17.3.15

Götur borgarinnar hættulegar fyrir mótorhjólamenn: „Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu“


„Þetta er beinlínis lífshættulegt fyrir okkur, þó þetta sé vissulega slæmt fyrir þá sem aka um á bifreiðum,“ segir Njáll Gunnlaugsson, vélhjólakennari, sem var gestur í þættinum Í bítið á Bylgjunni þar sem hann ræddi um akstursskilyrði vélhjólamanna í borginni.

Götur borgarinnar eru margar hverjar illa farnar eftir veðurfarið á landinu undanfarna mánuði.

Tvöfalda þarf það fjármagn sem árlega er veitt í viðhald gatna á höfuðborgarsvæðinu. Ástand vega í Reykjavík hefur sjaldan verið eins slæmt og því ljóst að það mun taka langan tíma að bæta úr ástandinu.

Sjá einnig: Slæmt ástand vega í Reykjavík: Tvöfalt fjármagn þurfi svo ástandið verði ásættanlegt
„Þessar holur eru bara allstaðar núna, ekki bara á umferðaþungum götum. Sem betur fer eru frekar fá mótorhjól komin út á göturnar núna. Ég þekki einn sem hefur hjólað allan veturinn. Það er ákveðið vandamál hversu litlum peningum er eytt í þetta blessaða gatnakerfi. Menn þurfa að hífa sig upp af rassgatinu og fara sinna þessum hlutum.“

Sjá einnig: Göturnar grotna niður
Njáll segir það vera næsta skref að kenna nemendum sínum að sveigja í kringum holur í staðinn fyrir keilur.
Stefán Árni Pálsson 
17. mars 2015