Grein af vef Fullthingis
Til okkar leitar oft fólk sem hefur lent í vélhjólaslysum. Þá verðum við iðulega vör við þann misskilning að ökumenn mótorhjóla eigi ekki sama rétt og einstaklingar sem lenda í bílslysi.
Við bendum þessu fólki á að þeir sem slasast í vélhjólaslysi, hvort sem um ökumann eða farþega er að ræða, geti átt rétt á bótum, annað hvort úr slysatryggingu ökumanns- og eiganda eða ábyrgðartryggingu.
29.3.18
26.2.18
Ketilás
22.2.18
Skemmtilegt minningarbrot
Þetta skemmtilega myndband af norðlensku Bifhjólamönnum leyndist á youtube.com.
Og urðum við að deila því hér á síðuna.
Þarna má sjá nokkra hjólara taka fyrsta rúntinn á árinu á sumardaginn fyrsta líklega frá Akureyri til Ólafsfjarðar.. en þarna má sjá hjólarana koma út úr Ólafsfjarðargöngunum á ísilögðum vegi. Eins má sjá Heidda ásamt öðrum Landsmótsgestum vera að útbúa Landsmótsúpu 1995 en þá var Landsmótið í Tunguseli í Skaftárhreppi...
Þarna í myndbandinu má sjá mörg kunnuleg Andlit eins og
Og urðum við að deila því hér á síðuna.
Þarna má sjá nokkra hjólara taka fyrsta rúntinn á árinu á sumardaginn fyrsta líklega frá Akureyri til Ólafsfjarðar.. en þarna má sjá hjólarana koma út úr Ólafsfjarðargöngunum á ísilögðum vegi. Eins má sjá Heidda ásamt öðrum Landsmótsgestum vera að útbúa Landsmótsúpu 1995 en þá var Landsmótið í Tunguseli í Skaftárhreppi...
Þarna í myndbandinu má sjá mörg kunnuleg Andlit eins og
8.2.18
The national biker rally in Iceland 2018
Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts heldur Landsmót bifhjólamanna 2018.
Mótið verður haldið að Ketilási í Fljótum helgina 28. júní til 1 júlí og verður með hefðbundnu sniði.
Þá meinum við.
- Old school þema.
- Gömlu leikirnir,
- Varðeldur,
- Norðlensk tónlist,
- Súpa
- Og góður kvöldmatur á Laugardeginum.
Miðaverð er nánast óbreytt frá því í fyrra, en tökum þetta Hagkaupskjaftæði út
og forsala er 9000kr og 10.000 á staðnum, dagpassar í boði og ein nýjung,
paraafsláttur og pör borga 17.000kr í forsölu 18.000 við hlið.
Tían á Akureyri heldur mótið og mun stór hluti ágóða (ef
einhver verður) renna beint í Mótorhjólasafnið hans Heidda.
Vinsamlega athugið að Tían er hollvinaklúbbur og tekur ekki neinar fjárskuldbindingar og mun ekki tapa krónu hvernig sem fer,
Vinsamlega athugið að Tían er hollvinaklúbbur og tekur ekki neinar fjárskuldbindingar og mun ekki tapa krónu hvernig sem fer,
5.Stjórnarmeðlimir Tíunnar halda mótið og ábyrgjast
það persónulega.
Innifalið í miðaverði er 4 dagar af epic skemmtun með góðu
fólki, lifandi tónlist 3 kvöld, súpa, kvöldmatur, varðeldur, leikir og
tjaldsvæði í 4 daga.
Hljómsveitir og dagskrá kemur fljótlega en nú er ráð að
skipuleggja sumarfríið og merkja helgina á dagatalinu. Við vonum að sem flestir
láti sjá sig og hjálpa okkur að taka old school þemað alla leið, hver vill ekki
taka þátt í zippomundun og haus á staur?
31.1.18
Greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldum á leið í Heimabankann
Greiðsluseðlar fyrir 2018 ættu að koma í heimabanka allra félagsmanna Tíunnar á næstu dögum.
Frekar rólegt hefur verið yfir félagsmálum Tíunnar í vetur, en eftir velheppnaða Haustógleði hefur stjórn Tíunnar fundað nokkuð reglulega og verið að undirbúa sumarið.
Dagskráin enn sem komið er.
- 11 maí hópakstur
- 5. maí Skoðunardagur Tíunnar. Mjög góður afsláttur af skoðun fyrir félagsmenn.
- 12. maí Heiðarlegur dagur á Safninu. Grill og skemmtun við safnið á vegum Tíunnar.
- 19. maí Óvissuferð Hvítasunnuhelgi
- 3. júní. Sjómannadagur Hópakstur
- 9.júní Opnunarhátíð Safnsins (Mótorhjólasafnið er með þennan viðburð.)
- -----------------------------------------------
- 13. júlí Hjóladagar,, Götuspyrna,,, Dimma,,, PokerRun
- Verslunarmannahelgi Hópakstur.
- 22. sept. Haustógleðin að Hrappstöðum.
Þeir sem muna ekki eftir tilgangi Tíunnar þá er hér smá minnismiði.
Tilgangur klúbbsins ...
Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.
Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10
Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.
Við hjólmenn höfum hingað til verið þekkt fyrir að vilja skemmta okkur enda hjólafólk lífsglaðasta fólkið:)
Ath. félagsgjaldið í Tíuna er 3000 kr en við bætist 150kr seðilgjald. 1000 kr af félagsgjöldunum fer beint í að styrkja Mótorhjólasafn Íslands
á móti kemur að allir greiddir meðlimir fá félagskirteini og frítt á safnið ásamt ýmsum öðrum afsláttum.
Greiðsluseðlar verða ekki sendir út með pósti. því það er einfaldlega mjög dýrt.
Ef einhverjir meðlimir eru ekki með Heimabanka þá endilega hafið samband í tian@tian.is
og við leysum það á annann hátt.
Með Hjólakveðju Stjórn Tíunnar
30.1.18
Henderson 1918-2018
Á þessu ári er því fagnað að Ísland hefur verið sjálfstætt og fullvalda ríki í eina öld
En árið 1918 flutti Ingólfur Espólín kaupmaður á Akureyri inn mótorhjól af gerðinni Henderson. Grímur Jónsson gerði hjólið upp og sá það gangsett árið 2012.
Hjólið hefur verið á Mótorhjólasafninu á Akureyri frá árinu 2014 og er höfuðdjásn þess, enda elsta mótorhjól landsins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)