12.5.18

Já það er fátt sem er Landsmótslega en Landsmótspotturinn


 En frá því í febrúar hefur Landsmótsnefndin verið að reyna að fá pottinn góða til heimahagana Akureyrar eftir talsvert brölt umhverfis landið. 

En potturinn var enn á Núpi í Dýrafirði í geymslu eftir síðasta Landsmót, og honum varð náttúrulega að koma til byggða.

 Og þar kom að því  Snillingur úr Skagafirði Ragnar að nafni náði í pottinn í vinnuferð sem hann var í vestur á firði og hann kom honum til Akureyrar þar sem Landsmótsnefnd ákvað að láta Lagfæra greyjið..

því jú hann er að nálgast það að vera 30 ára gamall og lítið verið gert fyrir hann.

Svo potturinn verður í góðu standi fyrir mótið.... með eina snilldarsúpuna enn


Sjáumst á Landsmóti,,
Nefndin...



Potturinn Kominn á Heimaslóðir þar sem hann var smíður.
af Heidda Sjálfum.