16.5.18

Viltu ganga í Bifhjólaklúbb Norðuramts Tían ? eða endurnýja kynnin við gamla klúbbinn


Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts 

Til að borga félagsgjaldið er einfaldast að leggja 4000kr (fjögur þúsund krónur-) inn á reikning Tíunnar og send kvittun í Tölvupósti í tian@tian.is   (skráið af hverju í skýringu)



1000 kr af félagsgjaldinu renna beint til Mótorhjólasafns Íslands.

Bankaupplýsingar Tíunnar eru:
Banki: 565-26-100010
Kennitala: 591006-1850

15.5.18

Heiddi hefði orðið 64 ára í dag 15 maí.


Og í tilefni af því lagði formaður Tíunnar blóm á leiði Heiðars frá klúbbnum sem var stofnaður í hans nafni.
Mótorhjólasafn Íslands er til minningar um Heiðar Þ. Jóhannsson sem lést sumarið 2006 í hörmulegu bifhjólaslysi í Öræfasveit, á leið heim af landsmóti Sniglanna. Safnið var opnað á afmælisdegi Heiðars, sem hefði orðið 64 ára ef hann hefði lifað.
Húsið var sérstaklega byggt undir safnið og stendur við Krókeyri inn undir flugvelli.

í Janúar árið 2007 var Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts stofnað til minningar um Heiðar ,Snigils nr 10
Tilgangur klúbbsins * Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. * Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd. * Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi. * Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10 * Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.

Sem við ætlum aldeilis að gera því Við ætlum að halda LANDSMÓT og HJÓLADAGA og svo Haustógleði....

12.5.18

Heiðarlegur Dagur velheppnaður

Krítarlistaverk í Planinu
Í dag hélt Tían upp á Heiðarlegan dag í fyrsta sinn, en ástæða þess var að koma með viðburð í stað aðalfundar Tíunnar sem var alltaf haldin í kringum afmælisdag Heidda. 15 maí

Grillinu var hent fram á plan ásamt sófasettinu, og stólum...
Grillmeistari var settur á grillið og sá hann um að pyslurnar væru mátulega grillaðar.
Milli 35 ogl 40 manns létu sjá sig og nutu dagsins og skoðuðu safnið.
Veðrið var gott þó sólin kíkti bara annað slagið á okkur ...

Já það er fátt sem er Landsmótslega en Landsmótspotturinn


 En frá því í febrúar hefur Landsmótsnefndin verið að reyna að fá pottinn góða til heimahagana Akureyrar eftir talsvert brölt umhverfis landið. 

En potturinn var enn á Núpi í Dýrafirði í geymslu eftir síðasta Landsmót, og honum varð náttúrulega að koma til byggða.

 Og þar kom að því  Snillingur úr Skagafirði Ragnar að nafni náði í pottinn í vinnuferð sem hann var í vestur á firði og hann kom honum til Akureyrar þar sem Landsmótsnefnd ákvað að láta Lagfæra greyjið..

10.5.18

Heiðarlegur Dagur 12 maí



Heiðarlegur dagur


Er nýr viðburður hjá Bifhjólaklúbbi Norðuramts Tían, en viðburðurinn varð til við það að aðalfundur klúbbsins var færður frá miðjum maí til október, en lögum um það var breytt á síðasta aðalfundi klúbbsins.


Við munum halda þetta við Mótorhjólasafnið á Akureyri

Laugardaginn 12 maí kl
14:00-17:00

Safnið verður opið Gestum og gangandi.


Hittingur og Samvera.


Kaffi á könnunni


Forsala á Landsmót Bifhjólamanna á Staðnum ásamt
Landsmótsmerkjum


Lifandi Tónlist... (og dauð) :)


Lítil Þrautabraut fyrir hjól.


Landsmótsnefnd opinberar glænýtt Landsmótsplaggat 2018


Grillveisla. Pylsupartí--- ekki Pulsu þetta er norðlenskt


Tökum krakkana smá hring á Hjólunum.


Og ljúkum deginum með smá rúnti Eyjafjarðarhringinn og endum á torginu.

6.5.18

Skoðunardagurinn

Grillað með stæl.
Þvílík veisla.

Á Laugardag fór fram skoðunardagur Tíunnar og Bílaklúbbs Akureyrar fyrir fornbíla í Frumherja.
Fínasta mæting var og veðrið bara ágætt sól og svolítið svalt.
Bílaklúbburinn bauð svo upp á Grill og gos um hádegið og færum við hér með kærar þakkir til Bílaklúbbsins fyrir skemmtilegan viðburð.

5.5.18

Skutlur hjóla saman

Íris Sigurðardóttir Formaður Skutla

Kvenhjólaklúbburinn Skutlur samanstendur af fríðum flokki kvenna með ástríðu fyrir mótorhjólum
og ferðalögum. Þær hvetja allar hjólakonur til að taka þátt í alþjóðlega kvenhjóladeginum 5. maí.

Ég hef haft áhuga á mótorhjólum frá því ég man eftir mér og sem krakki heima í Eyjum horfði ég öfundaraugum á strákana á skellinöðrunum,“ segir mótorhjólaskutlan Íris Sigurðardóttir sem er formaður kvenhjólaklúbbsins Skutlur. Íris eignaðist sitt fyrsta hjól síðla árs 2005.
„Það var Honda Rebel 250 cc. Þá var ég ekkert að spá í þessi cc og vissi ekki hversu lítill mótorinn
var, en þetta þótti víst fínt byrjendahjól. Ég hjólaði einn rúnt um Hafnarfjörð en næsti rúntur var í Hondu-umboðið þar sem ég keypti mér nýja Hondu Shadow 750 cc og hjólaði á henni í eitt ár.  Sumarið 2007 keypti ég svo hjólið sem ég er enn á en það er Yamaha Roadstar Warrior, 1700 cc.“

Eins og adrenalínsprauta


4.5.18

Félagskyrteini

Núna í maí erum við að fara að gera félagsskyrteini Tíunnar og til að fá þau verður maður að hafa greitt Árgjaldið sem eru litlar 3000 kr sem jafngildir einni pizzu í verðgildií dag.

Félagsmenn Tíunar eiga allir að hafa fengið sendann Gíróseðil í febrúar ,,, en hann gildir til 2019 og safnar engum vöxtum....

1.5.18

Næst á Dagskrá hjá Tíunni (Skoðunardagurinn)


Já þegar einn viðburður er búinn þá tekur sá næsti við.

Skoðunardagur Tíunnar er á Laugardaginn 5 maí
Hinn árlegi skoðunardagur Tíunnar verður þann 5 maí 2018.
Að þessu sinni verðum við í Frumherja á Akureyri og er skoðunin með góðum afslætti fyrir greidda félagsmenn Tíunnar
Sú nýbreytni er að Bílaklúbbur Akureyrar verður með sinn skoðunardag á sama tíma en þeir munu nota stóru skoðunarstöðina en hjólin þá litlu,,
Skoðunardagurinn hefst klukkan 9:00 og mun kosta 4800kr á hjól (40% afsláttur)
Um hádegið verður svo boðið upp á grillveislu á staðnum fyrir Félaga.
ATH ,Skoðunardagurinn er fyrir Greidda félagsmenn Tíunnar og BA. 2018
Og til að ganga í Tíuna eða borga félagsgjaldið smellið hér.
Viðburðurinn á Facebook

1. maí Hópkeyrslan tókst glymjandi vel.

1. maí hópkeyrslan var haldin á Akureyri eins og hefð er komin fyrir.


Safnast var saman hjá Mótorhjólasafninu um kl 13:30 og lögðu 56 hjól  af stað í keyrsluna kl 14:00

Rúllaði hópurinn svo í gegnum bæinn og gekk það vonum framar því að Lögreglan var okkur til aðstoðar og lokaði flestum gatnamótum sem hætta var á að hópurinn hefði slitnað í sundur og þar að auki voru nokkrir aðrir hjólamenn á vaktinni og blokkuðu önnur gatnamót svo að þetta heppnaðist alveg frábærlega og slysalaust.
Undir lokin renndi þessi föngulegi hópur í gegnum miðbæjinn og vakti það mikla athygli , og svo framhjá Hofi þar sem hópurinn lagði svo hjólunum.

Við viljum þakka Lögreglunni kærlega fyrir aðstoðina sem og því röska fólki sem var á vaktinni fyrir okkur. 

SKILABOÐIN ERU :
  
MÓTORHJÓLIN ERU KOMIN Á GÖTUNA 



Einnig viljum við þakka öllum þeim sem tóku þátt,

Hjólakveðja   
             Bifhjólaklúbbur Norðuramts Tían

Tían óskar eftir myndum....frá hópakstrinum.....
tian@tian.is



Mæli með að kveikja á efra videoinu fyrst ,,
og þegar það er hálfnað
Startið neðra ,,,kemur töff út..

Myndbönd :
Kalla.
.




28.4.18

Sport sem spornar við öldrun


Mótorhjólaáhuginn hefur fylgt Óla Ársæls í rúma sex áratugi. Fyrsta mótorhjólið keypti hann af
dönskum fjósamanni og verðandi eiginkona hans fékk far heim á öðru mótorhjólinu hans.

Mótorhjólaáhuginn hjá Jóhanni Ólafi Ársælssyni, sem jafnan er kallaður Óli Ársæls, byrjaði mjög snemma og tengist án efa áhuga hans á vélum og tækjum. Hann ólst upp í nálægð við slippinn í Dröfn og vélsmiðju Hafnarfjarðar og fékk oft að fylgja pabba sínum um borð í togara þar sem hann var vélstjóri. Í dag er Óli 76 ára og nýtur lífsins í botn á Yamaha Silverado 1100 sem er afskaplega fallegt og þægilegt hjól fyrir kall á hans aldri eins og hann orðar það sjálfur. „Sem drengurvar mér sagt að pabbi hefði átt mótorhjól sem hann notaði í og úr vinnu og fannst mér það frekar svalt. Hugurinn festist talsvert við þessa hugsun og í skólanum átti ég það til að teikna mótorhjól í kennslubækurnar í stað þess að hlusta vel á kennarann.“ Þegar Óli var 14-15 ára komst hann yfir lítinn bensínmótor sem var sérstaklega ætlaður aftan á reiðhjól. „Þessu kom ég einhvern veginn saman og brunaði um göturnar í Hafnarfirði, en með smá basli þar sem keðjan frá mótornum vildi oft detta af tannhjólinu sem boltað var á teinana í afturgjörðinni. Í framhaldi af þessu ævintýri var fjárfest í KK-50 skellinöðru og þá var maður orðinn maður með mönnum og gat fylgt félögunum sem höfðu eignast svipaðar nöðrur en þetta var á árunum 1956-1958.“

Eiginkonan fékk far

Fyrsta mótorhjól Óla var þýskt NSU Fox 125 CC sem hann keypti af dönskum fjósamanni sem vann
á Vífilsstöðum. „Þetta var afskaplega lipurt og fallegt hjól og ég fór víða á því, m.a. í veiðiferð til Þingvalla með vin minn Gísla Helgason fyrir aftan mig.“ Næsta hjól var öllu stærra, breskt herhjól af gerðinni Panther með stórum mótor þar sem gert var ráð fyrir hliðarvagni. „Nú var orðinn stæll á mínum og notaði ég hjólið talsvert á leið í vinnuna meðan ég var að læra vélvirkjun til að undirbúa mig undir Vélstjóraskólann.“ Á þessu hjóli sótti hann eitt sinn seint um kvöld Sirrý Karls, stúlkuna sem hann var að reyna við á þessum árum og er nú eiginkona hans. „Hún var þá að vinna í sjoppu. Ég kom á rólegri ferð rétt í því sem hún var að tölta af stað og spyr hvort hún vilji þiggja far heim.
Hún þáði boðið en hefði án efa ekki gert það ef hún hefði vitað að hjólið var án hljóðkúts þar sem ég
hafði verið í einhverju viðgerðarstússi með gripinn. Einn rúntur um bæinn með miklum hávaða
kostaði það að þessi prúða mær rauk af hjólinu þegar ég stoppaði heima hjá henni, skellti hurðinni
og talaði ekki við mig næstu tvær vikurnar en þetta jafnaði sig með smá lagni.“


Alvaran tekur við

Eftir að Óli og Sirrý giftu sig tók alvaran við. Þau kláruðu námið, keyptu íbúð og seinna byggðu
þau sér hús. „Á þessum tíma var mótorhjólaáhuginn settur á bið. En það skemmtilega gerist að ég fer
að vinna hjá bílaumboðinu Bílaborg sem þá seldi Mazda-bíla og Yamaha-mótorhjól og þá blossaði
bakterían upp aftur og hefur verið viðvarandi síðan.“ Yamaha-umboðið færðist síðar til Merkúrs hf. þar sem Óli var starfsmaður og hluthafi. „Á þessum árum var mikil vakning í mótorhjólamenningunni hér á landi og áður en varði var maður kominn á fullt aftur. Konan mín elskulega vissi sem var að þessi della færi ekkert úr mér og gaf mér splunkunýtt Yamaha Drag Star 650 þegar ég varð 60 ára en í dag ek ég Yamaha Silverado 1100.“

Æskuvinir leika sér

Félagsskapurinn í kringum mótorhjólin skiptir mjög miklu máli. Á árunum 2000-2004 voru margir af gömlu félögunum hans komnir með stór mótorhjól og allt að gerast, eins og hann orðar það. „Menn höfðu nú bæði tíma og peninga til að setja í þetta draumasport. Áður enn varði hafði myndast hópur manna úr Hafnarfirði og nágrenni sem hittast enn í dag á þriðjudögum kl. 17.30 yfir sumartímann og aka saman 100- 150 km um nærliggjandi sveitir og nágrannabæi ef veður leyfir.“ Félagsskapurinn kallast Dindlarnir, enda eru þeir saklausir eins og litlu lömbin sem dilla dindlunum sínum, segir Óli. Á félagaskránni eru um 35 meðlimir sem eru misvirkir en kjarninn er öflugur. Það felst ótrúlegt frelsi í því að vita að í skúrnum bíði gljáfægður gæðingur, tilbúinn í lengri eða skemmri ferðir, segir Óli. „Við höfum farið víða um landið og margir okkar hafa ekið talsvert erlendis. Það er ótrúlega skemmtilegt að enn skulum við fjórir kunningjarnir leika saman sama leikinn og þegar við vorum 15-16 ára á skellinöðrunum en nú á stórum og öflugum mótorhjólum. Við urðum allir 75 ára á síðasta ári, þ.e. ég, Hjörtur Guðmundsson, Júlíus Bess og Pálmi Sigurðsson. Við erum alveg vissir um að þetta sport sporni við öldrun, eins og sjá má af myndinni hér í greininni.“ Sumarið að nálgast
Það styttist óðfluga í hjólatímabilið en Óli vill þó leyfa hitastiginu að hækka aðeins og leyfa  Vegagerðinni að laga stærstu holurnar eftir erfiðan vetur. „Við munum halda okkur við þriðjudaga og til greina kemur að bæta við morgunferðum þar sem margir af félögunum eru komnir á eftirlaunaaldur og hafa því líka lausan tíma fyrri hluta dags. Þannig að einhvern næstu daga verður sparkað í gang.“

Starri Freyr Jónsson
starri@frettabladid.is