vélhjólaíþróttaklúbbsins. B-deild keppir í sömu braut og meistaradeild en í aðeins 60 mínútur. Þar sem meistaradeildin ekur í 90 mínútur er það of langur tími til að bensíntankurinn dugi í alla keppnina og þurfa því flestir keppendurnir að stoppa í a.m.k. einu sinni til að taka bensín og eru þeir því flestir með aðstoðarmenn á viðgerðarsvæði til að þjónusta þá eins og í Formúlunni. Einnig er liðakeppni í Enduro. Í flestum liðum eru fjórir keppendur og oftast eru þeir allir á eins hjólum. Á síðasta ári voru liðin 14, en það var lið KTM sem hreppti liðabikarinn árið 2002. DV hefur fregnir af þremur liðum frá Honda, tveimur frá KTM og einu frá Suzuki, TM og Yamaha í meistaradeild. 

Sáð í keppnisbrautir

Keppnisbrautirnar eru í náttúrulegu landslagi, oft á gömlum vegaslóðum, troðningum eða ógrónum melum sem sáð er fræi í fyrir keppni og mótorhjólin látin spóla fræið niður. Hafa þessar gróðurtilraunir gefið góða raun og oft tekist vonum framar, en gerðar hafa verið tilraunir á Hellu, í Þorlákshöfn, við Mótel Venus, Borgarnesi, við Húsmúlarétt á Hengilssvæðinu og á Húsavík. Þessar brautir eru oft á bilinu 6-10 km langar og merktar með stikum sem mynda hlið og verða keppendur að aka í gegnum þessi hlið. Ef keppandi sleppir hins vegar hliði og dómarar keppninnar sjá það er keppandanum refsað með því að stoppa hann í 5 mínútur og kallast það víti. Við skulum vona að enginn fá það á sig í Úlfarsfellinu. -HJ
DV 3.5.2003