18.5.20

Dýrasta mótorhjól í heimi

Þó að deilt sé um uppruna „Captain America“ „Chopper“ mótorhjólsins úr bíómyndinni Easy Rider frá árinu 1969, sem sagt er vera síðasta mótorhjólið sem til er úr myndinni, þá var hjólið selt á uppboði nú um helgina fyrir 1,35 milljónir Bandaríkjadala, eða jafnvirði 163 milljóna króna. Við bætist uppboðsgjald og endanlegt verð er því 193 milljónir króna.

Hjólið er stórglæsilegt af Harley Davidson gerð og krómað frá toppi til táar. Í myndinni var það leikarinn Peter Fonda sem ók hjólinu. Leikstjóri myndarinnar og annar aðalleikara var Dennis Hopper. Hjólið var í eigu safnarans Michael Eisenberg, en hann keypti það fyrr á þessu ári, eftir að hafa fengið fullvissu fyrir því að um mótorhjól úr myndinni væri að ræða.

Hjólið var sérútbúið af Dan Haggerty, sem lék hlutverk „Grizzly Adams“ í myndinni, en hann útbjó einnig öll fjögur hjólin í myndinni.

Haggerty hafði staðfest við Eisenberg sögur um að þremur af fjórum Easy Rider hjólunum hefði verið stolið og þau seld í parta, áður en myndin var frumsýnd. Haggerty segist hafa smíðað Captain America hjólið úr rústum fjórða hjólsins, sem nærri eyðilagðist þegar lokaatriði myndarinnar var tekið upp.

Eisenberg og uppboðshúsið Profiles in History vísuðu til Haggerty sem aðal heimildar sinnar varðandi uppruna hjólsins, þó svo að Haggerty hafi viðurkennt fyrir LA Times dagblaðinu að hann hefði þá þegar selt og veitt upprunasönnun fyrir öðru „Captain America“ hjóli, mörgum árum fyrr, og útvegað tryggingu til handa eiganda þess að um eina upprunalega „Easy Rider“ Chopperinn væri að ræða.

Fonda, sem var annar handritshöfunda myndarinnar, og teiknaði uppkast að útliti hjólsins, sagði blaðinu að hann væri mjög hugsi yfir fyrri staðfestingu Haggerty, og vonaði að hætt yrði við uppboðið.

„Það er skítalykt af þessu,“ sagði leikarinn í síðustu viku.
Samkvæmt heimildum þá er hjólið nú orðið dýrasta mótorhjól í heimi.


kvikmyndir.is
19. október 2014

15.5.20

Afmælisdagur Heidda #10

Formaður Tíunnar Sigríður Þrastardóttir fór í dag og lagði blóm á leiði Heidda.



Tían var stofnuð í nafni Heidda en hann var NR 10 í Sniglunum  og ber klúbburinn nafn Tíunnar þess vegna.


Rúnar F samdi þetta flotta lag um frænda sinn.

 

Tíu-skirteinin

14.5.20

Tilboð til Tíumeðlima á Langaholti á Snæfellsnesi

Kæru meðlimir Tíunnar


Mótorhjóla-hjónaleysin Keli Vert og Rúna Björg á Gistihúsinu Langaholti á Snæfellsnesi elska mótorhjól og fólkið sem situr þau. Nokkuð hefur verið um það að hjólafólk og klúbbar hafi tekið sig saman í ferðir um Snæfellsnesið fagra með viðdvöl í gistingu og eða eftirminnilega matarupplifun á Langaholti, enda staðsetning hótelsins mjög hentug.


Langholt bíður bifhjólafólki eftirfarandi tilboð á gistingu út júní mánuð, morgunverður er innifalinn í öllum verðum.  

Tveggja manna herbergi í einan nótt       15.000 kr.
Eins manns herbergi í eina nótt                10.000 kr.
Nótt tvö og fleiri nætur bjóðum við svo á hálfvirði !!!
Tveggja manna herbergi í tvær nætur     22.500 kr. = seinni nóttin á 7.500 kr.
Eins manns herbergi í tvær nætur            15.000 kr. = seinni nóttin á 5.000 kr.

Sé um stærri hópa (10 manns eða fleiri) að ræða erum við svo ennfrekar tilbúin að setjast að
Keli Vert
samningaborðinu varðandi hópafslætti á matarverðum ofl. 
Áhugasamir sendi fyrirspurnir á langaholt@langaholt.is eða hringi í síma 435-6789
Skoðið endilega síðurnar okkar   https://langaholt.is/ Og https://www.facebook.com/langaholt/

Þeir sem vilja bóka á tilboðinu “geri grein fyrir sér” með nafni og tilgreini aðild sína að Tíunni !
 
Við þetta má bæta að hjólafólk fær sem fyrr alltaf frítt kaffi á Langaholti.

Rokk, ról og kærar hjólakveðjur

13.5.20

Skoðunardagur Fornbíladeildar B.A. og Tíunnar


Skoðunardagur fyrir Mótorhjól og Fornbíla verður þann 16 maí 2020 hjá Frumherja á Akureyri.

Mjög góður afsláttur af skoðuninni og grillað ofan í liðið ...

Tían og Fornbíladeildin hefur haldið þenna dag saman undan farin tvö ár og gengið frábærlega, og mun þetta samstarf halda áfram.
Mætum og eigum góðan dag saman.

Maður skynjar umhverfið betur

12.5.20

Tveggja strokka En­field-ferðahjól?

Hingað til hefur Raoyal Enfield aðeins framleitt gamaldags
eins strokks mótorhjól en á því kann að verða breyting innan skamms

Hið forn­fræga mótor­hjóla­merki Royal En­field mun setja þrjú ný mód­el á markað á næsta ári seg­ir í grein á mótor­hjóla­vefsíðunni Visor­down, en þar er vitnað í heim­ild­ar­mann inn­an umboðsins í Bretlandi.

Hjól­in þrjú munu nota nýj­ar vél­ar sem eru í þróun í augna­blik­inu. Hingað til hef­ur fram­leiðand­inn ind­verski aðeins fram­leitt eins strokks vél­ar af gam­aldags gerð, og þá einnig dísil­vél en nýju vél­arn­ar eru ný­tísku­leg­ar og er önn­ur þeirra tveggja strokka línu­vél. „Önnur vél­in er 410 rsm, eins strokks vél með yf­ir­liggj­andi knastás­um og hin er tveggja strokka línu­vél,“ sagði heim­ild­armaður­inn en vildi þó ekki láta uppi hversu stór línu­vél­in yrði. Mótor­hjólið með 410 rsm vél­inni verður svo­kallað Scrambler-hjól sem er vin­sæl út­gáfa í dag. Í síðustu viku sótti Royal En­field um einka­leyfi á nafn­inu Himalay­an fyr­ir mótor­hjól sem gef­ur vís­bend­ingu um að tveggja strokka hjólið sé ferðator­færu­hjól sem keppa mun við hjól eins og BMW F700GS og Triumph 800 Tiger. For­stjóri Royal En­field, Sidd­hartha Lal, hef­ur látið hafa eft­ir sér að merkið ætli að auka fram­leiðslu sína um 50% á næstu árum, meðal ann­ars með því að opna þró­un­ar­set­ur í Leicesters­hire í Bretlandi. Að sögn heim­ild­ar­manns­ins munu nýju hjól­in meðal ann­ars vera hönnuð þar. Royal En­field hef­ur náð til sín stór­um nöfn­um í mótor­hjóla­heim­in­um til að hjálpa sér að ná þessu marki, eins og fyrr­ver­andi aðal­hönnuði Ducati Pier­re Ter­blanche og þró­un­ar­stjóra Triumph Simon War­burt­on.
mbl.is
4.3.2015
njall@mbl.is