Greiðsluseðlar fyrir 2018 ættu að koma í heimabanka allra félagsmanna Tíunnar á næstu dögum.
Frekar rólegt hefur verið yfir félagsmálum Tíunnar í vetur, en eftir velheppnaða Haustógleði hefur stjórn Tíunnar fundað nokkuð reglulega og verið að undirbúa sumarið.
Dagskráin enn sem komið er.
- 11 maí hópakstur
- 5. maí Skoðunardagur Tíunnar. Mjög góður afsláttur af skoðun fyrir félagsmenn.
- 12. maí Heiðarlegur dagur á Safninu. Grill og skemmtun við safnið á vegum Tíunnar.
- 19. maí Óvissuferð Hvítasunnuhelgi
- 3. júní. Sjómannadagur Hópakstur
- 9.júní Opnunarhátíð Safnsins (Mótorhjólasafnið er með þennan viðburð.)
- -----------------------------------------------
- 13. júlí Hjóladagar,, Götuspyrna,,, Dimma,,, PokerRun
- Verslunarmannahelgi Hópakstur.
- 22. sept. Haustógleðin að Hrappstöðum.
Þeir sem muna ekki eftir tilgangi Tíunnar þá er hér smá minnismiði.
Tilgangur klúbbsins ...
Efla samstarf bifhjólaáhugafólks á Norðurlandi. Vera öðrum bifhjólaökumönnum fyrirmynd.
Vera í forsvari fyrir bifhjólafólk á Norðurlandi.
Að stuðla að tilurð og framgangi bifhjólasafns í minningu Heiðars nr #10
Sjá til þess að bifhjólafólk skemmti sér saman annað slagið.
Við hjólmenn höfum hingað til verið þekkt fyrir að vilja skemmta okkur enda hjólafólk lífsglaðasta fólkið:)
Ath. félagsgjaldið í Tíuna er 3000 kr en við bætist 150kr seðilgjald. 1000 kr af félagsgjöldunum fer beint í að styrkja Mótorhjólasafn Íslands
á móti kemur að allir greiddir meðlimir fá félagskirteini og frítt á safnið ásamt ýmsum öðrum afsláttum.
Greiðsluseðlar verða ekki sendir út með pósti. því það er einfaldlega mjög dýrt.
Ef einhverjir meðlimir eru ekki með Heimabanka þá endilega hafið samband í tian@tian.is
og við leysum það á annann hátt.
Með Hjólakveðju Stjórn Tíunnar