28.6.20

Sorgardagur.

Tveir létust í umferðarslysi


Tveir létust í árekstri bifhjóls og húsbíls á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag. Þeir sem létust voru báðir á bifhjólinu, ökumaður og farþegi. Ökumaður annars bifhjóls sem kom aðvífandi missti stjórn á hjóli sínu og féll af því. Hann var fluttur á Landspítalann til aðhlynningar og er líðan hans eftir atvikum, samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.


Umferðarslysið varð rétt eftir klukkan þrjú í dag. Tilkynning barst yfirvöldum klukkan þrettán mínútur yfir þrjú. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. Í samtali fréttastofu við lögreglu fyrr í dag kom fram að ekki væri grunur um hraðakstur. Nýlagt malbik er á veginum þar sem slysið var og var það mjög hált í dag.

Lögregla og slökkvilið brugðust skjótt við og var streymdu lögreglubílar, sjúkrabílar og slökkviliðsbílar á vettvang. Vesturlandsvegi var lokað frá því skömmu eftir slys þar til klukkan var langt gengið í sjö meðan unnið var á vettvangi. Mikið umferðaröngþveiti var þar sem straumur fólks lá um þetta svæði. Á tímabili komust bílar vart áfram frá Mosfellsbæ alla leið norður fyrir álverið í Grundartanga, þrátt fyrir að fjöldi fólks færi hjáleið.
RUV
28.06.2020

Samstöðufundur á Akureyri líka

26.6.20

Uppsetning og áseta á mótorhjólum

Við erum öll misjöfn.

Og erum líklega öll rosa ánægð með mótorhjólin okkar. 

En það er allaf eitthvað smáveigis að ,,, þú færð náladoða í hendurnar eftir lengri akstur,,,   verkjar í hnéin nú eða bakið,,,, en gerir ekkert í því að finna af hverju.

Takið ykkur tíma og kíkið á þetta kennslumyndband og kannski er hægt að lagfæra þessu litlu hluti með einföldum lausnum. Bara með smá stillingaratriðum sem henta þér og þínu hjóli.


19.6.20

Viltu auglýsa hjá okkur ?

Tíuvefinn styrkja eftirtalin fyrirtæki.
Ef þú vilt styrkja Tíuna og um leið Mótorhjólasafnið og auglýsa á vefnum hafðu þá samband við vefstjóra.
tianvkn@gmail.com
6693909


Nitró                        Kópavogi
Bike Cave               Reykjavík 
Kaldi     Bjórverksmiðjan Árskógsandi
Straumrás              Akureyri
Jhm Sport              Reykjavík
KTM / Husqwarna  Reykjavík
Dj Grill                    Akureyri
Fulltingi                  Reykjavík



Landsmót Bifhjólamanna 2020


17.6.20

Sýningin árlegur viðburður frá árinu 1974


Margt var um mann­inn á ár­legri bíla­sýn­ingu Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar í dag. Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni. 

„Það gekk al­veg stór­kost­lega og bara von­um fram­ar. Það var nú veðrið sem gerði þetta svona æðis­legt, við höf­um verið inni í íþrótta­hús­inu Bog­an­um í mörg ár en sök­um aðstæðna í þjóðfé­lag­inu ákváðum við að vera bara úti núna. Veðrið bara ger­ir það að verk­um að þetta var al­veg æðis­legt, gekk al­veg frá­bær­lega,“ seg­ir Ein­ar Gunn­laugs­son, formaður Bíla­klúbbs Ak­ur­eyr­ar.  

Yfir 300 sýn­ing­ar­tæki voru á sýn­ing­unni og fleiri þúsund gest­ir nutu henn­ar að sögn Ein­ars. Á meðal sýn­ing­ar­tækja voru bíl­ar, mótor­hjól, flutn­inga­bif­reiðar vinnu­vél­ar. 

Bíla­sýn­ing­in er ár­leg­ur viðburður á þjóðhátíðardag­inn á Ak­ur­eyri og hef­ur verið síðan 1974. 






Frá bíla­sýn­ing­unni í dag. mbl.is/Þ​or­geir 

MBL.