16.12.19
15.12.19
Á BIFHJÓLI UM LANDIÐ
Frelsi og adrenalín
SOFFÍA JÓHANNESDÓTTIR FÉKK MÓTORHJÓLABAKTERÍUNA
OG FINNUR SIG VEL Í HEIMI TESTÓSTERÓNS.
Heimurinn sem Soffía vísar til er ferðamótorhjólamennska en í sumar hefur hún skoðað landið á mótorhjóli.
„Maður er einhvern veginn frjálsari og nær landinu, finnur lyktina og vindinn og þetta er smá adrenalínkikk líka. Maður upplifir landið á nýjan hátt.“
Tilvera Soffíu hefur tekið miklum breytingum síðasta árið og hennar daglegu félagar eru nær eingöngu karlmenn með mótorhjóladellu. „Ég er innan um svo mikið testósterón að ég hugsaði á tímabili að það hlytu að fara að vaxa á mig eistu,“ segir Soffía og hlær. Bifhjól komu fyrst inn í líf
Soffíu þegar hún stofnaði vespuleigu við Reykjavíkurhöfn og tók þá mótorhjólapróf. Fyrr á árinu sameinuðust svo Lundavespur, Harley-Davidson búðin og mótorhjólaleigan Biking Viking undir nafninu Reykjavík Motor Center. „Þetta er búið að vera mikil upplifun. Ég vissi ekkert út í hvað ég væri að fara. Stökk svellköld út í djúpu laugina.“
Soffía hefur nýtt hvert tækifæri í sumar til að ferðast um landið á mótorfák. Þar á meðal til Vestmannaeyja, norður í land og farið í dagsferðir hingað og þangað út frá Reykjavík. „Ég fór líka í stórkostlega 10 daga leiðsöguferð þar sem hringurinn og Vestfirðir voru teknir með útúrdúrum frá aðalvegunum. Þar keyrði ég reyndar trúss-bílinn en það er mjög gaman að ferðast með útlendingum og fá þannig tækifæri til að sjá landið sitt með augum utanaðkomandi.“ Sumarið hefur verið mjög annasamt en ferðahjól sem Reykjavík Motor Center er með hafa notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna en þá hefur verið hægt að fá leiðsögumenn með í ferðir og jafnvel farangursbíl. „Þó svo að haustið sé skollið á og vertíðin svo til búin eru enn þónokkrar haustferðir í kortunum. Það eru þá aðallega seinnipartsferðir, en þær bjóðum við upp á síð- og snemmsumars. Það fer skiljanlega eftir veðri hversu langt fólk hjólar inn í veturinn. Ég er allavega sjálf komin með bakteríuna.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
11.12.19
Barry Sheene Memorial Trophy
Stórskemmtilegur viðburður sem haldinn var 2016 til minningar um Barry Sheene sem var kappaksturhetja mikil á mótorhjólum á árunum 1970-1984
Meira um Barry Sheene hérÞarns má sjá ansi mörg fræg mótorhjólanöfn keppa á eldömlum mótorhjólum í bleytu og er þetta hin mesta skemmtun á að horfa.
There was plenty of drama in the part one of the Barry Sheene Memorial Trophy race at Revival this year. The two wheeled spectacle featured classic bikes from Norton and Triumph cutting through the downpour with legendary riders like John McGuinness and Michael Dunlop in control.
8.12.19
6.12.19
Britten ! Merkilegt hjól í bifhjólasögunni
- Handsmíðað 1992 í Bakgarði á Nýjasjálandi af einum manni John Britten.
- Grindin er úr carbon fiber.
- 160 hestafla V tvin
- Fjöðrunin er afar framúrstefnuleg
- Aðeins 10 stk til í heiminum
Hjólin eru allavega 10 árum á undan sinni samtíð, og hafði örugglega áhrif á aðra mótorhjólaframleiðendur.
Stríddi öllum stóru mótorhjólaframleiðendunum í stórum keppnum út um allan heim.
Því miður lést John Britten úr krabba 45 ára gamall og það er á heinu að hann hefði gert einhverja meiri snilld ef hann hefði lifað lengur,
3.12.19
Royal Enfield stefnir að rafvæðingu
Royal Enfield vakti athygli á EICMA -sýningunni meðKX tilraunahjólinu og vona margir að það fari í framleiðslu. |
Nú tefnir hins vegar í að merkið færi sig í 21. öldina því að byrjað er að þróa rafmótorhjól hjá indverska framleiðandanum. Þegar er búið að smíða frumgerð fyrsta hjólsins segir Vinod Dasari, forstjóri Royoal Enfield. „Tækniusetur okkar í Bretlandi hefur þegar sett rafmótor í eitt af framleiðsluhjólum okkar og það er frábært. Ég hef keyrt það sjálfur“ sagði Vinod Dasari. Hann vildi þó ekki láta hafa eftir sér hvaða gerð Royal Enfield mótorhjóls væri að ræða en sagði að enn væru 2-3 ár að slíkt hjól færi í framleiðslu. Enfield er ekki fyrst indverski framleiðandinn til að stefna að rafvæðingu því að Bajaj Auto og KTM hafa hafið samstarf um þróun rafhjóla fyrir markaðinn í austurlöndum fjær. Þar eru mótorhjól í milljónatali á götunum og menga í samræmi við það og þess vegna þarf þessi áhugi ekki að koma á óvart.
Njáll Gunnlaugsson
Þriðjudagur 3. desember 2019
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)