1.9.20
Nýjung í markaðssetningu mótorhjóla.
![]() |
Hjólin reyndust vel á holóttum og mikið grýttum Kaldadalnum. |
Pabbi sem þekktur er undir nafninu Hjörtur Líklegur hefur verið “guide” hjá Reykjavík Motor Center og Biking Viking Flatahrauni 31 Hafnarfirði í nokkur ár. RMC er umboðsaðili fyrir BMW mótorhjól og þar er rekin mótorhjólaleigan Biking Viking í samstarfi við BMW í Þýskalandi.
![]() |
Hádegisstopp við Deildartunguhver |
![]() |
Kallinn tók þessa mynd, ég í stöðumælavarðarvestinu. |
![]() |
Lengra var ekki þorandi að fara á þessu hjóli þó svo að mig hafi langað. |
![]() |
Síðasta stopp fyrir Kaldadal. |
Á leið upp að Langjökli af Kaldadalsvegi. |
![]() |
Ólafur Arnar, Tome Cruise eða Gaston Raier, allir svipað stórir. |
31.8.20
Ágúst missti félaga sinn í skelfilegu slysi: Mikil vonbrigði þegar hann sá að ekkert hafði breyst
„Það hefur aldrei staðið til að segja okkar sögu opinberlega en mér er orðið svo misboðið af framgöngu Vegargerðarinnar að ég tel alveg tilefni til þess nú í þeirri von að vekja athygli á hversu illa gengur að fá forsvarsmenn Vegagerðarinnar til að auka öryggi vegfarenda á þeim stöðum þar sem fullt tilefni er til úrbóta.“
Þetta segir Ágúst Þór Pétursson, húsasmíðameistari, bifhjólamaður og vegfarandi, í athyglisverðri grein sem hann skrifar í Morgunblaðið um helgina.
Í grein sinni gagnrýnir hann Vegagerðina og yfirvöld harðlega fyrir að tryggja ekki öryggi vegfarenda betur. Málefnið stendur Ágústi nærri enda missti hann vin sinn og félaga í skelfilegu slysi á síðasta ári.
„Síðasta sunnudaginn í júní 2019 vorum við mótorhjólafélagarnir á ferðalagi ásamt mökum. Þann dag misstum við vin okkar og félaga í hræðilegu slysi sem að hluta til má kenna um slælegum merkingum Vegagerðarinnar við einbreiða brú á Innstrandarvegi, vegur nr. 68, skammt frá vegamótunum inn á Djúpveg sunnan megin við Hólmavík.“
Ágúst segir í grein sinni að þannig hátti að áður en komið er að þessari einbreiðu brú úr austurátt sé blindhæð.
„Frá toppi blindhæðarinnar hallar bæði að blindhæðinni og niður að brúnni og að brúarenda eru ca. 95 metrar frá blindhæðinni sjálfri. Eina merkingin sem gefur til kynna að framundan sé einbreið brú eru tvö vegamerki ásamt upphrópunarmerki. Ekkert um að blindhæð sé þar á milli eða hversu stutt er í brúna frá vegamerkjunum eða blindhæðinni eða önnur tilheyrandi merki, t.d. hraðatakmörkun eins og víða má sjá við einbreiðar brýr. Þegar slysið varð hafði umferð að austanverðu stöðvast við brúna vegna umferðar að vestanverðu og við brúna biðu þrjár bifreiðar auk þeirrar vegalengdar sem var frá fyrsta bíl að brú sem beið við brúarendann að austanverðu. Ef reiknað er með bilum á milli bifreiða má ætla að frá aftasta bíl að blindhæð hafi einungis verið um 20-30 metrar. Við þessar aðstæður kemur félagi okkar akandi að austanverðu yfir blindhæðina og sér því miður aðstæður allt of seint sem endar með þessu skelfilega banaslysi.“
Ágúst kveðst ekki ætla að reyna að lýsa upplifun þeirra sem voru viðstaddir slysið sjálft eða þeirra sem komu að því skömmu síðar. „Það getur hver sem er ímyndað sér angistina og þá ömurlegu lífsreynslu sem það er. Eitthvað sem ekki er hægt að óska sínum versta óvini að upplifa, eigi maður slíkan.“
Ágúst segir að þegar leið frá þessu hörmulega slysi hafi verið haft samband við forsvarsmann Vegagerðarinnar fyrir norðan og hann inntur eftir því hvort ekki mætti koma upp meiri og betri merkingum við blindhæðina. Segir Ágúst að um augljósa slysagildru væri að ræða og þá hefði komið fram að áður hefði komið til sambærilegra aðstæðna sem enduðu með slysi, en þó ekki banaslysi.
„Var rætt um merkingu blindhæðar, hraðatakmörkunarskilti til samræmis við það sem er við margar einbreiðar brýr og krappar beygjur á vegum landsins, og jafnvel blikkljós. Vel var tekið í þessar tillögur og rætt um að leita úrbóta. Meira aðhöfðumst við ekki í þessu máli enda töldum við að eftir slíkt banaslys færi fram rýni og endurskoðun á merkingum með tilliti til öryggis við þessa tilteknu einbreiðu brú.“
Ágúst segir að þennan sama sunnudag á þessu ári, síðasta sunnudag júnímánaðar, hafi hann farið ásamt vinum og fjölskyldu hins látna vinar á slysstað til að setja upp minningarskjöld.
„Þá, okkur til mikilla vonbrigða og ekki síður undrunar, hafði ekkert breyst með merkingar og allar aðstæður þær sömu og árið áður. Það er, nákvæmlega ári síðar hafði ekkert af því sem rætt var um verið framkvæmt til að auka öryggi vegfarenda við þessar slæmu aðstæður sem þarna eru til að fyrirbyggja að slíkt gæti gerst aftur og jafnvel ítrekað. Að nýju var haft samband við Vegagerðina og hvert var svarið? Jú, það hafði ekki fengist fjármagn til frekari merkinga. Öryggi – Framsýni – Þjónusta –Fagmennska, manni verður orðfall. Hvers virði er mannslíf í augum Vegagerðarinnar?“
Ágúst segir að þannig hafi hitt á að þennan sama dag hafi hið sviplega bifhjólaslys orðið á Kjalarnesi sem ætla má að megi rekja til ófullnægjandi öryggis og fagmennsku við vegabætur. „Hvað þarf mörg banaslys í umferðinni til að opna augu þessa fólks sem stjórnar og ber ábyrgð á öryggismálum innan Vegagerðarinnar? Er eitt slys ekki nægjanlegt til að vekja fólk og gera betur?“
Ágúst skorar á stjórnendur Vegagerðarinnar að taka til í eigin ranni og gera allt til að uppfylla einkunnarorð stofnunarinnar – Öryggi – Framsýni – Þjónusta –Fagmennska – svo koma megi í veg fyrir að enn fleiri vegfarendur slasist eða láti lífið.
„Jafnframt skora ég á samgöngumálaráðherra að beita sér fyrir því að tekið verði á öryggismálum innan Vegagerðarinnar með festu og af ábyrgð.“
29.8.20
Bosshoss Hvað er nú það?
![]() |
Eyjólfur Trukkur er eini Íslendingurinn sem ekur um á Boss Hoss |
Þarna var kominn fyrsta Boss Hoss hjólið.
Eftir smíðina ók Monte Warne til Daytona Florida á mótorhjólahátíðina Bike-Week á Boss Hossinum og vakti það gríðalega athygli.
Boss Hoss Chevy Trike |
Monte sá það að hann yrði greinilega að smíða fleiri hjól.
Nú rúmlega 30 árum síðar er komin verkmiðja sem smíðar þessi hjól í Dyersburg , Tennessee og vélarnar eru allar að sjálfsögðu Chevrolet.
Boss hoss hjólin eru líka þekkt fyrir að vera þægileg vegna þess að þau víbra ekki mikið.
Um miðjan 10 áratuginn seldu Boss Hoss um 300 hjól á ári , en 2006 var salan komin í 4000 hjól á ári..
2012 fór Boss Hoss svo að framleiða þríhjól og sem kom með 4L70 Overdrive sjálfskiptingu og bakkgír og loftfjöðrun.
Hosshoss Chevy Trike |
Var þessi týpa ætluð til að draga að enn stærri aðdáendahóp að hjólum sem munu koma til með að heilla mótorhausa um alla framtíð.
Þess má geta að þessi mótorhjól eru ekki ódýr, 10 + milljónir er eitthvað nálægt því sem þú ættir að hafa í veskinu áður en þú ferð í innkaupaleiðangur......
og 15- 20 þúsund dollararar eru raunhæfar tölur fyrir 15 til 20 ára gömul Boss Hoss á Ebay. og þá á eftir að koma þeim heim... og þá er hægt að margfalda með 2.
Boss Hoss Super |
![]() |
And just in time for our federal anniversary year 2015, one of these truly imposing warhorses appeared in Brunnen on the beautiful Lake Lucerne. |
28.8.20
Rúntur í Fjallakaffi
Nokkrir félagar úr Tíunni skelltu sér í hjólarúnt um daginn austur fyrir fjall. Nánar tiltekið í nýbyggt Beitarhúsið í Möðrudal sem er við þjóðveg 1.
Þar var auðvitað troðið í sig alíslenskri vöfflu með rjóma og rabbabara sultu.
Hittu þeir þar fyrir nokkra félaga í öðrum Vélhjólaklúbb sem heitir Drekar en það er klúbbur staðsettur á Austfjörðum. Slógust þeir svo í för með Tíufélugum til baka og varð þessi ferð hin mesta skemmtun enda veðrið á fjöllunum alveg dásamlegt.Í Mývatnsveit var mývargurinn í miklu stuði þannig að menn voru sumir ekkert að fjarlægja hjálma meðan bensínstoppin voru þar. En það var miklu betra að koma við í Dalakofanum og þar hittum við enn fleiri mótorhjólamenn úr Tíunni sem voru að nýta sér veðurblíðuna.
Snilldardagur. Takk fyrir allir .
Upplifun erlends mótorhjólafólks á Íslandi
BS ritgerð eftir Viðar Jökul Björnsson
Ágrip
Mótorhjól eru ákveðinn fararmáti sem getur boðið upp á spennu og flæði adrenalíns. Mótorhjólið getur líka verið tákn frelsis í hugum þeirra sem aka þeim og geta boðið ökumanni sínum þann möguleika að skynja umhverfi sitt fullkomlega. Getur verið að hjólið bjóði því erlenda mótorhjólafólki sem kemur hingað til landsins, þrátt fyrir hverfult veður og oft óhentug akstursskilyrði, upp á annars konar upplifun á rými? Er hér annars konar ferðamaður á ferðinni? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mótorhjólaferðamenn geti verið dæmi um hinn nýja ferðamann, harðgerðari ferðamann sem sækist eftir nálægð við náttúruna og vill kynnast landinu á einstakan hátt en það tekst með aðstoð mótorhjólsins, líkamans og skynfæranna.
26.8.20
Aðalfundur Tíunnar verður haldinn 17 október
Mótorhjólasafn Íslands Akureyri kl 12:30
Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tölvupósti í tian@tian.is .
Nú eða bjóða sig fram á tíuvefnum Lagabreytingartillögur þurfa að berast helst 24 tímum fyrir aðalfund.