Segir Akureyringurinn Sveinn Guðmundssonum um öflugasta mótorhjól landsins Kawasaki ZX 10, sem hann festi nýlega kaup á. Hjólið er sannkölluð Mótorhjólaþota, nær yfir 270km. hraða, stekkur kvartmíluna á tæpum 10 sekúndum og viðbragðið frá 0- 100 km. hraða er 2,9 sekúndur. B&F skoðaði tækið ógurlega.
Þúsund kílómetrar á viku, dágóður skammtur það á mótorhjóli, en þremur vikum eftir að Sveinn Guðmundsson festi kaup á Kawasaki ZX10 mótorhjólinu var hann búinn að þeisa 3200km. á vegum landsins. Engin furða því hann ekur um á fljótasta og hraðskreiðasta raðframleidda mótorhjóli landssins. Eins og það kemur úr kassanum, skilar það Sveini á yfir 270km. hraða og gefur 118 hestöfl. Við heimsóttum svein í heimabæjinn Akureyri, þar sem honum bregður oft fyrir á hjólinu, nótt sem dag.
"Það er þrælljúft að aka ZX10 hjólinu, þetta er eina svona hjólið hérlendis og það skemmir ekki fyrir". sagði Sveinn "mótorhjól hafa mikið notagildi, þetta er ekki bara til að djöflast á". Ég hef ferðast mikið mótorhjólum og átt hjól í meira en 10 ár. Ég er búinn að eiga sex hjól í sumar, stuttan tíma hvert að vísu. Ég skrapp til bandaríkjanna með kunningja mínum og við keyptum ellefu mótorhjól gegnum smáauglýsingar, svona á verðbilinu 350-400.000 krónur. Það vantaði svoleiðis hjól hérlendis og við seldum öll hjólin tiltölulega fljótt".
Við keyptum eiginlega eingöngu stór hjól, 1000cc og 1100cc. Kanarnir ráku upp stór augu og trúðu því varla að íslendingar gætu átt svona gripi. Það er líka sjaldgæft að sjá svona mörg risahjól eins og hérlendis. Það vill enginn vera minni en hinn, við erum svo stórtækir. samt mesta furða hve lítill metingur er á milli manna, þó sumir kýti í gamni annað slagið um hjólin".
Sveinn var kominn á skellinöðru löngu áður en hann hafði aldur til og þeysti um hvar sem löggan náði ekki til hans. "Fyrsta alvöru hjólið sem ég átti var Honda 450, en ég hef ekki tölu hve mörg hjól ég hef átt síðan, þau eru fjölmörg. Það er ekkert hjól eins, jafnvel sömu tegundir og gerðir hafa ákveðinn karakter, sem þarf að læra á. Menn í þessum mótorhjólabransa skiptast eiginlega í þrjá hópa, þá sem hafa áhuga á öflugum hjólum, ferðahjólum og svo vígalegum Chopper hjólum. Þetta er eins og allt annað sport, fótbolti eða golf, þegar áhuginn kviknar verður hann óslökkvandi. Það þýðir ekkert að hugsa um hættuna, þá væri ég ekki í þessu. Það væri svipað og að stíga í flugvél og bíða þess að hún hrapaði. Þá getur maður gleymt þessu, ég hugsa aldrei um óhöpp....." sagði Sveinn.
" Á 90 km, hraða í fyrsta gír og fimm eftir."
" Hjólið veður áfram, ég skýst í 90 km. hraða í fyrsta gír og þá eru fimm gírar eftir. Það er grátlegt að geta ekki notað svona tæki á löglegan hátt hérlendis", sagði Sveinn í samtali við B&F, þegar við skruppum með honum á prufubraut og hann fékk útrás á hjólinu. "Þetta rífur sig áfram í öllum gírum, jafnvel á 150-250 km. hraða, þá togar það svakalega eg maður botngefur því. Svo er straumlínulagið svo vel heppnað að ef maður leggst fram á stýrið, þá finnur maður ekki fyrir loftmótstöðunni að neinu marki. Á Chopper hjólunum sem hafa lítið eða ekkert straumlínulag skelfur ökumaðurinn eins og hrísla í vindi og á í mestu erfiðleikum að hanga á stýrinu".
"Hjól eins og ZX10 er náttúrulega ekkert gaman fyrr en á 100 km. hraðamarkinu er náð. Vinnslusvið vélarinnar er mjög breitt eða frá 8500 snúningum upp í 11000. Ég átti fyrirrennara hjólsins Kawasaki 1000 sem hafði ekki svona breitt vinnslusvið. Vélin skilar 118 hestöflum í afturhjólið og þarf vissulega leikni til að ráða við þetta, það þýðir ekkert að æða af stað með gjöfina í botni. Ég þurfti ekki að aka lengi til að finna að ZX10 hjólið er mun liprara en eldra hjólið", sagði Sveinn.
Ástæðirnar eru margar, þyngdin hefur verið færð neðar en í Kawasaki 1000 hjólinu eða Ninja eins og aðdáendur kalla það. Grindin var úr stáli en er nú úr áli og er því rúmum 4 kg léttari, en það munar um hvert kg á mótorhjóli. Þyngd stimpla hefur minnkað um 9 % og sveifarásinn er 14% léttari. Með þessu hefur tekist að bæta við 500 vélarsnúningum, en hámarkshestöfl nást út við 10000 snúninga á mínutu, þó fara megi rétt yfir 11000. Nýja vélin er 4 kílóum léttari og samtals er ZX10 22 kílóum léttara en Ninja.
Öndun vélarinnar er aðalkostur hennar, ventlarnir eru helmingi fleiri en áður, 16 talsins. Mjórri intökuport lofts þýða meira sog inn í sprengirýmið, sem aftur gefur kraftmeiri sprengingu. (Samt eru ventlarnir stærri en í Ninja, 30mm inn og 26mm út) Um leið dregur vélin meira bensín en ella, ef portin væru víðari og sogið minna. Vélin er búin 36mm. Keihin blöndungum. Það er ekki síst hvað kambásarnir hafa færst nær kvorum öðrum, 41mm. sem hjálpar upp á góða virkni ventlakerfissins, en afstaða ventlana er 30 gráður. Með nýstárlegri ventlastýringu í stafrænni kveikjustýringu hefur þjappan verið hækkuðí 11:1. Til gamans má geta þess að vinnslan hefur aukist svo mikið að ZX10 er fljótara í sjötta gír úr 70 km. hraða í 110 en Ninja ver í fjórða gír, samt er það tiltölulega hágírað!
Öndun vélarinnar er aðalkostur hennar, ventlarnir eru helmingi fleiri en áður, 16 talsins. Mjórri intökuport lofts þýða meira sog inn í sprengirýmið, sem aftur gefur kraftmeiri sprengingu. (Samt eru ventlarnir stærri en í Ninja, 30mm inn og 26mm út) Um leið dregur vélin meira bensín en ella, ef portin væru víðari og sogið minna. Vélin er búin 36mm. Keihin blöndungum. Það er ekki síst hvað kambásarnir hafa færst nær kvorum öðrum, 41mm. sem hjálpar upp á góða virkni ventlakerfissins, en afstaða ventlana er 30 gráður. Með nýstárlegri ventlastýringu í stafrænni kveikjustýringu hefur þjappan verið hækkuðí 11:1. Til gamans má geta þess að vinnslan hefur aukist svo mikið að ZX10 er fljótara í sjötta gír úr 70 km. hraða í 110 en Ninja ver í fjórða gír, samt er það tiltölulega hágírað!
Það sem hjálpar líka mikið er hve framarlega Kawasaki er í hönnun vindskeiða fyrir mótorhjól. Með því að minnka straumlínulagið minnkar mótstaðan og krafturinn virðist meiri, hjólið virkar betur. " Þetta er miklu léttara og liprara en gamla hjólið, það er ótrúlegtur munur. Fjöðrunarkerfið er mýkra, gamla hjólið er dálítið stíft. Bremsuvegalengdin er stutt, styttri en á bílum við sama hraða og á það við um öll mótorhjól, ólíkt því sem margir halda. Ég man bara ekki hlutfallið", sagði Sveinn.
Bílar & Fólk nr6.
Sept.1988
Sept.1988