29.11.90

AKSTURSIÞROTTIR Meistarar allra flokka heiðraðir


Sautján ökukappar yoru heiðraðir þegar Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga afhenti íslandsmeistaratitla fyrirkeppnistímabilið í ár. Fór afhendingin fram í húsnæði félaganna að Bíldshöfða í Reykjavík. „

Það hefur aldrei verið jafn öflug starfsemi hjá klúbbunum og í ár, tæplega 3.000 manns eru skráðir í

20 akstursklúbba og 340 þeirra fengu sér keppnisskírteini í sumar," sagði Olafur Guðmundsson

formaður LÍA í samtali við Morgunblaðið. Hann bætti við að mótin á næsta ári yrðu enn umfangsmeiri og auk þess ynni hópur aðþví að koma á laggimar „rallíkross"-keppni.

Titlarnir voru átján talsins, en tveir þeirra fóru til sama manns, Ólafs Péturssonar, sem ók spyrnugrind til sigurs bæði í kvartmíluog sandspyrnu.

Páll Sigurjónssonsigraði í „brackef'-flokki kvartmílunnar, en Gunnar Gunnarsson fyrir 13.90 flokkinn.

Jeppaflokkinn vann VilhjálmurRagnarsson og Sigurbjörn Ragnarsson vann í flokki sérsmíðaðra fólksbfla á Pinto.



Bestir á mótorhjólum í kvartmílunni voru Karl Gunnlaugsson og Hlöðver Gunnarsson á Suzuki, en Jón Björn Björnsson varð meistari í sandspyrnu á Suzuki mótorhjóli.

Í mótorkross varð Ragnar Ingi Stefánsson áYamaha öruggur sigurvegari

Torfæra
Árni Kópsson sigraði í flokki sérútbúinnajeppa í torfæru.
Standarflokkinní torfæru vann Stefán Gunnarsson á Jeep.

Rall

Feðgarnir Rúnar Jónsson

og Jón Ragnarsson urðu meistararí rallakstri á Mözdu 323.

Skipuleggjendur akstursmótakomu saman nýverið og dagsettu

alls 52 mót af ýmsu tagi. Þá er nú tími vélsleðamann að hefjast,

en þrjú mót eru á dagskrá, eitt við Mývatn og tvö við Skíðaskálann í Hveradölum.



3.9.90

Bifhjól á ekki að banna

 Atli Már Jóhannsson skrifar: Með þessu bréfi langar mig að svara Brynjólfi Jónssyni hagfræðingi sem skrifaði hreint ótrúlega vanhugsaða og óraunhæfa grein í DV fyrir skömmu og fjallaði um bann við notkun bifhjóla á íslandi. Ég vill byrja á, Brynjólfi til glöggvunar, að skilgreina nokkrar tegundir bifhjóla:
Fyrst má nefna MOTO CROSS-hjól, en það eru óskráð torfæruhjól sem einungis má nota á lokuðum svæðum. - Þá má nefna ENDURO-hjól, torfæruhjól, skráð til aksturs á götum og vegum. - Og að lokum eru það hin svokölluðu GÖTUHJÓL sem geta yfirleitt náð miklum hraða, eru skráð til aksturs á götum og vegum en henta yfirleitt ekki til torfæruaksturs.

Sjálfur hef ég ekið um á bifhjólum í nokkur ár en varð þó nokkuð undrandi á þröngsýni Brynjólfs í skrifum hans. Ég hélt sannarlega að íslenskur almenningur væri betur upplýstur en raun bar vitni. - Það er t.d. ótrúlegt hve fá bifbjólaslys verða hér þrátt fyrir tillitsleysi ökumanna bireiða gagnvart bifhjólum. Víst hafa orðið ljót bifhjólaslys en sú staðreynd higgur engu að síður fyrir að í yfir 90% tilvika, þar sem slys hafa orðið í árekstri bireiða og bihjóla, hefur bifhjólið verið í „rétti". - Aðeins einu sinni hef ég heyrt um að tvö bifhjól rekist á. Ætti þá ekki frekar að banna allar bifreiðar á íslandi? Ef allir bílar yrðu bannaðir væru bílslys úr sögunni og bifhjólaslysum myndi snarfækka, ef ekki hverfa að fullu. - Brynjólfur segir að slysatíðni bifhjóla á íslandi sé „gríðarlega há". Þetta er alrangt, slysatíðni bifhjóla á íslandi er ein sú lægsta í heiminum. Hann ræðir beltanotkun á bifhjólum og segir það hjákátlegt að skylda ökumenn bifreiða til að nota þau en ekki ökumenn bifhjóla. Þá fyrst yrðu ökumenn bifhjóla í vandræðum ef beltanotkun yrði lögleidd. Það er ekkert minna en bráður bani búinn þeim sem er fastur í belti á bifhjói er slys ber að höndum. Svo einfalt er það.

Að halda því fram að banna eigi notkun bihjóla á íslandi er ekki einungis órökrétt heldur einnig brot á rétti allra einstakhnga í þjóðfélaginu. Það er mun brýnna að fólk skilji að bifhjól er 250 kg farartæki sem ber lifandi mannveru. - Einnig að bifhjól hafa sama rétt og bifreiðar hvað varðar umferð og tillitssemi.

DV
3.9.1990