28.5.95

Í öðru sæti í þolakstri á vélhjóli í Pembrey

Búið að fylla tankinn og Unnar Már tekinn við.
Þorsteinn Marel tekur af sér hanskana lúinn eftir átökin

  ÍSLENDINGAR lentu í öðru sæti í þolkeppni í vélhjólaakstri á helsta móti áhugamanna í greininni eftir að hafa leitt keppnina mestalla. 


Keppnin fór fram á Pembrey brautinni í Wales 8. maí sl. Ekið var stanslaust í sex klukkustundir og stefndi í íslenskan sigur þar til bilun varð í vélhjóli þeirra. Þorsteinn Marel var einn íslensku keppendanna og segir hann að nú sé stefnan sett á keppnina í Snetterton brautinni í Englandi, þar sem íslenska liðið hafnaði í fímmta sæti í fyrra.
Þetta er í annað sinn sem þeir félagar, Þorsteinn Marel, sem er betur þekktur sem Steini Tótu, Karl Gunnarsson og Unnar Már Magnússon, taka þátt í móti af þessu tagi. Þorsteinn Marel sagði að undirbúningur hefði staðið yfír í tæpt eitt ár, eða allt frá mótinu í Snetterton í fyrra. Mikil vinna fór í að fá styrktaraðila því þáttakan á mótinu kostaði um hálfa milljón kr. og á endanum tók Pepsi þá félaga upp á armana. Æfíngar fóru fram á götuhjólum á götum  borgarinnar en mest var æft á torfæruhjólum og gerði keppnisliðið sér ferð til Landmannalauga,
Öðru sæti fagnað í þolaksturkeppninni í Pembray F.v.: Unnar Már Magnússon,
 Beverly Simms eiginkona Rob Simms, Rob Simms eigandi hjólsins,
Þorsteinn Marel. Á myndina vantar Karl Gunnlaugsson.
Veiðivatna og fleiri staða. Þorsteinn Marel sagði að æfíngar á torfæruhjólunum hefðu skilað sér vel því þar reynir mikið á líkamlegt atgerfi og hliðarskrið á hjólunum.

110 hestafla hjól

Keppnisliðið keppir á einu vélhjóli og leigðu þeir félagar hjól af Bretanum Rob Simms, sem gerir út hjól í kappakstur. Hjólið var af gerðinni Honda CBR 600 cc og kostaði 200 þúsund kr. að leigja það fyrir sex klukkustunda keppni. A milli 600-700 þúsund kr. kostar að útbúa hjól af þessari gerð fyrir þolaksturskeppni því það þarf að þola illa meðferð og að vera ekið á útopnu í sex tíma. Vélinni er breytt en í upprunalegri gerð skilar hún 87 hestöflum en eftir breytingu 110 hestöflum. Einnig er skipt. um fjöðrunar- og hemlabúnað í hjólinu en samkvæmt reglunum má ekki skipta um grind.
Álagið er mikið á hjólið og allir hlutar þess sjóðhitna.
Þorsteinn Marel sagði að brautin í Pembrey væri með mun brattari beygjum en brautin í Snetterton og þar væri mun minni meðalhraði. Meðalhraði í Pembrey er á milli 120-130 km á klst.  Aðeins einn stuttur kafli er beinn en annars er hjólið alltaf á hliðinni í beygjum og gefst því lítill tími til að hvíla sig á milli átaka.
Keppt er í fjórum flokkum eftir stærð hjóls. Stærstu hjólin voru með 900 cc vél og sagði Þorsteinn Marel að þau hefðu ekki hentað vel í þessa keppni þar sem þau hefðu verið of þung. „Við keyrðum hraðar en þau þótt þau hafi verið mun kraftmeiri. Mesti meðalhraðinn var í okkar flokki, 120-130 km á klst," sagði Þorsteinn Marel, en á beina kaflanum var meðalhraðinn nálægt 220 km á klst. Skipt var um ókumann á klukkutíma fresti, fyllt á bensíntankinn og farið yfir hemla og annan útbúnað.

Í fyrsta sætl fyrstu 150 hringina 

Þorsteinn Marel byrjaði keppnina og ákváðu þeir félagar að keyra hratt fyrsta klukkutímann meðan allt væri nýtt og ferskt á hjólinu. Hann varð fjórði upp úr startinu og eftir sautján hringi var hann í þriðja sæti og í öðru sæti eftir 23 hringi. Á 41. hring náði Þorsteinn Marel fyrsta sætinu og skipti hann við Unnar Má eftir 50 hringi, þá í 1. sæti og með tveggja mínútna forskot á næstu keppendur. í þann mund féll einn keppenda af hjóli sínu á brautinni og var hann fluttur brákaður á fæti á slysadeild.
Íslenska liðið ákvað að halda þessu tveggja mínútna forskoti og miða sinn hraða við hraða keppendanna í öðru sæti til þess að hlífa hjólinu og dekkjunum. Liðið hélt 1. sæti og gekk allt eins og í sögu næstu 40 hringi, eða fram að 95. hring, en þá féll Unnar Már af hjólinu. Marðist hann á höndum og olnboga en gat haldið áfram keppni. Var þá skipt um ökumann Karl tók við. Þegar hann var á 140. hring komu í ljós afleiðingarnar af falli Unnars Más. Sprungur höfðu komið í hljóðkútinn
sem er úr trefjaefni og sprakk hann. Samkvæmt reglum keppninnar má ekki aka með ónýtan hljóðkút og urðu þeir því að gera við kútinn. Þorsteinn Marel tók þá við og var íslenska liðið þá ennþá í 1. sæti. Hann keyrði eina átta hringi, eða þar til hljóðkúturinn sprakk aftur. Þá hafði tekist að hafa upp á nýjum hljóðkút á hjólið og var skipt um í snatri. Við þessar ófarir tapaði liðið niður átta mínútum og missti enska liðið fímm mínútum fram úr sér.
  Á síðustu hringjunum tókst íslendingunum að vinna til baka tvær mínútur þrátt fyrir að hjólið væri farið að daprast, dekkin slitin og hemlarnir. Hafnaði liðið í 2. sæti, ók 269 hringi á sex  lukkustundum þremur hringjum minna en enski sigurvegararnir. Að meðaltali tók 1,10 mínutur að keyra keyra hringinn en brautarmetið í Pembrey er 1,05 mínúta, en það var sett á hjóli sem var ekki með fullan
bensíntank og ekki á þolakstursdekkjum. Besti hringurinn hjá íslendingunum var 1,07 mínúta með
fullan tank og náðu þeir þessum tíma á nokkrum hringjum í upphafi keppninnar sem varð til þess að þeir náðu forskoti sínu. Þorsteinn Marel segir að rökrétt sé að keyra hringinn á 1,10 mínútu upp á þreytu og slit á hjóli að gera.
Morgunblaðið/Guðmundur Þórarinsson

28.5.1995

2.5.95

Smíðuðu sjálfir mótorhjólin sín


Eitt af einkennum vorkomunnar er öll vélhjólin sem nú birtast á götum höfuðborgarinnar. Eins og gefur að skilja þá er lítið hægt að nota þau að vetrarlagi. 

Aðstæður hér á íslandi bjóða ekki upp á nema sex til átta mánuði fyrir vélhjólaakstur. Margur vélhjólaáhugamaðurinn þarf því að bíða óþreyjufullur þar til snjóa leysir eftir að fá að þeysast um á fáki sínum. Tveir ungir áhugamenn um vélhjól, Ólafur Kjartansson, Óli, og Þorgeir Ólafsson, Toggi, ákváðu að nota vetrartímann til að smíða sér hjól. Nú eru þau tilbúin, vorið komið og tími kominn til að prófa þau. „Það er virkilega gaman að vera á hjóli sem maður hefur smíðað alveg frá grunni," segja strákarnir. „Efnið í hjólin kemur hvaðanæva. Púströrin eru til að mynda búin til úr ryðguðum rörum sem við fundum í gámi og sætið á hjólinu mínu smíðaði ég bara úr drasli sem var á staðnum. Annars er uppistaðan hlutar úr öðrum hjólum. Með því móti gátum við sameinað það besta úr hverri vélhjólategund í eitt hjól," bætir Óli við.

Hálfgerð baktería

 Þeir segja áhugann á vélhjólum hafa kviknað á unglingsárum þegar fyrsta skellinaðran var keypt. Hann hefur haldist síðan og ef eitthvað er þá hefur áhuginn aukist með árunum. „Þetta er orðin hálfgerð baktería hjá okkur. Það fór til að mynda allur minn tími í vélhjólið meðan ég var að smíða það. Mig dreymdi það meira" að segja á nóttunni," segir Óli. „Það er heilmikil spenna sem maður fær af því að þeysast um á hjóli og mikil frelsistilfinning," segja strákarnir. „Þetta er einnig besta leiðin til að hreinsa hugann og losa sig við óþarfa áhyggjur eða leiða."

Mikið svínað fyrir okkur 

Skilyrði eru ekki góð til vélhjólaaksturs hér á landi, að mati þeirra, og lítiö tilht tekið til vélhjóla í umferðinni. „Það er mikiö svínað fyrir okkur og virðist sem sumum finnist að vélhjól eigi ekki að vera í umferöinni," segja þeir. „Ég lenti til dæmis í alvarlegu slysi árið 1987 en þá var keyrt þvert í veg fyrir mig," segir Toggi. 
„Ökumaðurinn sá mig en reiknaði fjarlægðina ekki rétt út. Þarna hefði slagorðið: „Ef þú sérð mótorhjól þá horfðu tvisvar" átt vel við."

Vantar aðstöðu 

„En keyrið þið ekki bara of hratt?" „Jú, það kemur stundum fyrir. Það er hálffúlt að vera á kraftmiklu vélhjóli og finna aldrei kraftinn í því. Það vantar einhverja aðstöðu þar sem má keyra hratt. Við höfum árangurslaust reynt að fá braut þar sem hægt er að gefa svolítið í en með slíkri aðstöðu fengju vélhjólamenn útrás fyrir hraðaáráttu sína og hefðu minni þörf fyrir að aka um á ólöglegum hraða í umferðinni. Á sumum stöðum í Evrópu er leyft að þeysast á milli staða en þegar í þéttbýli er komið er ekki nein þörf fyrir að keyra hratt," segir Toggi. „Annars tel ég vélhjólamenn ekki aka hraðar en aðra. Það er mökkur af bílum sem á degi hverjum brýtur umferðarlögin með hraðakstri, miklu fleiri en vélhjól. Hjólin eru bara minni og sjást ekki eins vel. Því þarf að vara sig á þeim," segir Óli.  

Of fáar stelpur

 Strákarnir eru í vélhjólaklúbbi sem kallast Væringjarnir en nokkrir litlir klúbbar eru hér á landi, til að mynda Óskabörnin, Riddarar Lúsifers, Hvítabirnir, Saxar, Laxar og svo Væringjarnir. „Einnig vitum við um klúbb fyrir austan sem við vitum ekki hvað heitir. Það er að byrja að myndast svipuð stemning og til dæmisí Evrópu hvað varðar klúbbamyndun og það finnst okkur bara nokkuð jákvætt." „Er þetta strákasport?" „Já, það má segja það," segja þeir. „Ég hef held ég aldrei séð stelpu keyra mótorhjól almennilega," bætir Óli við. „Nei, ég lýg því nú. Það eru nokkrar stelpur í bænum sem keyra hjólin eins og á að keyra þau." „Þær mættu þó alveg vera fleiri áhugasamar um mótorhjól. Þær eru allt of fáar fyrir minn smekk," segir Toggi. „Hvað er svo á stefnuskránni í sumar?" „Að hjóla eins mikið og hægt er. Komast eitthvað út á land, til dæmis yfir Kjöl."

Texti: Guðbjartur Finnbjörnsson

 

1.5.95

Ég er ekkert háð því (1995)

Snigill #917 heitir Guðrún Kristín Magnúsdóttir - Guja-  myndlistakona og rithöfundur.

Hún er búin að vera með mótorhjóladellu frá því hún var sautján ára. Amma Lína, sem var þerna á Fossunum, flutti inn mótorhjól handa pabba hennar því hann var mótorhjólagaur.
Guja hætti ung í skóla, þó ekki til að helga sig mótorhjólinu heldur eignaðist hún barn og tók stúdentinn utanskóla.
Var svo heima og gerði upp gömul húsgögn fyrir sjálfa sig og

11.2.95

Klíka með Matta Bjarna sem heiðursfélaga

Vélhjólafélag gamlingja. Nei, þetta er ekki félag aldraðra manna og kvenna á mótorhjólum, þetta er frekar félag manna og kvenna sem aka um á gömlum mótorhjólum.

Félagið er á sínu öðru aldursári. Það er ekki formaður fyrir þessu félagi, heldur einræðisherra, Þröstur Víðisson, sem starfar öllu jöfnu sem símaverkstjóri. í félaginu er þrír heiðursfélagar, Matthías Bjarnason alþingismaður, Guðmundur Ingi Sigurðsson, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, og Bergur Gíslason kaupmaður. Þess utan að gera upp gömul hjól, stendur félagið gjarnan fyrir hópferðum félagsmanna vítt og breitt um landið. Félagið fékk á dögunum 100 þúsund króna styrk frá Reykjavíkurborg til greiðslu á leigu húsnæðis fyrir starfssemi þess.
Tíminn spurði Víði einræðisherra hvernig þessi félagsskapur væri til kominn?
„Félagið er tilkomið vegna áhuga fólks um að varðveita þessi gömlu mótórhjól, grafa þau upp úr skúrum hingað og þangað, gera þau upp og reyna að fara nota þau. Menn voru að pukrast hver í sínu horni með þetta áhugamál sitt, en síðan kynntumst við þegar við vorum úti að keyra hjólin og upp úr því spratt þessi félagsskapur! Þetta eru mest þýsk, bresk og bandarísk hjól, sem voru aðalhjólin þangað til japönsku hjólin komu á markaðinn, því upp frá því fóru flestir aðrir framleiðendur á hausinn, nema Harley Davidson og BMW. Þessi gömlu hjól hafa mikinn sjarma og karakter, eru að mörgu leyfi merkileg og gaman að keyra þau," segir Þröstur einræðisherra.
Það eru 45 félagar í Vélhjólafélagi gamlingja, þar af fjórar konur og eru sumir þessara félaga eru einnig í Sniglunum. Félagskapurinn hefur að sögn Þrastar vakið mikla athygli, sérstaklega á ferðum sínum um landið, þar sem ekið er í fylkingum. „Ég myndi frekar kalla þetta klíku, heldur en félag eins og t.d. Fornbílaklúbbinn. Það er ekkert formlegt félagsstarf í kringum þetta, annað en það að halda hjólunum gangandi og vera í sambandi vegna þess. Ég hef því kallað þetta frekar mótorhjólaklíku því við þekkjumst mjög vel innbyrðis. Inntökuskilyrðin eru þau að eiga og nota gamalt mótorhjól og að vera kominn til vits og ára og er það vandlega metið. Innganga er aðeins veitt á aðalfundi, sem haldinn er einu sinni á ári. Vígslan er formleg, en við höfum haldið henni leyndri og hún einkennist af tómri ánægju. Stjórnarformið í þessari „klíku" er einræði og það er ekkert lýðræði leyft í þessum félagsskap, nema á aðalfundi, sem stendur yfirleitt í einn dag."
Þröstur Víðisson Einræðisherra Gamlingja

Ekkert lýðræðiskjaftæði 

Af hverju einrœðisherra? „Okkur þótti þessi hugmynd mjög góð og gerir allt einfaldara í sniðum. Það þarf því yfirleitt ekkert að vera að þrasa um hlutina. Ekkert lýðræðiskjaftæði, hér er það ég sem ræð. Mjög þægilegt."
Hvert stefnir þessi félagsskapur? 
„Hann stefnir nú svo sem ekkert sérstakt. Hann kannski stefnir að því að halda þessum gömlu hjólum gangandi, nota þau, láta sjá okkur á þeim og ferðast á þeim, sem veitir okkur mikla og óblandna ánægju."


Mótorhjólamenn litnir hornauga

Nú eru það margir sem líta mótorhjólamenn hornauga. Hver er þín tilfinning? 
 „Já það er gamall draugur, sem alltaf er verið að reyna að kveða niður og berjast fyrir bættri ímynd og Sniglarnir hafa áorkað miklu í þeim efnum. Þetta er enginn glæpalýður. Bæði í Sniglunum og þessum félagsskap er fólk úr öllum þjóðfélagsstéttum, sem er að öllu jöfnu hið besta fólk. Við förum með friði hvar sem við komum og höfum haft það á stefnuskrá okkar að leggja okkar af mörkum til góðgerðarmála, ef þess er óskað. Við erum reiðubúnir að styðja þá sem eiga um sárt að binda með því að koma fram og við höfum gert dálítið af því.
 Hverju er um að kenna að þessi ímynd hefur loðað við mótorhjólamenn? 
„Þetta er fyrst og fremst komið úr kvikmyndum. Það er þessi ameríska ímynd, feitir og subbulegir glæpahundar, drekkandi bjór, sem leggja allt í rúst hvar sem þeir koma. í Evrópu er ímynd mótorhjólamanna allt önnur. Þar er mótorhjólið tákn um frjálsræði, þar sem litið er á þá sem eiga mótorhjól sem venjulegt fólk."

 Dálítið tillitsleysi 

Hvernig finnst þér vera farið með  mótorhjólamenn í umferðinni hér á landi? 
„Það er dálítið mikið tillitsleysi gagnvart okkur. Það eru kannski nokkrar skýringar. Hjólin eru tiltölulega lítil í umferðinni og minni en bílar, en það má segja að það sé daglegt brauð í umferðinni að reynt sé að drepa mann. Það er einfalt mál."
Eiga mótorhjólamenn ekki einhverja sök á þessu líka?
„Eg myndi segja að 90% mótorhjólamanna væru tillitsamir og keyri eins og menn. Hins vegar eru þessi 10% sem keyra eins og „bavíanar", en við höldum því fram að mótorhjólamenn verða að keyra betur en aðrir, hreinlega til að komast lífs af. Það kemur fram í skýrslum að langflest slys verða vegna þess að það er ekið á mótorhjólamenn."
Lögreglan hliðholl Hvert er viðhorf lögreglunnar í ykkargarð? 
„Lögreglan er mjög hliðholl okkur og hafa gert allt sem í þeirra valdi stendur til að gera okkur auðveldara fyrir. Það er mikill skilningur á okkar málefnum og sem dæmi hefur lögreglan unnið mikið með Sniglunum og þar hefur verið unnið gott starf. Þeir eru náttúrulega mikið sjálfir á mótorhjólum í sínu starfi.

Eiga á annað hundrao gömul hjól

Nú eiga félagar í „Gamlingjunum" mikinn fjölda af gömlum hjólum. Hversu mörg eru hjólin og frá hvaða tíma?
„Við eigum á annað hundrað hjól og þau eru allt frá 1918 og ætli yngsta hjólið sé ekki frá 1975. Elsta hjólið er Henderson hjól, frá 1918 og er með hliðarvagni. Þetta hjól er talið vera annað af tveimur
sem til eru í heiminum í dag, en það var flutt hingað til lands nýtt. Það var kaupmaður að nafn Espolin á Akureyri, en hann var umboðsmaður fyrir. þessi hjól hér á landi. Mér skilst að hann hafi átt hjólið sjálfur og notað það, en það er óuppgert og það þarf nokkuð mikið að gera við það. Þetta er
langelsta hjólið sem við eigum, en síðan eigum við nokkur frá árabilinu 1930-40, nokkur frá '40-50, en önnur eru yngri. 40-50 af þesum hjólum sem við eigum eru kominn í toppstand.
Við höfum verið nokkuð dugleg við að grafa upp þau hjól sem til eru frá þessum tíma, þ.e.a.s. fyrir 1975 og ég geri ekki ráð fyrir að þau séu mörg, sem ekki eru þegar komin í okkar eigu.
Hvers virði eru hjól eins og Henderson hjólið?
„Ég geri ráð fyrir að fulluppgert myndi fást á bilinu tvær til þrjár milljónir króna fyrir það í Bandaríkjunum.

Hjólið eins og meðlimur fjölskyldunnar

Þröstur á sjálfur eitt hjól,  BMW, árgerð 1965, sem er gamalt lögreglumótorhjól og segir hann hjólið ganga fyrir bílnum og í raun á hann ekki bifreið. Hann segist líta á bifreiðina sem tæki til að komast á milli stað, en líkir hjólinu meira við einn meðlim fjölskyldunnar.

Fékk ljúft svarbréf frá Matta Bjarna  En hvernig kemur það til að þeir Matthias Bjarnason, Guðmundur Ingi Sigurðsson og Bergur Gíslason eru gerðir að heiðursfélögum? „Okkur langaði til að hafa heiðursfélaga sem hefðu verið miklir mótorhjólamenn. Matthías var mjög snemma á öldinni farinn að nota mótorhjól. Hann er þekktur maður í þjóðfélaginu og okkur þótti gaman að hafa hann í félagskapnum. Þá langaði okkur að hafa einn lögreglumann í hópnum, því lögreglan rekur mjög sterka mótorhjóladeild og þeir keyra mjög mikið og sjálfur hefur Guðmundur keyrt í áratugi á mótorhjólum. Bergur Gíslason var gerður heiðursfélagi, því hann hafði allt frá blautu barnsbeini verið mjög mikill áhugamaður um mótorhjól. Hann vann í bresku Ariel mótorhjólaverksmiðjunni og hefur enn ódrepandi áhuga á þessu. Þeir hafa eflaust haldið að við værum bilaðir þegar við gerðum þá að heiðursfélögum, en ég ritaði t.d. Matthíasi fallegt bréf og virðulegt, undirritað af einræðisherra. Hann sendi okkur bréf til baka, sem var mjög ljúft svar, þar sem hann þakkaði gott boð."


Verð sjötugur á hjólinu

Vaxtarmöguleikar félags sem þessa. Eru þeir nokkrir?
„Nei. Ég held að þetta verði alltaf lítil klíka, því þetta er það fámennur hópur sem hefur áhuga á þessu. Það verður líka alltaf erfiðara og erfiðara að nálgast gömul hjól, því það eru varla mörg hjól eftir í þessu landi, sem eru ekki í okkar eigu. Það er mjög dýrt að kaupa svona hjól erlendis og flytja þau inn, þannig að vonandi verður þetta alltaf fámenn og góð klíka." Verðurðu ennþá á hjólinu þegar þú stendur á sjötugu? „Já, tvímælalaust og ég hef trú á því að þessi hópur verði saman í þessu meðan meðlimum endist aldur. Þetta er náttúrulega bilun, en er jafnframt tóm ánægja."
Tíminn 11.02.1995
Texti: Pjetur Sigurbsson
Myndir: Gunnar Sverrisson

„Mikið vildi ég að ég ætti gamla mótorhjólið mitt ennþá"

Matthías Bjarnson, alþingismaður Vestfirðinga og fyrrum mótorhjólamaður:



Matthías Bjarnason alþingismaður er einn þeirra sem sæmdur hefur verið heiðursfélagatign í Vélhjólafélagi gamlingja. Hann átti breskt Rudge
Special mótorhjól, sem ungur maður á Ísafirði í byrjun seinna stríðs. Hann fékk hjólið á  stríðsárunum með fiskflutningaskipi frá Fleetwood.

„Ég vann þá sem skrifstofumaður við útgerð og var í miklum kontakt við menn hjá fyrirtæki sem hét Boston Deepsea Company og einn kunningi minn þar útvegaði mér þetta hjól. Það var pínulítið notað en afskaplega fallegt og kraftmikið," segir Matthías.  Matthías er aldursforseti Alþingis, en hann er fæddur 1921.
En hvernig kom til að hann varð heiðursfélagi í gamlingjaklúbbnum?
„Eftir að bókin Járnkarlinn kom út hafa þessir ágætu menn séð mynd af mér á mótorhjóli, en ég stundaði með mikilli prýði þennan akstur ásamt nokkrum vinum mínum vestra snemma í síðasta stríði," segir Matthías. „Þessir heiðursmenn sendu mér ákaflega vinsamlegt bréf og tilkynntu mér að ég hefði verið kjörinn heiðursfélagi í mótorhjólaklúbbi gamlingja.
Þeir sendu mér stórt og mikið heiðursmerki með bréfinu, sem ég gladdist mjög yfir að fá.
Það rifjar upp fyrir manni þetta uppátæki sem ég stundaði í þónokkurn tíma, en mikið vildi ég að ég ætti ennþá gamla mótorhljólið mitt."
Matthías seldi mótorhjólið eftir nokkur ár og hefur alltaf saknað þess.
„Ég mundi vilja gefa stórfé fyrir það ef ég vissi af því einhversstaðar ennþá sæmilega heilu," segir hann.
 Mótorhjól voru ekki algeng á Ísafirði á stríðsárunum, en Matthías segir að þó hafi 5-7 strákar átt hjól. Matthías og félagar voru ekkert frábrunir mótorhjólamönnum í dag, þeir kepptu í hraðakstri hver við annan og fóru þá ekki alltaf mjög varlega.
„Það var oft kappakstur og heyrðist hátt í þessum mótorhjólum. Við vorum oft ekki par vinsælir á ísafirði þegar við vorum á hjólunum seint að kvöldi eða í byrjun nætur. Maður er að álása ungum mönnum í dag, en það verð ég að viðurkenna að það var ekki farið af sumum okkar mjög varlega, en svo urðu menn fullorðnir og þá fór ég að vera skaplegri í akstrinum," segir Matthías Bjarnason, alpingismaður og heiðursfélagi í mótorhjólaklúbbi gamlingja.

27.11.94

Verðlaunasæti í vélhjóla kappakstri í Englandi


 (Fyrri Hluti.)  20.11.1994

Þrír menn tóku sig saman haustið 1993 og stofnuðu lið sem hefur þann tilgang einan að stunda  kappakstur á vélhjólum. Liðinu var valið nafnið "Team Iceland Endurace Racing" og hefur síðan í daglegu tali verið kallað "Team Iceland".

Þetta voru þeir Þorsteinn Marel, Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnússon, en þeir hafa allir verið framarlega í keppni á mótorhjólum síðasta áratutg.

Stefnan var tekin á England.

Það er gamall draumur margra vélhjólamanna að fá að spreyta sig í kappakstri á þar til gerðri
braut. Það er varla hægt að kalla tilburði okkar hér á klakanum undanfarin ár „alvörukappakstur" því aðstæður hafa ekki gefið tilefni til stórra afreka. „Þegar við ákváðum að spreyta okkur í keppni erlendis varð þolkeppni, eða „endurance", fyrir valinu að vandlega athuguðu máli," segir Þorsteinn
Marel, betur þekktur sem Steini Tótu. „Þar kemur liðsheildin, skipulagið og undirbúningurinn
mönnum til góða til jafns á við kosti ökutækisins. Góð liðsheild getur náð árangri í slíkri keppni
án gífurlegs kostnaðar".

Fyrlrkomulag

„endurance"-keppni „Endurace"-keppni er sett þannig upp að hvert lið rekur eitt ökutæki, hjól eða bíl, og er keppt í minnst 6 klukkustundir og allt upp í 24 klukkustundir, eins og t.d. Le Mans 24 tíma kappaksturinn, sem er hvað þekktastur af svona keppnum. í keppni verða að vera minnst þrír ökumenn um hvert hjól sem skipta akstrinum á milli sín, en markmiðið er að koma því sem flesta ekna kílómetra á þeim tíma sem keppnin er hverju sinni."

Undlrbúningur

Að sögn Steina var ráðist var í að velja keppni í september 1993 og fyrir valinu varð 6 tíma keppni í Snetterton á Englandi, Snetterton Enduro 500, sem halda átti 25. júní '94. Undirbúningstíminn var síst of langur, því margir þættir sem sýnast ekki merkilegir í upphafi geta verið ótrúlega tímafrekir og kostað mikla vinnu þegar upp er staðið. Upphaflega var ákveðið að nota í keppnina keppnishjól Unnars Más, Honda CBR 600, sem hann hafði smíðað og keppt á bæði hérlendis og erlendis með góðum árangri. Við nánari skoðun var horfið frá því vegna þess að hagstæðara og hentugra var að leigja tilbúið hjól úti fyrir hverja keppni. Eftir margra mánaða bréfaskriftir og fjölda útfylltra eyðublaða fékkst hjól hjá Ron nokkrum Grant, en honum hafði Unnar kynnst á keppnisferð sinni um
England áður. Hann átti eftir að reynast liðsmönnum ómetanleg hjálp í keppninni og að þeirra sögn hefur reynsla hans líklega fleytt þeim upp um tvö til þrjú sæti í keppninni.


Margir stuðningsaðilar 

Kostnaður við keppnina var u.þ.b. 150.000 kr. og til að fjármagna ferðina seldi Iceland Team happdrættis- og lottómiða til að skrapa saman aurum. Einhverjir hafa þó haft trú á þeim félögum því happdrættið gekk ágætlega og einnig fengust bein framlög, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum og vilja þeir félagar koma á framfæri þakklæti til Glóbus, Skeljungs, Hjólbarðaverkstæðis Sigurjóns, Honda á íslandi, Suzukihjóla-umboðsins, Merkúr, Orku hf., Tímaritinu 3T. o.fl

Strangar æfingar

Vetrinum var eytt við líkamsrækt og æfingar á torfæruhjólum, en eiginlegar æfingar á braut hófust ékkt fyrr en þremur dögum fyrir keppni. „Unnar Már fór utan viku á undan okkur Kalla til að ganga frá lausum endum," segir Steini, „en til aðstoðar fóru einnig systurnar Hella, unnusta Unnars, og  Marta Svavarsdætur. Hörður Lýðsson aðstoðaði einnig, en hann stundaði nám við kappakstursskóla á brautum Englands þetta sumar. Leiguhjólið reyndist hálfþreytulegt, enda nýkomið úr æfingaakstri á eyjunni Mön, en við vorum svo hamingjusamir með að vera komnir svona langt að við létum útlit þess ekkert á okkur fá. Nú skyldi æft! Æfingar fyrsta daginn gengu stóráfallalaust og kom það okkur á óvart hvað við vorum með svipaðan brautartíma, en það þykir mikill kostur í svona keppni. Um kvöldið var farið með hjólið um 100 km leið á verkstæði Ron Grants því daginn eftir átti að hefiast handa við að skipta um vél í því. Það átti að gerast snöggt og örugglega og síðan átti að nýta daginn í að tilkeyra vélina og æfa ökumennina. Svo fór þó ekki því fyrir utan vélarskiptin þurfti að gera á hjólinu ýmsar breytingar vegna auka olíukælis, smíða hentugra sæti, semja um kaup á 10 dekkjum og sækja þau um 200 kílómetra Ieið. Einnig vantaði löglega keppnisskó, hjálm, ökuhanska. Þá var gerð dauðaleit að bremsuklossum sem endast myndu keppnina undir þessu álagi og á endanum komst hjólið ekki saman fyrr um sexleytið á föstudagsmorgun, þó fjórir menn ynnu á fullu í málinu."
Brautarlærdómurinn fór því fyrir lítið þennan dag, því eftir sex tíma svefn tók við þriggja tíma
akstur til Snetterton. Það vildi þeim til happs að sjónvarpsstöðin BBC var að taka upp þátt um
keppnina og því hafði einum klukkutíma verið bætt við æfingatímann. Því náðu þeir Þorsteinn og Karl að tilkeyra nýju vélina - hvor sínar 20 mínúturnar.
■ Haraldur Ingþórsson

______________________________________________________________________


27.11.1994

(Síðari hluti) Verðlaunasæti í vélhjólakappakstri í Englandi Keppnin sjálf.


ÞRÍR menn tóku sig saman haustið 1993 og stofnuðu lið sem hefur þann tilgang einan að stunda kappakstur á vélhjólum. Liðinu var valið nafnið "Team Iceland Endurance Racing" og hefur síðan í daglegu tali verið kallað "Team Iceland". Þetta voru þeir Þorsteinn Marel, Karl Gunnlaugsson og Unnar Már Magnússon en þeir hafa allir verið framarlega í keppni á mótorhjólum síðasta áratug. Stefnan var tekin á England.

"Við fórum í býtið næsta dag á brautina til að ná góðum stað í pyttinum, en þar hittum við Ron og var hann búinn að koma sér vel fyrir með sín tól og tæki. Þá rann upp fyrir okkur hversu mikils virði það var að hafa slíkan mann með okkur í liði. Hann byrjaði daginn á að raða niður verkefnum á alla, skipulagði hver ók hvenær og hvað lengi, setti upp tímatöflu, stöðu í keppninni, bensínáfyllingar og gekk í raun og veru frá öllu sem máli skipti.

Hellirigning var þennan morgun svo allir voru á fullu við að setja regndekk undir hjólin, en þegar upphitunartíminn fyrir keppnina var hálfnaður stytti upp. Þá ruku allir í að skipta aftur, korteri fyrir ræsingu.

Kampakátir í 3. sæti
Aðstoðarmenn Team Iceland unnu þetta allt eins og þeir hefðu aldrei gert annað og undir verkstjórn foringjans Ron Grants gekk allt svo vel að við fórum að trúa að við gætum jafnvel klárað þessa keppni."

Mestu afföllin í fyrstu hringjunum

"Ákveðið var að Kalli keyrði fyrstu vaktina úr rásmarkinu og koma inn eftir um 40 hringi.

Ennþá rigndi aðeins og stórir pollar á brautinni og því mikilvægt að fara varlega í byrjun, því yfirleitt eru mestu afföllin í fyrstu hringjunum þegar menn eru að berjast um sæti.

Við biðum í ofvæni eftir útkomunni úr fyrsta hring. Okkar maður kom svo í loftköstum eftir beina kaflanum í 9. sæti. Á fyrsta klukkutímanum vann hann sig svo hægt og bítandi upp í 5. sæti.

Flaug á hausinn á 100 km hraða


"Fyrsta skiptingin gekk ótrúlega vel fyrir sig þar sem athugun og smurning á keðju og skoðun á bremsum og dekkjum tók ekki nema um 25 sekúndur.

Ég var þó ekki fyrr komin út á braut en vandræðin hlóðust upp," segir Steini. "Ég var með nýjan hjálm sem fylltist af móðu og hálfblindur flaug ég á hausinn á 100 km hraða, enda rataði ég ekkert um brautina. Ég slapp með skrekkinn og einu skemmdirnar voru ónýtur tíu mínútna gamall regngalli og vélarhlífin laskaðist þannig að það smitaði aðeins olíu.

Þessar hremmingar kostuðu okkur hrap niður í 10. sæti, en þegar brautin þornaði, um 20 hringjum síðar, sóttum við verulega á."

Ekki fyrir taugaveiklaða

"Önnur skiptingin gekk einnig frábærlega fyrir sig og Unnar Már stóð sig eins og hetja. Þá var farið að færast fjör í leikinn og það tekur verulega á taugarnar að taka fram úr á yfir 200 km hraða og fara í beygjurnar á 170-180.

Kalli tók við þriðju skiptingu á um 20 sekúndum og þá sáum við að samvinna liðsins í pyttinum skilaði sér til jafns á við góðan akstur. Við vorum jafnvel farnir að hugsa um verðlaunasæti, þó enginn þyrði að nefna það upphátt.

Ron réð okkur frá að eyða tíma í dekkja- og bremsuskipti og hlýddum við því, enda sáum við að önnur lið töpuðu mörgum hringjum á því."

Enduðum í 3. sæti

"Ekki náðist að klára keppnina á sjötta hlutanum því Unnar varð að koma inn sökum bensínleysis. Kalli tók svo við og ók síðustu 10 mínúturnar áður en flaggað var út.

Við enduðum í 3. sæti í 600-flokknum og í 5. sæti yfir heildina. Liðið var allt hálfdofið til að byrja með, en síðan sprakk allt út í taumlausri gleði."

Það voru því stoltir Íslendingar sem stigu á verðlaunapall og tóku við verðlaunagripum og hamingjuóskum frá keppnisstjóra. Einnig fékk liðið sérstök verðlaun fyrir frábært samstarf í pyttinum, en eftir því var tekið hve vel gekk að þjónusta hjólið alla keppnina.

Steini Tótu segir að þessi fyrsta tilraun sýni það að Team Iceland Endurance Racing sé búið að sanna sig og allt verði lagt undir að ári. Þá láti menn sér ekki nægja að ljúka keppni, heldur verði stefnan sett á 1. sætið.
■ Haraldur Ingþórsson

Morgunblaðið 20.11.1994 og 27.11.1994