29.3.18

Mótorhjólaslys

Grein af vef Fullthingis

Til okkar leitar oft fólk sem hefur lent í vélhjólaslysum. Þá verðum við iðulega vör við þann misskilning að ökumenn mótorhjóla eigi ekki sama rétt og einstaklingar sem lenda í bílslysi.
Við bendum þessu fólki á að þeir sem slasast í vélhjólaslysi, hvort sem um ökumann eða farþega er að ræða, geti átt rétt á bótum, annað hvort úr slysatryggingu ökumanns- og eiganda eða ábyrgðartryggingu.

Síðan er komið að því að aðstoða þessa einstaklinga við að kanna rétt þeirra til bóta og fá það greitt sem þeim ber.
Sömu tryggingaskilmálar gilda fyrir mótorhjól og bifreiðar. Mótorhjólatryggingar eru þó öðruvísi en bílatryggingar að því leyti að stærstur hluti tryggingabóta kemur vegna slysa á ökumanni en ekki vegna tjóns sem hendir þriðja aðila. Skýringin er augljós, ökumenn bifhjóla eru langoftast einir á ferð.

 Ég hvet þig til að kynna þér þennan leiðarvísi vel, hvort sem þú hefur lent í vélhjólaslysi eða þekkir einhvern sem þannig er ástatt um og þarf á traustum upplýsingum að halda.

                                                                     Sjá alla greinina á vef Fullthingis