13.12.88

Heiddi.... Hvenær ætlaru að fullorðnast (1998)AKUREYRINGAR þekkja Heiðar Jóhannsson varla öðruvísi en sem manninn á mótorhjólinu. Á árum áður þótti hann gjarnan heldur glæfralegur á stundum, til að mynda þegar hann lék sér að því sí og æ að fara á afturdekkinu upp og niður Kaupvangsstrætið - Gilið, eins og það er kallað. Fyrir honum eru mótorhjól ástríða; lífsstíll sem hann kýs sér, hefur kostað mikið fé en hann segist ekki sjá eftir einni einustu krónu sem hann hefur varið í þetta áhugamál.

Heiðar er Eyrarpúki. Ólst upp neðarlega í Eyrarveginum, þar sem foreldrar hans bjuggu, en býr nú í Ránargötu 10 - spölkorn frá æskuheimilinu. KEA rak lengi kjörbúð þar sem íbúð hans er nú, en hann keypti húsnæðið af matvælafyrirtæki fyrir nokkrum árum, teiknaði breytingarnar og smíðaði allt sjálfur. Hann var grallari í æsku (og er kannski enn) og á m.a. skemmtilegar minningar úr húsnæðinu, þar sem hann býr nú.

23.7.88

Landsmót bifhjólasamtaka lýðveldisins

Sniglabandið

 Húnaver

Dagana 7.-10. júlí stóð yfir landsmót Bifhjólasamtaka Lýðveldisins í Húnaveri. Félagar í þessum samtökum, Sniglarnir öðru nafni, komu hvaðanæva af landinu til að taka þátt í mótinu og er talið að mótsgestir hafi verið u.þ.b. 300 að tölu þegar mest var og þar af 80 á bifhjólum.

Sniglarnir gerðu sér margt til skemmtunar á meðan á mótinu stóð. Það voru m.a. haldnir tveir dansleikir og Sniglabandið lék fyrir dansi. Síðan var keppt íýmsum greinum sem þekkjast einungis meðal Sniglanna, t.d. var keppt í „snigli", sem felst í því að fara ákveðna braut á sem lengstum tíma. Einnig var keppt í reiptogi og skiptust þátttakendur í lið eftir hjólategundum.

Á kvöldin var grillaður matur handa mannskapnum, lambaskrokkur og margt fleira girnilegt.
Sniglarnir skemmtu sér konunglega og mótið þótti heppnast mjög vel.

Morgunblaðið 23.07.1988

25.6.88

Samkoma vélhjólamanna (1988)

Skagaströnd

Meðlimir í Bifhjólasamtökum lýðveldisins eða Sniglarnir vekja alltaf nokkra athygli þar sem þeir eru saman á ferð á vélfákum sínum. Ekki er þó kannski rétt að segja að það séu ökumennirnir sem draga að sér mesta athygli heldur hafa margir gaman af að skoða hin kraftmikluvélhjól sem þeir ferðast á.

Nú nýverið komu saman eina helgi á Skagaströnd rúmlega 40 Sniglar á 23 vélhjólum til að hittast og spjalla saman um sín mál.  Komu Sniglarnir alls staðar að af landinu og létu þeir vel af dvöl sinni hér. Að sögn þeirra kappa má áætla að meðalhjól eins og þeirra kosti um 450—500 þúsund og séu með 100 hestafla vél. Voru því samankomin um 2.300 hestófl við Skíðaskálann, þar sem hópurinn gisti um þessa helgi.
 Hjólin voru mörg hver stórglæsileg, enda er eigendum þeirra mjög annt um þau.

- ÓB 
Morgunblaðið 25.06.1988

Áhugavert