25.3.15

Rafmagns mótorhjól – Tesla, 201 hestafl



Það mátti svosem bú­ast við því að það væri ekki nóg fyr­ir Elon Musk að búa til ótrú­lega afl­mikla raf­bíla, svosem Model S, og bæta svo bráðlega við jepp­lingn­um Model X.

Nei, næsta út­spilið er mótor­hjól sem sver sig ræki­lega í ætt­ina. Þó hjól­in séu helm­ingi færri en á fara­tækj­um Tesla hingað til þá á hjólið tvennt sam­eig­in­legt með bíl­un­um sem hingað til hafa rúllað af færi­band­inu og rak­leiðis inn í drauma bíla­áhuga­manna: það er raf­knúið og ógur­lega rammt að afli.

Geymslu­hólf í stað vél­ar

Þar sem ekki er eig­in­legri bens­ín­vél til að dreifa fer téð rými mest­megn­is í geymslu­hólf þar sem hönnuður­inn, Jans Shlap­ins, sér fyr­ir sér að not­andi geymi hjálm­inn, far­tölv­una og annað til­fallandi. Lit­hi­um-ion raf­hlöðurn­ar liggja rétt ofan við göt­una til að tryggja lág­an þyngd­arpunkt og há­marks snerpu í stýr­ingu á ál­stelli hjóls­ins. Aflið er ærið, 201 hestafl, og hægt að stilla milli fjög­urra forstill­inga: Race, Cruise, Stand­ard og Eco. Hjólið er að sönnu nokkuð klossað að sjá en það er engu að síður í létt­ari kant­in­um og dekk úr koltrefja­efni hjálpa þar til.

Sé mið tekið af því að aflið nem­ur 201 hestafli, má eins gera ráð fyr­ir því að þetta verði sjón­ar­hornið sem flest­ir sjá í um­ferðinni.

Ef akst­ur þessa raf­vél­hjóls – sem er enn á hug­mynda­stig­inu, vel að merkja – verður eitt­hvað í lík­ingu við það sem öku­menn þekkja frá Tesla Model S, þá eiga hjóla­menn og -kon­ur nær og fjær gott í vænd­um.

25. ÁGÚST, 2015


 https://vatnsidnadur.net

17.3.15

Götur borgarinnar hættulegar fyrir mótorhjólamenn: „Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Þetta er beinlínis lífshættulegt fyrir okkur, þó þetta sé vissulega slæmt fyrir þá sem aka um á bifreiðum,“ segir Njáll Gunnlaugsson, vélhjólakennari, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hann ræddi um akstursskilyrði vélhjólamanna í borginni.

Götur borgarinnar eru margar hverjar illa farnar eftir veðurfarið á landinu undanfarna mánuði.

Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu.

Sjá einnig: Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt
„Þessar holur eru bara allstaðar núna, ekki bara á umferðaþungum götum. Sem betur fer eru frekar fá mótorhjól komin út á göturnar núna. Ég þekki einn sem hefur hjólað allan veturinn. Það er ákveðið vandamál hversu litlum peningum er eytt í þetta blessaða gatnakerfi. Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu og fara sinna þessum hlutum.“

Sjá einnig: Göturnar grotna niður
Njáll segir það vera næsta skref að kenna nemendum sínum að sveigja í kringum holur í staðinn fyrir keilur.
Stefán Árni Pálsson 
17. mars 2015

10.3.15

Góugleði aflýst

Vegna dræmrar þátttöku er búið að aflýsa Góugleðinni sem átti að vera laugardaginn 14. mars nk.

27.2.15

Góugleði

Jæja gott fólk

Góugleði verður haldin 14. mars næstkomandi í Lóni v. Hrísalund. Húsið opnar kl 21 og kostar litlar 2.500 kr inn (skemmtun og ball), tökum EKKI kort en "beinharðir" seðlar vel þegnir.

Þema kvöldsins er "hattar og höfuðskraut" og er jafnvel mögulegt að frumlegasta höfuðskrautið fái verðlaun
smile emoticon


Skráning er hafin á tian@tian.is, hlökkum til að sjá ykkur
smile emoticon

15.2.15

Á fjögur hundruð mótorhjól á Stokkseyri

Hjálmar Sigurðsson Safnari

Hjálmar Sigurðsson á Stokkseyri á sér sérstakt áhugamál því hann safnar mótorhjólum, þó ekki alvöru hjólum því þetta eru allt leikfangamótorhjól.


Hjálmar og kona hans búa í Eyjaseli 6 á Stokkseyri þar sem mótorhjólasafnið er í einu herberginu. Þetta eru rúmlega fjögurhundruð hjól á ýmsum gerðum, sem Hjálmar hefur safnað síðustu fimm árin.

„Þetta er bara mitt áhugamál, ég safna bara öllum hjólum,“ segir Hjálmar. Hann á mikið af Harley Dawson, hjólum, nokkur lögreglumótorhjól og meira að segja Spidermann mótorhjól.

Þrátt fyrir að hann sé komin yfir fimmtugt þá lætur hann það ekki stoppa sig enda gefur söfnunin honum mikið.

„Það er bara gaman af þessu, þetta er það sem ég hrærist og lifi í, ég er mótorhjólamaður og verð það alveg þar til að ég dey. Það er eins og þeir segja Bretarnir, þegar ég hætti að geta hjólað á tvíhjólinu þá set ég þriðja hjólið undir, ég get þá bara hjólað lengur.“ Hjálmar er með mótorhjólaskegg. „Já, já, það fylgir þessu, það er nú bara þannig, maður lifir bara í þessu og ég er bara eins og ég er,“ segir Hjálmar.

Hann segist ætla að halda áfram að safna mótorhjólum og þiggur fleiri ef einhver á. „Já, já, ég þigg alveg í safnið hérna, ef fólk á þau niður í geymslu eða einhversstaðar annarsstaðar, þá þigg ég hjólin, ég get alveg borgað pínulítinn pening fyrir þess vegna,“ segir hann.
Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar  15. febrúar 2015
visir.is

27.1.15

Netfangalisti og Góugleði

Jæja gott fólk, okkur vantar upplýsingar um e-mail hjá þó nokkrum félagsmönnum okkar. Í þessari viku verður því sendur út prufu-póstur til þeirra sem eru á póstlistanum okkar, þeir félagsmenn/konur sem hafa ekki fengið póst frá Tíunni 1.febrúar næstkomandi en vilja fá póst í framtíðinni, eru vinsamlega beðnir um að senda upplýsingar á tian@tian.is.

Svo verður Góugleði haldin 14. mars 2015 ef næg þátttaka fæst - nánari upplýsingar um það koma síðar en endilega takið daginn frá :)