30.7.71

Við erum engir Vítisenglar


Segja félagar í Mótorhjólaklúbbnum í Reykjavík — „stuðlum frekar að gróðurvernd en eyðingu" 

Ég held að fólk, sem telur mótorhjólamenn einhvers konar galgopa hafi séð einum of mikið af kvikmyndum um engla helvítis", sagði einn af fyrirliðum Mótorhjólaklúbbsins í Reykjavík, en það félag telur 30 unga menn, 17 ára og eldri, sem hafa yfir að ráða aflmiklum mótorhjólum.

Líklega hefur almenningur ekki veitt því athyglj að skelli nöðruöldin er liðin, og nú hafa þeir sem búnir eru að fá ökuskírteinið og halda enn tryggð við útiveruna í akstri, fengið sér aflmikil mótorhjól, 60 æpandi hestöfl, sem geta undir góðum skilyrðum fleytt hjólinu áfram á 200 kílómetra hraða.

„Við erum alls engir villimenn" sögðu fjórir forráðamenn klúbbsins í viðtali við Vísi, „en við finnum það greinilega að þannig er oft á okkur litið, því miður. Og þetta vildum við gjarnan að fólk hefði í huga. 

Hjólin eru okkar sport alveg eins og knattspyrna eða lax hjá öðrum."

— Og hvers eiga reglugerðir um hámarkshraða að gjalda? 

Auðvitað förum við eftir þeim reglurm á sama hátt og aðrir ökumenn, —
Við verðum lika að gera það.  Því við erum tvímælalaust undir smásjánni hjá lögreglunni og reyndar fleiri.

Stóru mótorhjólin, sem kosta yfirleitt liðlega 100 þúsund kr. og allt upp í 160 þúsund (dýrasta hjólið kostaði að vísu um 500 þúsund) eru yfirleitt japanskrar ættar Hondur eða Kawasaki, en eitthvað mun vera hér af BSA og Triumph frá Bretlandi, — þau amerísku eru yfirleiit of dýr aðeins einn maður á slíkt hjól hér.
Það var af sameiginlegum áhuga og eins og fyrir tilviljun að klúbburinn varð til, segja piltarnir, menn hittust og báru saman bækur sínar. Klúbburinn var stofnaður, enda talin þörf á því, þar sem svo mjög færist í vöxt að menn aki mótorhjóli.
„Það sem háir okkur óneitanlega er það að við höfum ekki aðstöðu til að reyna hjólin. Vitanlega kaupir enginn sér mótorhjól til þess eins að aka um allar trissur á 45 km hraða. Því þurfum við að fá að reyna hjólin, — löglega á meiri hraða, einnig torfæruakstur og annað slíkt.  Við köllum það „sótbraut" því þar ætti að gefast tækifæri til að hreinsa sótið úr vélinni," sögðu félagarnir.
Aðstöðu til funda einu sinni í viku hafa þeir þó i húsakynnum Æskulýðsráðs, á fimmtudags kvöldum, og þar sýna þeir kvikmyndir á veturna og ræða sameiginleg hagsmuna, og áhugamál.
Ferðalög eru farin út úr borginni og núna nýlega var farið norður til Akureyrar, - tíu' komust á leiðarenda, en ýmsar bilanir á leiðinni gerðu öðrum félögum lífið leitt. 

Áhorfendur og keppandi, sem er að glíma við skriðuna

Nú hlýtur að vera talsverð slysahætta af akstri mótorhjóla, ekki sízt ef viðkomandi ökumaður hefur kannski hert takið á bensíngjöfinni um of?

„Já, og þarf ekki til. Ökumenn hér á landi hafa alls ekki vanizt því að vera H umferðinni með svo aflmiklum hjólum, virðast halda að þetta séu allt skelli nöðrur Þeir hafa því hvað eftir annað „svinað" í veg fyrir okkur." segir einn klúbbfélaganna. „Þessi er nýbúinn að - lenda í slysi" — „Og ég var ár frá vegna mjaðmagrindarbrots" segir annar, sem er ný lega farinn að sitja hjólið að nýju.

Nú voruð þið kærðir á dögunum fyrir að valda landsspjöllum við Kleifarvatn, — er slíkt ekki heldur ósportlegt athæfi? 

„Jú. vitaskuld er það ósport legt,  en málið er nú bara það að við ollum engum landsspjöllum þarrna síður en svo, Við vorum þarna á æfingu fyrir torfæruaksturskeppni og höfðum fullt leyfi frá lögreglunni fyrir þessu.  Einhver virðist hafa kært þetta, en sú kæra er byggð á misskilningi. Við vorum einmitt að koma sunnan að eftir að gróðursetja eftir okkur. Þarna var alls enginn gróður fyrir, en það verður hann væntanlega eftir þessa æfingu okkar. Annars sáðum við mest í för eftir jeppa og aðra bíla, sem þarna hafa ekið."   „Við teljum að jepparnir geti valdið hundraðföldum skaða í landslaginu miðað við hjólin okkar. Þá má líka benda á að í lögum okkar félagsskapar eru ströng ákvæði um landvernd, því hennar veg viljum við sem mestan og beztan.

Að lokum spurði blaðamaður hvort þeir teldust ekki óæskilegir og nánast óvinsælir nágrannar í sínum hverfum.
„Jú, vitanlega erum við ekkert vel. séðir... Það lætuf hátt í hjólunum okkar,  og við því er ekkert í að gera. Þau eru framleidd svona frá verksmiðjunni.   Það hafa margir kvartað, við þekkjum það. En við teljum að fólk geti varla sýnt slíka þröngsýni í okkar garð. Við viljum fara að lögum, þurfum bara að fá okkar aðstöðu eins og ungir menn hafa erlendis.  Við förum að reglum eins og aðrir ökumenn, við höfum þann öryggisútbúnað sem nauðsynlegur er, m. a. mun betri hjálma en lögreglan hefur.
Við viljum því endilega að fólk leggi ekki dóm á okkur eftir einhverjum „kollegum" okkar í Ameríku — sem við reyndar sækjum engar hugmyndir til."

JBP 
Vísir 30.7.1971

https://timarit.is/files/9952011

Skráðu þig á póstlista Tíunnar ?

9.12.70

Elding 5 ára (1965)


Hér sýnir einn piltana listir sýnar

 Vélhjólaklúbburinn Elding 5 ára



Í GAMLA Golfskálanum á Öskjuhlíðinni er margskonar starfsemi til húsa. Þar hafa t.d. tveir klúbbar aðsetur sitt, Bílaklúbburinn og Vélhjólaklúbburinn Elding, sem um þessar mundir heldur hátíðlegt 5 ára starfsafmæli sitt. 

  Í Golfskálanum hafa piltarnir í Eldingunni ágæta aðstöðu og þar  halda þeir sína vikulegu klúbbfundi og hafa þar eigið verkstæði, sem opið er fjórum sinnum í viku fyrir klúbbmeðlimi.
   Fyrir réttri viku hélt klúbburinn hátíðlegt 5 ára afmæli sitt með fundi og veizluhaldi í gamla Golfskálanum. Þar rakti Jón Pálsson tildrögin að stofnun þessa klúbbar, og Sigurður E. Ágústsson varðstjóri rifjaði upp ýmis atriði í sögu klúbbsins. Síðan var sýnd kvikmynd um vélhjólaakstur á reynslubrautum. 55 unglingar mættu á þessum klúbbfundi og fór hann hið prýðilegasta fram.
Nokkrir piltar úr Eldingunni
  Tildrögin að stofnun klúbbsins voru þau, samkvæmt frásögun Jóns Pálssonar, að fyrir um það bil fimm árum varð unglingur hér í borg fyrir bifreið, en unglingur þessi var á vélhjóli. Í tilefni af því barst Jóni Pálssyni fyrirspurn í tómstundaþáttinn varðandi þetta slys. Urðu málalok þau að Vélhjólaklúbburinn Elding var stofnaður og hefur frá upphafi átt miklu fylgi að fagna meðal pilta á aldrinum 15—17 ára.
  Á þessum sama fundi færði framkvæmdastjóri Æskulýðsráðs, Reynir Karlsson, klúbbnum peningagjöf, 3000 krónur og innflytjandi Hondu-vélhjólanna Gunnar Bernhard færði þeim verkfærasett, sem vafalaust hefur komið í góðar þarfir.
Fréttamaður blaðsins gerði sér ferð upp að Golfskálanum gamla fyrir nokkrum dögum og forvitnaðist um starfsemi klúbbsins. Þar voru staddir nokkrir vaskir drengir með hjálma og íklæddir leðurjökkum, en það mun vera einkennisbúningur þeirra. Þarna var einnig staddur formaður þessa klúbbs, Jón Snorrason, 16 ára gamall, og svarði hann nokkrum spurningum varðandi starfsemina.
Hjólin lagfærð og smurð

— Farið þið ekki oft í ferðalög út fyrir borgina? 
— Jú, við höfum farið út á Reykjanes nokkrum sinnum og eitt sinn brugðum við okkur til Hvitárvatns. Einnig förum við oft í Rauðhólana. Það er líklega vinsælasti staðurinn.
 — Hvaða vélhjólategund er vinsælust meðal piltanna hér? 
— Ætli það sé ekki Honda. Hún nær mestum hraða, þótt það sé enganveginn stærsti kosturinn, en þau hjól, sem nú eru flutt inn ná ekki miklum hraða og eru til tafar í umferðinni. Auk. þess hefur Honda þann stóra kost, að hún verður ekki hálfónýt á einu ári, eins og þau hjól, sem inn eru flutt, en ég vil gjarnan taka það fram, að allskonar höft eru á innflutningi vélhjóla. Við höfum gert okkar bezta með aðstoð ýmissa manna til að fá úr þessu bætt, en því er ekki sinnt. Það litla, sem inn er flutt af vélhjólum er yfirleitt mjög lélegt.

Morgunblaðið
 9.12.1965

5.10.70

VÉLHJOLAKLUBBURINN ELDING 7 ára (1967)

VÉHJÓLAKLÚBBURINN Elding, verður 7 ára í nóv. Nk. 

Á laugardaginn kemur kl, 2, efnir .klúubburinn í fyrsta sinn til góðaksturskeppni. Verður keppt um farandbilkar, sem Hagtrygging gaf klúbbnun og er öllum vélhjólaeigendum heimil þátttaka.
Á fundi Eldingar í kvöld verður kort af keppnissvæðinu og
veittar nánari upplýsingar. í fundarlok er fræðslukvikmynd um.
vélhjól og. fL
5. OKT. 1967 morgunblaðið

7.9.70

Lögregluþjónn slasaðist lífshættulega í gær (1967)

ALVARLEGT umferðarslys varð um kl. 9.30 í gærkveldi, er árekstur varð milli lögreglu þjóns á vélhjóli og jeppabíls á Hringbrautinni. 

 Slysið varð með þeim hætti að lögreglumaðurinn á vélhjólinu var á leið vestur Hringbraut og beygði yfir gatnamótin við Njarðargötu og ætlaði upp hana. I sömu svifum bar að Austin Gipsy jeppa suður Njarðarigötu og beygir til hægri, yfir á syðri akbraut Hringbrautar í veg fyrir vélhjólið. Lenti það á vinstri hlið jeppans og varð mjög har'ur árekstur. Kastaðist lögreglumaðurinn af hjólinu og slasaðist lífshættulega. Var hann fluttur strax í Landakotsspítala. Lögreglan vildi ekki gefa nafn 1ögregluþjónsins upp. Rannsókn málsins var á byrjunarstigi.


Morgunblaðið 
7.sept 1967

12.8.70

Japanir fara fram úr! (1961)

Sigurvegarinn í mótorhjólakeppninni
Mike Hailwood á Honda

Bretar ekki lengur samkeppnisfærir.

Japanir voru alræmdir fyrir það fyrr á árum, að þeir stældu ýmiskonar iðnaðarframleiðslu annarra landa og seldu hana síðan á undirverði á heimsmarkaðnum. Fyrir slíka hugmyndaþjófnaði urðu þeir óvinsælir á Vesturlöndum og eimir enn eftir af því að japanskar vörur eru taldar slæm eftirlíking á framleiðslu annarra þjóða. Á síðustu árum hefur þó orðið veruleg breyting á þessu. Samtök hins japanska iðnaðar beittu sér fyrir því að mannorð iðnaðarins yrði hreinsað. Síðan hafa Japanir varið meiru fé en flestar aðrar þjóðir til inðaðarrannsókna. Afleiðingin hefur orðið sú, að þeir þurfa nú ekki lengur að stæla framleiðslu annarra, eru sjálfir komnir fram úr vestrænum þjóðum á ýmsum sviðum.

Þessi staðreynd kom m. a. í ljós nýlega í hinni alþjóðlegu mótorhjólakeppni sem fram fer árlega á eynni Mön í írlandshafi. Í þessari keppni urðu japönsk mótorhjól af svonefndri Honda gerð í fyrstu fimm sætunum,  bæði 125 og 250 cc flokkunum. Þetta er í þriðja skiptið sem Japanir taka þátt í
mótorhjólakeppninni á Mön og vakti þessi fimmfaldi sigur þeirra því hina mestu furðu.
    Brezku mótorhjólaframleiðendurnir urðu sem þrumu lostnir yfir þessu. Fram til þessa höfðu þeir
ímyndað sér, að japönsk mótorhjól væru lítið annað en léleg eftirlíking á Harley Davidson og öðrum  brezkum mótorhjólum. En nú keyptu brezku fyrirtækin nokkur japönsk mótorhjól, fóru með þau í verksmiðjur sínar, og skrúfuðu þau sundur til að athuga byggingu þeirra.
Þeir urðu enn meira undrandi er þeir sáu byggingu mótorhjólsins. Hún var ekki eftirlíking af neinu vestrænu, heldur. byggð á algerlega nýjum hugmyndum og það mjög góðum hugmyndum. Og nú eru menn farnir að velta því fyrir sér, hvort brezku mótorhjóla-framleiðendurnir neyðist ekki til að fara að stæla hina japönsku framleiðslu.
     En þá kemur upp annað vandamál.
— Hvers vegna eru Japanir farnir að taka þátt í keppnismóti í Bretlandi? — Skýringin er augljós, það er vegna þess, að þeir hugsa sér að komast inn á brezka markaðinn og Evrópu-markaðinn með mótorhjól sín.
   Bretum mun koma það spænskt fyrir sjónir, ef Japanir ætla að fara að keppa á markaðnum heima í Englandi, því að þeir hafa jafnan litið svo á, að þeir sjálfir stæðu allra þjóða fremst í framleiðslu mótorhjóla.
   En tölurnar tala öðru máli. Japanir hafa farið langt fram úr Bretum í framleiðslu mótorhjóla. Árið 1960 framleiddu Bretar 160 þúsund mótorhjól. En á þessu sama ári framleiddu Japanir 1,3 milljónir mótorhjóla.
Eitt einasta fyrirtæki í Japan, Honda, sem smíðaði mótorhjólin er urðu svo sigursæl á Mön, framleiðir fjórum sinnum fleiri mótorhjól en öll framleiðsla Breta er.
   Og nú er svo komið, að mótorhjólamarkaðurinn í Japan er að fyllast, enda þótt íbúatalan sé 96 milljónir. En verksmiðjurnar vilja halda áfram að auka framleiðsluna og bezta leiðin til þess er að flytja út. Árið 1959 fluttu þeir út 25 þúsund mótorhjól og á s.l. ári 75 þúsund. Nú leitast þeir við að margfalda útflutninginn. Þeir eru sem óðast að þrýsta sérinn á markaðina í öllum Asíulöndum, í Afríku og Evrópu. Og nú stefnir óðum að því að brezka mótorhjólaframleiðslan er algerlega ósamkeppnishæf. Japanir eru að taka allan markað frá henni með fullkomnari og ódýrari mótorhjólum.

Vísir
12.08.1961 

17.7.70

VIÐTAL DAGSINS

 er við Sverri Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjón um gamla tíma — Fyrstu árin hjá bifhjóladeild lögreglunnar

Fyrir rétt rúmu ári flutti umferðardeild lögreglunnar í nýju lögreglustöðina við Snorrabraut úr hinum fyrri húsakynnum sinum í Skátaheimilinu. Þótti það marka tímamót í sögu lögreglunnar og umferðardeildar hennar, sem enn er ung að árum.

Þegar minnst er á umferðardeild lögreglunnar,verða mönnum ofarlega í huga bifhjólin, sem hún notar mikið við störf sín. Það er eitthvað við bifhjól, sem laðar, svipað og kappakstursbíll laðar hugi manna að sér, þar sem honum er ekið’, eða jafnvel þar sem hann stendur bara kyrr. Svo vill til, að um leið og liðið er eitt ár frá því lögreglan flutti inn í nýju lögreglustöðina, þá eru liðin 25 ár frá því að lögreglan tók bifhjól í sína þjónustu, en þá þótti það einnig marka tímamót í sögu lögreglunnar.
Við fengum því Sverri Guðmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjón, sem var meðal þeirra fyrstu, er voruá bifhjólum lögreglunnar, til þess að segja okkur dálítið frá starfi sínu á þeim.

Einhver hafði það eftir þér, Sverrir, að 25 ár væru liðin, síðað lögreglan fékk fyrst bifhjól til löggæzlustarfa. Þú ert búinn að vera manna lengst á bifhjólum lögreglunnar og þvílíklegur til þess að vita þetta gerla“.
„Það er ekki rétt. Það hafa aðrir innan lögreglunnar verið lengur á hjóli en ég.Til dæmis Sigurður Ágústsson og fleiri góðir menn, en áreiðanlega munu vera 25 ár síðan fyrstu hjólin komu til lögreglunnar. Þau komu til landsins 1942, um vorið“.

„Varstu byrjaður í lögreglunni þá?“
„Já, ég byrjaði 1940″.

„Hve gamall þá?“
„Tuttugu og fimm“.

„Hafðirðu einhvern pata af því, að þeirra væri að vænta?
Vissirðu nokkuð um aðdraganda þess að þið fengjuð bifhjól til starfsins?“
„Tja .. . ég vissi lítið, hvernig það gekk allt saman fyrir sig hjá ráðamönnum þess tíma. —
Athugaðu það að ég var óbreyttur lögregluþjónn, sem hafði verið aðeins tvö ár í starfi, og þvi eðlilega ekki þar viðstaddur, sem slíkar ákvarðanir voru teknar. Hins vegar held ég, að Agnar Koefoed Hansen, sem þá var Iögreglustjóri, hafi átt hugmyndina og fengið þessu framgengt. Hann hafði áhuga á bifhjólum. Hafði einmitt heimsótt lögreglu annarra landa kynnzt þeirra starfi þar og séð þá á bifhjólum við löggæzlustörf. Honum hefur auðvitað verið það ljóst, hve löggæzlan var miklu hreyfanlegri á bifhjólum. Ég fann þennan áhuga hjá honum áður enn ég vissi að við mundum fá hjólin. Við ræddum stundum saman um bifhjól, því hann vissi, að ég hafði átt, og mikið notað bifhjól. Annað vissi ég ekki um aðdragandann, nema það, að það var orðin mikil
þörf fyrir þau eða einhver slík farartæki“.

„Hvernig þá?“
„Bílaeign landsmanna hafði aukizt talsvert á árunum á undan og það nokkuö ört. Á örfáum árum hafði fjölgað úr örfáum skrjóðum upp í talsverðan bílaflota. Það var einnig farið að
bera mikiö á kraftmiklum amerískum bifreiðum, sem komust hraðar yfir en þær evrópsku.
Tólf strokka Lincoln-bílar og aðrir slíkir, og satt að segja, óku menn hratt og ógætilega.
Meira þá, en maöur verður var við nú. Okkar lögreglubílar voru líka orðnir aftur úr og ökuþórarnir gátu hreinlega stungið okkur af, ef svo bar undir, Við drógumst bara aftur
úr í eltingaleiknum, og það var auðvitað óviðunandi. Lögreglan varð að gripa til nýrra ráða, sem urðu þá bifhjólin“

„Þú sagðist hafa verið mikið á hjóli áður en þú byrjaðir í lögreglunni, Sverrir?“
„Já, ég eignaðist mitt fyrsta Harley Davidson-bifhjól, þegar ég var 18 ára. Það var auðvelt að fá slík hjól þá, þótt fyrir stríð væri. Þau voru þá útstillt i búðargluggum. Við vorum nokkrir strákar, sem mynduðum eins og maður mundi kalla það núna, nokkurs konar klúbb. Allir með mótorhjóladellu. — Mikil ósköp, — Áttum allir Harley Davidson hjól. Önnur komust ekki að í hugum okkar, þvl þau voru kraftmest og bezt þá.
Við fórum um allar trissur á hjólunum. Alla leið austur f Vík, norður að Dettifossi og norður til Akureyrar og til fleiri staöa“. „Voru ekki vegir erfiðir fyrir bifhjól í þá daga? Þetta var þó fyrir stríð“.

„Nei, þótt ótrúlegt sé, þá vorum vegir hreint ekki verri þá en nú. Kannski þrengri og það voru víða hvörf í þeim, sem þurfti að gæta sín á þá, eins og nú, en okkur strákunum gekk aveg prýðilega á þessum ferðum okkar.

„Það hefur, trúi ég, borið á ykkur, þeysandi um á kraft,iklum bifhjólum — ekki stærri en bærinn var þá. Einhverntíma hafið þið kannað töggurnar í farartækjunum. Var það ekki, Sverrir?“ 

„Það er allt önnur saga, blessaður vertu. Við erum að tala um Iögregluna á bifhjólum, en ekki fortíð nokkurra værukærra borgara, sem nú eru orðnir“
„Alveg rétt, Sverrir. Alveg rétt. — Hérna… . svo komu hjólin um vorið 1942″. „Já, með skipi beint frá Ameríku, en áður fór allur flutningur í gegnum Danmörku“.

„Þú hefur auðvitað mælt með Harley Davidson-hjólum við lög reglustjóra?“

„Þá getur nærri um það. Við fengum tvö slík þá um vorið og höfum alltaf síðan notað Harley Davidson. Árið eftir fengum við svo önnur tvö til viðbótar, og á Lýðveldishátíðinni áttum við
orðið 5 bifhjól“.

Var þá stofnuð sérstök bifhjóladeild eða hvaða háttur var hafður á um notkun þeirra?“

„Nei, það voru þjálfaðir nokkrir menn á hvora vakt, sem voru svo á hjólunum og fylgdu vöktunum. Það er að segja bara innan um hina almennu löggæzlu“.

„Þú hefur verið vanastur á hjóli. Varst þu ekki látinn þjálfa mennina á hjólin?“
„Jú, ég þjálfaði þá fyrstu árin“.

Hvernig reyndust svo þessi fyrstu bifhjól?“
„Það kom fljótt í ljós, hve hagnýt þau voru. Lýðsveldishátíðin 1944, sannaði þaö áþreifanlega. Þá var gífurleg umferð austur á Þingvöll. – Stanzlaus flóð bíla eftir Þingvallaveginum og þá komu hjólin í góðar þarfir. Það var hægt að skjótast fram með röðinni og komast þangaö, sem erfiðleikar voru.
Slíkt hefði verið ógjörningur á bæðl, vegna umferðarinnar, sem á móti kom. Þá fengum við einnig 3 hjól aö láni, svo við höfðum 8 í takinu. Auk umferðareftirlits var starf þeirra mjög
margþætt. Þau voru einnig til þess að greiöa götu þjóðhöfðingja og opinberra sendimanna.
Nokkurs konar heiðursvörður. Slíkt átti svo eftir að margendurtaka sig á seinni árum. Þegar Noregskonungur kom og fleiri þjóðhöfðingjar. Þau entust einnig vel þessi fyrstu bifhjól okkar. Allt fram til 1949, en þá var farið að endurnýja þau, svona eitt og eitt i einu, eftir þvi sem þau heltust úr lestínni“.

„Manstu eftir einhverju sérstöku atviki úr starfi þínu á bifhjóli á þessum árum, Sverrir?
Einhverju, sem sýnir, hvernig bifhjólunum var tekið af ökuþórunum?“
„Mér er minnisstætt atvik, sem vildi til á öðru ári fyrstu hjólanna. Þá var ég á götunum í gæzlu á hjóli, þegar ég veitti eftirtekt tveimur amerískum bifreiðum, annar var Buick með 8 strokka vél, en ég „man ekki lengur, hverrar tegundar hinn var en hann var kraftmikill líka. Þessum báðum var ekið á ofsahraða um götuna, sem ég var staddur á, og ég fer að fylgjast meö þeim. Ég vissi svo sem hverjir áttu bílana, og grunaði syni eigendanna um að vera á bílunum, en þeir voru kunnir fyrir hraðan akstur, enda kom það Iíka á daginn, að þar voru þeir á ferð. Það leyndi sér ekki, að þeir voru þarna í kappakstri og metingur hjá þeim hvor væri á kraftmeiri bílnum. Þeir sinntu því þó engu, þegar ég setti sírenuna í gang, og stönzuðu ekki, heldur juku hraðann.
Þeir ætluðu sér nefnilega . að stinga mig hreinlega af, vissir um, að það stæðist ekkert farartæki þeirra bílum snúning. En það varö nú ekki og ‘eftir mikiinn eltingarleik á lífshættulegum hraða, því að það var rigning og götur blautar, þá gáfust þeir upp og stönzuðu. Annar þeirra ‘steig út úr sínum bíl og var ekkert feiminn, en sagði, að ég skyldi ekkert vera að hafa
fyrir þvi að skrifa þá niður. Slíkt hefði engan tilgang, því pabbi sinn myndi kippa því öllu saman í lag, svo afleiðingar yrðu engar. Ég sinnti þvi engu, en sneri mér að hinum meðan þessi var að róast. Hann var viðræðubetri og smám saman féllust þeir á fortölur mínar og virtust skilja hve alvarlegt afbrot þeirra haföi verið. Þó sveið þeim það að „löggan“ skyldi eiga farartæki sem tæki þeirra fram, hvað hraða snerti. Það kom eins og hálfgert reiðarslag á þá“. „Skrifaðir þú þá upp?“ „Já, já. Ég skrifaði þá upp og það gekk allt sinn gang.“

„Þeir sinntu ekki sírenuvælinu?“
„Nei, en þegar þú minnist á sírenuvæl, þá dettur mér í hug annað atvik, sem skeði á stríðs árunum. Þá voru auðvitað skipu lagðar loftvarnir og loftvarnamerki gefin, ef svo bar undir.
Eitt sinn var ég að elta ökufant og setti sírenuna I gang, eins og lög gera ráð fyrir. Hafði ég síðan hugann allan við eltingaleikinn og vissi ekki fyrr en að okkur dreif úr öllum áttum
herlögregla, hermenn og fleiri. Hljóðið í sírenunni okkar var sko, nákvæmlega eins og loftvarnamerkin. Ég hafðí þv£ sett allt 1 gang, loftvarnamerki og annað, án þess aö ég gerði mér
grein fyrir því, þegar ég setti sírenuna í gang; Seinna var okkur svo tekinn vari fyrir því að nota sírenurnar nema til þess að gefa loftvarnamerki með þeim, eða önnur slík merki sem
vöruðu við hættum, er vofðu yfir bænum“.

„Herlögreglan?“
„Já, hún starfaði mikið með okkur á stríðsárunum, þvi hermennirnir voru mikið á ferli, eins og aðrir. Við fórum gjarna tveir og tveir saman, á bifhjól um, annar íslenzkur lögregluþjónn og hinn herlögregluþjónn. Það var góð samvinna þar í milli“.

„Svo varð skipulagsbreyting þegar umferðardeild lðgreglunnar var stofnuð. Var það ekki?“
„Jú, fram til 1960 höfðu hjólin fylgt vöktum, en þá var umferðardeildin stofnuð og min fékk inni í nyrðri enda Skátaheimilisins við Snorrabraut“.

„Höfðu engar breytingar orð ið á hjólunum & þessum tíma?
„Nei, engar teljandi. Við feng um jú talstöðvar á þau 1958. Höggdeyfar urðu mýkri og fleiri smáar tæknibreytingar, en það varð engin sérstök breyting á útbúnaðinum hjá okkur á hjólunum“.

Hvernig var aðstaðan þarnaí Skátaheimilinu?“

„Það fór ágætlega um okkur þar. Við höfðum lítinn notalegan sal og eina smákompu til afnota. í kompunni sat varð stjórinn innan um talstöð og almenna afgreiðslu, simahringingar og eril. Okkur leið prýðilega þarna. Höfðum þægileg húsgögn og fleira. Þá var umferðardeildin með 2 bíla til afnota og 4 Harley Davidson hjól og tvær Vespur, en þær áttum við aðeins
stuttan tíma“.

„Nú eruð þið komnir hingað í nýju lögreglustöðina við Skúlagötu og hagur ykkar orðinn öðruvísi?“.
„Já, það hefur margt breytzt siðan 1942. Hingað fluttum við 23. júlí í fyra og þar með komnir i höfn, ef svo mætti segja, þvl fram til þessa hefur deildin verið að þróast og á auðvitað
eftir að þróast enn meir, en það er eiginlega ekki fyrr en við komum hingað, að hún fær á sig fast horf. Umferðarlðggæzlan hefur auðvitað búið við ákveðið skipulag, en árin frá 1942 til
1966 eru kafli í sögu löggæzlunnar. Það urðu kaflaskil, þegar við fengum hjólin og það urðu aftur kaflaskil þegar við fluttu hér inn, þar sem við búurn við sér herbergi fyrir talstöðvarsamband, sér herbergi fyrir varð stjóra, sér herbergi fyrir rannsóknir og fleira. Það varð það. kaflaskil. — Hvað framundan er? — Tja.. . hægfara þróun þar til eitthvað nýtt kemur. —
Kannski þyrlur! Já, hver velt,nema yið notum einhvern tíma þyrlur. Þá yrðu það ný kaflaskil“.

Vísir 1967



30.6.70

(Úrdráttur úr grein um m.a Bifhjólaklúbbinn Elding árið 1966

Vélhjólaklúbburinn Elding
í ferðalagi á Krísuvíkurbjargi
Við höfum líka til umráða Golfskálann á Öskjuhlíð, og þar hafa t.d. aðalbækistöð sína vélhjólaklúbburinn Elding og Bifreiðaklúbbur Reykjavíkur. Vélhjólaklúbbur inn Elding var stofnaður 1960 og hann kemur saman á miðvikudagskvöldum og heldur þá fræðslu- og skemmtifundi, en á verkstæði klúbbsins geta félagar unnið að viðgerðum hjóla sinna flest kvöld vikunnar. Það er rétt að geta þess, að nýlega hefur orðið að samkomulagi við lögreglustjórann í Reykjavík, að það verði skilyrði fyrir ökuprófi á vélhjóli, að hafa sótt námskeið í umferðarreglum og meðferð vélhjóla hjá vélhjólaklúbbnum Eldingu. Innritun á þau námskeið fer fram daglega kl. 2—8 síðdegis hér og á fundum klúbbsins. Áður var þetta mjög laust, strákar gátu farið niður eftir og fengið skírteini sem hjóleigendur og aikendur, en vitaskuld er þeim ekfci slður nauðsyn en bfls^örura aB kunna að aka eftir "dllum umferðarreglum.
Tíminn 
30.6.1966

20.6.70

Bjargar „fíber"- hjálmurínn lífí hans (1962)


Í morgun um klukkan 9 varð alvarlegt bifreiðaslys á Suðurlandsbraut móts við skrifstofubyggíngu   H. Ben. & Co., en þar varð hörkuárekstur milil bifreiðar og vespu-bifhjóls, og er talið næsta líklegt að bifhjólamaðurinn hefði látið Iífið á stundinni ef hann hefði ekki yeríð með hjálm á höfði. 
Eftir því sem lögreglan tjáði Vísi í morgun ar þetta þannig að, að maður að nafni Kristinn Helgason til  heimilis að Básenda 14 var á leið vestur Suðurlandsbraut á vespu-bifhjóli. Þegar hann var um
það bil að komast að mörkum Suðurlandsbrautar og Laugavegar, eða móts við hús nr. 4 við fyrrnefnda götu er Willys-Station bíll ekið þar þvert út á götuna og beint í veg fyrir manninn á bifhjólinu. Skipti það engum togum að bifhjólið lenti á vélarhúsi bílsins með þeim afleiðingum að sá sem á hjólinu var kastaðist í loft upp, yfir vélarhúsið án þess að koma við það og mun hafa flogið í loftinu um 10 metra unz hann skall niður á götuna. Sjúkrabíll og lögregla komu strax á vettvang og var Kristinn fluttur fyrst á slysavarðstofuna og að því búnu í Landakotsspítala, þar eð grunur leikur á að um höfuðkúpubrot kunni að vera að ræða. Var höggið svo mikið að stór dæld kom í hjálminn sem bifhjólsmaðurinn hafði á höfðinu og telur lögreglan nær óhugsandi, að Kristinn væri í tölu lifanda  manna nú ef hann hefði ekki haft hjálminn á höfðinu. Ekki varð þess vart við athugun á slysavarðstofunni að Kristinn væri brotinn, nema — og eins og að framan segir -  að grunur leikur á höfuðkúpubroti vegna einkenna sem komu fram á blæðingu. Var hann því strax fluttur í Landa  kotsspítala þar sem nánari rannsökn fer fram á meiðslum hans. Ökumaður bifreiðarinnar sem ók
í veg fyrir Kristin, kvaðst hafa séð til ferða hans áður en hann fór út á götuna. Telur hann að Kristinn hafi þá verið í það mikilli fjarlægð að sér hafi verið óhætt að fara út á götuna áður en hann bæri að, Kristinn hljóti því að hafa verið á mikilli ferð. Vespa Kristins er mikið skemmd eftir áreksturinn, en bíllinn lítið sem ekki.
Vísir 20.06.1962

7.5.70

Elding 1961


Á miðvikudagskvöldið fórum við að Lindargötu 50, þar sem Æskulýðsráð Reykjavíkurbæjar er til húsa, og sáum fljótlega, að við höfðum ekki farið húsavillt.  Fyrir utan var urmull af „skellinöðrum" og þegar inn var komið sáum við leðurjakka á fatasnögunum. 



Erindið var sem sé að mæta á fundi hjá Vélhjólaklúbbnum Elding, en hann hefur nýlega flutt bækistöðvar sínar frá Golfskálanum niður að Lindargötu og hefur nú fengið nýtt æfingasvæði í Rauðhólum.
Þessi vélhjólaklúbbur,sem er flestum kunnur síðan félagar úr honum sýndu listir sínar á sumardaginn fyrsta, er nýr af nálinni, stofnaður 17. nóvember í vetur og eru félagar hans nú um 50—60 talsins. Drengir eru á aldrinum 13—15 ára, en lögaldur til keyrslu vélhjóla er 14 ára. Er klúbburinn á vegum Æskulýðsráðs og Lögreglunnar og nýtur góðrar leiðsagnar Jóns Pálssonar, sem er löngu landsþekktur fyrir starf sitt í þágu tómstunda unglinga, og Sigurðar Ágústssonar, sern einna mest hefur beitt sér fyrir bættri umferðarmenningu, en annars stjórna drengirnir klúbbnum sjálfir, hafa, eígin stjórn og formann. Á miðvikudagskvöldum koma félagarnir saman og ræða ýmislegt í sambandi við starfsemina. Þegar við litum inn á fundinn sáum við að þeir undu sér vel við spil, bob, „darts" eða píluspil og auk þess glumdi músik í plötuspilara frá einu horninu. Þarna var líka mikið af ýmsum myndablöðum og bókum um vélhjól, og var mikið blaðað í þeim. Auðvitað var ekkert um annað talað en vélhjól og hávaði hæfilega mikill eins og við er að búast, þegar strákar á þessum aldri mæta saman í einum hóp og ræða áhugamál sín.


ÁHUGI Á HJÁLMUM.


Sigurður Ágústsson vár að segja strákunum frá slysi, sem varð nokkrum kvöldum áður, — og minnti þá á hvað hjálmar hefðu mikið að segja. — Hann sagði okkur, að það mál væri í miklum ólestri.
Aðeins tveir úr klúbbnum eiga hjálma, en þeir hjálmar, sem eru á boðstólum eru oft á tíðum svo litlir, að strákarnir gea ekki notað þá. Hefur klúbburinn mikinn áhuga á að fá eitthvert tryggingarfélagið í lið með sér og útvega því góðar tegundir af hjálmum á góðu verði. Tryggingarfélögin hafa líka sýnt starfsemi þessari mikinn áhuga og sjá hvers virði hún er, svo og umboðin Fálkinn og Vesturröst, sem veita fyrirtaks þjónustu, að því er Jón Pálsson tjáði okkur.  Hefur Ingi R. Þorsteinsson sýnt klúbbnum mikinn skilning, enda hefur hann flutt inn margvísleg efni í sambandi við tómstunda vinnu unglinga.
Við spurðum Jón Pálsson hvað væri mesta áhugarnál klúbbsins fyrir utan hjálmana.

LÆKKA ALDURSTAKMARIÐ.

— Við viljum lækka lög aldurinn úr 14 ár a niður í 13 ára sagði Jón. — Á þessum aldri hafa strákar
mestan áhuga á vélhiólum og þetta er geysimikið atvinnuspursmál, því að auðvelt er  fyrir þá að fá
sendisveinsstörf, ef þeir eiga eða kunna á vélhjól. Núverandi skilyrði fyrir að aka skellinöðrum eru
fyrir neðan allar hellur. Þeim er sagt að æfa sig í þrjár vikur, en ekki hver eigi að kenna þeim eða
hvar þeir eigi að fá leiðbeiningar. Úr þessu bætir klúbburinn mikið því að þar fá þeir ýmsar leiðbeiningar og fræðslu. — Svo er einnig unnið að því að þeir fái aðgang að vinnustofu, sagði Jón, þar sem þeir geta fengið gert við hjólin og leiðbeiningar um vélar undir hand leiðslu tæknilega sérfróðra manna. Að vísu fá þeir að kynnast þessu að nokkru, í kvikmyndum, sem sýndar eru í klúbbnum, en það er ekki nóg. — Hvað um sumarstarf semina?  Hún verður með svipuðu sniði og í vetur, en skipulagðar verða hópferðir, þótt það sé ekki ákveðið enn. Þetta verða sennilega stuttar ferðir, t.d. upp að Kolviðarhóli þar sem hægt er að nota vellina þar.
— Og ertu ekki ánægð ur með starfsemina?

BÆTIR UMFERÐA MENNINGU.

— Jú, það er enginn vafi á því að hún hefur rniklu hlutverki að gegna, ekki sízt í þá átt, að bæta
umferðamenninguna. Það er um að gera að fá þá nýja og kenna þeim frá byrjun. Þá eru þeir ekki
eins „villtir" og hafa ekki vanizt eigin akstursaðferðum. Við rákum okkur fljótlega á það í byrjun að
margir höfðu þeir ekki minnstu hugmynd um einföldustu hluti. Við leyfum þeim að „rasa" út á
æfingasvæðunurn, þá fá þeir nóg eftir nokkurn tíma. Það sjá allir að það er betra að láta þá ólmast um á þar meðan þeir eru að venjast, en að þeytast um göturnar. Svo venjast þeir á að taka tillit til annarra í umferðinni og hefur það sín áhrif þegar þeir læra á bíla. — Þeta stuðlar því áreiðanlega að bættri umferðarmenningu.

ÞUNG PRÓF.
Jón sýndi okkur svo próf, sem strákarnir taka í umferðarreglum. Þetta er mjög yfirgripsmikið próf og býsna þungt. Sagði Sigurður Agústsson líka að ýmsir mundu falla á því, sem væru að taka bílpróf, en  strákarnir gera prófinu góð skil og fá oftast yfir 9. Annars eru próf í klúbbnum í 3 stigum.
Það fyrsta er umferðarreglurnar og hafa um 20 —30 lokið því. Annað stigið er hæfnispróf og ýmsar
þrautir og það þriðja snýst um mótorfræði. Hafa engir tekið próf í 2. og 3. stigi enn sem komið er.
Formaður klúbbsins tilkynnti nú að fundurinn væri að hefjast og notuðum við tækifærið og röbb
uðum við hann. Hann heitir Símon Kjærnested, og er nemandi í 3. bekk Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Hann vildi helzt sem minnst segja um formennskuna, en sagði að strákarnir væru iðnir við kolann og að allt gengi vel. Hann fékk áhuga á „nöðrum" fyrir nokkrum árum og var ekki lengi að verða sér út um eina. Hann sagði okkur að strákunum þætti gaman að keyra niður í bæ á eftir fundum.

ÞROSKAZT.

— Og finnsit ykkur ekki gaman að framleiða hávaða? — Jú, en ekki eins mikið og þegar við  byrjuðum fyrst, enda höfum við þroskazt víst heilmikið. — Annars er ekki ljóst hvaða hávaði er löglegur og það þyrfti eiginlega að fá hávaðamæli. Þá væri gaman að sjá lögguna standa á götuhornum og mæla hávaðann. — Og brjótið þið nokkuð umferðareglur? — Nei, en ég man eftir
því, þegar við vorum einu sinni að keyra ofan frá Golfskála og niður brekkuna hjá Þóroddsstöðum.
Einn keyrði öfugu megin og var víst að flýta sér heim og vildi stytta sér leið. — Jón skaut því inn í
að strákarnir væru hættir öllu svona löguðu, enda hefðu þeir þroskazt heilmikið síðan klúbburinn
hóf starfsemina. Og þá var komið að fundinum. Jón sagði okkur að á þeim hefði orðið mikil breyting. Fyrst voru strákarnir algerlega agalausir og var hávaðinn á fundunum svo ógurlegur, að ekki heyrðist mannsins mál. Í fyrstu formannskosningunni voru 32 mættir, en þegar telja átti atkvæðin kom í ljós, að þau voru 40 ! Sagði Jón þeim þá, að nú væri sá vandi risinn, að 8 fleiri atkvæði hefðu verið greidd en fundarmenn voru margir og yrði því að kjósa aftur. Strákarnir skildu ekkert í þessu og ætluðu að mögla, en féllust þó á tillöguna að lokum. — Svona nokkuð hefur ekki endurtekið sig, sagði Jón og stuðlar klúbburinn auk annars án efa mikið að félagsþroska.

* PASS!

Þegar formaðurinn hafði sett fundinn, ritari lesið fundargerð síðasta fundar og nýr félagi verið
hylltur með lófataki hófust umræðurnar. Hjálmarnir voru mikið á dagskrá og hvatti Sigurður
Ágústsson þá, sem efni hefðu á, að kaupa sér þá, en samt skyldu þeir allt af gæta sín vel á hjólunum og treysta þeim ekki í hvað sem er. Komu ýmsar gamansamar athugasemdir í hjálmumræðunum
og sagði einn fundarmanna að hann mælti með hjálmunum, ef þeir kostuðu ekki neitt. Annar sagði að hausinn væri helmingur af öllu hinu og að það borgaði sig því að verja hann vel og aðspurður kvaðst ritarinn vera búinn að fá leið á hjálmunum og segði pass, enda hefði hann aldrei dottið af skellinöðru. Þá benti einn á, að hjálmarnir væru auk annars mjög skemmtilegir og þægilegir.
Ýmislegt annað bar á góma, eins og legghlífar, sem einn sagði, að góðar væru til varnar því að
brennast ekki á púströrinu. En áróðursmaður NSU vélhjólategundar sagði að slíkt kæmi aldrei fyrir
á þeim.

KLAPPA, EF MED ÞARF.

Þá var mikið rætt um hvort skildi heldur selja kók eða sinalco á fundunum. Varaði einn ræðumanna við því, því að svo gæti farið, að allir fengju ekki nægju sína af gosi, þar sem gjaldkerinn hefði upp
lýst, að sjóðurinn væri þurausinn! En allir voru þeir vissir um að þetta mundi blessast einhvernveginn og samþykktu einróma að kaupa tvo kókkassa fyrir næsta fund. — Skyldi ágóði renna í verkfærasjóð, þótt einn vildi að neningunum yrði varið í poll, sem hægt væri að ,,sulla" í á hjólunum. Þá benti einn ræðumaður á það þýðingarmikla atriði að ekkert vit væri í að klappa fyrir öllu, sem sagt væri á fundunum. — Það nær ekki nokkurri átt, sagði ræðumaður. þið megið klappa þegar ykkur finnst eitthvað afburðasnjallt, en annars skuluð þið láta það algerlega eiga sig.
Þetta hefur þeim þótt snjallt, sagði Jói okkur, því að þeir klöppuðu allir. Fundinum var nú slitið og bjó nú öll hersingin sig til brottferðar. Leiðin lá niður í bær og bað Jón þá að hafa ekki hátt, þar eð
það væri orðið framorðið.
Sáum við seinast á eftir þeim, þar sem þeir brunuðu niður lindargötu.

Alþýðublaðið
 7 mai  1961

6.4.70

Galvaskir liðsmenn bifhjóladeildarinnar tilbúnir. (1965)

Frá æfingu vélhjóladeildar

Lögregluþjónar þurfa að vera tillitssamir, gætnir en ákveðnir 



Á KRINGLUMÝRARBRAUT rétt sunnan Miklubrautar hafa undanfarna morgna farið fram æfingar lögreglumanna á vélhjólum. Alls taka þátt í æfingunum 14 lögregluþjónar, og stjórnar  Sigurður Ágústsson, varðstjóri í um ferðardeild lögreglunnar æfingunum.

Er fréttamaður og ljósmyndari blaðsins komu á Kringlumýrarbraut í gærmorgun á níunda tímanum,
voru þar 7 lögregluþjónar að æfingum í glampandi sólskini á nýmalbikuðum veginum. Þar var komið fyrir gulum blikkdunkum og óku lögregluþjónarnir á milli þeirra eftir braut, sem myndaði 8. Ýmsir kynnu að halda, að þetta væri lítill vandi, en svo er hins vegar ekki. Allur hópurinn varð að gæta þess, að ekki yrði árekstur, þar sem þeir mættust í miðri brautinni, og sagði Sigurður Ágústsson okkur, að með þessu fengju lögregluþjónarnir ágæta æfingu í að taka' krappa beygju, bíða þess að brautin
fyrir framan þá yrði auð og halda síðan áfram á fullri ferð, á réttu augnabliki, alveg eins og þeir væru t.d. að koma að gatnamótum, þar sem gult ljós logaði og grænt væri að koma. Þetta veitti þeim einnig ágæta þjálfun í að sýna öðrum í umferðinni tillitssemi, vera gætnir, en þó ákveðnir.
    Að þessari æfingu lokinni var gulu dunkunum raðað eftir endilangri götunni með um það bil 10 metra millibili. Óku lögregluþjónarnir í fyrstu í einni röð hægt eftir götunni og á milli gulu merkjanna, svipað og þeir væru í svigi á skíðum. Beygjurnar voru mjög krappar og aðalvandinn sá, að halda jafnvæginu. Síðan var hraðinn aukinn að mun og- þá var auðvitað miklu erfiðara að komast hjá því að velta merkjunum um.
   Sigurður sagði okkur, að einn liður í æfingunum væri það, að vélhjólunum væri ekið í fylkingu með jöfnum hraða, og skipt væri um einfalda, tvöfalda eða þrefalda röð öðru hverju, og gengjuskiptingarnar ágætléga fyrir sig. Þá hefðu lögreglumenn einnig farið út fyrir bæinn og allt að því farið í fjallgöngu á vélhjólunum. Hefðu þeir haft af því mikið gagn.
  Sigurður Ágústsson sagði okkur, að umferðardeildin hefði tekið til starfa sem sérstök deild innan lögreglunnar vorið 1960. Síðan hefðu 7 til 8 vélhjól verið í notkun. Ekki hefði verið unnið á kvöldvöktum á vélhjólunum, en full ástæða væri þó til þess. Það hefði háð starfi umferðarlögreglunnar mikið, að ekki hefði verið auðvelt að fá menn til að starfa í lögreglunni. Með batnandi launum væri þó horfur á, að úr þessu mundi rætast á næstunni.
  Þegar við spurðum Sigurð að því, hversu gamla menn væri heppilegast að fá á vélhjólin, svaraði hann því til, að ekki væri unnt að dæma um það eftir aldri eingöngu. Að öðru jöfnu væri þó heppilegast, að ungir menn réðust til starfa hjá lögreglunni. Væri þá æskilegast, að fyrstu eitt til tvö árin væru þeir í götulögreglunni. Að þeirri reynslu fenginni yrðu þeir í vélhjóladeildinni um tveggja  til þriggja ára skeið. Lögregluþjónn á vélhjóli yrði á eigin spýtur að ráða fram úr margvíslegum  vandamálum í starfi sínu á hverjum degi. Þetta væri svo góður skóli fyrir unga lögregluþjóna, að þeir
yrðu að honura loknum fullkomlega færir til að gegna hvers konar öðrum störfum í þágu lögreglunnar.
Frá æfingu vélhjóladeildar
   Þýðingarmest af öllu væri þó það, að þeir sem gengju í vélhjóladeild væru menn, sem hefðu áhuga á sínu starfi, afköst þeirra yrðu alltaf mest. Þessum mönnum yrði að veita góða þjálfun,  þeir duglegir og ákveðnir, gætnir og hafa gott vald á tæki sínu. Afköst hvers einstaks manns og dugnaður skipti miklu máli fyrir embættið, ekki sízt vegna þess að vélhjólin eru rándýr. Nú kostaði nýtt vélhjól með talstöð nær fjórðungi milljónar króna.
   Þá sagði Sigurður okkur, að árangur æfinganna hefði verið mjög góður. Meðal þátttakenda væru þrír menn, sem enga reynslu hefðu haft. og hefðu þeir staðið sig með prýði. Þjálfun lögreglumannanna væri alger undirstaða þess, að þeir gætu rækt starf sitt vel, og hefði lögreglan hingað til verið mjög heppin með þá menn, sem á  vélhjólunum hafa starfað.
   Ekki væri þó einhlítt að þjálfa lögreglumennina í þvi að vera duglegir í að starfa fyrir lögregluna. Það yrði einnig að gæta þess, að þeirra eigið öryggi væri sem mest í umferðinni. Einn þýðingarmesti hluti þeirra æfinga, sem nú standa yfir væri einmitt það, að  lögreglumönnum væri kennt að aka þannig í hinni miklu umferð, að þeir væru ekki sjálfir í stöðugri lífshættu. Þeir yrðu að læra að fara rétt fram úr öðrum ökutækjum, vara sig á þeim sem á undan þeim æskju o. s. frv. Þegar við yfirgáfum Sigurð Ágústsson og hans menn, voru þeir að hvíla sig eftir  stöðugan akstur og æfingar í meira en klukkustund, þar sem sífellt var ekið hring eftir hring, hraðinn minnkaður og aukinn á víxl og keppzt við að framfylgja sem bezt fyrirmælum Sigurðar varðstjóra.

Morgunblaðið

6.04.1965

1.4.70

Hjálmurinn bjargaði piltinum

Hjálmurinn bjargaði piltinum tvímælalaust," sögðu sjónarvott ar, sem með skelfingu höfðu horft á pilt á skelli nöðru stingast fram af hjóli síhu beint á höfuðið á götuna, svo að í glumdi.

Pilturinn hafði komið akandi á bifhjóli sínu eftir Suðurlandsbraut Í gærdag um kl. 3, en á móts við hús nr. 4. rann hjólið í bleytu á malbikinu með ofangreindum afleiðingum. Allir, sem til sáu, voru ekki í minnsta vafa um, að pilturinn hlyti að vera stórslasaður. Slíkt högg þyldi enginn á höfuðið.
En ekki aldeilis! Að vísu hruflaðist pilturinn við fallið og hlaut einhverjar skrámur, en í höfðinu kenndi hann sér einskis meins, enda hafði hjálmurinn tekið höggið af.

Pilturinn var fluttur á slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. Nákvæmlega á sama stað varð árekstur fyrir átta árum, eða 20. júní 1962, og rákust þá saman bifreið og Vespuhjól, en bifhjólamaðurinn var með öryggishjálm, sem varð honum til lífs, því að hjálmurinn tók höggið af honum. Orkaði það ekki tvímælis um, hve mikil björg manninum var af hjálminum, þvi að stór dæld kom á hjálminn af högginu.- GP. —

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=237362&pageId=3232843&lang=is&q=bifhj%F3lama%F0urinn

Vélhjólakynning í Keflavík

LAUGARDAGINN 7. apríl,1969  kl. 13, verður í Félagsbíói í Keflavík vélhjólakynning á vegum J.C. Suðurnes. Vélhjólaklúbburinn Ernir, sem var stofnaður í vetur, verður kynntur, sýndar verða kvikmyndir um akstur vélhjóla, svo sem keppnisakstur og akstur í umferð eða á víðavangi. Fulltrúi frá Bifreiðaeftirliti ríkisins veitir upplýsingar um öryggisbúnað og þaer reglur sem gilda um vélhjól.
 
Allir munu fá í hendur bækling sem inniheldur almenna umferðarfræðslu. Auk þess sem kynnt verður þjónusta við vélhjólaeigendur, þá munu vélhjólaumboð sýna vöru sína. Þessi vélhjólakynning er eitt af mörgum verkefnum, sem J.C. Suðurnes hefur unnið í vetur undir kjörorðinu
 „Eflum öryggi æskunnar". 
Aðgangseyrir að kynningunni er enginn.

Morgunblaðið 6.4.1969