6.10.20

Malbikið á Kjalarnesi stóðst alls ekki kröfur

 


Malbik sem lagt var á nokkra kafla á höfuðborgarsvæðinu í sumar, þar á meðal á Kjalarnesi, stóðst ekki kröfur og munaði miklu upp á að þær væru fullnægjandi. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar Vegagerðarinnar á malbikskjörnum á fimm köflum. Tveir létust á hálu malbikinu í júní.


Rannsóknin leiddi í ljós að kröfur um holrýmd (loft) hafi ekki staðist né heldur kröfur um viðnám að útlögn lokinni. Þá uppfylltu hemlunarviðnámsmælingar heldur ekki kröfur um lágmarks hemlunarviðnám.


Kaflarnir fimm eru á Reykjanesbraut, Bústaðavegi, Sæbraut, Kjalarnesi og Gullinbrú. Eini kaflinn sem stóðst kröfur um viðnám var á Sæbraut. Aðrir kaflar hafa verið fræstir og lagt yfir þá nýtt malbik sem stenst kröfur, fyrir utan einn kafla á Reykjanesbraut sem er enn til rannsóknar. Þó eru taldar líkur á að hann verði einnig fræstur og yfirlagður upp á nýtt.

Fréttin á Vísir

Skýrslan