25.8.20

Veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur



Bif­hjóla­slys varð á veg­in­um um Óshlíð um helg­ina en veg­ur­inn er ekki leng­ur í notk­un. Að sögn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum er veg­ur­inn bein­lín­is hættu­leg­ur þar sem mikið grjót hef­ur hrunið úr hlíðinni ofan veg­ar­ins. Þá hef­ur sjór­inn grafið und­an veg­in­um.
Bif­hjóla­maður­inn gætti ekki að sprungu í veg­in­um fyrr en of seint og fór út af veg­in­um. Ökumaður­inn féll af hjól­inu en hjólið rann niður hlíðina og hafnaði í fjör­unni. Var ökumaður­inn vel áttaður er lög­reglu bar að garði en flutt­ur til aðhlynn­ing­ar á Heil­brigðis­stofn­un Vest­fjarða. 
Sautján öku­menn voru kærðir fyr­ir of hraðan akst­ur á Vest­fjörðum í vik­unni sem leið. Sá sem hraðast ók var stöðvaður á Stranda­vegi í Stranda­byggð á 124 km hraða þar sem leyfi­leg­ur hraði er 90 km á klukku­stund.
Þrír voru flutt­ir til aðhlynn­ing­ar á heilsu­gæsl­una í Búðar­dal eft­ir bíl­veltu á Vest­fjarðavegi í Gufu­dal á föstu­dag. Þeir hlutu all­ir minni hátt­ar meiðsl en ökumaður­inn missti stjórn á bif­reiðinni með þeim af­leiðing­um að hún stakkst fram af veg­brún­inni niður fyr­ir veg­inn og valt þrjár velt­ur áður en hún stöðvaðist á hjól­un­um. 
Maður var að landa úr bát sín­um á Pat­reks­firði í síðustu viku þegar að reipi af kar­inu flækt­ist utan um fót­legg hans með þeim af­leiðing­um að hann féll aft­ur fyr­ir sig og lenti með hnakk­ann á steyptri bryggj­unni. Fékk maður­inn höfuðáverka og flutt­ur með sjúkra­bíl til lækn­is.



 https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/08/25/vegurinn_beinlinis_haettulegur/?fbclid=IwAR2iMLu85Pl09h4uVYOASk65pGp2_p1K-RJNuVnq-CTos1bCToVn8BCZudw