10.6.14

Bultaco Rapitán er mótorhjól sem tekið verður eftir


Þegar talað er um rafmótorhjól er hætt við því að flestir fái upp í hugann mynd af suðandi rafmagnsvespu eða álíka saumavél. Rafhjólin frá Bultaco ættu að fá viðkomandi til að skipta um skoðun.

   Bultaco, sem er með höfuðstöðvar sínar í Barcelona, er fornfrægt merki sem hefur að mestu legið í láginni síðan 1983. Ljóst er af nýjustu hjólum fyrirtækisins að þar á bæ ætla menn að koma inn á markaðinn aftur með látum og stæl. Til þess hefur Bultaco nú kynnt til sögunnar tvö spennandi rafknúin mótorhjól, Rapitán og Rapitán Sport, sem koma í sölu snemma á næsta ári.


Rafknúin raketta

   Þar sem hjólin eru knúin af liþíumrafhlöðu er bensíntankur óþarfur og það rými hefur haganlega verið endurhugsað sem geymsluhólf fyrir hjálminn.
   Hjólið dregur um 145 kílómetra á hleðslunni og tekur um fjórar klukkustundir að fullhlaða.

Aflið er vel viðunandi – alltént fyrir skynsama ökumenn – og ná hjólin um 150 km/klst. hámarkshraða en rafmótorinn skilar 54 hestöflum og 125 Nm af togi. Er þá ótalið að hjólin líta alveg dægilega vel út, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. jonagnar@mbl.is

 

4.6.14

Hjóladagar á Akureyri

Tían, Hjóladagar á Akureyri Tían, Bifhjólaklúbbur Norðurlands, mun halda sína árlegu Hjóladaga á Akureyri dagana 17.–19. júlí. Þar verður sem fyrr þrautabraut, hjólaspyrna, útimarkaður, grill og sýning á mótorhjólum ásamt því að minningarakstur um Heiðar Jóhannsson verður farinn. Hjóladagar hafa farið stækkandi ár frá ári og eru nú að verða aðalsamverutími allra íslenskra hjólamanna. Upplýsingar og dagskrá Hjóladaga má finna á heimasíðu Tíunnar www.tian.is

27.5.14

Matchless fær nýtt líf (2014)

Gamall draumur Hilmars Lútherssonar varð að veruleika þegar Birgir Guðnason færði honum illa farið flak Matchless 500 mótorhjóls frá 1946. 

Fyrir tæpum aldarfjórðungi sá Hilmar Lúthersson mynd af illa förnu mótorhjóli af gerðinni Matchless 500, árgerð 1946. Hann falaðist eftir því við eigandann, Stefán Einarsson verktaka á Siglunesi, en sá vildi síður skilja við það og Hilmar gaf hjólið upp á bátinn.

Fjölmörgum árum síðar var Birgir Guðnason að vinna fyrir Stefán á

24.5.14

Túristinn! Mótorhjóla Víkingar

 

Það stóðu allt í einu 10 flott BMW mótorhjól á bryggunni hjá Steina Vigg á Siglufirði


Enginn af fjölmörgum gestum Rauðku sem nutu þess að sitja utandyra kvörtuðu yfir "útsýnis truflun" þessa fallegu fáka. þvert á móti stóðu margir upp og skoðuð þessi flottu hjól.

Hjólin voru öll merkt "BIKING VIKING" sem hljómaði nokkuð spennandi. Enginn mótorhjóla kappi var sjáanlegur þessa stundina, allir að borða hádegismat á Kaffi Rauðku.


Síðan komu þeir, glaðlegur blandaður hópur af ýmsu þjóðerni en einn var að tala íslensku í farsíma svo ég rauk í hann strax er samtalinu lauk.

Hverjir eru þið og á hvaða ferðalagi er mannskapurinn?

"Ég heiti Þorgeir Ólafsson kallaður Toggi og ég er leiðsögu maður á ferðaskrifstofunni Biking Viking, við sérhæfum okkur í mótorhjóla ferðum um Ísland."
Toggi fararstjóri og leiðsögumaður
"Við höfum verið að þróa og vinna með þessar ferðir í 14 ár. Erum núna með 40 stk. BMW hjól sem eru góð í keyrslu á þjóðvegum landsins, bæði á malbiki og moldarvegum."

En utanvega akstur er það ekki stórt vandamál í dag?

"Hjá okkur kemur ekki slíkt til greina, þeir sem gera það eru hreinlega sendir heim. Það er ömurlegt að sjá spor og afleiðingarnar í íslenskri náttúru af slíkum akstri."
"Við leggjum mikið upp úr fræðslu um náttúruna og sögu lands og þjóðar og gæði í þjónustu. Við erum eins og margar aðrar ferðaskrifstofur nema að við erum á mótorhjólum".

Hverskonar túr er þessi hópur í núna?

"Við förum hringveginn á 7 dögum, gistum á hótelum, gistiheimilum og bændagistingum, stoppum hingað og þangað og skoðum náttúruperlur. Reynum að gefa þeim mjög blandaða reynslu frá Íslandi"

Hvernig kemur Sigló inn í myndina?
Leitað að lyklum
"Eitt af þessu snýst líka um að finna áhugaverða vegi að keyra og upplifa. Tröllaskagi hefur flotta mótorhjólavegi, mörg göng, fallega firði og fjöll, bættum þessu í túrinn nýlega. Frábær upplifun"

Við erum meðal annars með sérstaka 3 daga ferð um Vestfirði, fjöll og firðir, marga beygjur, erfiðir vegir. Einnig túra yfir svarta sanda á hálendinu o.fl.

Allt í einu heyrum við hlátur og læti bak við okkur, einn af mótorhjóla túristunum hefur misst eitthvað í gegnum bryggjuna.

Takk fyrir spjallið Toggi og góða ferð.

20.7.2014 
Myndir og texti:
NB 

Jói Mara með allt úti

Þegar ég keyrði Hólaveginn fyrir stuttu síðan var alveg hreint hellingur af allskonar mótorhjólum fyrir utan hjá Jóa Mara.

Jói var að taka til og endurraða í bílskúrnum, en eins og sést þá vantar ekki hjólin hjá Jóa.

Hann á "nokkur hjól" sem eru líklega orðin sjaldséð núorðið og svo að sjálfsögðu Johnson vélsleðann sem er á kerrunni hjá honum.

En Jói hefur verði duglegur að safna hjólum og hefur sent fjöldamörg hjól og vélsleða á söfn hingað og þangað um landið.

Ég bað nú Jóa um að fá að taka eina mynd af honum fyrir framan hjólin en hann var fljótur að tilkynna mér það að hann sjálfur væri nú alls ekkert myndefni en ég mætti taka eins margar myndir af hjólunum og ég vildi.

Meira af myndum á tenglinum hér að neðan.
http://www.siglo.is/is/frettir/joi-mara-med-allt-uti
24.05.2014
 Jón Hrólfur Baldursson

14.5.14

Fjölmenni á stórsýningu Rafta og Fornbílafjélags í Brákarey (2014)

Miðpunktur sýningunnar var í portinu

Mikil og góð stemning einkenndi vel heppnaða stórsýningu Bifhjólafjélagsins Rafta og fornbílafjélags Borgarfjarðar sem fram fór í Brákarey í Borgarnesi á laugardaginn.



Bifhjól af ýmsum gerðum mátti  sjá á sýningunni
Gott veður setti svip sinn á sýninguna sem fjöldi gesta sótti. Að sögn Guðjóns Bachmans Rafta- og fornbílafélaga, er talið að sýningargestir hafi verið um tvö þúsund. „Það er óhætt að segja að þetta sé ein stærsta sýning sem við höfum komið að á undanförnum þrettán árum. Við í undirbúningshópnum erum himinlifandi með þetta. Samkvæmt talningu komu um 400 mótorhjól í eyjuna sem er með því mesta,“ segir Guðjón. Einnig mætti mikill fjöldi gesta á

30.4.14

Breytingar á mótorhjólaprófum skv. ESB

 

Minnaprófið stækkar


Hinn 19. janúar síðastliðinn tók gildi ný reglugerð sem byggist á þriðju ökuréttindalöggjöf Evrópusambandsins. Breytingar þessar eru gerðar til að samræma ökupróf í allri Evrópu til að tryggja frjálsan flutning og akstur milli landa og gerir ökuskírteini úr einu landi ESB eða EES gild í öllum öðrum löndum þess. Breytingarnar eru mestar í flokki mótorhjóla en þar er kominn nýr flokkur sem kallast A2 og tekur hann við af flokki sem hét lítið mótorhjól áður og miðaðist við 34 hestöfl (25 kW).

Hámarksaflið 47 hestöfl

Hér er rétt að útskýra þennan flokk aðeins betur því að hann veldur talsverðum ruglingi og skoða hvaða hjól falla í þennan nýja flokk, en hann er nú miðaður við 47 hestöfl (35 kW) sem er töluverð breyting.
Eins og sjá má af töflunni er hámarksafl mótorhjóla í A2-flokki nú komið í 47 hestöfl en sum mótorhjól má fá með svokölluðu innsigli til að ná niður afli í þetta tiltekna hámark. Þó má ekki samkvæmt löggjöfinni minnka afl hjóls í þessum flokki um meira en helming, þannig að 100 hestafla hjól getur ekki fengið innsigli og farið í 47 hestöfl sem dæmi. Til að átta sig betur á þessu hefur bílablaðið sett saman stuttan lista með hjólum sem falla undir þennan flokk og inniheldur hann einnig hjól sem eru með löglegu innsigli samkvæmt þessum A2-flokki. Aðeins er minnst á þau hjól sem eru annaðhvort seld á Íslandi eða hafa komið hingað á undanförnum árum.

Falla í A2-flokkinn

Þegar þessar tölur eru skoðaðar er auðvelt að sjá að nokkuð mörg mótorhjól sem áður voru flokkuð sem stór mótorhjól falla í A2-flokkinn. Önnur breyting á réttindaflokkunum er sú að núna má taka réttindi í A2-flokk á hvaða aldri sem er svo lengi sem viðkomandi hefur náð 19 ára aldri. Þetta þýðir að einhver sem telur að hjól eins og ofangreind dugi sér þarf þá ekki að taka full réttindi strax og getur einfaldlega valið að taka þennan flokk fyrst. Mun það eflaust henta mörgum að taka próf í þessum flokki þar sem kennsluhjól í honum geta verið talsvert minni en fyrir full réttindi. 

njall@mbl.is