21.10.20

Forvarnarfræðsla fyrir 7-10 bekk varðandi létt bifhjól

 

9. bekkur í Lækjarskóla í Hafnarfirði í fræðslu

Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar í samvinnu við Samgöngustofu eru með forvarnarfræðslu fyrir 7-10 bekk í grunnskólum er varðar léttbifhjól í flokki 1 og Rafhlaupahjól...

Bifhjólasamtök Lýðveldisins, Sniglar
, í samvinnu við Samgöngustofu, heimsóttu nemendur í 9. bekk í Lækjarskóla í Hafnarfirði um daginn. Í fræðslunni var farið yfir leiðbeiningar um reglur og notkun léttra bifhjóla í flokki I (vespur) og rafhlaupahjól, með áherslu á helstu hættur og öryggi, spjall og skemmtilegheit 😎🛴🛵
Hægt er að bóka fræðslu með því að senda póst á fraedsla@samgongustofa.is

Vinsamlega deilið

Virðingafyllst                                              
Guðrún #1706
Forvarnarfulltrúi
Vilberg #541
Varaformaður

19.10.20

Frá Englandi til Íslands á Kawasaki TR250

Gabriela Motola við Heimskautagerðið Artic Henge á Raufarhöfn 


Hvernig færðu mótorhjól heim frá Bretlandi til Íslands?
Þú ferð í Roadtrip! 
Gabriela Motola  for í rúmlega 2000 mílna ferðalag til að koma hjólinu sínu á klakann.

Bretland til Íslands -  á Kawasaki TR250

Gabriella Motola vildi ekki að láta 2000 mílur koma í veg fyrir að eiga draumamótorhjólið
Hún er nefnilega búsett á Íslandi nefnilega þurfti að selja mótorhjólið sitt þegar hún flutti upphaflega til Íslands.
En eftir að hún var búin að koma sér fyrir hér komst hún að því að hjólið sem henni langaði í var bara ekki til á íslandi.  þ.e  Kawasaki TR250.

Og hvað gerði hún!  Hún keypti hjólið í Bretlandi og þá var auðvitað að koma því heim.   
Auðvelda leiðin var auðvitað bara að pakka því inn og senda það með flutningaskipi til Íslands.
 Enn Gabriella ákvað að nýta tækifærið, fara í mótorhjólaferð, ná sér í nokkra stimpla í vegabréfið og fara á hjólinu.

Raufarhöfn
Gabriela er rithöfundur sem flutti til Íslands frá Englandi fyrir nokkrum árum til að skrifa bók. Hún er mikill mótorhjólaáhugamaður, hún þurfti að selja tvö hjólin sín áður en haldið var hingað.
En eins og við öll vitum er dellan til að hjóla svolítið eins vírus,  það er engin lækning! 
Þó maður taki sér smá pásur þá kemur dellan alltaf aftur og í þessu tilfelli þá kikkaði hjóladellan inn aftur af krafti.




Frá Stonehenge til Heimskautagerðis.

Gabriella ákvað að ferðast frá Stonhenge til Heimskautagerðis.  Þaðan fór hún á mótorhjólinu frá Bretlandi yfir í Frakkland , Belgíu, Þýskaland og Damnörk svo sigldi hún í 36 tíma með ferju yfir hafið til Seyðisfjarðar og ók svo til Raufarhafnar á skelfilegu malarvegum  sem (voru þar).

Hvað er Stonehenge og Heimskautagerðið ?
Stonehenge er mannvirki sem var reist á tímabilinu 2200- 3000 fyrir krist og er mannvirkið staðsett 13.km norðvestur af Salisbury í Englandi.  Ýmsar kenningar eru um tilgang staðarins, Trúarhof, hof tileinkað forfeðrum, grafreitur og staður til að fagna sumar og vetrarsólstöðum.
Þaðan ákvað Gabriella að hefja ferðina til Íslands og hún ætlaði að enda í Heimskautagerðinu.
Heimskautagerðið á Raufarhöfn er glæsilegt risastórt sólúr rétt hjá Raufahöfn sem
 Erlingur B. Thoroddsen hótelstjóri á Raufarhöfn stóð fyrir að byggja snemma á þessari öld og hefur það dregið að sér fjölda ferðamanna síðan.  Mannvirkið er glæsilegt á flottum stað á hæð yfir Raufarhöfn en því miður náði Erlingur ekki að fullklára verkið en hann lést 2015.
en Sveitarfélagið heldur vonandi áfram með að klára verkið.


Þegar Verkefninu Henge to Henge lauk hjá henni Gabrielle hjólaði hún svo suður til Reykjavíkur og naut þess að hjóla á hinu fallega Íslandi.

14.10.20

Samgöngustofa vill skrá létt bifhjól í flokki I........

Hvað mun þetta kosta eigendur Vespanna ?

Margir hafa kannski tekið eftir því að Samgöngustofa hefur opnað rafræna skráningu á eldri léttum bifhjólum í flokki I (keypt fyrir 1. janúar 2020) og innan skamms verða öll slík ökutæki komin með appelsínugular númeraplötur sem eykur rekjanleika og eftirlit. 


Létt bifhjól í flokki I eru vélknúin ökutæki á tveimur, þremur eða fjórum hjólum sem ná ekki meiri hraða en 25 km/klst hvort sem þau eru raf- eða bensíndrifin. Þá er miðað við hámarkshraða sem framleiðandi bifhjólsins gefur upp.


Vefstjóri Tíuvefsins spurðist fyrir hvað þetta mun kosta?   

Og er einhver hvatning fyrir eigendurnar til að gera þetta?

Svarið var á þessa veru: 


Kostnaðurinn við skráningu er nú 600 kr. auk gjalds fyrir númeraplötu kr. 2665 samtals 3265 kr. Þetta skráningargjald mun svo hækka 1. júlí 2021.

Auk þess þarftu að borga fyrir skoðun en það gjald er mismunandi eftir skoðunarstöðvum en reikna má með að í heildina (skoðun auk skráningargjalds og númeraplata) kosti þetta allt að 15.000 kr.

 

Þessi hjól eru skráningar- og skoðunarskyld samkvæmt lögum og eftir 1. mars á næsta ári getur þú ekki keyrt um á hjólinu löglega. Þannig að hvatinn felst í því að geta keyrt um á hjólinu þínu án þess að vera brjóta lög. Auk þess er hvatinn sá að verð skráningar mun hækka 1. júlí 2021.

 

Ef þú átt hjólið þitt áfram næstu ár þarftu ekki að láta skoða það aftur, ekki fyrr en við næstu eigendaskipti. Við eigendaskipti þarf að láta skoða hjólið aftur (nema ef síðasta skoðun hafur farið fram á síðustu 12 mánuðum). Það er samkomulagsatriði milli kaupanda og seljanda hvor lætur skoða létta bifhjólið fyrir eigendaskipti en það er ekki hægt að skrá eigendaskipti fyrr en skoðun hefur farið fram.

Og þar hafið þið það...einn nefskattur enn handa ríkinu.
 
 kv.
Vefstjóri. 

6.10.20

Aðalfundi Tíunnar (Frestað um óákveðinn tíma.)


Aðalfundi sem átti að vera þann 17.október hefur verið frestað um óákveðinn tíma. 


Ástæðuna þarf nú varla að taka fram en fjöldatakmarkanir og aukin smit vegna Covid-19  eru að þessu sinni eina ástæðan.

Við vorum einnig búin að fresta haustógleðinni sem vera átti um kvöldið.

Með bestu kveðju
Stjórn Tíunnar 
Bifhjólaklúbbs Norðuramts.

Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur

 


Malbik sem lagt var á nokkra kafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar, þar á meðal á Kjalarnesi, stóðst ekki kröfur og munaði miklu upp á að þær væru fullnægjandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vegagerðarinnar á malbikskjörnum á fimm köflum. Tveir létust á hálu malbikinu í júní.