3.12.18

Af Ingólfi og hinum gleymdu bræðrunum.


Undir lok 19. aldar fæddust bræður á bænum Espihóli í Eyjafirði.

Espihóll Eyjafirði
 Þeir afrekuðu ýmislegt í lifanda lífi en féllu jafnframt nokkuð í gleymskunnar dá eftir dauðann. Saga bræðranna og foreldra þeirra er athyglisverð. Hún er sveipuð ákveðnum ævintýraljóma, ekki síst vegna afdrifa bræðranna, ævintýramanna sem stuðluðu að nýsköpun með því að bjóða ríkjandi hugmyndum í atvinnulífi birginn. Enn liggur margt á huldu í sögu þeirra bræðra, sögu af sigrum, gleði og framsýni en um leið sorgarsögu fjölskyldu sem á einhvern ótilgreindan hátt hefur fennt yfir hin seinni ár.

Aðalstræti 16
Akureyri







Saga Espholinbræðra er mörgum ýmist gleymd eða hulin. Lítið hefur verið skráð og gefið út um lífsferil bræðranna, ekki síst er snýr að einkalífi þeirra. Jón Hjaltason gerði Espholinbræðrum ágæt skil árið 2004 í bók sinni Saga Akureyrar – Válindir tímar 1919-1940, IV. bindi . Grenndargralið fer hratt yfir sögu Ingólfs Gísla, bræðra hans Jóns, Steingríms, Hjalta og Þórhalls og foreldranna Sigtryggs og Guðnýjar.
Þeir voru fimm. Fjórir voru tæknimenn og uppfinningamenn í upphafi 20. aldar. Þeim fimmta, Steingrími sem var fæddur árið 1890, var snemma komið í fóstur og því ólst hann ekki upp með bræðrum sínum. Espholinbræður voru athafnamenn og brautryðjendur. Meðal þess sem þeir afrekuðu, ýmist einir eða saman, var að auglýsa flugvélar til sölu en þeir urðu fyrstir Íslendinga til að gera það fyrir sléttum 100 árum síðan, árið 1918.

29.11.18

Hringfarinn

Fyrsti hluti heimildarmyndar um ferðalag Kristjáns Gíslasonar á mótorhjóli í kringum hnöttinn, verður sýndur á RÚV fimmtudaginn 29. nóvember.


 Á RÚV klukkan 20.35. Einnig er komin út bók um ferðalagið en allur ágóði af sölu hennar rennur óskiptur til góðgerðarmála.

Nóg af vörum í Tíubúðinni , Sendið okkur póst,,,tian@tian.is



https://www.facebook.com/bifhjolaklubbur.norduramts/

25.11.18

Tímarit frá Púkinn.com

Rakst á ansi veglegt auglýsingatímarit á Olís í morgun en það er Púkinn.com sem gefur það út.

Það er ekki oft sem maður sest niður á vegasjoppu núorðið og getur flett tímariti um jaðarsport og Mótorhjól. En það gerðist í morgun að ég fletti í gegnum þennann flotta 124 bls auglýsinga bækling. Sem liggur frítt þar...og sjálfsagt víðar.
 Innan um mjög mikið af kynningarauglýsingum mátti lesa mjög fáar hjólatengda greinar sem allavega varð til þess að ég stoppaði við lengur en vanalega.
Eins voru þarna greinar um annað sport sem ég gluggaði hratt yfir.. sem auðvitað tengdist vörum frá púkanum.com sem er ekkert óeðlilegt. "þetta er þeirra blað".

Flott framtak hjá þeim og mikið í þetta lagt og eins og ég segi.

Tilbreyting að fletta einhverju öðru en símanum  nú orðið.


24.11.18

Pennasafnarar

Tían á slatta af pennum merktan klúbbnum og eru þeir kjörnir fyrir þá sem eru til dæmis að safna pennum.

Við seljum stk á 250kr  eða 10 stk á 2000 krónur..

Pantið í tian@tian.is


Eða kíkið á Facebooksíðu tíunnar
https://www.facebook.com/bifhjolaklubbur.norduramts/

22.11.18

Nýr fatnaður á lager Tíunnar

Stjórn Tíunnar hefur ákveðið að ráðast í fatakaup fyrir klúbbinn.

Og hefur verið að skoða góðar vörur sem við ætlum að bjóða félögum okkar upp á, á næstu misserum.

Hettupeysur munu verða á pöntunarlistanum og einnig þessi hefðbundnu bolir ,langerma og stutterma ,líka í kvennstærðum.
Pantanir eru hafnar á Derhúfum og hafa nokkrir tugir selst nú þegar af henni.

Vorum við að spá í að vera með mátunardag á miðvikudaginn 28 nóvember þar sem allir geta komið þegið kaffisopa spjall og mátað nýja fatnaðinn.
Við getum svo tekið niður pantanir.

Vonandi getiði sem allra flest séð ykkur fært að mæta en við verðum með opið inn á safni miðvikudaginn frá 17-18 og svo 20-21.

Derhúfa með hvítu Tíumerki.