2.10.19

The Distinguished Gentleman's Ride



Í lok september fór fram hópaksturinn The Distinguished Gentleman's Ride um allan heim og meðal annars í Reykjavík.


Þarna er á ferðinni fjáröflunarhópkeyrsla þar sem þemað eru gömul hjól og herramannafatnaður.
Hægt ver að heita á hvern ökumann fjárhæð sem fer til góðgerðamála og og samkvæmt heimasíðu keyrslunar
 https://www.gentlemansride.com/rides/iceland/reykjavik
söfnuðust rúmar 8000 evrur  eða rúmar 11 hundruð þúsund krónur í Reykjavík.

            Málefnið er Blöðruhálskirtilskrabbamein og sjálfsvíg.  Málefnið er til styrktar rannsóknum á blöðruhálskirtilskrabbameini ásamt stuðnings samtökum sem vinna að úrræðum er varða geðheilsu/sjálfsvíg ungra manna.

Um að gera að taka þátt í þessu því keyrslan er hanldin síðasta sunnudag í september árlega.

Myndir héðan og þaðan af netinu.








1.10.19

Mótorhjól BMW fá M-sportdeild

BMW hefur sótt um einlaleyfi á heitunum
M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR.

Bílaáhugamenn þekkja M-sportdeild BMW og þá öflugu bíla sem frá henni koma.


 BMW framleiðir líka mótorhjól og þar á bæ hefur engin M-deild verið til staðar, en það gæti breyst á næstunni. Fyrir nokkrum árum bauð BMW sportlegri útfærslu S 1000 RR hjólsins sem fékk stafina HP4 Race og fór þar brautarhæft hjól með krafta í kögglum. Þetta hjól varð hins vegar lítið annað en tilraun eða markaðstrikk og BMW varð í kjölfarið að endurhugsa innreið sína í sportlegri hluta mótorhjóla og framleiðslu slíkra hjóla. Nú virðist komið svar við því þar sem BMW hefur þegar sótt um einkaleyfi á heitunum M 1000 RR, M 1300 GS og M 1000 XR og því von á góðu fyrir aðdáendur BMW-hjóla.





https://timarit.is/files/43626994#search=%22m%C3%B3torhj%C3%B3l%22

29.9.19

130 mótorhjólamenn lögðu baráttunni lið

130 mótor­hjóla­menn lögðu bar­átt­unni lið




130 mótor­hjóla­menn af báðum kynj­um renndu sér niður Lauga­veg­inn í dag klædd­ir í föt úr tví­d­efni í þeim til­gangi að vekja at­hygli á bar­átt­unni gegn krabba­meini í blöðru­hálskirtli og bar­átt­unni gegn sjálfs­víg­um karl­manna. 
Viðburður­inn var hluti af alþjóðlega viðburðinum Gent­leman's Ride en um 130.000 manns í 700 borg­um tóku þátt í uppá­kom­unni. 
„Þetta hef­ur auk­ist al­veg svaka­lega síðustu ár,“ seg­ir Daði Ein­ars­son, einn af skipu­leggj­end­um viðburðar­ins hér­lend­is en var þetta í annað skipti sem Gent­leman's ride er hald­inn hér. 
„Þetta er alþjóðleg­ur viðburður þar sem klass­ísk mótor­hjól og karl­ar og kon­ur klæða sig í dap­p­er­stíl sem ein­kenn­ist af tví­djakka­föt­um, slauf­um og bind­um,“ seg­ir Daði.

Söfnuðu hátt í tveim­ur millj­ón­um

Hægt er að heita á ís­lenska mótor­hjóla­menn vegna viðburðar­ins en allt fé sem safn­ast fer í að styrkja bar­átt­una gegn krabba­meini og sjálfs­víg­um. Nú þegar hafa Íslend­ing­ar safnað hátt í tveim­ur millj­ón­um.
Sam­tök­in sem halda utan um áheit­in heita No­v­em­ber Foundati­on og seg­ir Daði að þau séu sam­bæri­leg sam­tök­un­um sem að Mottumars standa. 
„Það kom mann­eskja að utan frá sam­tök­un­um til þess að kynn­ast starf­sem­inni hérna og sjá hvernig væri hægt að beina áheit­un­um sem safn­ast. All­ir pen­ing­arn­ir sem safn­ast hérna heima fara út í stór­an pott og svo dreifa þau þessu aft­ur hingað þegar þau eru búin að kynna sér þetta. Á næsta ári verður því hægt að kynna hverj­ir fengu styrk­ina úr sjóðnum á þessu ári,“ seg­ir Daði.
Hér má heita á ís­lensku mótor­hjóla­menn­ina.

https://www.mbl.is/
29.9.2019

27.9.19

Náði 315 km hraða á raf­drifnu mótor­hjóli


Við há­skól­ann í Nott­ing­ham í Englandi hef­ur verið þróað raf­mótor­hjól sem sett hef­ur hraðamet fyr­ir far­ar­tæki af því tagi.


Náði hjólið 315 km/​klst hraða við hraðapróf­an­ir á El­vingt­on flug­vell­in­um við York um síðustu helgi. Við það féllu fimm hraðamet í einu vet­fangi.

Knapi að nafni Zef Eisen­berg var und­ir stýri en hann kepp­ir fyr­ir MadMax kapp­akst­ursliðið í Man­ar­mót­um ásamt Daley nokkr­um Mat­hi­son. Sá síðar­nefndi ók hjól­inu þris­var sinn­um til verðlauna­sæt­is í TT-mót­um 2016 til 2018, en hann beið bana við TT-móts­helg­ina síðastliðið sum­ar.

Liðsmönn­um MadMax tókst að bæta rafafl li­tíumraf­hlaða hjóls­ins fyr­ir metakst­ur­inn nýliðna. Hafði Eisen­berg því úr um 255 hest­öfl­um að spila.

Meðal meta sem hann setti var 315 km/​klst há­marks­hraði og 296 km fljúg­andi kíló­meter. Hef­ur hann sett rúm­lega 50 met á keppn­is­ferl­in­um á mótor­hjól­um.

mbl | 27.9.2019 | 13:40