26.8.19

Aðalfundur Bifhjólaklúbbs Norðuramts 19. október og Haustógleði.




Aðalfundur Tíunnar verður 19 október. nk

Fundarstaður: Mótorhjólasafn Íslands Akureyri

Venjuleg aðalfundarstörf.


Dagskrá Aðalfundar :
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs.
3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. (Tillögur Sendist í tian@tian.is)
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning Formanns
7. Kosning nefnda.
8. Skipun skoðunarmanna reikninga.
9. Önnur mál.

Tveir aðilar víkja sæti í stjórn í ár,  Jói Rækja og Arnar Kristjáns og vantar okkur því framboð í stjórn.

Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tian@tian.is og er hægt að kynna viðkomandi á vefnum.. ef óskað er.
(En einnig er hægt er að sækjast eftir því á fundinum.)
Ath. Einungis greiddir Tíufélagar hafa kosningarétt á aðalfundi.

Um kvöldið verður svo Haustógleðin en hún verður auglýst síðar.
Tíufélagar eru kvattir til að mæta á Aðalfund. Sérstaklega þeir sem búa utan Akureyrar og koma og skemmta sér með okkur um kvöldið.

kv Stjórnin

25.8.19

Pókerrun fór fram í dag.

300 km langt Pókerrun fór fram í dag í þokkalegasta veðri. Ekið var frá Olís á Akureyri en spil voru dregin á Akureyri, Sauðárkrók, Siglufirði , Dalvík og Akureyri.
Svo bauðst öllum að skipta út allt að 3 spilum.
Niðurstaðan var sú að að eini farþeginn í ferðinni sigraði Pókerrunnið með Fullt Hús. Til lukku Linda Diego en hún fékk flottan bikar
og Tíkall í seðlum.
Næst besta höndin var Ásapar, og voru aðrir bara með hunda.

Takk allir sem mættu í Pókerrunið en það skrítna við það var að enginn Akureyringur tók þátt. 2.Reykvíkingar, Ísfirðingur , Bakkfirðingur , og Norðfirðingur. "Norðanmenn" ,,, aðeins að fara minnka jammið það kemur Haustógleði...

17.8.19

Besta geðlyfið

Peter Fonda látinn (Easy Rider)

Banda­ríski kvik­mynda­leik­ar­inn Peter Fonda lést í dag 79 ára að aldri en hann var einna þekkt­ast­ur fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Easy Ri­der frá 1969.

Fram kem­ur í frétt breska dag­blaðsins Daily Tel­egraph að bana­mein hans hafi verið andnauð vegna lungnakrabba­meins.

Fonda lék í fjölda kvik­mynda á löng­um ferli og hlaut ýmis verðlaun. Þar á meðal Óskar­sverðlaun fyr­ir leik sinn í kvik­mynd­inni Ulee's Gold 1997 sem og Gold­en Blobe-verðlaun. Síðar­nefndu verðlaun­in hlaut hann einnig fyr­ir The Passi­on of Ayn Rand 1999.

Fonda var son­ur kvik­mynda­leik­ar­ans Henry Fonda og yngri bróðir kvik­mynda­leik­kon­unn­ar Jane Fonda. Hann var faðir leik­kon­unn­ar Bridget Fonda og leik­ar­ans Just­in Fonda.
Texti :mbl.is