14.5.14

Fjölmenni á stórsýningu Rafta og Fornbílafjélags í Brákarey (2014)

Miðpunktur sýningunnar var í portinu

Mikil og góð stemning einkenndi vel heppnaða stórsýningu Bifhjólafjélagsins Rafta og fornbílafjélags Borgarfjarðar sem fram fór í Brákarey í Borgarnesi á laugardaginn.Bifhjól af ýmsum gerðum mátti  sjá á sýningunni
Gott veður setti svip sinn á sýninguna sem fjöldi gesta sótti. Að sögn Guðjóns Bachmans Rafta- og fornbílafélaga, er talið að sýningargestir hafi verið um tvö þúsund. „Það er óhætt að segja að þetta sé ein stærsta sýning sem við höfum komið að á undanförnum þrettán árum. Við í undirbúningshópnum erum himinlifandi með þetta. Samkvæmt talningu komu um 400 mótorhjól í eyjuna sem er með því mesta,“ segir Guðjón. Einnig mætti mikill fjöldi gesta á
fornbílum á sýninguna. „Einn stærsti plúsinn var síðan veðrið sem var með eindæmum gott. Það hafði mjög góð áhrif á mætinguna,“ bætir hann við og segir hjólagesti hafa komið víða að; frá Snæfellsnesi, höfuðborgarsvæðinu, Selfossi, Suðurnesjum og  Akureyri svo einhver dæmi séu nefnd.

Hljómsveitin Grasasnar úr Borgarfirði sá síðan um að leika ljúfa tóna fyrir gesti sýningarinnar. Einnig fór vöffluog kaffisala fór fram í Samgöngusafninu og var  stöðug biðröð eftir veitingum. „Vöfflusalan kom vel út í ár og var ánægjulegt að sjá hvað gestir voru duglegir að kaupa sér vöfflur,“ segir Guðjón en vöfflusalan er ein helsta tekjuöflun sýningarinnar.

Guðjón segir jafnframt að gestir hafi almennt verið ánægðir með uppsetninguna á sýningunni, það er að blanda saman bifhjólum og fornbílum. Einnig hafi komið vel út að halda sýninguna í Brákarey og þá var sérstaklega gaman að hans mati að sjá hversu margir heimamenn komu á sýninguna. „Það má segja að tilraun Rafta og Fornbílafjélagsins með því að halda sýninguna sameiginlega hafi tekist. Félögin unnu vel saman að þessu og var fjöldi félaga í báðum félögum sem kom að skipulagningunni með einum eða öðrum hætti. Við í undirbúningshópum beggja félaga munum síðan bera saman bækur okkar fljótlega og fara yfir skipulagninguna og á ég von á því að menn setji stefnuna á aðra sýningu að ári. Þá verður sýningin þróuð áfram.“ Ljósmyndarar Skessuhorns lögðu að sjálfsögðu leið sína í
Brákarey á laugardaginn.
 Hér á eftir má sjá svipmyndir frá sýningunni.
hlh/ Ljósm. hlh & mm
Skessuhorn 14.05.2014