1.5.95

Ég er ekkert háð því (1995)

Snigill #917 heitir Guðrún Kristín Magnúsdóttir - Guja-  myndlistakona og rithöfundur.

Hún er búin að vera með mótorhjóladellu frá því hún var sautján ára. Amma Lína, sem var þerna á Fossunum, flutti inn mótorhjól handa pabba hennar því hann var mótorhjólagaur.
Guja hætti ung í skóla, þó ekki til að helga sig mótorhjólinu heldur eignaðist hún barn og tók stúdentinn utanskóla.
Var svo heima og gerði upp gömul húsgögn fyrir sjálfa sig og

vini sína á meðan hún eignaðist þrjú börn til viðbótar.
Fór síðan í Myndlista- og handíðaskólann og lærði leirlist og

amma passaði börin. Nú er hún sjálf orðin amma og á fjögur barnabörn. Eftir skóla hélt hún einkasýningar, tók þátt í samsýningum og samdi útvarpslelkrit, smásögur
barabækur og myndasögur fyrir barnatíma Sjónvarpsins. Seinna vann hún leikritasamkeppni
 Borgarleikhússins meðverkinu „Ég er hættur farinn, ég verð ekki með í svona asnalegu leikriti."
Mótorhjólið keypti hún í fyrra, ónotað "92 módel, 175 kúbik en hún setur 0 fyrir aftan til að fá
betri tölu..Og hvað fær hún svo út úr þessu?

„Þetta er farartækið mitt, ég er ekkert háð því, en ég get bara ekki án þess verið.

sbj.
Vera 14.árg.1995