13.11.19
11.11.19
Ducati New Streetfighter
Ducati kynnir glæsilegan kaffi racer.
Ducati mótorhjólaframleiðandinn sem er þekktir fyrir glæsilega hönnuð mótorhjól og góðan árangur í Motorhjólakappakstri kom með þennan 208 bremsuhestafla V4 kaffisracer fyrir árið 2020.Hjólið er aðeins 178 kg og er með breitt og öflugt stýri.
Hjólið erbyggt á Panigale V4 og er í raun bara afklætt svoleiðis hjól með breyttu stýri og 1100cc V4 vél
Alvöru Streetfigther / Kaffiracer á ferð,,
Einhverskonar vindbrjótar |
Lokkar helvíti flott að framan ... |
Motocross er fyrir þá sem vilja hafa gaman
Eiður Orri Pálmarsson er 9 ára gamall en hann verður 10 ára á þessu ári. Eiður stundar motocross og er með tvö mótorhjól í bílskúrnum sem hann er duglegur að æfa sig á.
Eiður segir motocross–íþróttina henta fyrir alla, börn, fullorðna, stráka og stelpur en hann minnir á hversu mikilvægt er að vera með góðan hlífðarbúnað þegar hjólað er á mótorhjóli.
10.11.19
Wayne Rainey hjólar á ný
Við sem erum að fylgjast með mótorhjólakappakstri og erum eldri en 30 ára kannast kannski við Wayne Rainey. Hann hann keppti í GP500 eða motoGP eins og það heitir núna og var hann þrefaldur meistari á árunum 1990-1993.
Ferill endaði því miður snögglega hjá kappanum því hann hásbrotnaði í hræðilegu slysi á Misano brautinni á ítalíu 1993 og lamaðist hann frá miðju brjósti og niður.
Nú 26 árum síðar fer kappinn aftur upp á mótorhjól.
Hér er hrein hamingja á ferð....
Hér er hrein hamingja á ferð....
Datt á 160 km hraða í mótorhjólakeppni á Englandi
KARL Gunnlaugsson, nýkrýndur íslandsmeistari í kvartmílu, þykist lánsamur að hafa sloppið með handarbrot eftir að hann féll af keppnishjóli sínu í kappaksturskeppni í Englandi. Hann féll af hjólinu á 160 km hraða fyrir framan hóp annarra keppenda ístórri mótorhjólakeppni á Snetterton-kappakstursbrautinni.
Hann keppti þar ásamt Þorsteini Marel, sem varð í sjöunda sæti í liðakeppni ásamt tveimur breskum ökumönnum.
Sjá meira í grein frá 1995
Hann keppti þar ásamt Þorsteini Marel, sem varð í sjöunda sæti í liðakeppni ásamt tveimur breskum ökumönnum.
Sjá meira í grein frá 1995
9.11.19
Triumph Rocket 3 2020
Það er alltaf gaman að skoða ný mótorhjól og ekki er það nú síðra ef mótorhjólið er sérstakt.
Það verður ekki annað sagt að Triumph hafi búið til ansi sérstakt mótorhjól í ár, en hjólið er ekki nema 2500cc og 362kg 167Bhp og verðmiðinn 25000 pund. Það gerir rúmar 4 milljónir í Bretlandi...sem við getum nánast margfaldað með 2 hér, eða milli 7 og 8 millur.Skoðið myndir og video.
Mótorcrosstest í Vestmannaeyjum 2004
Svona voru Mótorcross hjólin prufuð í Vestmannaeyjum 2004
Heimir Barðason ,Reynir Jónsson, og Þórir Kristinsson allir þaulreyndir motorcrossarar segja hvað þeim finnst um nöðrunar í nokkuð ítarlegum prufum á hjólunum í glæsilegri Motocrossbrautinni í eyjum.
.
8.11.19
7.11.19
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)