1.7.14

Franskur sigur í Pikes Peakkeppninni

 


Franskur sigur í Pikes Peak keppninni

Pikes Peak er ein þekktasta, ef ekki þekktasta, „hillclimb“-keppni sem til er. Hillclimb felst í því að ekið er, eins hratt og kostur er, upp brattar brekkur og þar er Pikes Peak í Colorado í Bandaríkjunum í sérflokki. Keppnin hófst í síðustu viku og lauk sunnudaginn 29. júní. Brautin er 20 kílómetra löng með 156 beygjum og rís hún 1.440 metra frá ráslínunni og upp á topp hnjúksins. Á leiðinni upp er venjulega boðið upp á mikið sjónarspil þegar öflugustu farartæki heims í ýmsum flokkum bruna upp brautina.

Farartækin eru oft í óvenjulegri kantinum; vörubílar, mótorhjól og hefðbundnir sportbílar taka þátt í bland við sérsmíðaða hillclimbbíla. Í ár voru rafbílar vinsælir en rafbílametið á til dæmis Nissan Leaf en það setti Chad Hord árið 2011 þegar hann náði tímanum 14:33.429. Í ár ætlaði Tesla að reyna að ná metinu af Nissan Leaf sem margir Íslendingar þekkja.
sem margir Íslendingar þekkja. Sá sem kom, sá og sigraði hins vegar var Frakkinn Romain Dumas sem sigraði á franska Norma M20-bílnum. Sigur hans bætist í safn sigra á Spa, Nürburgring og Le Mans. Í flokki mótorhjóla féll skuggi á keppnina þar sem hinn 54 ára gamli Bobby Goodin lést í lok ferðar sinnar. Hann keppti í millistærðarflokki á Triumph Daytona 675 og hafði orðið þriðji árið áður.

 njall@mbl.is
Morgunblaðið 1.7.2014




https://timarit.is/files/43379654#search=%22og%20upp%20og%20og%20og%20og%20og%20og%20og%22

10.6.14

Hættulegasta íþróttagrein í heimi


Bob Price lést á þriðja hring
í Supersport flokki

TT-keppnin á Mön nýyfirstaðin


Isle of Man TT-keppnin er án efa ein hættulegasta keppni sem um getur í mótorsporti í heiminum í dag. Í ár létust tveir keppendur og í 107 ára sögu keppninnar hafa því 242 látist. Þrátt fyrir að öryggismál hafi verið tekin í gegn á síðustu árum hafa 23 látist síðan um aldamótin, sem gerir þetta að einni hættulegustu íþróttagrein sem hægt er að stunda.

360 km á tæpum 2 tímum

TT keppnin, eða Tourist Trophy eins og hún heitir á engilsaxnesku, var fyrst haldin árið 1907 og var þá 24 kílómetrar. Hinni frægu Snæfellsleið var bætt inn í keppnina árið 1911 og varð hún þá 60 km eins og hún er í dag. Hafa ber í huga að keppnin er haldin á venjulegum vegum á eynni sem er lokað í tvær vikur á ári til að breyta þeim í keppnisbraut. Fyrir vikið er mikið af föstum hlutum nálægt brautinni svo að ekki þarf að spyrja að leikslokum ef einhver missir stjórn á hjóli sínu á meira en 300 km hraða, en mótorhjólin fara oft og vel yfir þá tölu á hringnum. Keppnin er hröð í öllum fimm flokkunum, Superbike, Senior, Superstock, Supersport og Lightweight, en einnig er keppt í flokki hliðarvagna og nú á síðustu árum í flokki rafhjóla.
Alls eru 264 beyjur í brautinni sem er 60km og þræðir
 bæði skóga þorp og fjallendi.Umhverfið hefur reynst
 ökumönnum skeinuhætt
Stærstu flokkarnir keppa í sex hringi, sem gerir 360 km keppni sem lýkur á klukkutíma og þremur korterum. Hafa ber í huga að þetta er nánast öll leiðin milli Reykjavíkur og Akureyrar og vegirnir ekki ósvipaðir. Sett var hraðamet í keppninni í ár þegar Bruce Anstey ók hringinn á 132,298 mílna meðalhraða, en það er í fyrsta sinn sem einhver fer hringinn hraðar en 132 mílur. Þetta gerir hraða upp á 212,912 km á klst. að meðaltali! Bruce Anstey ók Honda CBR1000RR Fireblade-hjóli frá Padgett’s Motorcycles í Bretlandi.




njall@mbl.is
mbl 10.6.2014

Bultaco Rapitán er mótorhjól sem tekið verður eftir


Þegar talað er um rafmótorhjól er hætt við því að flestir fái upp í hugann mynd af suðandi rafmagnsvespu eða álíka saumavél. Rafhjólin frá Bultaco ættu að fá viðkomandi til að skipta um skoðun.

   Bultaco, sem er með höfuðstöðvar sínar í Barcelona, er fornfrægt merki sem hefur að mestu legið í láginni síðan 1983. Ljóst er af nýjustu hjólum fyrirtækisins að þar á bæ ætla menn að koma inn á markaðinn aftur með látum og stæl. Til þess hefur Bultaco nú kynnt til sögunnar tvö spennandi rafknúin mótorhjól, Rapitán og Rapitán Sport, sem koma í sölu snemma á næsta ári.


Rafknúin raketta

   Þar sem hjólin eru knúin af liþíumrafhlöðu er bensíntankur óþarfur og það rými hefur haganlega verið endurhugsað sem geymsluhólf fyrir hjálminn.
   Hjólið dregur um 145 kílómetra á hleðslunni og tekur um fjórar klukkustundir að fullhlaða.

Aflið er vel viðunandi – alltént fyrir skynsama ökumenn – og ná hjólin um 150 km/klst. hámarkshraða en rafmótorinn skilar 54 hestöflum og 125 Nm af togi. Er þá ótalið að hjólin líta alveg dægilega vel út, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. jonagnar@mbl.is

 

4.6.14

Hjóladagar á Akureyri

Tían, Hjóladagar á Akureyri Tían, Bifhjólaklúbbur Norðurlands, mun halda sína árlegu Hjóladaga á Akureyri dagana 17.–19. júlí. Þar verður sem fyrr þrautabraut, hjólaspyrna, útimarkaður, grill og sýning á mótorhjólum ásamt því að minningarakstur um Heiðar Jóhannsson verður farinn. Hjóladagar hafa farið stækkandi ár frá ári og eru nú að verða aðalsamverutími allra íslenskra hjólamanna. Upplýsingar og dagskrá Hjóladaga má finna á heimasíðu Tíunnar www.tian.is

27.5.14

Matchless fær nýtt líf (2014)

Gamall draumur Hilmars Lútherssonar varð að veruleika þegar Birgir Guðnason færði honum illa farið flak Matchless 500 mótorhjóls frá 1946. 

Fyrir tæpum aldarfjórðungi sá Hilmar Lúthersson mynd af illa förnu mótorhjóli af gerðinni Matchless 500, árgerð 1946. Hann falaðist eftir því við eigandann, Stefán Einarsson verktaka á Siglunesi, en sá vildi síður skilja við það og Hilmar gaf hjólið upp á bátinn.

Fjölmörgum árum síðar var Birgir Guðnason að vinna fyrir Stefán á