6.9.97

Harley gleður augað


Óskar Þór Kristinsson á Harley Davidson mótorhjól. Hann segir ákveðinn lífstíl fylgja því. Ekki sé sama hvernig hann sé klæddur á hjólinu. Allt þurfi að vera Harley.



Sunnudagshjól 

Hvað þýðir að eiga Harley Davidson mótorhjól? „Það er ákveðinn lifstíll. Þú ert náttúrulega að borga helmingi meira fyrir hjól af þessari gerð heldur en önnur hjól. En þetta er engu líkt." Er þetta draumurinn? „Já, hiklaust." Hvernig er hægt að nýta svona hjól á íslandi? „Það er eins og það er. Sumarið er stutt og oft erfitt. Ég tími ekki að nota það í hvaða veðrum sem er. Nota það bara „spari". En ég nýti það að vísu á annan hátt, með því að lána hjólið til sýninga og svoleiðis. Mér finnst nefnilega gaman að gleðja mín augu og annarra. Hjólið gerir það að vissu leyti. Hluti af því að eiga Harley er að stilla hjólinu upp og dást að því."


Fimm mótorhjól og einn fornbíll 


Þú átt fleiri mótorhjól, er það ekki? „Jú, ég á fimm önnur og einn fornbíl. Þetta er allt svona sixtís. Harleyinn er auðvitað frá þeim tíma líka." Hvaða hjól notar þú mest? „Það er 89 módel af Yamaha Racer. Ég tími miklu frekar að nota það en Harleyinn. Get notað það í öllum veðrum." Standa þá einhver hjól óhreyfð hjá þér árið um kring? „Það er alltaf eitthvað um það. Þau eru samt öll á númerum núna. Það er bara dálítið dýrt að hafa það þannig." En afhverju mótorhjól? „Sú della hefur alltaf verið til staðar. Hún er sennilega komin úr öðru lífi. Ég ætlaði meira að segja að taka eingöngu mótorhjólapróf en ekkert bflpróf. En ég varð að taka bæði. Mér hefur aldrei þótt gaman að keyra bíl."


Lífsstííl sem krefst fórna 


Þessu fylgja töluverð útgjöld? „Já, en ég læt mig hafa það. Ég er á sjó og það er ekki alltaf gaman. Gott að hafa áhugamál eins og þetta. Lífsstíllinn krefst fórna. Það má segja það. Ég er líka alltaf að kaupa einhverja aukahluti á hjólið. Á nánast allt sem hægt er að fá á það." Valdir þú sjálfur litinn á það? „Já, ég gerði það. Þessi svarti og dökkrauði litur hefur alltaf höfðað til mín." Hvaða tegund er hjólið? „Það er Harley Davidson linhali árgerð 1989. Dempararnir á því eru undir hjólinu, ekki til hliðar. Mér finnst það fallegra. Það skapar betri heildarmynd." Er hluti af þessu að hafa hjólið gljáfœgt?
Það er ekki gaman að þessu öðruvísi. Það verður að vera hreint." Fá einhverjir aðrir að taka í? „Aðeins fáir útvaldir. Það eru innan við fimm sem hafa keyrt það." Hvað með mótorhjóladressið sjálft? „Það þýðir ekkert annað en vera í Harley dressi. Ég á jakka, stígvél, hanska, hjálm, gleraugu, belti og ýmislegt fleira. Maður verður að vera rétt klæddur á hjólinu."

Að eiga Harley er ákveðinn lífsstíll.
Það krefst þess að mótorhjóladressið sé líka Harley.
HBG 
Dagur-Tíminn
Laugardagur 6. september 1997

28.6.97

Öldungur hittir Mótorhjólagengi.

 Siggi Valli er á áttræðisaldri og býr einn. Situr og spilar djassplötur á milli þess sem hann bíður örlaga sinna. Og nú er Böðvar Bjarki búinn að gera heimildamynd um Sigga Valla á mótorhjóli...

Böðvar Bjarki Pétursson, kvikmyndagerðarmaður, er að klára 10 mínútna mótorhjóla-heimildamynd um Sigurð Valgarð Jónsson, gamlan mann sem hann hefur þekkt árum saman. „Þetta er nokkuð sérstæð heimildamynd að því leyti að hún er tekin eins og leikin mynd. Hún er lýst, það er stillt upp í hvert skot en það er enginn að leika annan en sjálfan sig og samtöl eru ekki lögð upp í menn nema að mjög litlu leyti," segir Böðvar.
Siggi Valli er gamall sjómaður, spilaði í mörgum hljómsveitum á stríðsárunum seinni og var mótorhjólagæi á sínum tíma. „En hans ævi er ekki endilega það sem skiptir máli í þessari mynd, ég nota hann meira sem fulltrúa ellinnar. Svo er hann frábært myndefni, hann er svo fótógenískur. Það er hægt að setja hann í stól, kveikja á vélinni og myndin lifir."

Siggi Valli trommari 

Böðvar gerði raunar sína fyrstu heimildamynd um Sigga Valla trommara og segist aðallega hafa verið skammaður fyrir þá mynd hér heima. „Fólki þótti hún svo skrýtin og einkennileg. Hins vegar hefur myndin vakið gríðarlega athygli alls staðar þar sem ég hef sýnt hana á hátíðum erlendis. En þetta er svolítið sérstæð nálgun. Menn eru svo vanir því að það sé verið að gera prófíla af fólki og öll skrif um myndina fóru út í að skrifa um Sigga Valla og hans bakgrunn sem er út af fyrir sig ekki málið. Siggi Valli er bara eins og hvert annað gamalmenni."

Kalkaður en sniðugur

 Trúr sínum hugmyndum um heimildamyndir býr Bóðvar sjálfur til atburðarásina þótt meginefnið, tilvera gamals manns, sé sótt til raunveruleikans. „Hann hittir óvænt mótorhjólamenn niðrá Hallærisplani sem bjóða honum í ferð. Hann fer og sú sena er, fyrir mína parta, óborganleg. Hún er alveg natúral. Það hefði ekki verið hægt að leika þetta. Siggi Valli er enginn vitleysingur - mjög skýr og sniðugur maður en svolítið kalkaður - og dettur inní það sem er að gerast hverju sinni. Þarna datt hann inní að það væri verið að bjóða honum í ferð og var tiltölulega búinn að gleyma því að hann væri að leika í mynd."

Engin hefð á íslandi 

Myndin um Sigga Valla er tekin á 35 mm filmu og verður sýnd í júlí/ágúst á undan einhverri af íslensku myndunum sem kom ast á hvíta tjaldið í sumar. Markaður fyrir stuttmyndir hér á landi er afar lítill og hefur þessi leið aðeins verið farin af Ingu Lísu Middleton og Gus Gus-hópnum, þ.e. að sýna á undan lengri myndum. „Það er gömul og gróin hefð í Noregi að sýna svona stuttmyndir á undan lengri myndum. Þeir h'ta á þetta sem krydd í sýningarhaldið hjá sór. Hér á íslandi er nánast engin hefð fyrir þessu og fátt sem kallar á að menn séu að gera svona myndir því það eru ekki miklir tekjumöguleikar í þeim."

„Íslendingar halda að heimildamyndir séu bara einhverjir fréttaskýringaþættir og það er hægt að kenna RUV um ýmislegt þar..."    

Útblásnir fréttaskýringaþættir 

„Ég held að íslendingar hafi því miður mjög litla þekkingu á heimildamyndum og þeim möguleikum sem þær bjóða upp á. Ég segi að heimildamyndin sé að mörgu leyti hið frjálsa form kvikmyndagerðarinnar þar sem menn geti leyft sér nánast allt. íslendingar halda að heimildamyndir séu bara einhverjir fréttaskýringaþættir og það er hægt að kenna RÚV um ýmislegt þar því gegnum tíðina hafa þeir dælt út myndum sem þeir kalla heimildamyndir en eru fyrst og fremst fréttaskýringaþættir. Þessar myndir fara hvergi því

„...og var tiltölulega húinn að gleymaþví að hann væri að leika í mynd."  

heimsmarkaðurinn segir þetta bara lókal myndir," segir Böðvar en hann hefur fylgt stuttmyndinni sinni Glímu á nokkrar kvikmyndahátíðir og á þeim „hef ég ennþá betur áttað mig á því hvursu aftarlega á merinni við erum í þessum flokki mynda."

Frelsisþrá vs. tilbreytingaleysi 

- Manni virðist myndin vera einskonar skáldskapur með realísku ívafi. Af hverju viltu halda þig við að kalla þetta heimildamynd? „Lykillinn á bak við heimildamyndina er að hún setur fram ákveðna fullyrðingu eða stemmningu eða upplifun. Það er eitthvað sem kvikmyndagerðarmaðurinn vill segja og út í gegnum alla myndina þarf hann að rökstyðja það, með þeim meðulum og aðferðum sem honum dettur í hug. Hann þarf ekki að fá allar hliðar á málum, hann er bara að gera persónulegan hlut. Það er sú regla sem ég er að vinna með í þessu. Þarna tek ég gamlan mann, sem er fallega fótógenískur, býr einn, er einangraður. Ég teikna upp ákveðna einangraða mynd af honum og er í raun og veru að vinna með einhvers konar frelsisþrá gamla mannsins vs. tilbreytingaleysi tilveru hans." Heimildamyndir þar sem dregin eru saman ólík sjónarhorn til að gefa ákveðna heildarmynd er bara ein tegundin segir Böðvar, en tegund sem nær því yfirleitt ekki að kallast heimildamynd. „Oftast nær eru slíkar myndir svokallaðar reportage. Þær fjalla um málefni líðandi stundar og eru bundnar ákveðnum tíma. Ef hins vegar tekst að gera svona heimildamynd (þar sem kvikmyndagerðarmaðurinn ætlar að fá einhvern endanlegan sannleik fyrir alla) þá verður hann að gæta þess að sá sannleikur sé tímalaus. Sá sannleikur verður eiginlega að vera dálítið svipaður eftir 10 ár. Það er afstaðan til tímans sem er kannski stóri munurinn milli fréttaskýringaþátts og heimildamyndar."
lóaDagur-Tíminn
Laugardagur 28. júní 1997

17.5.97

Breytingar á Mótorhjólamenningu


Á vorin fer mótorhjólafólk að sjást á götunum eftir langa hvíld um veturinn. 


í ár er fyrsta árið í langantíma sem ekkert götumótorhjól kemur nýtt á götuna af árgerð 1997. Þetta er ekki vegna þess að verðið sé of hátt eða tryggingar séu of dýrar, því verð á mótorhjólum hefur ekki verið betra í langan tíma og svo hafa Sniglarnir náð góðum árangri í samningum við Tryggingamiðstöðina hvað varðar tryggingar á mótorhjólum.
Það er eins og mótorhjólamenningin sé að breytast og eru mótorhjólamenn æ meir að fara út í svokölluð torfæruhjól eða „endurohjól". Á undanförnum árum hefur nokkuð verið flutt til landsins af slíkum hjólum. Á árunum 1980 til 1990 voru nær eingöngu flutt inn hjól frá Japan en upp úr 1990 var fariö að flytja inn ítölsk hjól og á síðustu árum hjól frá Austurriki sem heita KTM og hafa þau verið nokkuð vinsæl. Það nýjasta í torfænihjólum hér á landi eru hjól frá Svíþjóð sem heita Husaberg og eru þegar komin þrjú til landsins. Við litum inn hjá tveimur hjólamönnum sem voru að setja saman hjólin sín fyrir nokkru og fórum með öðrum þeirra í fyrstu feröina og fengum að reyna fákinn.
Vélin malaði létt og virtist jrinna jafnt á lág- ~um snúningi sem háum. Gírkassi var sérlega skemmtilegur. Fyrsti gír sérstaklega hægur sem hentar vel fyrir mikið brölt, aðrir girar voru eins og á öðrum hjólum, enda er gírkassinn 6 gíra. Hjólið er mjög létt, eða aöeins 108 kíló. Bremsur eru hreint frábærar og fjöörun einnig. Einn er þó galli, ef svo skyldi kalla,  því bensíntankurinn tekur aðeins 8,5
lítra. Frágangur mætti vera betri á ýmsum hlutum, limmiðar með lausum brúnum, boltar mættu
vera meira rúnnaðir ásamt öðru smávægilegu. í það minnsta eru 16 torfæruhjól (endurohjól) komin eða á leiðinni tfl landsins í ár og eru flest þeirra seld. Verðið er frá kr. 650.000 en þetta eru allt hjól með vélarstærð frá 300 cc upp í 500 cc, 3 Husaberg, 2 KTM, 4 Honda, 3 Kawasaki og 4 Suzuki. Auk þess er alltaf eitthvað um að menn flytji sjálfir inn notuð hjól og ný. Ástæðan fyrir auknum áhuga á
þessum hjólum er kannski sá að farið er að keppa á þessum hjólum í endurokeppnum á svipaðan-hátt  og í bflaralli. Á síðasta ári voru haldnar tvær enduro-keppnir, önnur á Akureyri og hin við Litlu  kaffistofuna á síðasta hausti. Alls voru keppendur í þessum keppnum 43. í ár er ætiunin að halda tvær enduro-keppmr og verður sú fyrri á Akureyri um verslunarmannahelgina og hin síðari við Litlu kaffistofuna þann 27. september.
Þó svo að enginn formlegur klúbbur tflheyri þeim flokki mótorhjólamanna sem stundar enduro þá hittast þeir reglulega og er ætlunin að hittast næst næstkomandi laugardagskvöld, 24. maí, í Kaffistofunni Lóuhreiðri á Laugavegi 59 kl. 20.00.

-H
Dagblaðið 17.05.1997

15.5.97

Fafner Grindavík

Í Grindavík er starfandi félag bifhjólamanna er nefnist Fafner mc Island.
Jón Þór Dagbjartsson er stofnandi og formaður félagsins og er hugmyndin fengin að láni frá Svíþjóð þar sem hann bjó um fjögurra ára skeið.
Þeir félagar hafa tekið á leigu húsið Stafholt í Grindavík þar sem þeir hafa útboðið aðstöðu fyrir félagsmenn sem er sú eina sinnar tegundar hér á landi. 

„Við erum að reyna að bæta ímynd bifhjólamanna, bæði út á við og inn á við og sýna að í þessu eru fleiri en aumingjar og ræflar", segir Jón Þór en Fáfhismenn fengu húsnæðið afhent í byrjun janúar og hafa verið að vinna í því síðan. Húsið gegnir hlutverki félagsheimilis fáfnismanna og að sögn þeirra reka margir upp stór augu þegar þeir koma inn og skoða herlegheitin „Fólk heldur að þetta sé hreysi en þegar það kemur inn og skoðar það sem við erum að gera héma þá dettur af því andlitið".
Í kjallaranum er verkstæði fyrir mótorhjól sem verið er að vinna að og þegar að VF ræddu við Jón Þór voru þar átta hjól inni til viðgerðar. Sérstaða klúbbsins er heimasmíðuð hjól og eru fjórir félagar með slíkar „græjur". Að sögn Jón Þórs er það alltaf að aukast að menn smíði sín hjól sjálfir.
 Á efri hæðinni er fundaraðstaða og eldhús þar sem menn geta fengið sér kaffi. Tveir menn búa á svefnloftinu eins og stendur og eru þeir meðlimir í félaginu en herbergin eru jafnframt fyrir aðra bifhjólamenn sem koma m.a. úr Keflavík og Reykjavik til þess að vinna að hjólunum sínum. Fáfnismenn eru nú að snyrta garðinn í kringum húsið. „Svo þetta líti allt snyrtilega út", segir Jón Þór. „Hér er alltaf heitt kaffí á könnunni og ætlum við að reyna að efla straum bifhjólamanna hingað suðureftir. Þeir gætu til dæmis brugðið sér í Bláa lónið og í kaffi til okkar á eftir".
Félag bifhjólamanna sem kallar sig Væringjar heimsóttu Fáfnismenn um daginn og skoðuðu hjá þeim aðstöðuna og að sögn Jón Þórs voru þeir mjög hrifnir. Um 10-12 klúbbar bifhjólamanna eru um allt landið en að sögn Jón Þórs hefur enginn slíkt húsnæði. „Óskaböm Óðins eru með iðnaðarhúsnæði en þeir hafa enga svefnaðstöðu og geta ekki boðið upp á sömu aðstöðu og við".
  Hvernig félag er þetta? .Félagið var stofnað í fyrra og er það alveg sjálfstætt. Við gefum ekki upp félagatölu en við höfum gefið okkur  ákveðna höfuðtölu sem við ætlum að halda okkur við. Það er gert til þess að menn nái að kynnast hvorir öðrum en við fáum t.d. lægri tryggingar vegna hjólanna út á þennan félagsskap. Við höldum hópinn og pressum okkur saman".
  Hafa einhverjir sótt um inngöngu? „Ég vil ekki og má ekki fara út í það. Þetta er allt mjög leyndardómsfullt og það er það sem gerir þetta svo spennandi. Við erum t.d. með , hangerounds", eða utanáhangandi eins og við köllum þá eh það eru strákar sem dreyma um að vera Fáfnismenn en eru ekki búnir að kynnast nógu mörgum til þess að komast inn í grúbbuna. Við erum að reyna að fegra ímynd bifhjólamanna og setjum við þeim það skilyrði að þeir sýni virðingu í innanbæjarakstri vegna  bama og annarra". Fáfnismenn buðu Lögreglunni í Grindavík í heimsókn um daginn í spjall og hafa þeir myndað með sér samstarf. „Við báðum þá að hafa samband við okkur ef það eru einhver  vandamál með bifhjól okkar innanbæjar og tökum við hart á því í félaginu". Að sögn Jón Þórs fá nýliðar að bera merkið mc Island á bakinu en vildi hann taka það fram að þótt merkið sé í líkingu við það sem m.a. vitisenglar nota þá megi alls ekki bendla fáfnismenn að nokkm leyti við þá. „Við erum að reyna að skapa bifhjólamönnum nýja ímynd og víljum við alls ekki Iáta tengja okkur við stríð bifhjólamanna úti. Við höfum fengið einhver skot á okkur sem við eigum alls ekki skilið enda erum við að mestu leyti fjölskyldufólk. Ég er til dæmis fjögurra bama faðir og er konan mín Theodóra Bragadóttir á kafi í þessu líka. Annars gengi þetta ekki upp. Við erum hjólandi út og suður en þar sem ég er á frystitogara verður hún líklega að hjóla meira í sumar en ég", segir Jón Þór með nokkuni eftirsjá í rómnum.
  Nú eru ferðalög stór þáttur í slíkum félagsskap eru einhver á teikniborðinu í sumar? , Þriðju helgina í ágúst munum við halda útisamkomu er nefnist „Dagur drekans" með tilvísun í merki félagsins. Þá verður haldin afmælishátíð í Stafholti og munu einhverjir bifhjólamenn
koma hingað. Við förum líka á landsmót Sniglanna og stefnum sjálfír á að fara á Sprengisand á hjólunum í fjölskylduferð. Í mínu tilviki förum við á hjóli og bíl og skiptumst við hjónin á því að
keyra. Þegar við komum á áfangastað fá krakkamir kannski að sitja á en þau tryllast alveg þegar  maður kveikir á hjólunum, svo mikill er spenningurinn".
  En hvað er svona skemmtilegt við. það að  vera á mótorhjóli? ,Frelsið", segir Jón Þór með áherslu. „það er frelsið númer eitt, tvö og þrjú. Þú er úti að hjóla og getur kúplað þig út frá umheiminum og bara verið þú, járnið kalt og vindurinn".

Viðtal: Dagný Gísladóttir
Myndir: Hilmar Bragi
Víkurfréttir 15.5.1997

1.5.97

Á stærstu mótorhjólunum (1997)

Óskar Þór Kristinsson á Skagaströnd hefur um langt árabil verið ákafur áhugamaður um mótorhjól. 

Hann hefur átt nokkur stærstu mótorhjól sem til landsins hafa komið og á í dag myndarlegt safn hjóla. Húnavöku þótti því ástæða til að ræða við Óskar og fá nánari lýsingu á hjólunum og þessu áhugamáli:
Ég eignaðist fyrsta hjólið mitt árið 1968, þá 17 ára gamall. Það var Honda CB 450cc, árgerð 1966 og var á þeim tíma stærsta hjól frá Honda verksmiðjunum en ári síðar kom Honda með 750cc hjól sem  var fjögurra strokka. Á þessum

17.4.97

Harley Davidsson


Richard Teerlink, forstjóri Harley-Davidson,
 skilgreindi fyrirtækið upp á nýtt: „

HarleyDavidson selur frelsi en ekki bifhjól." 


 Bifhjólafyrirtækið Harley-Davidson er löngu heimsþekkt fyrir sín öflugu hjól. 

 En góð og þekkt vara dugði samt ekki fyllilega til að selja hjólin. Á árinu 1989 tók núverandi forstjóri, Richard Teerlink, við starfi forstjóra Harley-Davidson.
    Hann hófst handa við að fá starfsmenn til að vinna að nýrri stefnumörkun. Hann sagði að breyta þyrfti um áherslur til að auka söluna á hjólunum, fara þyrfti nýjar leiðir í sölunni - og skilgreina fyrirtækið upp á nýtt. Það var gert. Eftir þrotlausa vinnu var komin ný stefna. Og viti menn: Hún byggðist á því að selja frelsi en ekki bifhjól. Þetta hefur fallið í góðan jarðveg. Byggt er á þeirri hugsun að það tákni frelsi að aka um á bifhjóli. Þessi ímynd er sérstaklega sterk í Bandaríkjunum. Að þjóta um á Harley-Davidson er núna annað og meira en vélfákur og ferðalög.

    En það kom meira til. Akveðið var að auka vöruvalið og leggja áherslu á klæðnað og ýmsar hliðarvörur. Núna stendur Harley-Davidson merkið líka fyrir leðurjakka og rakspíra, svo dæmi sé tekið. „Við þurftum einfaldlega að gefa fleira fólki kost á að kaupa og nota þetta þekkta merki okkar," segir Richard Teerlink forstjóri. „Þetta snýst allt um hollystu við merkið."

    Eigendur Hariey-Davidson bifhjóla koma úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Þeir eru allt frá forstjórum til byggingaverkamanna. Þrátt fyrir að þeir væru óvenjulega ólíkir lagði Teerlink ofuráherslu á að fyrirtækið væri í tíðu sambandi við  þá. Hann ákvað því að stofna sérstaka Harley-Davidson klúbba en í þeim eru aðeins eigendur Harley-Davidson bifhjóla. Virkir félagsmenn í þessum klúbbum eru núna yfir 360 þúsund talsins. Og félagslífið er öflugt! Haldnir eru fundir og efnt er til ýmissa viðburða. Þeirri ímynd er stöðugt haldið á lofti - og hefur verið komið rækilega í gegn - að það að eiga Harley-Davidson bifhjól sé lífsstíll; tákn um frelsi. Teerlink forstjóri og meðstjórnendur hans fara á eins marga fundi í Harley-Davidson klúbbum og þeir mögulega geta. Þeir ræða við félagsmenn, hlusta á þá og þiggja góð þeir ráð hjá þeim. Þetta skilar allt árangri. Klúbbarnir tryggja meiri hollystu við þetta þekkta vörumerki.

   Það, sem skiptir þó öllu máli fyrir Harley Davidson, er að sala fyrirtækisins hefur aukist um 22% á ári að jafnaði á síðustu tíu árum en á sama tíma hefur árleg ávöxtun til hluthafa hins vegar verið talsvert meiri; eða rúm 43% á ári. Það er vel gert!

4.1.97

Á evrópskum fjöldasamkomum mótorhjólamanna

Sniglar á meginlandinu:

Nýjasti þátturinn i starfi Bifhjólajólasamtaka lýðveldisins, Snigla, er aðild að EMA, Evrópska mótorhjólasambandinu, og er greinarhöfundur fulltrúi snigla í EMA. Á árinu 1996 sótti hann tvo stórviðburði á mótorhjólavisu sem EMA tók virkan þátt í, Eurodemo og IFMA-sýninguna í Köln. Eurodemo er heiti á árvissum mótmælum mótorhjólafólks, sem haldin eru i Brussel, höfuðborg Evrópusambandsins, en IFMA er stærsta alþjóðlega mótorhjólasýningin í Evrópu.

20 þúsund mótorhjól á Eurodemo


Í haust sem leið bar Eurodemo upp á 31. ágúst. Greinarhöfundur var þá í mótorhjólaferð um Evrópu ásamt Kristrúnu Tryggvadóttur, sem einnig er snigill. Ákveðið var að enda ferðina í Brussel. Um leið
og nær dró Belgíu varð okkur ljóst að eitthvað mikið stóð til, því að mótorhjól voru á hverri bensínstöð og um alla vegi, og þá oft í stórum hópum. Fólk var komið alls staðar að, frá flestum löndum Afríku og Bandaríkjunum. Mótshaldið sjálft fór fram á herstöð belgíska hersins og þar var ýmisIegt á boðstólum. Í einu skýlanna fór fram mótorhjólasýning, í öðru tónleikar, i þriðja voru básar þar sem selt var ýmislegt sem viðkom mótorhjólum, og svo má lengi telja.  Um 20 þúsund mótorhjól sóttu þessa samkomu og  áætlað var að milli 50 og 60 þúsund manns hefðu komið 
gagngert til að verða vitni að þessum viðburði. Eins og búast má við krafðist hópkeyrsla af þessari stærðargráðu góðrar skipulagningar. í byrjun var safnast saman á hjólunum á risastóru bílastæði við hraðbrautina. Á tilsettum tíma var svo lagt af stað í ákveðinni röð. Hópkeyrslan sjálf tók rúma tvo tíma og leiðinni sem ekið var lokað fyrir annarri umferð á meðan. Hávaðinn í mótorhjólunum á inngjöf og flautum, þegar ekið var framhjá Evrópuþinghúsinu, var svo yfirþyrmandi að maður fékk hellu fyrir eyrun þrátt fyrir þéttan og góðan hjálm. Ef einhverjir hafa staðið óslitið við ökuleiðina hefur hjólaröðin verið um tvo og hálfan tíma að fara fram hjá þeim.  Óhætt er að segja að uppákoman vakti mikla athygli fjölmiðla, enda voru sjónvarpsmyndavélar og hljóðnemar á hverju strái. Við vorum einu fulltrúar íslands að þessu sinni, en búast má við fleiri héðan í ár.

Mótorhjólasýningin í Köln


Dagana 2. til 6. október var haldin hin árlega IFMA-sýning í Köln, svo sem DV-bílar hafa þegar sagt
frá. Þangað kemur um það bil hálf milljón gesta og var greinarhöfundur einn þeirra, um leið og hann fór á haustfund EMA sem var með bás á sýningunni þar sem aðildarfélögin kynntu starfsemi sína, þar á meðal Sniglarnir.
Á sýningunni sýndu allir helstu framleiðendur mótorhjóla með áherslu á nýjustu gerðirnar. Japanir voru fyrirferðarmiklir auk Harley Davidson og Triumph, en gaman var að sjá að ítölsku mótorhjólin fengu sitt. Mikið var einnig um framleiðendur ýmissa aukahluta í og á mótorhjól, en það er mjög stór hluti af mótorhjólaiðnaðinum. Krómið sem sást á sýningunni mætti eflaust mæla í tonnum.
Einnig var mikið um fyrirtæki er sérhæfa sig í hinum einstöku þáttum eins og dempurum, blöndungum og þess háttar. Þarna voru líka framleiðendur hlífðarfatnaðar og var Kevlar- og Goretex-línan áberandi. Hjálma mátti finna í þúsundatali og mikið var einnig um sérhæfða frarnleiðslu eins og til dæmis tölvubúnað og bekki til hestaflamælingar.

Nýjasta nýtt










Það sem mesta athygli vakti var auðvitað nýjustu módel hinna stóru Beindust flestra augu að nýjustu gerðunum þremur frá Hondu en það eru hið öfiuga CBR 11OOXX Super Blackbird, VTR 1000F Firestorm sem er til alls líklegt, og hið fyrirferðarmikla F6C Custom. Ellefuhundruð hjólið er það öflugasta á markaðinum í dag, 168 hestöfl krauma í iðrum þess en ytri hönnun tekur mið af NSR-hjólinu og er það mjög straumlínulagað. Fyrirferðin á Custom-hjólinu er all rosaleg. Það er í raun og veru sex strokka gullvængur sem búið er að strípa og setja fullt af krómi í staðinn, samt er þetta 309 kílóa hlunkur.
Fallegasta hjól sýningarinnar var að mínu mati nýja þúsund hjólið en það er eftirlíking af hinu fræga Ducati-hjóli. Vélin er mjög svipuð, tveggja strokka V-mótor með 90 horni. Það er frekar létt, 189 kíló fulltankað og hefur 110 hesta til að spila úr. Suzuki var einnig með svipaða Ducati-eftirlíkingu á sýningunni. Kawasaki hafði upp á lítið nýtt að bjöða og eins má segja um Yamaha og Harley Davidson, þar eru hefðbundin gildi í fyrirrúmi og ekki tekin áhætta með nýrri hönnun. Triumph hafði aftur á móti breikkað nokkuð hjá sér framleiðslulínuna.

Vantar eitthvað nýtt


Þrátt fyrir stóra og flotta sýningu var samt eitthvað sem vantaði og olli vonbrigðum. Það var einmitt
það að maður var búinn að sjá langflest af því sem fyrir augu bar áður. Það vantar að  mótorhjólafyrirtækin taki meiri áhættu í hönnun svo að fólk fari nú að sjá eitthvað nýtt. Þetta var gegnumgangandi hjá öllum framleiðendunum. Sýningin sjálf var hins vegar glæsileg og mikið lagt í hana í heild og einstaka bása, t.d. var Hondu-básinn 500 fermetrar. Vonast bara til að sjá eitthvað nýtt á næsta ári.
Njáll Gunnlaugsson
DV  
4. JANUAR 1997