29.8.20

Bosshoss Hvað er nú það?

Eyjólfur Trukkur er eini Íslendingurinn sem ekur um á Boss Hoss
Fyrir rúmlega 30 árum var Bandaríkjamaðurinn Monte Warne að svipast um eftir öflugasta mótorhjólinu á svæðinu og þegar hann fann ekkert sem honum þótti nógu gott ákvað hann að rífa V8 vélina úr Lettanum sínum og smíða mótorhjólagrind utan um hana.
  Þarna var kominn fyrsta Boss Hoss hjólið.

Eftir smíðina ók Monte Warne til Daytona Florida á mótorhjólahátíðina Bike-Week á Boss Hossinum  og vakti það gríðalega athygli.


Boss Hoss  Chevy Trike
Bæði var hjólið risastórt og gríðalega öflugt.   
Monte sá það að hann yrði greinilega að smíða fleiri hjól.

Nú rúmlega 30 árum síðar er komin verkmiðja sem smíðar þessi hjól í Dyersburg , Tennessee  og vélarnar eru allar að sjálfsögðu Chevrolet.

Hjólin eru með sjálfskiptingum (semi automatic) og eru vélarnar allt frá því að vera 350 Ci  5,7 lítra upp í  502 Ci  8,2 lítra vélar sem skila mörg hundruð hestöflum og jafnvel meira en 1000 hestöfl með tjúningum, sem gerir þessi hjól þau öflugustu í heimi.
Boss hoss hjólin eru líka þekkt fyrir að vera þægileg vegna þess að þau víbra ekki mikið.


Um miðjan 10 áratuginn seldu Boss Hoss um 300 hjól á ári , en 2006 var salan komin í 4000 hjól á ári..

2012 fór Boss Hoss svo að framleiða þríhjól og sem kom með 4L70 Overdrive sjálfskiptingu og bakkgír og loftfjöðrun.


Hosshoss Chevy Trike
Seinna kom svo Boss Hoss Supersport sem er alveg ný hönnun , með lægra sæti, styttra á milli hjóla og meiri fjöðrun.
Var þessi týpa ætluð til að draga að enn stærri aðdáendahóp að hjólum sem munu koma til með að heilla mótorhausa um alla framtíð.

Þess má geta að þessi mótorhjól eru ekki ódýr, 10 + milljónir er eitthvað nálægt því sem þú ættir að hafa í veskinu áður en þú ferð í innkaupaleiðangur......
og 15- 20 þúsund dollararar eru raunhæfar tölur fyrir 15 til 20 ára gömul Boss Hoss á Ebay. og þá á eftir að koma þeim heim... og þá er hægt að margfalda með 2.






Boss Hoss Super










And just in time for our federal anniversary year 2015,
one of these truly imposing warhorses appeared in Brunnen on the beautiful Lake Lucerne.



28.8.20

Rúntur í Fjallakaffi


Nokkrir félagar úr Tíunni skelltu sér í hjólarúnt um daginn austur fyrir fjall. Nánar tiltekið í nýbyggt Beitarhúsið í Möðrudal sem er við þjóðveg 1. 

Þar var auðvitað  troðið í sig alíslenskri vöfflu með rjóma og rabbabara sultu.

Hittu þeir þar fyrir nokkra félaga í öðrum Vélhjólaklúbb sem heitir Drekar en það er klúbbur staðsettur á Austfjörðum.   Slógust þeir svo í för með Tíufélugum til baka og varð þessi ferð hin mesta skemmtun enda veðrið á fjöllunum alveg dásamlegt.
Í Mývatnsveit var mývargurinn í miklu stuði þannig að menn voru sumir ekkert að fjarlægja hjálma meðan bensínstoppin voru þar. En það var miklu betra að koma við í Dalakofanum og þar hittum við enn fleiri mótorhjólamenn úr Tíunni sem voru að nýta sér veðurblíðuna.

Snilldardagur. Takk fyrir allir .



Upplifun erlends mótorhjólafólks á Íslandi

BS ritgerð eftir  Viðar Jökul Björnsson   

Ágrip 


Mótorhjól eru ákveðinn fararmáti sem getur boðið upp á spennu og flæði adrenalíns. Mótorhjólið getur líka verið tákn frelsis í hugum þeirra sem aka þeim og geta boðið ökumanni sínum þann möguleika að skynja umhverfi sitt fullkomlega. Getur verið að hjólið bjóði því erlenda mótorhjólafólki sem kemur hingað til landsins, þrátt fyrir hverfult veður og oft óhentug akstursskilyrði, upp á annars konar upplifun á rými? Er hér annars konar ferðamaður á ferðinni? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að mótorhjólaferðamenn geti verið dæmi um hinn nýja ferðamann, harðgerðari ferðamann sem sækist eftir nálægð við náttúruna og vill kynnast landinu á einstakan hátt en það tekst með aðstoð mótorhjólsins, líkamans og skynfæranna.

26.8.20

Aðalfundur Tíunnar verður haldinn 17 október

Staðsetning aðalfundar:
Mótorhjólasafn Íslands Akureyri kl 12:30


Óskað eftir framboðum í stjórn Tíunnar í tölvupósti í tian@tian.is .

Nú eða bjóða sig fram á tíuvefnum Lagabreytingartillögur þurfa að berast helst 24 tímum fyrir aðalfund.

Dagskrá Aðalfundar
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Stjórn og nefndir gefa skýrslu um starfsemi liðins árs. 3. Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga liðins árs.
4. Lagabreytingartillögur. 5. Kosning stjórnar. 6. Kosning Formanns 7. Kosning nefnda. 8. Skipun skoðunarmanna reikninga. 9. Önnur mál. Ath. Einungis greiddir Tíufélagar 2020 geta setið fundinn.
Munið félagskirteinin


Viðburðurinn á facebook

Lamborghini Mótorhjól

Lamborgini Mótorhjól

Eitt af fágætum mótorhjólum í heiminu er Lamborghini Design 90


Eitt slíkt fór (hjól nr 2) fór á uppboð á dögunum með upphafsboð upp á 45 þúsund dollara en það verð var ekki að gera sig og enginn bauð lágmarskverð. 

Á áttunda áratugnum fóru Lamborghini Sportbílaframleiðandinn að búa til mótorhjól.
Fyritækið var búið að vera í kröggum og meðal annars búið að skipta um eigendur og reyndu þeir að auka tekjurnar með því að búa til meðal annars mótorhjól og V12 hraðbáta og reyndu einnig við smíða skutbíl SUV .


En þar sem þetta er mótorhjólasíða þá er það mótorhjólið sem um ræðir.

Lamborgini Design 90. framleiðsluár 1986
Samið var við Franska framleiðandann Boxer um hönnun og  samsetningu á hjólinu.


Niðurstaðan var nokkuð mögnuð.

Þeir notuðu 1000cc mótor frá Kawasaki sem var um 130 hestöfl í hjóli sem var rúmlega 200 kg fullt af bensíni og olíu.  (blautt).
hjólið var svo umvafið plastkápu frá toppi til táar.

Héldu þeir að þeir gætu selt c.a 25 slík hjól en niðurstaðan varð sú að aðeins 6 stk voru framleidd.
Design 90 #2 Naked

Hjólið var hraðskreitt, um það var enginn vafi og höndlaði mjög vel en það kostaði 13000 dollara sem árið 1986 var helvíti mikil summa eða rúmlega tvöfallt verð á öðrum sambærilegum hjólum þess tíma.




Ég persónulega kann vel að meta lokkið á flestum hjólum frá áttunda áratugnnum en mér finnst þetta hjól mjög ljótt.  Það lítur eiginlega út eins og hjól sem þér væri úthlutað í Grand theft auto tölvuleiknum. Allar línur hjólsins eru eiginlega  út úr kú og bera þess merki að sá sem teiknaði það má bara æfa sig á einhverju öðru .

Allavega ef ég væri að leita að einhveju spes og á verðbilinu 124 þúsund dollarar ,, ( þ.e. það sem var vonast eftir að fá á uppboðinu) þá væri það sennilega  hugmynd að fá sér Lambó í safnið :)




25.8.20

Veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur



Bif­hjóla­slys varð á veg­in­um um Óshlíð um helg­ina en veg­ur­inn er ekki leng­ur í notk­un. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum er veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur þar sem mikið grjót hef­ur hrunið úr hlíðinni ofan veg­ar­ins. Þá hef­ur sjór­inn grafið und­an veg­in­um.
Bif­hjóla­maður­inn gætti ekki að sprungu í veg­in­um fyrr en of seint og fór út af veg­in­um. Ökumaður­inn féll af hjól­inu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjör­unni. Var ökumaður­inn vel áttaður er lög­reglu bar að garði en flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða. 
Sautján öku­menn voru kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur á Vest­fjörðum í vik­unni sem leið. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Stranda­vegi í Stranda­byggð á 124 km hraða þar sem leyfi­leg­ur hraði er 90 km á klukku­stund.
Þrír voru flutt­ir til aðhlynn­ing­ar á heilsu­gæsl­una í Búðar­dal eft­ir bíl­veltu á Vest­fjarðavegi í Gufu­dal á föstu­dag. Þeir hlutu all­ir minni hátt­ar meiðsl en ökumaður­inn missti stjórn á bif­reiðinni með þeim af­leiðing­um að hún stakkst fram af veg­brún­inni niður fyr­ir veg­inn og valt þrjár velt­ur áður en hún stöðvaðist á hjól­un­um. 
Maður var að landa úr bát sín­um á Pat­reks­firði í síðustu viku þegar að reipi af kar­inu flækt­ist utan um fót­legg hans með þeim af­leiðing­um að hann féll aft­ur fyr­ir sig og lenti með hnakk­ann á steyptri bryggj­unni. Fékk maður­inn höfuðáverka og flutt­ur með sjúkra­bíl til lækn­is.



 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/25/vegurinn_beinlinis_haettulegur/?fbclid=IwAR2iMLu85Pl09h4uVYOASk65pGp2_p1K-RJNuVnq-CTos1bCToVn8BCZudw

24.8.20

Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg

Hannes Hjalti Gilbert hefur gaman af að ferðast um á mótorhjóli og hann fór fjórar lengri ferðir um Ísland í sumar á mótorhjólinu. 

Hann samþykkti að deila með lesendum Víkurfrétta myndum úr sumarferðalögum og svara spurningum blaðamanns, sem eru bæði um ferðalög og ýmislegt annað og ótengt.








Nafn:
Hannes Hjalti Gilbert.

– Árgangur:
 1962.

– Fjölskylduhagir:
Rauðfeldsgjá á Snæfellsnesi
Giftur Þórunni Agnesi Einarsdóttur, við eigum þrjú börn, tvíburana Guðna Má og Helenu Rós, 25 ára og síðan er það Einar Hjalti á nítjánda ári.

– Búseta: 
Keflavík.

 – Hverra manna ertu og hvar upp alin?
Ólst upp hjá afa og ömmu í vesturbænum í Keflavík.


 – Hvert var ferðinni heitið í sumarfrínu?
Við fórum í fjórar lengri ferðir í sumar. Í júní fórum hringferð um landið á mótorhjólinu ásamt góðum hópi fólks. Við tókum sex daga í hringinn og nutum fjölbreyttrar veðráttu. Við heimsóttum marga flotta staði og fengum góðar móttökur alls staðar. Franska safnið (Frakkar á Íslandsmiðum) á Fáskrúðsfirði var mjög áhugavert og Steinasafn Petru á Stöðvarfirði er alltaf ánægjulegur viðkomustaður. Við skruppum út í Hrísey og nutum leiðsagnar en það var í fyrsta heimsókn okkar hjóna þangað. Síðan var alveg dásamlegt að prófa VÖK, nýju böðin við Egilsstaði. Í júlí fórum við ásamt vinafólki okkar yfir Kjöl og það var mjög skemmtileg ferð. Bjart yfir öllu og fámennt á hálendi. Alveg magnað hvað auðnin getur verið falleg.

Um verslunarmannahelgina náðum við að taka börnin okkar með ásamt viðhengjum og skoðuðum Snæfellsnesið. Aftur vorum við heppin með veðrið og nesið fagra bauð upp á eitthvað fyrir alla. Fyrir þessa ferð var unga fólkið búið að stofna ferðaplan með hjálp Google Maps og þar með gátu allir sett inn það sem þeim langaði til að skoða yfir helgina og svo tókum við þetta bara nokkuð skipulega með smá útúrdúrum. Þetta var mjög vel heppnuð ferð þar sem að allir sáu eitthvað nýtt. Núna í ágúst fórum við svo hjónin bara tvö í langa helgarferð um Suðurlandið og nutum einstakrar veðurblíðu. Við áttum uppsafnaða ýmsa staði sem okkur hefur lengi langað til að heimsækja. Listinn er langur en við náðum þó að skoða Dyrhólaey, Reynisfjöru, flugvélaflakið á