Aðstæður hér á íslandi bjóða ekki upp á nema sex til átta mánuði fyrir vélhjólaakstur. Margur vélhjólaáhugamaðurinn þarf því að bíða óþreyjufullur þar til snjóa leysir eftir að fá að þeysast um á fáki sínum. Tveir ungir áhugamenn um vélhjól, Ólafur Kjartansson, Óli, og Þorgeir Ólafsson, Toggi, ákváðu að nota vetrartímann til að smíða sér hjól. Nú eru þau tilbúin, vorið komið og tími kominn til að prófa þau. „Það er virkilega gaman að vera á hjóli sem maður hefur smíðað alveg frá grunni," segja strákarnir. „Efnið í hjólin kemur hvaðanæva. Púströrin eru til að mynda búin til úr ryðguðum rörum sem við fundum í gámi og sætið á hjólinu mínu smíðaði ég bara úr drasli sem var á staðnum. Annars er uppistaðan hlutar úr öðrum hjólum. Með því móti gátum við sameinað það besta úr hverri vélhjólategund í eitt hjól," bætir Óli við.
Hálfgerð baktería
Þeir segja áhugann á vélhjólum hafa kviknað á unglingsárum þegar fyrsta skellinaðran var keypt. Hann hefur haldist síðan og ef eitthvað er þá hefur áhuginn aukist með árunum. „Þetta er orðin hálfgerð baktería hjá okkur. Það fór til að mynda allur minn tími í vélhjólið meðan ég var að smíða það. Mig dreymdi það meira" að segja á nóttunni," segir Óli. „Það er heilmikil spenna sem maður fær af því að þeysast um á hjóli og mikil frelsistilfinning," segja strákarnir. „Þetta er einnig besta leiðin til að hreinsa hugann og losa sig við óþarfa áhyggjur eða leiða."
Mikið svínað fyrir okkur
Skilyrði eru ekki góð til vélhjólaaksturs hér á landi, að mati þeirra, og lítiö tilht tekið til vélhjóla í umferðinni. „Það er mikiö svínað fyrir okkur og virðist sem sumum finnist að vélhjól eigi ekki að vera í umferöinni," segja þeir. „Ég lenti til dæmis í alvarlegu slysi árið 1987 en þá var keyrt þvert í veg fyrir mig," segir Toggi.„Ökumaðurinn sá mig en reiknaði fjarlægðina ekki rétt út. Þarna hefði slagorðið: „Ef þú sérð mótorhjól þá horfðu tvisvar" átt vel við."
Vantar aðstöðu
„En keyrið þið ekki bara of hratt?" „Jú, það kemur stundum fyrir. Það er hálffúlt að vera á kraftmiklu vélhjóli og finna aldrei kraftinn í því. Það vantar einhverja aðstöðu þar sem má keyra hratt. Við höfum árangurslaust reynt að fá braut þar sem hægt er að gefa svolítið í en með slíkri aðstöðu fengju vélhjólamenn útrás fyrir hraðaáráttu sína og hefðu minni þörf fyrir að aka um á ólöglegum hraða í umferðinni. Á sumum stöðum í Evrópu er leyft að þeysast á milli staða en þegar í þéttbýli er komið er ekki nein þörf fyrir að keyra hratt," segir Toggi. „Annars tel ég vélhjólamenn ekki aka hraðar en aðra. Það er mökkur af bílum sem á degi hverjum brýtur umferðarlögin með hraðakstri, miklu fleiri en vélhjól. Hjólin eru bara minni og sjást ekki eins vel. Því þarf að vara sig á þeim," segir Óli.
Of fáar stelpur
Strákarnir eru í vélhjólaklúbbi sem kallast Væringjarnir en nokkrir litlir
klúbbar eru hér á landi, til að mynda
Óskabörnin, Riddarar Lúsifers,
Hvítabirnir, Saxar, Laxar og svo
Væringjarnir. „Einnig vitum við um
klúbb fyrir austan sem við vitum
ekki hvað heitir. Það er að byrja að
myndast svipuð stemning og til
dæmisí Evrópu hvað varðar klúbbamyndun og það finnst okkur bara
nokkuð jákvætt."
„Er þetta strákasport?"
„Já, það má segja það," segja þeir.
„Ég hef held ég aldrei séð stelpu
keyra mótorhjól almennilega," bætir
Óli við. „Nei, ég lýg því nú. Það eru
nokkrar stelpur í bænum sem keyra
hjólin eins og á að keyra þau."
„Þær mættu þó alveg vera fleiri
áhugasamar um mótorhjól. Þær eru
allt of fáar fyrir minn smekk," segir
Toggi.
„Hvað er svo á stefnuskránni í
sumar?"
„Að hjóla eins mikið og hægt er.
Komast eitthvað út á land, til dæmis
yfir Kjöl."