Ómar Geirsson á Siglufirði lenti í ógöngum í Strákagöngum á mánudagskvöld. Hjólið rann undan honum í hárfínni drullu og skemmdist mikið. Ómar furðar sig á því að ekki sé betur hugað að öryggi mótorhjólamanna í göngunum.
Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hárfínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirsson, íbúi á Siglufirði.
Ómar lenti í kröppum dansi í Strákagöngum vestan Siglufjarðar um kvöldmatarleytið á mánudag þegar mótorhjólið hans, 2002 árgerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í samtali við Fréttablaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að umferðaröryggi í göngunum.
Betur fór en á horfðist
Sem betur fer slasaðist Ómar ekki í óhappinu og þakkar hann fyrir það. „Ég er með einn marblett á vinstri handlegg og einn marblett á hægra hné. Það er allt og sumt sem betur fer,“ segir hann en hlífðargalli sem hann var í, bæði buxur og jakki, er ónýtur. Hann telur sig hafa runnið eina sautján metra þegar hann missti stjórn á hjólinu.
Ómar segir að hjólið hafi farið heldur verr út úr óhappinu en hann. „Ég er svona hálfnaður með að rífa af því það sem er skemmt og ég held að ég sé að verða kominn upp í eina milljón í tjón,“ segir hann.
Ómar segir að óhappið hafi orðið með þeim hætti að hann var að mæta bifreið og þurfti að víkja út í útskot þar sem göngin eru einbreið. „Yfirleitt fer maður ekki úr hjólfari í hjólfar en ég þurfti að gera því það var að koma bíll á móti,“ segir hann en við það rann hjólið undan honum.
|
„Þetta er alveg hárfínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar |
Ómar segir að umferð á svæðinu hafi verið mikil í sumar enda Íslendingar margir verið á faraldsfæti. Þá sé malarnáma ekki langt frá og mögulega hafi einhver jarðvegur dottið af vörubílum sem flutt hafa efni í gegnum göngin. Ekki sé útilokað að það hafi stuðlað að þessum aðstæðum.
Nauðsynlegt að þvo göngin reglulega
„Í venjulegum göngum er nú drenmöl með fram malbikinu en í þessum göngum er bara drulla með fram, bara brún drulla. Svo er rakinn svo svakalegur þarna inni,“ segir hann en við það geta myndast hættulegar aðstæður eins og sannaðist á mánudagskvöld.
Hjólið bara rann undan mér í drullunni. Þetta er alveg hárfínn leir og svo er bara svo mikill raki þarna inni að þetta verður bara alveg rennandi svell,“ segir Ómar Geirsson, íbúi á Siglufirði.
Ómar lenti í kröppum dansi í Strákagöngum vestan Siglufjarðar um kvöldmatarleytið á mánudag þegar mótorhjólið hans, 2002 árgerð af Hondu Gold Wing, rann undan honum. Í samtali við Fréttablaðið furðar Ómar sig á því að ekki sé betur stuðlað að umferðaröryggi í göngunum.
|
Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið en sannaði heldur betur ágæti sitt. |
Hlífðargallinn sem Ómar var í er ónýtur eftir óhappið en sannaði heldur betur ágæti sitt.
Ómar segir að nauðsynlegt sé að þvo göngin reglulega, en miðað við aðstæður hafi það ekki verið gert lengi. „Þetta var alltaf gert á vorin en nú þarf bara að gera þetta einu sinni í mánuði ef vel á að vera.“ Hann segist ekki vera búinn að hafa samband við Vegagerðina en hann hyggst gera það þegar hann áttar sig betur á tjóninu.
Flaug næstum á hausinn
Það voru góðhjörtuð hjón sem komu Ómari til aðstoðar eftir óhappið og aðstoðaði maðurinn hann við að koma hjólinu af götunni og út í kant. „Hann var næstum floginn á hausinn við það. Hann átti ekki eitt aukatekið orð yfir því hvað það var sleipt þarna inni,“ segir Ómar sem er þakklátur hjónunum sem hann gleymdi að spyrja hvað hétu.
„Þau voru alveg æðisleg og mega gjarnan hafa samband svo ég geti þakkað þeim almennilega fyrir aðstoðina.“
Fréttablaðið
Einar Þór Sigurðsson
5. ágúst 2020