20.6.18

DAGSKRÁ LANDSMÓTS BIFHJÓLAMANNA 2018

Fim:
22:00 Landsmót Sett.
22:30 Ingvar Valgeirs Spilar fyrir Landsmótsgesti.

Fös:
10-17 Fólk að vakna og Aðrir gestir að mæta á staðinn.
18:00 Tegundareipitog.
20:00 Landsmótssúpa, Orkumikil súpa sem er góður undirbúningur fyrir átök helgarinnar.
20:30 AA fundur
21:30 Varðeldur kveiktur.
23:00 Ball kvöldsins hljómsveitin Swiss mætir á svið með alvöru Rokk.
Búningakeppnin hefst og dómarar verða að störfum allt mótið.

Forsölu á Landsmót 2018 lokið



Forsölunni á Landsmót er lokið

Við hittumst þá bara í hliðinu á Ketilási..

19.6.18

Fleiri gjafir til mótorhjólasafnsins

Enn bætir Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían í safnið en á dögunum gaf klúbburinn Mótorhjólasafninu 65 tommu Samsung hágæða sjónvarpstæki.

En núna var gjafapakkinn stækkaður því að Tían bætti við og gaf safninu Örbylgjuofn og Samlokugril ,sem á eftir að koma sér vel.

18.6.18

100 ára afmæli var haldið á Mótorhjólasafninu

Fyrir eitt hundarað árum þ.e árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson.


Henderson Árg 1918

Hjólin eru Amerísk framleidd á árunum 1912-1931.
Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012. Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins. Afkomendum Gríms, eigendum hjólsins og safninu, kom strax saman um að gangsetja hjólið á 100 ára afmæli þess, árið 2018.

6.6.18

Tían færði Mótorhjólasafninu gjöf.

Á myndinni má sjá Víði Hermannsson í stjórn Tíunnar
afhenda Haraldi Vilhjálmsyni stjórnarmanni safnsins tækið góða.

Já eins og flestir Tíufélagar vita þá hefur klúbburinn ánafnað einum þriðja hluta árgjalda í klúbbnum til Mótorhjólasafns Íslands.